Morgunblaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. AGUST 1975 Aður var bœði síld og loðna Einar Snædal með spúlinn á lufti við bát sinn f Vopnafjarðarhöfn. A Vopnafjarðarbryggju hitt- um við Einar Snædal frá Eski- firði, en hann rær einn á bát sínum Jóni Ragnari SU 26, 6 tonn að stærð. Það var suddi og gjóluskratti, Einar nýkom- inn að með ágætisafla veiddan steinsnar frá bryggju, búinn að landa og rétt að Ijúka við að spúla bátinn. ,,Ég ræ héðan á sumrin,“ sagði hann, „og legg upp í Bakkafirði eða Vopnafirði eftir þvf hvað hentar, en ég er á skaki. Það er mun betra að skaka hér en við Eskifjörð, mun minni straumur hér og því stöðugra að sækja." „Hvernig aflast?" „Þetta gengur svona sæmi- lega, allt þroskur og það frekar stór í sumar. 1 fyrrasumar var ég með lítiö, það eru áraskipti að þessu. Annars er ég mikið í bátasmíðum, vinn í slippnum á Norðfirði á vetrum. Hérna byrj- aði ég að róa um miðjan júní með um 6 tonn upp úr sjó og svo á ég 2 tonn af saltfiski, sem ég hef saltað hér. Þetta væri ágætt ef það væri eins og það hefur verið undanfarið.“ „Hvað ert þú lengi í ferð?“ „Upp í 2—3 sólarhringa ef maður fsar. Annars er þetta mjög misjafnt og þegar ég sef leggst ég fyrir föstu eða fer með bátinn inn á firði." „Er ekki óþægilegt að róa einn?“ „Það er ágætt að róa einn, maður venst þvf, það er vont að fá menn nema í íhlaupum. Tíð- in hefur verið góð fram til þessa, þetta er þriðji bræliidag- _____Einar Snœdal____ á Joni Ragnari SU 26 Vopnafirði urinn. Það er þó stutt að sækja núna, ég var að fiska hér stein- snar frá, 10 mínútna siglingu aðeins og var með 500 kg f gær og 170 kg í dag. Siðan fór að bræla hefur fengizt fiskur hér inni á firðinum á skakinu, en netafiskur hefur verið hér í allt sumar." „Hvenær hættir þú?“ „Ég set bátinn á land í októ- ber, en ég verð hér liklega þangað til og svo tekur slippur- inn við á ný. Þetta er nú meira loðnudráp- ið. Nú er verið að drepa loðn- una, áður var bæði loðna og síld Texti og myndir: Arni Johnsen. í sumarfiskinum þegar maður var að fiska djúpt úti, en nú er fiskurinn alveg tómur, alveg galtómur sfðan 1970. Þetta hef- ur farið minnkandi með hverju ári, það er hending í sumar, ef maður hefur séð loðnu í fiski, bæði magi og garnir hafa verið tómar. Ég er hræddur um að þetta endi með ósköpum. Fisk- urinn hlýtur að flýja burtu frá landinu ef þessu heldur áfram. Loðnan er gripin upp með hrognum áður en hún hrygnir á veturna og ungloðnan hefur ekki sézt hér f sumar þótt hún hafi skilað sér f Bakkafjörðinn á sumrin fram til þessa. Það verður að fara að taka á þessum málum af einhverju viti, ekki loka stanzlaust augunum og renna blint í sjóinn.“ Bronco '74 sjálfskiptur með vökvastýri. 1480 þús. Bronco '73 sjálfskiptur með vökvastýri 1 250 þús. Bronco '72 1100 þús. Bronco '72 1 millj. Bronco '66 560 þús. Bíll í sérflokki. Cortina 1600 XL '73 950 þús. Cortina 1 600 '73 760 þús. Cortina 1300 '72 590 þús. Cortina 1600 71 480 þús. Cortina 1 600 '70 station 430 þús. Mustang '69 sjálfskiptur með vökvastýri. 650 þús. Mustang '68 8 cyl. 480 þús. Volkswagen '74 1 200. 680 þús. Volkswagen '73 1303 SL. 700 þús. Volkswagen '73 1 303 650 þús. Fiat 127 '73 445 þús. Fiat 125 '72. 560 þús. Fiat 125 1971.430 þús. Saab '70 96 550 þús. Opel Commadore 1968. 480 þús. Datsun'71 100A480þús. Dodge Dart 1972 925 þús. Volvo 144 '71 900 þús. Volvo 144 '72. 1050 þús. Volvo 144 '73. 1400 þús. Singer Vouge 1970. 380 þús. Blazer 1 972 1 200 þús. Citroen GS 1974. 1150 þús. Range Rover 1972. 1 500 þús. Bíll í sérflokki. Transit bensin 600 þús. Camaro 1971. 1150 þús. Challenger 1972. 1 200 þús. Ath. alltaf opið á laugardög- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.