Morgunblaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1975 47 — Samdráttur Framhald af bls. 2 Þær vörur, þar sem útflutning- ur hefur dregizt saman, eru eink- um kisilgúr, niðursoðnar eða nið- urlagðar sjávarafurðir, vörur úr loðskinnum, ullarlopi, ullarteppi, pappaöskjur og sitthvað fleira. Er samdráttur í útflutningi þessara vara hvað magn snertir frá 5,7% i 82,7%. Magn útflutnings á kísil- gúr dregst t.d. saman um 25,7%, niðursoðnar sjávarafurðir um 35,3% o.s.frv. Þótt magnið, sem útflutt er minnki mikið, er ekki þar með sagt að verðmætið minnki. Verðmæti útflutts kisil- gúrs hefur t.d. aukizt um 67,6%, verðmæti niðursoðinna sjávaraf- urða um 18,1% o.s.frv. Aðeinsein vörutegund, sem magnútflutning- ur hefur dregizt saman, hefur einnig dregizt saman i útfluttu verðmæti og er þar um að ræða gærusnepla sem að magni til hafa dregizt saman um 82,7%, en að verðmæti um 80,0%. — Portúgal Framhald af bls. 1 stuðningsmenn kommúnista. Þá var þvi algerlega hafnað í morgun af niu forystumönnum hófsamra herforingja, að Gon- calves yrði æðsti yfirmaður hers- ins. Costa Gomes forseti tilkynnti það í gærkvöld, að Goncalves hefði verið látinn hætta sem for- sætisráðherra, en við embætti hans tekur Jose Pinheiro de Az- avedo yfirmaður sjóhersins. Fréttamenn álíta að lítil breyting muni fylgja þessum skiptum og að vafasamt sé að þau leysi stjórn- arkreppuna, sem ríkt hefur I Portúgal. Skv. AP skeyti er ekki mikið vitað um pólitíska stöðu Azeved- os, en hann er vinur bæði Costa Gomes forseta og Goncalves frá- farandi forsætisráðherra og heim- ildir herma, að flotastjórn hans hafi verið ein af fáum deildum innan hersins, sem studdi Gon- calves sem forsætisráðherra. Aze- vedos er sagður standa hugsjóna- lega milli kommúnista og hæg- fara herforingjanna 9, en er ekki einn af 9, eins og ranghermt var í frétt Mbl. í gær, en stendur þó líklega nær siðarnefnda hópnum. — Egyptar Framhald af bls. 1 sagði á blaðamannafundi að vera bandarískra borgara I Sinai væri mikilvægt atriði I væntanlegum friðarsamningi. Aðspurður um hvort samkomulagið hefði eitt- hvert gildi, neitaði bandaríska þingið að senda óbreytta borgara til Sinai, svaraði Bashir: „Við skulum fyrst bíða eftir viðbrögð- um þingsins. En ég álít að þingið vilji líta stórt á sig .. ef upp koma vandamál, þá verðum við að ráð- ast í þau þegar þau birtast.“ — Örn Johnson Framhald af bls. 2 neyti sínu, en því var hafnað. — Ástæðan til þess, að flugstjóri vél- arinnar vildi ekki bíða var ein- faldlega, að veður fór ört versn- andi i Keflavík, þannig að hætta var á að völlurinn myndi lokast og einnig varð hann að taka tillit til 65 farþega, sem voru um borð i vélinni, sagði örn. örn sagði, að það yrði að játa að báðar vélarnar sem flugu til Kaupmannahafnar daginn sem ráðherrann fór heim, hefðu verið á eftir áætlun, önnur 1 klst, og 7 mín, en hin 1 klst. og 15 mín. of sein. Af þessum sökum missti Kleppe af síðustu vélinni, sem flaug til Noregs og varð að gista i Kaupmannahöfn eina nótt. — Fölsuðu Framhald af bls. 26 ára ekki fengið nýtt nafnskírteini í stað glataðs skírteinis, nema annar einstaklingur ábyrgist, að hann sé sá, sem hann segist vera. Ábyrgðarmaðurinn skal hafa náð 30 ára aldri. Mætir hann með hlutaðeiganda á Hagstofunni og undirritar vottorð hér að lútandi. Nýtt nafnskírteini er afhent dag- inn eftir í fyrsta lagi, svo að svig- rúm sé til að rannsaka réttmæti beiðnar, ef ástæða er til. Komi í Ijós, að rangt vottorð hafi verið látið í té, er málið umsvifalaust kært til Sakadóms. —Njósnahringur Framhald af bls. 1 1. sendiráðsritaranum við rúmenska sendiráðið i Ósló, svo og viðskiptafulltrúanum hafi ver- ið vísað á brott úr landi eftir að Tipanuts skýrði frá þvi að þeir væru starfsmenn rúmensku leyni- þjónustunnar. Sömu sögu er að segja um hermálafulltrúann við rúmenska sendiráðið i Stokk- hólmi. Aftenposten segir að Tipanut hafi skýrt frá því að verkefni rúmensku njósnaranna í Noregi hafi verið að afla upplýsinga og teikninga um iðnað og rannsókna- störf í Noregi og einnig að ná .tökum á fólki, sem ætla mætti að síðar ætti eftir að komast í áhrifa- stöður í Noregi. Hernaðarnjósnir voru aftur á móti miklu minni þáttur í starfseminni. — Lóðaúthlutun Framhald af bls. 3 ráði fluttu fulltrúar minnihlut- ans, þeir Sigurjón Pétursson, Alfreð Þorsteinsson og Björgv- in Guðmundsson, svohljóðandi tillögu: „Við undirritaðir leggj- um til að lóð undir 23 ibúðir í blandaðri byggð á horni Grens- ásvegar og Hæðargarðs verði auglýst til umsóknar.“ Tillagan var felld 3:2, en þess skal getið til skýringar, að Björgvin Guð- mundsson hefur ekki atkvæðis- rétt á fundum borgarráðs. Vegna þessa máls voru eftirfar- andi bókanir gerðar á fundi borgarráðs, auk fyrrnefndrar bókunar Sjálfstæðismanna. Sigurjón Pétursson óskaði bókað: Mikill skortur er nú á bygg- ingarlóðum undir fjölbýlishús. Margir byggingaraðilar, sem á undanförnum árum hafa haldið uppi öflugri starfsemi, eru nú um það bil að stöðvast vegna skorts á lóðum. Á sfðustu 9 mánuðum hafa samtals 28 byggingaraðilar sótt um lóðir undir fjölbýlishús, án þess að fá úthlutun. Eg tel það mjög óeðlileg vinnubrögð að skipuleggja sér- staklega svæði I borginni fyrir tiltekið byggingarfélag, án þess að gefa öðrum byggingaraðilum einnig kost á að sækja um lóð- ina. Á það er einnig rétt að benda, að Armannsfell fékk fyrir 3 ár- um lóð undir stórhýsi við Espi- gerði og var þá tekið fram yfir fjölmarga aðra byggingaraðila, sem einnig sóttu um þá lóð. Nú hefur meirihluti borgar- ráðs samþykkt að veita þessu sama byggingarfélagi lóð undir 23 íbúðir á horni Hæðargarðs og Grensásvegar. Alfreð Þorsteinsson óskaði bókað: Það verða að teljast for- kastanleg vinnubrögð af hálfu meirihluta borgarráðs að af- henda Ármannsfelli h.f. án undangenginnar auglýsingar lóð undir 23 íbúðir á mjög eftir- sóknarverðum stað í borginni. Eg tel,' að það eigi að vera meginregla í sambandi við lóða- úthlutanir, að lóðir séu auglýst- ar þannig, að einstaklingar og aðrir byggingaraðilar sitji við sama boró. Jafnframt tel ég ástæðu til að benda á, að fjölmargar lóðaum- sóknir liggja nú fyrir hjá lóða- nefnd, m.a. frá byggingameist- urum, sem ekki hafa fengið út- hlutað lóðum í Reykjavik, en Ármannsfell fékk hins vegar úthlutað fyrir fáeinum árum eftirsóttri fjölbýlishúsalóð á Stóragerðissvæðinu. Auk þess tel ég varhugavert að úthluta Armannsfelli stórri byggingar- lóð á sama tíma og þetta bygg- ingarfélag er á eftir með fram- kvæmdir á vegum Reykjavíkur- borgar. Björgvin Guðmundsson ósk- aði bókað: Upplýst er, að fjöldi umsókna um byggingarlóðir liggur fyrir óafgreiddur hjá borgaryfir- völdum, m.a. frá byggingarsam- vinnufélögum. Með framan- greindri úthlutun lóðar á horni Grensásvegar og Hæðargarðs til Armannsfells h.f. er um- sækjendum þessum freklega mismunað. Þeim var ekki öllum skýrt frá þvf, að umrætt svæði yrði tekið undir íbúðabygging- ar, heldur virðist Armannsfelli sérstaklega hafa verið bent á þessa eftirsóttu byggingarlóð. Með þvi að fella tillögu um að auglýsa lóðina staðfestir Sjálf- stæðisflokkurinn, að hann vill ekki veita öllum byggingaraðil- um sömu möguleika á því að sækja um eftirsóttar byggingar- lóðir, heldur kýs að úthluta þeim án auglýsingar sérstökum útvöldum gæðingum. — Ég viti harðlega þessi vinnubrögð meirihlutans. Albert Guðmundsson óskaði bókað: Vegna frumkvæða Ármanns- fells um tillögur að skipulagi á lóð þeirri, sem er til úthlutunar neðan Hæðargarðs og austan Grensásvegar, að mörkum lóða við Bakkagerði, og samþykkt hefur verið bæði af skipulags- deild borgarinnar og skipulags- stjóra rfkisins, tel ég eðlilegt, að lóðinni verði úthlutað til Ár- mannsfells h.f., þótt ég styðji í meginatriðum þá skoðun að auglýsa beri lóðir, sem til út- hlutunar eru hverju sinni. Jafnframt vísa ég á bug öll- um ádeilum um vinnubrögð, sem fram hafa komið vegna af- greiðslu þessa máls. „UNDRANDI A AFGREIÐSLUNNI" Við afgreiðslu málsins hjá borgarráði kom fram, að 28 byggingameistarar og fyrirtæki hafa sótt um byggingarlóðir hjá borginni en eigi fengið út- hlutun. Mbl. hafði samband við eitt þessara fyrirtækja, Ein- hamar, hf., og varð Gissur Sigurðsson framkvæmdastjóri fyrir svörum: „Ég er dálítið undrandi yfir þessarri afgreiðslu" sagði Gissur. „Við hér hjá Einhamri teljum okkur hafa sýnt fram á það að við getum byggt fbúðir töluvert undir vísitöluverði, en samt höfum við ekki getað fengið byggingarlóðir hjá borg- inni. Síðast lögðum við inn um- sókn til borgarinnar I janúar á þessu ári. Ég hef átt fundi með skrifstofustjóra borgarverk- fræðings og hann hefur sýnt mér fram á að enga lóð væri að fá og svo er allt í einu afgreidd upp úr þurru lóð, sem engin vissi að ætti að byggja á íbúðir. Kannski voru það mistökin að leggja ekki inn skipulag af ein- hverri lausri lóð í bænum með umsókninni, allavega hefði ég látið skipuleggja lóðina á horni Hæðargarðs og Grensásvegar ef ég hefði vitað að þar ætti að byggja íbúðir og ef ég hefði talið að það myndi hjálpa. Nei, ég veit ekki til þess að þau fyrirtæki sem ekki hafa fengið fyrirgreiðslu hafi bundizt sam- tökum um að mótmæla þessu,“ sagði Gissur aðspurður. — Heimur Flóka Framhald af bls. 25 flatteruð i myndum Flóka, brjóst lfkt og úr plasti og skorta jarðræna kynorku, sem gripur skoðandann. Formin eru einnig á stundum naumast nægilega algjör i teikningunni, hér gæti Flóki numið ennþá meira af gömlu meisturunum. I penna- teikningunum hefur Flóki litið breytt tækni sinni, helzt i myndum likt og nr. 2, 3, 11 og 15. Áberandi er, hve penna- teikningarnar henta vel í bóka- skreytingu, svo sem kemur fram I ljóðabók Ölafs Hauks Símonarsonar, sem er mynd- skreytt sumum þessara mynda. Það er nýtt, að Flóki er far- inn að nota liti og í mynd hans „Tristan og lsold“ kemur fram nýr blær og áhugaverður. Það er ómaksins vert að skoða sýningu Flóka og eftir aðsókninni að dæma þau skipti, sem ég var staddur þar, getur farið svo, að hann fari að keppa við vörusýningarnar ... Bragi Ásgeirsson. Á útisvæði sýningarinnar eru meðal annars aliminkar í mörgum mismunandi litbrigðum, allt frá kolsvörtu yfir í snjóhvítt. Hvernig væri að taka sunnudaginn fyrir sýninguna, koma og sýna krökkunum minkana marglitu og auðvitað margt fleira. HAPPDRÆTTISVINNINGURINN í DAG ER: Hrikaleiki Hornstranda Ferð fyrir tvo með Flugfélagi íslands til ísafjarðar ásamt gistingu á Mánakaffi. Gerður verður út leiðangur með flugfélaginu Ernir í útsýnisflug yfir Hornstrandir. Opnum klukkan 1.30 í dag ALÞJÚÐLEG VÖRUSÝNING REYKJAVÍK 1975

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.