Morgunblaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGUST 1975 ,JláUvemandi ætluðu lóurnar inn í hús ’’ Þegar okkur bar að garði var Runólfur að slá tægjur í bæjarbrekk unni upp á gamla móðinn með orfi og ljá. Séð upp til Ásbrandsstaða f Vopnafirði. Runólfur Guðmundsson Asbrandsstöðum Vopnafirði „Við höfum gengið seint til heyja á þessu sumri. Það var talsvert kal hér í vor og eru reyndar skellur ennþá í túnum og ekki hafa hinir miklu þurrkar hér bætt úr, því það er svo víða grunnt á grjót hér að grasið var orðið brunnið af þurrki. Sprettan hefur því verið með lakasta móti.“ „Þú rekur hér sjálfstæða sveitaverzlun með gamla sniðinu.“ „Já, ég er hér með alhliða vörur og það hefur komið með meira móti af ferðafólki og Ömar Ragnarsson heimsótti mig hér í vor. Því hafði ég gaman af. Vopnfirðingar koma hingað á kvöldin og verzla og svo kemur fólk úr sveitinni Ifka. Af hverju? Það fæst stundum eitthvað sem ekki fæst annarsstaðar. Ég hef verið með verzlun hér síðan 1946 er ég fékk sveitaverzlunarleyfi." „Þú kvaðst hafa ferðazt mikið?“ „Já, ég hef ferðazt mikið um Island og tvisvar farið í bænda- för, bæði um Vesturland og Suðurland. Annars byggist félagsskapur bænda hér mest á búnaðarfélagsskap. Hér voru einu sinni yfir 50 býli f sveitum Vopnafjarðar, en nú eru þau milli 30 og 40 og þar af nokkur nýbýli. Yfirleitt er hér blandaður búskapur, mest sauðfjárhald og nokkrir með mjólk, því það verður að hafa hana fyrir þorpið." Kaupmaður, bóndi og póstur „ÞAÐ er alltaf kuldalegt þegar komin er rigning og kuldi,“ sagði Runólfur á Asbrands- stöðum þegar við heilsuðum upp á hann einn sfðsumars- daginn fyrir skömmu. Það hafði gránað í fjöllin kring um Vopnafjörð um nóttina, en spáin var þó sumar og sól á ný um kvöldið. Stórbýlið Ásbrandsstaðir er með myndar- legri sveitabýlum, vel til haft og snyrtilegt allt um kring og er þar tvíbýli þeirra Einars Runólfssonar og H^illdórs Guðmundssonar bróður Run- ólfs. Þeir eru með um 400 fjár á fóðrum og 15 kýr og svo hesta að sjálfsögðu þótt lítið séu þeir notaðir nú orðið nema í vorsmalamennsku og f göngur. t heimili á Ásbrands- stöðum eru 10 manns og svo krakkar á sumrum héðan og þaðan af landinu. „Já,“ hélt Runólfur áfram,“ það sá fyrir kuldakastið, lóurnar komu hér heim að bæ hálfveinandi og ætluðu inn í hús. Það veit á rigningu og föl til fjalla. Ég hélt að það lægju bara skúrir f loftinu, en þær hafa vitað betur lóurnar." „Hefur þú átt heima hér^ lengi?“ „Siðan 1900. Ég var tveggja ára þegar fólkið mitt flutti Þessa heimilislegu mynd tókum við á Asbrandsstöðum, gamalreynd dráttarvél, ungur og efnilegur kaupamaður og kötturinn á bænum. hingað og hér hef ég verið siðan. Ég hef náttúrulega ferð- azt mikið, bæði langt og stutt og hef líklega hvað lengst allra manna verið póstur á þessu landi. Ég var póstur héðan í Víkingavatn og Skinnastaði um Þórshöfn og Axarfjarðarheiði sunnan Melrakkasléttu í rúm 40 ár. Faðir minn hafði áður verið póstur á þessari leið í 20 ár, þannig að við feðgar vorum með þetta svæði i 60 ár.“ „Þetta hefur verið erfið leið?“ „Það má kannski segja það, stundum, þetta var ýmist geng- ið eða farið á hestum. Fram til 1931 voru fastar 15 ferðir á ári og ferðin að Vfkingavatni var ekki minna en 10 dagar að vetrinum, en aldrei lenti ég f hrakningum sem ég get talið. Pabbi lá hins vegar eitt sinn í 23 klukkutíma við þriðja mann úti á Axarfjarðarheiði. Þeir grófu sig i harðfenni, kól það lítið að ekki sá á þeim sýnilega, en það er óvist hvort þeir hafi nokkurn tíma náð sér til fulln- ustu aftur. Nei, það liggja margar ferðirnar að baki yfir heiðarnar. Það bætti þó úr að mestallan þennan tíma var búið á Hrauntanga á miðri heiðinni og maður var aldrei lengur en 6—7 tíma hálfa heiðina, rúma 36 km.“ „Hvernig hefur heyskapur- inn gengið?“ Texti og myndir: Árni Johnsen. Ný skemmtileg hljómplata sem vekur upp gamlar minningar Öll beztu lög Gunnars Þórðarsonar frá 1965—1968 í flutningi Hljóma SG-hljómplötur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.