Morgunblaðið - 12.09.1975, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1975
5
mmmm
■■ ■ -
Kfe. mímÆm
■
mmm'
kÉÚ£nvP,i
Játar morð
á v-þýzkum
auðkýfingi
Baden-Baden. 9. september.
AP.
Rúmlega sextugur bílasölumað-
ur, Rudolf Fecht, hefur játað að
hafa myrt þýzkan milljónamær-
ing, plastvöruframleiðandann
Alexander Schmiemann frá Bad-
en-Baden, og Antoniu konu hans
og fleygt líkum þeirra í Lugano-
vatn á landamærum ítalíu og
Sviss.
Feeht hefur verið i haldi síðan
1. september og segir ástæðuna til
verknaðarins hafa verið þá að
Schmiemann hafi átt vingott við
konu sína og hæðzt að sér í öku-
ferð sem þau hjónin og Schmie-
mann-hjónin fóru til Tessin.
Líkin fundust 29. ágúst og bæði
Schmiemann og kona hans höfðu
verið skotin nokkrum sinnum.
Kona Fechts var einnig handtek-
in en látin laus þegar Fecht neit-
aði þvi að hún væri viðriðin glæp-
inn. Sækjandinn i málinu segist
„frekar vantrúaður“ á frásögn
Fechts.
AUCLVSINCASÍMINN ER:
22480
|t)«r$un6Iabib
Tilboð
vikunnar
gefast vel
NÚ UM nokkurt skeið hafa
nokkrar matvöruverzlanir í
Reykjavfk auglýst hin svokölluðu
„tilboð vikunnar“ en þá bjóða
þær sérstakar vörutegundir á
lægra verði en almennt gerist.
Morgunblaðið hafði 1 gær sam-
band við tvær af þessum verzi-
unum og spurðist fyrir um hvort
þessi söluaðferð hefði gefið góða
raun.
Sigurður Skúli Bárðarson hjá
verzluninni Kjöt og fiskur sagði,
að þessi söluaðferð hefði gefið
það góða raun, að ákveðið væri að
halda henni áfram. Hverju sinni
væri gefinn 10—15% afsláttur á
nokkrum vörutegundum.
Lúðvík Lúðviksson i Hagkaup
sagði, að sértilboðin hefðu gefið
mjög góða raun þann tíma, sem
þau hefðu verið í boði. Bæði væri
gefinn afsláttur á matvöru og
fatnaði og þeir reyndu að pína sig
eins iangt niður og þeir frekast
gætu. — Við höldum þessu áfram
meðan hægt er, sagði hann.
Fara til síldveiða
í Norðursjó
NOKKUÐ mörg íslenzk sfldveiði-
skip munu á næstunni halda til
sddveiða i Norðursjó, en þar er
hverju skipi heimilt að veiða 130
Iestir samkvæmt kvóta þeim, sem
Islendingum hefur verið úthlutað
í Norðursjó. Þá sagði einn skip-
stjóri, sem Mbl. ræddi við í gær,
að sjómenn vonuðust til að
(slenzka ríkisstjórnin myndi mót-
mæla kvótafyrirkomulaginu. á
svipaðan hátt og Danir, sérstak-
lega þar sem (slenzk stjórnvöld
hefðu jafnan verið á móti kvóta-
fyrirkomulagi.
Þá munu sfldveiðar í herpinót
hefjast hér við land á næstu dög-
um, en að þessu sinni verður leyft
að veiða 7500 lestir. Ákveðið er að
setja hámarksafla á hvert skip,
þannig að aflanum verði deild
niður á milli þeirra skipa, sem
salta munu síldina um borð. Ekki
hefur enn verið ákveðið, hve
mikið hvert skip fær að veiða. Því
má reikna með að sfldveiðiflot-
inn, sem að mestu hefur legið
bundinn við bryggju síðustu
mánuðina, fái nokkur verkefni í
haust.
WjmW<
■ ■ •;
'
■ •Jv';’ '..□□■■
o ,-\w
Stórkostlegt vöruúrval I
Opið til kl. 12 á morgun
p *
mm
*
Nýkomið!
] Leðurjakkar
L Herra- & dömupeysur
□ Kápur — Kjólar
L Flauelisdragtir c
L Blússur
□ Ný snið stakar terylene-
& ullarbuxur dömu
og herra
□ Pils
□ Flauelisföt herra
L J Skór □ Hljómplötur
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
AUSTURSTRÆTI 22
LAUGAVEG66
LAUGAVEG20a
SIMI FÁ SKIPTIBOPÐI 28155