Morgunblaðið - 12.09.1975, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1975
Sólskinsdagar í Mióafirði
Einkennandi landslag f Mjóafirði: Hðir klettar f túnum og tignarlegir
tindar gnæfa yfir byggðina. Teitatindur f baksýn.
Milli Norðf jarðar og Mjóafjarðar gengur Nfpan f sjð fram.
Sr. Sverrir
Haraldsson:
AÐ KVÖLDI fimmtudagsins 7. ágúst
s.l. sátum við hjónin inni i Söluskála
Kaupfélagsins á EgilsstöSum og
biðum þess að jeppi kæmi úr Mjóa-
firði að sækja okkur. Veður var eins
og það getur orðið fegurst á Héraði,
bliðalogn og glampandi sólskin.
Ferðamannastraumur var mjög mik-
ill og planið framan við skálann full-
skipað bllum, sem slfellt voru að
koma og fara
Við sátum við gluggann og fylgd-
umst með umferðinni og skyndilega
rennur jeppi I hlaðið, sem ég þóttist
þegar vita að myndi vera sá rétti,
enda reyndist það rétt, er ég hafði
tal af bllstjóranum, rösklegum pilti,
léttum á svip, með glettni I augum.
Var nú þegar sest inn I bllinn og
ekið af stað, upp úr þorpinu renni-
slétta braut, með skógargróður til
beggja handa og mun klukkan þá
hafa verið sem nær ellefu um
kvöldið.
Eftir á a. g. 10—12 minútna
akstur varð á vegi okkar skilti
vinstra megin við veginn, þar sem á
var letrað: Mjóifjörður, og neðar:
jeppavegur. Var nú sveigt út af hinni
góðu braut og inn á þennan nýja
afleggjara og auðvitað var þvl ekki
að néita að talsverð voru umskiptin,
enda varð ungri og fallegri stúlku,
systur bllstjórans, að orði, að nú
væri draumurinn búinn. En þarna gat
ég ekki orðið henni sammála. Þegar
stefnan er tekin beint til æskustöðv-
anna, þá finnst gömlum Mjófirðingi
draumurinn fyrst vera að byrja, jafn-
vel þótt grjót sé I götunni. Fyrst
liggur vegurinn til Mjóafjarðar eftir
svokölluðum Eyvindarárdal, stuttum
en ekki mjög slæmum yfirferðar, að
honum loknum tekur við Slenjudal-
ur, alllangur og erfiður yfirferðar,
þvlnæst Mjóafjarðarheiði og þar
neðar brekkurnar niður I Mjóa-
fjarðarbotn. Vegurinn allur frá Egils-
stöðum og niður I Fjörð, sem stendur
fyrir botni Mjóafjarðar, er talinn
þ.s.n. 32 km.
Mjóifjörður er með lengstu
fjörðum. tnnan úr fjarðarbotni og út
að Dalatanga er hann talinn 25—27
km.
Já, vist var leiðin til Mjóafjarðar
seinfarin, vlða snarbrött og stórgrýtt
og ekki bætti það nú úr skák að á
Slenjudal neðarlegum mætti okkur
kafþykkur þokuveggur, sem við
Austf irðingar ættum raunar að
kannast við, en alltaf er ferðalöngum
slikt tafsamt, ekki slst, er næturhúm
fer að samtímis En slikir trafalar
virtust ekki hefta förina hans Björns
okkar Glslasonar, þvi að þegar leiðin
lá niður I fjörðin I ótal krókum og
beygjum og þokan var svo svört, að
rætt var um að láta mann ganga á
undan og vlsa veg, var þvl likast sem
eitthvert sjötta skilningarvit starfaði
I kolli hans. Þegar við sáum ekki
nokkurn skapaðan hlut út úr augun-
um, varð honum aðeins að orði:
„Hér á að vera beygja." Og ávallt
reyndist það rétt og niður I fjörðinn,
gegnum allar beygjur, skilaði hann
okkur, niður úr þokunni og niður I
Mjóafjörð.
Þarna stóð höfuðbólið Fjörður, I
minu ungdæmi. og þrjú önnur býli
inni I fjarðarbotninum. Nú er þar allt
I eyði og fátt sem minnir á liðna
tlmann annað en fagurt umhverfi og
tignarleg fjöll.
Á leiðinni niður þokufullan Slenju-
dalinn og Fjarðarheiðina, læt ég hug-
ann reika til liðinna daga. Hver
byggð á slna sögu og þar er Mjói-
fjörður svo sannarlega engin undan-
tekning. Hér I Firði bjó sveitarhöfð-
inginn Sveinn Ólafsson, siðar mikils-
virtur alþingismaður um áratugi,
virtur af ölium fyrir gáfur og þekk-
ingu.
Um og eftir siðustu aldamót ráku
tveir Norðmenn hér umfangsmiklar
hvalveiðar á Mjóafirði. Hafði annar,
H. Ellefsen, stöð slna á Asknesi,
innarlega I firðinum, en hinn, L.
Berg, hafði bækistöð sina inni I
fjarðarbotni. báðir með mörg skip og
skapaði slikt mikla atvinnu og munu
ibúar fjarðarins þá um aldamót hafa
verið um 400.
Nú eru ibúar Mjóafjarðar um 36
og mundu margir segja. að hann
mætti muna flfil sinn fegurri, en
sjálfum finnst mér fifill hans fagur
og mun ávallt finnast. Landslagið
verður ávallt það sama og „sömu
fjöllin tignarhá".
Naumast verður svo minnst á
Mjóafjörð, að ekki verði nefndir tveir
athafnamenn, þaðan upprunnir. Og
á ég þar við bræðurna Vilhjálm og
Konráð Hjálmarssyni. Vilhjálmur var
mikill persónuleiki, sómi sinnar
sveitar og eru Brekkubændur I dag
beinir afkomendur hans. t.d. er
núverandi menntamálaráðherra
sonarsonur hans. En Konráð gerðist
brátt mjög umsvifamikill. Hann
stofnaði verslun árið 1888 og byggði
stórt verslunar- og ibúðarhús árið
1897. Var það eitt stærsta versl-
unarhús á Austurlandi á slnum tlma.
Um aldamót gerði hann út 7 árabáta
Árið 1898 keypti hann gufuskipið
Reyki, en seldi það og lét byggja
stærra skip I Noregi. Það var Súlan,
sem hann gerði út á þorsk og slld.
Árið 1904 keypti Konráð seglskútu
og sama ár fyrsta vélbátinn. Árið
1894 kom frá Ameriku fsak Jóns-
son, frændi Konráðs. fsak hafði
kynnst frosthúsum og frystingu I
Ameriku og kom nú til að kynna
löndum slnum þessa nýjung. Konráð
tók frænda slnum strax báðum
höndum og byrjaði þegar að byggja
frosthús eftir fyrirsögn fsaks og mun
það vera fyrsta frystihús á landinu.
Siðar fluttist þessi miklu athafna-
maður til Norðfjarðar og rak þar
verslun til dauðadags.
Meðan ég læt hugann reika til
liðinna tlma flytur Björn okkar GFsla-
son okkur öruggum tökum I gegnum
þokuveginn, niður krappar og
krókóttar beygjur og niður I skin
kvöldsólarinnar I botni Mjóafjarðar.
Og nú þyki mér sem gapandi gluggar
og hrundir veggir hrópi að mér:
„Manstu, manstu?" Já, vlst man ég,
En hér dugar engin rómantlsk við-
kvæmni æskuáranna:
„Margt er breytt og margt er horfið,
margt er gleymt á löngum tima.
Þó er sama sólarlagið,
sömu fjöllin tignarhá...
Og nú er haldið út byggðina
norðan fjarðar. Taldir eru 9—11 km
innan úr fjarðarbotni og útí Brekku-
þorp, seinfær leið og grýtt. Á þessari
leið voru fjögur býli á þeim tlmum
sem ég var að alast hér upp, en nú er
aðeins eitt I byggð, Hesteyri, þar
sem nú býr áttræð ekkja með full-
orðinni dóttur sinni. Enda þótt gamla
konan hafi nú skilað löngu ævistarfi,
virðist enn engan bilbug á henni að
finna. Hún heyjar I kindurnar sinar
og annast blómin sin og eru þær
mæðgur þar mjög samhentar. Auk
þess er dóttirin mjog listræn, og býr
til sklnandi fallega myndramma og
fleiri muni, sem hún skreytir með
skeljum og steinum af mikilli smekk-
visi... Og áfram er haldið I hljóðlátri
fegurð og kvöldkyrrð hins fagra
fjarðar og ekki numið staðar fyrr en
eftir miðnætti, I hlaðinu á Höfða-
brekku, sem er eitt af þeim fimm
húsum, sem enn er búið I I Brekku-
þorpi. En þar búa foreldrar systk-
inanna er sóttu okkur til Egilsstaða,
vinafólk frá liðnum árum, Hrefna
Einarsdóttir og Gísli Björnsson. Og
enda þótt komið væri fram yfir mið-
nætti, beið okkar þar hlaðið matborð
og reiddar sængur.
En vegna minnar alkunnu sér-
visku, vildi ég helst komast sem
næst Haga. æskuheimilinu mlnu,
sem nú er að visu ekki lengur ibúðar-
hæft og fengum þvl að gista að Hofi,
næsta eyðibýli utan við Haga, mjög
vel viðhöldnu, undir eftirliti hjón-
anna að Höfðabrekku. Og allt um
langan vinnudag og erfiðan akstur til
Egilsstaða, stóð ekki á þvi, að Björn
æki okkur þangað, sem er nokkru
fyrir utan þorp.
Ef æskuvinkona min, Jóhanna
Svendsen, sem mun vera aðal-
eigandi Hofs, les þessar llnur, sendi
ég henni kærar þakkir fyrir gisting-
una og allt gamalt og gott.
Nú er Hagi, æskuheimilið mitt,
aðeins hreysi, komið að falli og gripu
mig sérstök geðhrif, er ég leit
þangað heim. Kannski átti ég von á
spori eftir lltinn fót I einhvem kúa-
götunni, en nú voru þau öll löngu
horfin:
Allir hlutir mál hér mæla,
minningarnar hugans vitja,
llkt og ég I Ijúfum draumi
lifi horfið bernskuskeið.
Aftur verð ég stuttur stúfur,
stend við hliðina á pabba.
Framundan er fyrirheitið,
framtlðin er björt og heið...
Og svo var haldið út að Hofi og
gist þar um nóttina við væran svefn
og hæga hvlld.
Á föstudagsmorgun var' risið árla
úr rekkju, i mjófirsku sólskini, eins
það getur orðið bjartast. Eins og
áður hefur verið sagt, er Mjóifjörður
mjög langur og mjókkar eftir því sem
innar kemur. Láglendi er mjög lltið
og umhverfis fjörðinn er fagur fjalla-
hringur, eins og varðborg um byggð-
ina: Reykjasúlan I suðvestri, Loka-
tindur I suðri, Nipan, há og sæbrött I
suðaustri, Teitatindur I norðri og
„hafið, bláa hafið" I austri. Á suður-
byggðinni er nú aðeins eitt byggt
býli, Reykir, en voru fjögur á mínum
uppvaxtarárum.
f Mjóafirði mun fjáreign bænda nú
vera um átta hundruð. Tveir bátar
eru gerðir þaðan út til fiskjar. annar
9 og hinn 1 2 tonn, en það er langt út
á miðin og allur fiskur lagður upp á
Norðfirði. Flóabátur gengur tvisvar I
viku milli Norðfjarðar og Mjóafjarðar
og tekur ferðin rúma klukkustund
hvora leið. Er það æskuvinur minn
Egill Stefánsson, sem annast þessar
ferðir, auk þess sem hann rekur
útgerð og nokkurn búskap. Öll versl-
un Mjófirðinga er við Norðfjörð.
Nú er öll norðurbyggð Mjóafjarðar
I eyði, frá Brekkuþorpi út að Grund á
Dalatanga. Á Dalatanga situr vita-
vörðurinn I riki sinu og gegnir þvi
göfuga hlutverki að leiðbeina villtum
og lýsa veglausum. Hann er maður
norðlenskur, Erlendur Magnússon.
kvæntur þýskri konu og hafa þau nú
dvalið hér I sjö ár. Merkilegt þykir
gestum, sem þar njóta gistivináttu
að sjá á borðum hinnar ágætu hús-
freyju heimaræktaða tómata, jarðar-
ber. hverskonar kál og annan sjald-
fenginn gróður úr Islenskri mold og
það úti á ysta annesi, þar sem sjór
rýkur oft inn yfir landið og kaldir
stormar næða. En öllu þessu hefur
hin ágæta húsmóðir áorkað með frá-
bærri alúð sinni og umhyggju, að
visu með hjálp plasts og annars-
konar skjólbetla, en engu að slður
mun þetta nálgast einsdæmi á
fslenskum sveitabæ við harðbýlar
aðstæður. Frábæra gestrisni þeirra
hjðna fáum við seint fullþakkað.
Á Grund ólst upp Sigurður Helga-
son rithöfundur, nú nýlátinn.
Mjóifjörður hefur ávallt talist snjó-
þungt byggðarlag, en þó mun hafa
tekið útyfir allan þjófabátk slðast-
liðinn vetur. Á sumum húsum var
mér sagt að hefði legið allt að 2ja m
snjólag og fyrir kom að grafa varð
7—11 tröppur úr bæjardyrum til að
komast upp á yfirborðið. Enda féll
snjóflóð innst I þorpinu og sópaði
með sér heilu húsi, sem þó stóð til
allrar hamingju autt og mannlaust.
Þótt ekki séu mörg böm hér I
Mjóafirði, þá er hér þó barnaskóli og
hér er einnig stórt og vandað sveita-
bókasafn, miðað við fólksfjölda.
Næstu sólskinsdaga notuðum við
til að reika um gamlar slóðir. Hér
þykja mér sem allir hlutir fái mál og
við hvern stein, hverja laut og hvern
stað eru einhverjar gamlar minn-
ingar bundnar. Þess á milli gengum
við á milli kunningjanna og þeim,
sem okkur vannst ekki tlmi til að
heimsækja, eins og Sigfúsi vini
okkar á Brekku og fólki hans,
sendum við okkar innilegustu
kveðjur.
í miðju Brekkuþorpi stendur lltið
hús, Sæbakki, nú kominn að falli.
Þar ólst upp á sínum tlma tónskáldið
Þórarinn Jónsson, sem kunnur er
bæði innanlands óg utan fyrir mörg
og falleg lög og tónverk, en segja
mætti mér, að flestir könnuðust
samt við litla, hugljúfa lagið hans,
„Heiðbláa fjólan min frlða", sem
hann mun ungur hafa samið heima I
Mjóafirði.
Ég reika upp I kirkjugarð. Þar á ég
lika vini frá liðnum árum, sem nú
hvllast hér eftir löng og erfið dags-
verk. Falleg og mjög vet hirt kirkja
stendur I kirkjugarðinum miðjum.
Nú þjónar Norðfjarðarprestur Mjóa-
firði.
Kona mln grefur upp hnaus með
fallegu blómi, sem hún ætlar að
gróðursetja. þegar til Borgarfjarðar
kemur. Ég óttast að hann festi þar
ekki rætur. Ætli sé ekki svipað með
blómin og mennina, sem missa ræt-
ur uppruna sins úr mjófirsku skauti
að þeim reynist, erfitt að festa þær
annarsstaðar?
Og svo llður að burtfarardegi. Á
sunnudagsmorgun, áður en lagt er af
stað, veitist mér sú gleði að sklra
barn ungra hjóna, sem sest hafa að I
Mjóafirði. Og það barn verður mér
tákn þess, að enn sé sögu Mjóa-
fjarðar ekki lokið og að enn eigi
barnslegur hlátur eftir að hljóma, þar
sem ég lék mér $ður.
Og nú er engin þoka, þegar við
kveðjum Mjóafjörð. í glampandi sól-
skini þræðum við hlykkjótta og
bratta leiðina upp úr fjarðarbotn-
inum, þar sem Fjarðaráin fellur til
sjávar. Á Mjóafjarðarheiði eru tvær
ár, heldur illar yfirferðar, sem báðar
heita Barnaár og nokkru ofar tvö
falleg vötn, sem heita Bræðravötn,
en um tilefni nafnanna veit ég ekki.
Siðan fjarlægjumst við Mjóafjörð
og nálgumst Egilsstaði. Eftir það llt
ég ekki við, annars kynni svo að fara
að ég sneri við aftur til Mjóafjarðar.
Eftir tveggja klst. akstur skilar
Björn okkar Gislason okkur til Egils-
staða og neitar brosandi að taka við
nokkurri greiðslu.
Nú blður hans, þegar heim kemur,
langur og erfiður vinnudagur I þurrk-
inum, eftir stutta næturhvild. Hafi
hann þökk fyrir alia hjálpina við
flækingana sem komu þann 7. ágúst
I sumar, bara til að tefja fyrir.
Bflstjórinn okkar, sem eftir
Iangan og erfiðan vinnudag, sótti
okkur til Egilsstaða og skilaði
okkur til Mjóafjarðar eftir mið*
nætti, var eftir stuttan svefn og
litla hvfld kominn árla morguns
til vinnu sinnar.
1 Hofsá út með firðinum norðanverðum er tignarlegur foss. Ber hann
nafn sitt með réttu: Heljarfoss.