Morgunblaðið - 12.09.1975, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1975
17
Ný tillaga Sovétmanna:
Bann við öllum kjam-
orkuvopnatilraunum
Sameinuðu þjóðunum 11. september —
AP.
SOVÉTRlKIN lögðu f dag til að
gerður yrði alþjóðasáttmáli sem
bannar tilraunir með kjarnorku-
vopn, jafnt neðanjarðar sem
annars staðar. Sifkur sáttmáli
myndi styrkja og útvfkka
Moskvusáttmálann frá árinu 1963
um bann við kjarnorkuvopnatii-
raunum f andrúmsloftinu, geimn-
um og neðansjávar, svo og
samning Bandarfkjanna og Sovét-
rfkjanna frá 1974 um takmörkun
kjarnorkuvopnatiirauna neðan-
jarðar. Andrei Gromyko, utan-
rfkisráðherra Sovétrfkjanna,
hvetur allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna til að taka þennan nýja
sáttmála til meðferðar sem
„mikilvægt og brýnt mál“ á 30.
reglulega þingi sfnu sem hefst á
þriðjudag.
I bréfi til Kurt Waldheims,
framkvæmdastjóra S.Þ., segir
Gromyko, að slíkur sáttmáli „yrði
meiri háttar framlag til takmörk-
unar vígbúnaðarkapphlaupsins
og þannig flýta og dýpka fram-
vindu slökunarstefnunnar og
treysta frið og öryggi í heimin-
um“. Hann segir að ástæðan fyrir
þessari tillögu sé, að þrátt fyrir
aðgerðir til að hafa hemil á víg-
búnaðarkapphlaupinu, sérstak-
lega á síðustu árum, hafi ekki enn
tekizt að stöðva það.
I bréfinu kemur fram að sátt-
málanum er þó ekki ætlað að ná
til kjarnorkusprenginga neðan-
jarðar „í friðsamlegum tilgangi".
Sprengingar í Lissabon
Úr fjölskyldualbúmi Mansonfjölskyldunnar, Sandra
Good og Lynette Fromme, en sú síðarnefnda kemur
einnig við sögu í frétt á forsíðu Morgunblaðsins í dag.
Lissabon 11. sept. AP
HEIMATILBÚNAR sprengjur
skemmdu verulega bifreiða-
geymslu spánska sendiráðsins í
Lissabon, bakdyr Sheratons-
gistihússins og skrifstofur flug-
félags Marokkó þar f grennd.
Blaðsnifsi, sem undirritað var
Asbest bann-
að í Svíþjóð
Stokkhólmi, 11. sept. Reuter.
SVtAR ætla að banna notkun
asbests sem einangrunarefnis og
takmarka aðra notkun þess f iðn-
aði vegna frétta um að asbestryk
geti valdið krabbameini. Sérstök
nefnd sem vinnur að öryggis- og
heilbrigðismálum innan iðnaðar í
Svíþjóð skýrði frá því f dag, að
þetta bann myndi ganga i gildi frá
og með 1. október.
„Einingarnefnd alþjóða-
kommúnismans", og dreift var af
óþekktum mönnum, gaf til kynna
hverjir bæru ábyrgð á skemmdar-
verkunum. Lögreglan kvaðst telja
að skemmdarverkamennirnir
hefðu í misgáningi komið
sprengju fyrir hjá marókkanska
flugfélaginu, sem er í næsta húsi
við IBERIA, flugfélagið spánska.
. Skömmu eftir sprengingarnar var
lögreglumaður að rannsaka kyrr-
stæðan bíl og varð þá fyrir skoti
og er sagður alvarlega særður. Að
öðru leyti urðu engin slys á fólki
við þessa atburði. Mennirnir
tveir, sem f bílnum voru, lögðu á
flótta. Talið er að þeir hafi verið
viðriðnir sprengjutilræðin.
Ein úr Mansonfjölskyldunni:
MORÐHERFERÐ GEGN 20«
IÐJUHÖLDUM UNDIRBÚIN
Atlanta 11. sept. Reuter.
HERBERGISFÉLAGI Lynette
Fromme, sem ákærð er fyrir að
sýna Ford Bandarfkjaforseta
banatilræði, Sandra Good að
nafni, sagði f dag, að neðanjarðar-
Boyle dæmdur í þre-
falt lífstíðarfangelsi
Karpov nær
forystu
Milanó, 11. sept. AP.
HEIMSMEISTARI f skák,
Anatoly Karpov, hefur nú forystu
þegar dregur að lokum Mflanó-
skákmótsins, en hann sigraði
Portisch frá Ungverjalandi f skák
þeirra sem stóð yfir f sjö klukku-
stundir. Hefur Karpov þá 1.5
vinninga forskot í sex skáka
keppninni.
Flóð í
Nicaragua
Managua, 10. september. Reuter.
UM 50 manns hafa slasazt og
1.000 misst heimili sín í flóðum á
svæði sem er 80 km suður af
Managua í Mið-Ameríkuríkinu
Nicaragua.
Media, Pennslylvania, 11. september —
Reuter.
W.A. BOYLE, fyrrverandi for-
maður samtaka bandarfskra
námamanna, var f dag dæmdur f
þrefalt lffstfðarfangclsi fyrir að
leggja á ráðin og fyrirskipa morð
á keppinauti sfnum innan sam-
takanna, svo og konu hans og dótt-
ur. Boyle er sjötugur að aldri.
Hann lýsti þvf yfir áður en dómur
var upp kveðinn, að hann væri
saklaus af ákærum.
Talið var sannað, að Boyle hefði
fyrirskipað morðin á J.A.
Yablonski, sem hafði boðið sig
fram á móti Boyle til formennsku
samtakanna, eiginkonu hans,
Margaretu, og einkadóttur þeirra.
Þau voru skotin að heimili sínu í
Clarksville í Pennsylvaníu þann
5. janúar 1970. Boyle hefur setið í
fangelsi síðan í desember 1973, en
átta aðrir hlutu einnig dóma fyrir
að vera viðriðnir morðin þrjú á
Yablonskifjölskyldunni.
Þrír menn skutu fjölskylduna i
rúmum sínum og þótti sannað að
þeim hefðu verið greiddir 20
þúsund dollarar úr sjóðum sam-
takanna fyrir vikið. Tveir synir
Samdráttur hjá olíu-
framleiðsluríkjum
OLÍUFRAMLEIÐSLA í Mið-
austurlöndum dróst saman,
sem svarar 14% fyrstu sex
mánuðina 1975, og ekki sfzt f
olfurfkum löndum eins og
Saudi-Arabfu, Kuwait og Iran,
að þvf er segir f éfnahags-
skýrslu landanna. Aðalfram-
leiðslulandið sem er Saudi-
Arabfa framleiddi 6.6 millj.
olfufata á dag fyrstu sex
mánuði ársins miðað við 8.1
milljón olfufata á sama tfma
árið 1974 og minnkaði fram-
leiðslan þannig um 19% f
Saudi-Arabfu.
1 tran var samdrátturinn
12%, úr 6.2 milljónum olfufata
daglega f 5.4 millj. og Kuwait
framlciddi 1.9 millj. f stað 2.6
millj. árið áður, og er munur-
inn 27%.
Mestur var þó samdrátturinn
f Líbýu eða 41% miðað við
sama árstfma árið 1974. Þá seg-
ir f skýrslunni, að Irakar, sem
hafa lagt gffurlega áherzlu á að
þróa olfuframleiðslu sfna, hafi
verið athyglisvcrð undan-
tekning f þessari þróun. Fram-
leiðsla jókst um 14% þar f
landi.
Þvf er spáð að þessi fram-
leiðsluminnkun kunni að hafa
áhrif á væntanlegar viðræður
um hækkun á olfuverði, þegar
fulltrúar OPEC-landanna koma
saman til fundar í Vfnarborg
24. september n.k. til að fjalla
um kröfur um olíuverðshækk-
un.
Yablonskis sem báðir eru lög-
fræðingar sögðu að morðin hefðu
verið framin af atvinnumönnum.
Þúsundir námamanna söfnuðust
saman til mótmæla skömmu eftir
atburðinn. Þremur vikum áður en
morðin voru framin hafði
Yablonski tapað f formanns
kosningum fyrir Boyle og hafði
hin mesta harka verið í þeirri
baráttu. Síðar voru niðurstöður
kosninganna dæmdar úrskurðað-
ar ólöglegar og nýjar boðaðar og
tapaði þá Boyle.
hópur ýmissa aðila iðjuhölda
„fyrir að menga heiminn“.
Sandra Good sagði þetta f sfma-
viðtali á heimili sfnu f Sacra-
mento í Kalifornfu og hefðu tvö
hundruð viðskiptafrömuðir verið
valdir úr til að byrja með.
„Timinn er orðinn naumur og
stundin nálgast óðum,“ sagði
frökenin. Báðar voru konur þess-
ar í Charles Manson fjölskyldunni
og Good gaf í skyn í viðtalinu, að
Manson væri viðriðin morðtilræð-
ið á Ford vegna þess að hann
hefði til að bera yfirnáttúrulega
hæfileika til að hafa áhrif á gang
atburðanna. Hún sagði að hópur-
inn, sem kallar sig „Dómstól refs-
ingarinnar", hefði haft eftirlit
með væntanlegum fórnarlömbum
og eiginkonum þeirra um nokkra
hríð. Hún var beðin að skýra frá
nöfnum þeirra og skýrði hún frá
nöfnum sex manna, sem búa í
Suðurrikjunum. Var þeim sagt
frá yfirlýsingum ungfrúarinnar
og var haft fyrir satt að þeir ætl-
uðu ekki að gera sérstakar varúð-
arráðstafanir vegna þessa á næst-
unni.
HILLIR UNDIR
LAUSN Á TIMOR?
Jakarta 11. sept. Reuter.
SÉRSTAKUR fulltrúi Portúgals f
málefnum Timor, Antonio de
Mikil reiði ítala
vegna vínskattsins
Paris, Róm 11. september — Reuter
VIÐSKIPTASTRlÐ er nú hafið
innan Efnahagsbandalags Evrópu
eftir að franska rfkisstjórnin
skýrði I dag frá nýjum inn-
flutningsskatti á ódýrar ftalskar
vfntegundir sem stofnað hafa f
hættu hagsinunum franskra
bænda sem framleiða vfn f sam-
svarandi gæðaflokki. Skattur
þessi nemur 11—12%. Skatt-
iagningin kemur í kjölfar mis-
heppnaðra maraþonviðræðna f
Briissel fyrr f vikunni um mál
þetta, en hún er talin grafa mjög
undan gildi landbúnaðarstefnu
EBE, og telja ftölsk stjórnvöld
hana raunar hreint brot á
samningum bandalagsins. ltalir
hafa harðlega fordæmt ákvörðun
Frakka, en ftölsk hagsmunasam-
tök tóku ekki f dag undir þá kröfu
ítölsku landbúnaðarsamtak-
anna, að gripið yrði til hefndarað-
gerða, sem beint yrði gegn inn-
flutningi á kjöti og mjólkurvör-
um frá Frakklandi.
Jacques Chirac, forsætisráð-
herra Frakklands, sem tilkynnti
um skattlagninguna i dag, sagði,
að hann ætti ekki von á hefndar-
ráðstöfunum af hálfu Itala. Skatt-
urinn tekur gildi frá og með
morgundeginum. Forsætisráð-
herrann sagði, að hann væri ekki
Framhald á bls. 20
Almeida Santos, lét f ljós þá trú
sfna f dag, að stjórnmálaleg lausn
myndi nást til að binda enda á
hinar illvfgu óeirðir á eynni
vegna sjálfstæðisbaráttu hennar.
Hafa hundruð manna látið lffið
og margir slasazt. Santos ræddi
við fréttamenn eftir að hann
hafði hitt að máli embættismenn
f utanrfkisráðuneyti Indónesíu til
að ræða ástandið á Timor, en
helmingur eyjaklasans er undir
stjórn Indónesa.
Portúgalir segja að Fretilin-
hreyfingin, sem er vinstri sinnuð
og krefst sjálfstæðis til handa
Timor, hafi yfirhöndina og virðist
hafa öll ráð í sínum höndum eftir
baráttu við aðra sjálfstæðirhreyf-
ingu á eyjunum, UDT, en sú er
talin meira hægfara i afstöðu
sinni. UDT náði á sitt vald ýmsum
stöðvum á Timor f fyrra mánuði
og var það undanfari átakanna,
sem leiddu til þess, að stjórnin
varð að flýja til smáeyjarinnar
Atauro og þúsundir manna af
portúgölsku bergi brotin flúðu til
Ástralfu.
Aðgerðir gegn erlend-
um blaðamönnum 1 Chile
ritað greinar um mannréttinda-
skerðingu sem hefur verið gerð i
Chile undir stjórn her-
foringjanna, og skýrt frá pynd-
ingum og Ifflátum sem gerð hafa
verið að undirlagi og með blessun
stjórnarinnar.
Santiago 11. sept. AP.
HERSTJÓRNIN f Chile hefur
bannað tveimur fréttamönnum
frá bandarfskum blöðum að koma
til Chile, að þvf er opinberar
heimildir staðfestu f dag. Frétta-
mennirnir eru Johanne Omang
frá Washington Post og James
Pringle frá Newsweek. Þau eru
bæði búsett f Buenos Aires og
senda fréttir frá Suður-Amerfku
þaðan. Pringle var í Santiago
nokkra daga í fyrri viku og
Johanne Omang var sögð vera á
leiðinni til Chile til þess að skrifa
grein um hátíðahöld sem fara
fram til að minnast tveggja ára
valdatöku hersins, þann 11.
september 1973.
Báðir þessir fréttamenn hafa
Erlendar
fréttir