Morgunblaðið - 12.09.1975, Síða 18

Morgunblaðið - 12.09.1975, Síða 18
][ g MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Skipstjóri á einu vest- ur-þýzka eftirlitsskip- anna, sem eru hér við land til aðstoðar vestur-þýzkum togurum, sem dag hvern brjóta lög á íslendingum, hefur nú upplýst í viðtali við Morgunblaðið, að eftir- litsskipin fái fyrirskipanir um athafnir sínar beint frá sendiráði Vestur- Þýzkalands í Reykjavík. Þetta eru athyglisverðar upplýsingar í ljósi þess, að það þykir nú sannað, að eitt helzta verkefni eftir- litsskipanna að undan- förnu hafi verið að njósna um ferðir íslenzku varð- skipanna, m.ö.o., miðstöð þessarar njósnastarfsemi um varðskipin er í sendi- ráði Vestur-Þýzkalands í Reykjavík. Hér er auðvitað um mjög alvarlegar upp- lýsingar að ræða. Njósna- starfsemi eða skipulag njósnastarfsemi af hálfu erlendra sendiráða á fs- landi verður ekki þoluð, og enginn orð þarf að hafa um þau viðbrögð, sem tíðkan- leg eru í samskiptum þjóða í milli, þegar fyrir liggja upplýsingar um slíkt at- hæfi. Allt framferði Vestur- Þjóðverja í landhelgisdeil- unni verður illskiljanlegra með hverjum deginum sem líður. Rætt hefur verið um, að viðræður fari fram við fulltrúa Vestur-Þjóðverja um landhelgismál síðar í þessum mánuði og ætla mætti að Þjóðverjum væri nokkuð í mun að leggja sitt af mörkum til þess að skapa það andrúmsloft fyr- ir þessar viðræður, sem a.m.k. stuðlaði fremur að því, að þær færu fram í vinsamlegum anda en að þær yrðu fyrirfram til- gangslausar með öllu. Svo virðist sem Þjóðverjar hafi tekið þveröfuga stefnu og að þeir ætli að hafa uppi sívaxandi ögranir í garð fs- lendinga áður en þessar viðræður hefjast. Morgunblaðið hefur áð- ur lýst þeirri skoðun sinni, að fyrsta krafan í viðræð- um við Þjóðverja eigi að vera sú að Iöndunarbanni verði aflétt á íslenzkum fiski í þýzkum höfnum og að frekari viðræður fari ekki fram við Þjóðverja fyrr en við þeirri kröfu hefur verið orðið. Raunar ættu Þjóðverjar einnig að sjá sóma sinn í því að hafa frumkvæði um, að tolla- fríðindi hjá Efnahags- bandalaginu komi til fram- kvæmda þegar í stað, því ljóst er, að engir samning- ar um fiskveiðiheimildir verða gerðir við aðildarríki Efnahagsbandalagsins meðan íslenzkar sjávar- afurðir eru útilokaðar frá mörkuðum í Vestur- Evrópu vegna hefndarað- gerða EBE. En framferði Vestur- Þjóðverja að undanförnu vekur upp þá spurningu, hvort tilgangslaust sé að eiga viðræður við þessa menn eins og nú standa sakir og að endurskoða beri afstöðu til viðræðna við Þjóðverja nema þeir sýni samningsvilja sinn í verki, með þvf t.d., að vest- ur-þýzkir togarar og eftir- litsskip hypji sig út fyrir 50 mílna mörkin nú á næst- unni áður en af fyrirhug- uðum viðræðum verður. I raun og veru ætti slíkt skref að vera forsenda fyr- ir því, að til fyrirhugaðra viðræðna geti komið. Islendingar og V- Þjóðverjar hafa átt og eiga margvísleg samskipti sín á milli. Við höfum beint við- skiptum okkar mjög til Þýzkalands. Sterk menn- ingartengsl eru á milli þessara rfkja, en af ein- hverjum ástæðum virðast Þjóðverjar halda að þeir geti komizt upp með slíkan stórbokkaskap í viðskipt- um við Islendinga að undr- un sætir. Því miður er það svo, að engin skynsamleg skýring fæst á hinni ósveigjanlegu afstöðu Vestur-Þjóðverja til íslendinga um þessar mundir. Það er ákaflega nauðsyn- legt fyrir erlendar þjóðir, sem eiga viðræður við okk- ur íslendinga um landhelg- ismál, að gera sér glögga grein fyrir eðli landhelgis- málsins. Hér er um að ræða lífshagsmuna- og sjálfstæð- ismál íslenzku þjóðarinnar um þessar mundir. Þess vegna er ekki hægt með þvingunum og valdbeit- ingu að kúga íslendinga til samninga. Það er heldur ekki hægt að gera veiði- heimildir innan fiskveiði- markanna að verzlunar- vöru. Landhelgisdeilan við Þjóðverja er nú mjög ná- tengd viðræðum okkar við Breta sem hófust í gær, einfaldlega vegna þess, að því hefur réttilega verið lýst yfir af sjávarútvegs- ráðherra Matthíasi Bjarna- syni, að engir samningar verði gerðir við eitt E.B.E.- ríki nema tollafríðindi sam- kvæmt viðskiptasamningi okkar við Efnahagsbanda- lagið komi til fram- kvæmda. Þetta er nauðsyn- legt að brezku fulltrúarnir, sem hér hafa dvalizt að undanförnu, geri sér grein fyrir, og mættu gjarnan beita áhrifum sínum gagn- vart Þjóðverjum til þess að koma þeim í skilning um, að viðræður milli íslend- inga og Breta þjóna tak- mörkuðum tilgangi meðan Þjóðverjar halda óbreyttri stefnu. Alvarleg afskipti vestur-þýzka sendiráðsins Jóhann Hjálmarsson J n D K1 U R RTTHÖFIJINDAMÓT í MÖLLE ÞRIÐJA alþjóðlega rithöfunda- mótið, sem kennt er við Mölle í Svfþjóð, var haldið dagana 13.—17. ágúst sl. Umræðuefni var Rithöfundurinn og lesand- inn. Mótið var fjölmennt og settu þýskumælandi rithöf- undar einkum svip sinn á það. Islenskir þátttakendur voru: Jenna Jensdóttir, Þorvarður Helgason og undirritaður. Meðal þeirra rithöfunda, sem fluttu erindi á mótinu var Þjóð- verjinn Johann P. Tammen, rit- stjóri bókmenntatímaritsins Die Horen. Tammen (f. 1944) lagði áherslu á félagslega hlut- deild rithöfundarins og máli sínu til stuðnings vitnaði hann í Bertolt Breeht, Erich Fried, Johannes R. Becher og Peter Weiss. Tammen hélt því fram að aðeins fimm prósent Þjóð- verja fylgdust með bókmennt- um og keyptu bækur. Landi Tammens, Karlheinz Deschner (f. 1924) var ekki jafn afdráttarlaus í skoðunum sínum á rithöfundinum og sam- félaginu. Höfuðskyldu rithöf- undarins taldi hann að vera trúr sjálfum sér. Deschner lagði margt gott til mála á mót- inu. Hann er þekktur rithöf- undur i heimalandi sínu, einkum fyrir tvær bækur um þýskar bókmenntir: Kitsch, Konst und Konvention (1957) og Talente, Dichter, Militanten (1964) en sú síðarnefnda fjallar um ofmetin og vanmetin verk í þýskum nútímabók- menntum. Að undanförnu hefur hann deilt hart á kirkju og klerka. Oswald Andrae (f. 1926) sagði frá reynslu sinni af les- endum. Að hans mati á rithöf- undurinn að koma til móts við lesandann freista þess að fá fólk til að horfast í augu við veru- leikann. Andrae yrkir og skrif- ar á lágþýsku. Hann er gler- augnasmiður að atvinnu og býr i fæðingarborg sinni Jever. Breska skáldið Keith Arm- storng gerði enga tilraun til að dylja mat sitt á félagslegri hlut- deild. Rithöfundurinn stefnir að ákveðnu pólitísku marki og lítur á sjálfan sig sem baráttu- mann fyrir sósíallsku sam- félagi, sagði Armstrong. Hann sagði að rithöfundurinn ætti ekki lengur heima í fílabeins- turni. Máli sínu til stuðnings vitnaði hann í landa sinn, Adrian Mitchell: „Flest fólk hirðir ekki um skáldskap vegna þess að mikill skáldskapur hirðir ekki um að ná til fólks.“ Keith Armstrong var ásamt félögum sínum, Michael Wilkin og Gordon Phillips, fulltrúi hinna svokölluðu Tyneside Poets í Newcastle. Þeir gefa út tímaritin Ostrich, Iron og Poetry North East. Ekki er unnt að segja að um- ræður á mótinu hafi verið at- hyglisverðar. Flestar skoðanir sem komu fram, eru gamal- kunnar. Tvö ljóðskáld frá Aust- ur-Þýskalandi voru á mótinu. Annað þessara skálda, Paul Wiens (f. 1922), tók af Iífi og sál þátt í umræðum og fór aldrei út af línunni. Wiens sagði að vinna ætti ( anda Helsinkifundarins á mótinu og hrökk að vonum við þegar Þor- varður Helgason lýsti því yfir við morgunverðarborðið að Sol- zhenitsyn hefði rétt fyrir sér. Val austur-þýsku skáldanna hafði greinilega verið vandað: Paul Wiens er margverð- launaður, hefur m.a. fengið verðlaun Menntamálaráðs Austur-Þýskalands og verðlaun Rithöfundasambandsins þar í landi. Hitt skáldið, Bernd Jentzsch, vinnur hjá bókaút- gáfunni Neues Leben í Berlín. Hann er kunnastur sem ljóð- skáld og þýðandi, en hefur auk þess ritstýrt mörgum safnrit- um. Nærvera Austur- Þjóðverjanna vakti mikla at- hygli sænskra blaðainanna, enda sjaldgæft að rithöfundar frá Austur-Þýskalandi sæki rit- höfundamót vestan járntjalds. Fyrir tveimur árum var hald- ið rithöfundamót í Mölle og þá boðið tveimur Austur- Þjóðverjum. Þeir höfðu til- kynnt þátttöku sína, en á síðustu stundu barst skeyti um að þeir kæmu ekki. Að tillögu Rithöfundasambands Austur- Þýskalands leyfðu stjórnvöld þeim ekki að fara úr landi. Annar þessara rithöfunda var skáldið Reiner Kunze, sem er í miklum metum í hinum þýsku- mælandi heimi og víðar. Aðgerðunum gegn rithöfund- unum var á sínum tíma mót- mælt á rithöfundamótinu í Mölle. Samþykkt var að stofna til bókmenntaverðlauna, sem hétu Mölleverðlaunin og veita þau í fyrsta skipti Reiner Kunze. Karl H. Bolay Að þessu sinni áttu menn í erfiðleikum með að ákveða hvort veita skyldi Mölle- verðlaunin. Tillaga kom frá Dananum Jörgen Nash um að veita verðlaunin skáldi frá Suður-Kóreu, Kim Chi Ha (f. 1941) að nafni. Eins og Reiner Kunze i Austur-Þýskalandi hefur Kim Chi Ha orðið fyrir ofsóknum í Suður-Kóreu fyrir skoðanir sínar og ádeiluljóð. I júlí 1974 var hann dæmdur til dauða en dóminum var breytt í lífstíðarfangelsi vegna áskor- ana hvaðanæva að úr heimin- um. Tillaga Jörgens Nash fékk ekki hljómgrunn á mótinu, en gripið var til þess ráðs að veita Mölleverðlaunin skáldinu Karli H. Bolay (f. 1914) aðalhvata-, manni rithöfundamótanna í Mölle. Bolay er af þýskum ætl- um, en býr í Svíþjóð. Hann er borgarbókavörður í Höganas og hefur lagt töluvert af mörkum til eflingar menningarstarf- semi á Skáni. Hann er ekki skáld á borð við þá Reiner Zenta Maurina Kunze og Kim Chi Ha, en hefur ort laglega og þýtt mikið. Al- þjóðlegu rithöfundamótin í Mölle hefðu aldrei verið haldin ef hans hefði ekki notið við. önnur verðlaun voru veitt á mótinu í Mölle. Lettneska skáldkonan Zenta Maurina, (f. 1897) sem býr í Þýskalandi og yrkir á þýsku, fékk hin svo- kölluðu Kreis der Freunde verðlaun. Upphafsmaður þessara verðlauna er skáldið Peter Coryllis. Hann stjórnar eigin bókaútgáfu í Dúlmen í Þýskalandi og hefur með góðum árangri beitt sér fyrir kynningum á þýskri og erlendri ljóðlist. Coryllis er litríkur per- sónuleiki og skemmti fólki utan dagskrár mótsins með því að herma eftir fuglum, lýsa því þegar óður hundur réðist á hann og fara með konkret ljóð eftir Helmut Heissenbuttel. Sverke Folkhammer skar sig úr hópi sænsku rithöfundanna vegna þess hve hár og feitur Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.