Morgunblaðið - 12.09.1975, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1975
23
Þjóðmálin og pólitísk-
ur rangsnúningur
ÞAÐ ER skuggalegt og bágborið
hugarfar stjórnarandstöðu nú
sem og oft áður. Það ber vott um
mikinn málefnaskort, þegar stað-
reyndum er snúið við til að reyna
að slá ryki í augu almennings.
Vissulega ber oss að vera á verði
gegn slfkum eyðileggingaröflum,
til að geta varizt þeim og staðið
saman um þjóðmál okkar, því
sundraðir föllum við en sameinað-
ir stöndum við. Af þessu tilefni
vil ég hér svara skuggalegum
klausum og aðdróttunum, sem
birtust nýlega í einu málgagni
vinstri aflanna í forustugreinum.
Þar er sagt um Framsóknar-
flokkinn að hann finni alltaf upp
ágreiningsefni fyrir kosningar til
eyðileggingar áframhaldandi
samstarfi í stjórn.
Ég skal bara benda á hvað þetta
er mikil fjarstæða, t.d. um vinstri
stjórnina síðustu. Staðreyndin er
sú að það voru framsóknarmenn,
sem björguðu því sem bjargað
varð varðandi þjóðmálin þegar
vinstri hreyfingin brást. Það var
ekki Framsóknarflokkurinn, sem
fann upp á ágreiningsefninu,
heldur þvert á móti, reyndi allt
sem verða mátti til sátta. Aftur á
móti var það Alþýðubandalag og
fleiri sem eyðilögðu eða
splundruðu samstarfinu með
hinum furðulegasta skrlpaleik
sem þeir sjálfir fundu upp. Þeir
töldu allt I stakasta lagi og engan
vanda framundan, vegna þess að
þeir höfðu ekki manndóm í sér til
að vera ábyrgir eins og samstarfs-
flokkurinn og koma hreint fram
með þvi að segja hið sanna, í stað
þess að skjótast undan ábyrgð og
merkjum. Greinilega hefur
stjórnarandstaðan áhyggjur af
þvf að núverandi stjórnarsam-
starf verði haldbetra en hið fyrra.
Tala t.d. niðrandi um okkar bless-
aða forsætisráðherra og fram-
sóknarmenn taldir auðsveipir
Sjálfstæðisflokknum.
EjE]E]E]E)E]E]E]ElElElE]E]EiElE]ElElB]g]gl
1 SiglM 1
„ B1
B1 OPIÐ I KVOLDTILKL. 1. Bl
® PÓNIK OG EINAR g
Bl Bl
E]E]E]E]E]E1E1E1E]E1E1E1E]E1E1E]E]E1E1E1E1
ÞORSCAFE
Þrumudansleikur í kvöld
LAUFIÐ leikur frá kl. 9 — 1.
Ég svara því hér til skýrt og
ákveðið að sjálfstæðismenn eru
að vísu ánægðir að mörgu leyti
með samstarfið við Framsókn, en
ekki fyrir það að hún sé auðsveip,
heldur hafa forystumenn þess
flokks þá kosti sem allir stjórn-
málamenn þurfa að hafa,
ábyrgðartilfinningu, sómatil-
finningu og heiðarleik.
Þetta eru tveir sterkir og sjálf-
stæðir flokkar og því er mjög vit-
laust að vera að tala um auð-
sveipni hjá þeim. Það er því meiri
líkur á löngu stjórnarsamstarfi
nú en áður, því meira og fleira er
það sem sameinar núverandi
stjórnarflokka heldur en sem
sundrað gæti. Sem betur fer. Svo
eru það skrif varðandi forsætis-
ráðherra okkar ágæta, að hann
hafi ekki bein í nefinu. Ég hef nú
ekki betur séð en hann hafi allt
það bezta sem til þarf til að geta
staðið í sinni stöðu, og geri það
lfka fyllilega. En ég held að full
fáir geri sér vel grein fyrir því
hvað sú staða er erfitt og vanda-
samt hlutverk, sérstaklega hve
mikla þolinmæði það hlýtur að
útheimta. Nei, menn eru oft dóm-
hvatir, það er ekki hægt að búast
við að árangur af þvl starfi birtist
með leifturhraða á erfiðum
tímum heldur smám saman. Þá er
það útfærsla landhelginnar, það
verður vandasamt að semja. Auð-
velt þó tiltölulega við Rússa þar
sem þeir hafa ekki verið fyrir
innan 50 mflurnar til þessa. Aftur
á móti þurfum við að fá hina
alveg út fyrir 50 mflur en fviln-
anir fyrir innan 200 til 50 milna.
Þá kemur og þröskuldur sem
við verðum að yfirstíga, það er að
fá afnumda tolla hjá EBE og
löndunarbann afnumið hjá Þjóð-
verjum, þetta hvort tveggja
verður að reyna að setja sem skil-
yrði fyrir að samið verði. Að lok-
um vil ég óska stjórninni vel-
gengni og blessunar f komandi
samningum.
Einar Mýrkjartansson.
Amin á fund
Páls páfa
Castelgandolfo, 10. september. AP.
IDI Amin, forseti Uganda, gekk í
| dag á fund Páls páfa á sveitasetri
hans f Castelgandolfo ásamt fjöl-
mennri sendinefnd.
Páfi sagði þegar hann ávarpaði
gestina að hann væri þakklátur
Amin fyrir fullvissanir um að
erlendir trúboðar væru velkomn-
ir í Uganda. Ibúar Uganda eru 9,5
milljónir og þar af erú um 4 millj-
ónir kaþólskir. Sjálfur er Amin
múhameðstrúar.
Munið nafnskírteinin