Morgunblaðið - 12.09.1975, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 12.09.1975, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12, SEPTEMBER 1975 27 Hólmfríður Jóhannesdóttir Undhóli — Minningarorð 3. þessa mánaðar andaðist á Sauðárkróksspítala Hólmfríður Jóhannesdóttir fyrrverandi hús- freyja á Undhóli í Óslandshlíð, tæplega 87 ára að aldri. Með henni er fallinn í valinn einn af síðustu fulltrúum þessarar byggð- ar, sem komnir voru til nokkurs þroska um aldamótin, kona sem aldrei stirðnaði 1 tímanum heldur fylgdist vel með hinum breyttu tímum eftir því sem við átti. Hólmfríður var fædd 12. októ- ber 1888 að Undhóli í Óslands- hllð, dóttir hjónanna Jóhannesar Eyjólfssonar og Jóhönnu Jónas- dóttur en þau fluttust að Undhóli 1887 og bjuggu þar til 1910, að Hólmfríður gifti sig og tók við húsforráðum ásamt manni sínum Páli H. Gíslasyni frá Tumabrekku í sömu sveit. Gömlu hjónin voru þó áfram á sama stað meðan þau lifðu. Jóhannes andaðist 1914, en Jóhanna 1932. Páll maður Hólmfríðar var at- gervismaður í sjón og raun, vel gefinn, glaðsinna, traustvekjandi og vildi allra vanda leysa. Þau bjuggu snotru búi þótt jörðin væri lftil. Hann fór vel með allar skepnur og fékk þeim góðan arð. Þau eignuðust ekki börn, en tóku nokkur fósturbörn sem þau ólu upp að nokkru eða öllnleyti. Auk þess voru oft börn utan úr Deild- ardal þar á vetrum sem sóttu skóla á Hlfðarhúsinu. En Óslands- hlíðingar munu hafa verið með þeim fyrstu, er byggðu sérstakt hús fyrir félagsstarfsemi og skóla um, eða fyrir aldamót. Það mun hafa verið bindindisfélagið, sem stóð að þessari byggingu en það var stofnað 1898. Síðan var stofnað ungmennafélagið Gísli sem starfar ennþá. Hlíðarbúar munu hafa staðið einhuga að þessum félögum. Þarna kom fólk- ið saman til skrafs og ráðagerða og til að skemmta sér. Hlfðarbúar voru mjög samrýmdir og þarna þroskaðist sérstakur menningar- blær bæði í andlegu og verklegu tilliti. Hólmfríður fylgdist vel með þessu öllu og lagði þar gjörfa hönd að. 1888 fór móðir mín vinnukona til foreldra Hólmfríð- ar, þá 17 ára, og var þar þangað til hún giftist. Með henni og þessari fjölskyldu tókst órefa vinátta sem hélzt alla tfð. Það náði einnig til okkar systkinanna, og að koma til Hólmfrfðar og Páls var eins og að koma í foreldrahús. Jóhannes og Jóhanna tóku einn bróður minn á bernskuskeiði og ólu hann upp að öllu leyti, svo hann varð fóstur- bróðir Hólmfríðar, en hún var einbirni. Eins og áður segir byrjuðu þau Páll og Hólmfríður búskap 1910 og bjuggu til ársins 1929, en þá afhentu þau jörðina fósturbróður Hólmfríðar til eignar og afnota, en voru kyrr á sama stað og höfðu nokkrar skepnur. Páll vár svo nokkur sumur vörður við Austur- vatnabrúna á Héraðsvötnum hjá Mæðiveikivörnum. En heilsan var farin. Hann andaðist 1939, 61 árs að aldri. Hólmfrfður var svo áfram á Undhóli með nokkrar kindur og heyjaði handa þeim á sumrin og hirti þær sjálf á vetr- inum. Hún var heilsugóð og hafði mjög gaman af þessu, enda hélt hún því áfram fram á sfðasta ár. Um 1953 flytzt hún svo til fóst- urdóttur sinnar, Þóreyjar Jó- hannsdóttur, og manns hennar, Þórðar Eyjólfssonar, sem þá voru Minning: Hinrik Thorarensen verzlunarmaður I»ú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér þú logar enn, — í gegn-um hárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá. sem barn ég þekkti fyrr. M.J. Hinrik varð bráðkvaddur aðfaranótt sunnudagsins 31. ágúst s.l. að heimili sínu að Ljósheimum 20 í Reykjavík. Hann var fæddur á Siglufirði 12. febrúar 1948. Hinrik Ölafur, en það hét hann fullu nafni, var einkasonur hjón- anna Guðrúnar og Odds Thorarensen forstjóra þar. Hinrik ólst upp á Siglufirði og stundaði framhaldsnám í Reykja- vík, þar sem hann lauk verzlunar- skólaprófi. Að loknu námi vann Hinrik við fyrirtæki föður síns á Siglufirði í 2 ár. Síðan hélt hann til Englands og dvaldist þar um eins árs skeið við framhaldsnám i verzlunar- fræðum. Fluttist hann síðan til Reykjavíkur og vann þar lengi við heildsölufyrirtæki. Síðustu árin vann hann við Verzlunarbanka Is- lands hf. Hafði hann þvf hlotið góða starfsreynslu, sem vafalaust hefði komið að góðum notum, ef honum hefði orðið lengri lífdaga auðið. Áhugamál Hinriks voru líkt og hjá öðru ungu fólki, skemmtanir, ferðalög innanlands og utan og lestur góðra bóka. M.a. fór hann f tvær langferðir til Ameríku og Israels. Sem ömmubróðir Hinriks kynntist ég honum þegar sem barni f foreldrahúsum, og betur á námsárunum í Reykjavík. Var honum eðlileg þægileg, ljúfmattn- leg og kurteis framkoma og með hæfilegum glæsibrag þegar það átti við. Hefðu leiðir okkar min vegna gjarnan mátt liggja oftar saman, en að sjálfsögðu sagði kyn- slóðabilið til sín. Hinrik var ókvæntur, en eignaðist eina dóttur, sem heitir Guðrún Jóna og er nú 4 ára. Honum þótti mjög vænt um dótturina og bar umhyggju fyrir henni. Fór hann stundum í heim- sókn norður á Siglufjörð til for- eldra sinna með hana. farin að búa í Stóragerði í sömu sveit. Reyndust þau henni mjög vel og eins börn þeirra hjóna eftir að þau komust á legg. Hólmfríður var mjög heimakær og elskaði sveit sína, fannst hlfð- in falleg eins og Gunnari forðum og gat tekið undir orðin: Hér vil ég una ævi minnar daga. Þegar ég minnist Hólmfrfðar, koma margar og bjartar stundir fram á sjónarsviðið, t.d. þegar ég var barn í foreldrahúsum og hún kom í heimsókn, þá ung stúlka. Henni fylgdi mikil, geislandi birta og glaðværð, svo jafnvel litla baðstofan varð eins og kon- ungshöll og mamma í sinni fátækt með sinn stóra barnahóp lék við hvern sinn fingur og allar áhyggj- ur fuku út í veður og vind. Óg margar voru ánægjustund- irnar á heimili hennar, þar sem mér var alltaf tekið sem i for- eldrahúsum væri. Á kveðjustund er mér efst f huga þakklæti fyrir alla vinátt- una og allt sem hún gerði fyrir mig og foreldra mfna. Öllum aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Jóhannes S. Sigurðsson Hið sviplega fráfall Hinriks átti sér aðdraganda, sem var hjarta- galli, sem vart varð þegar á barns- aldri. Samt sem áður kom andláts- fregnin á óvart eins og oftast, er menn falla frá í blóma lífsins. Sár harmur er nú kveðinn að for- eldrum hans, er þau verða að sjá á bak einkasyni sínum, en litla dótt- ir hans hefur þó þegar orðið þeim til mikillar huggunar. Hinrik var lagður til hinztu hvíldar í Fossvogskirkjugarði 5. þ.m. í heiðríkri birtu. Um hann ríkja líka bjartar minningar. Blessuð sé minning Hinriks Thorarensen. 8.9. 1975. Þórólfur Ólafsson hrl. Steindór Péturs- son — Kveðja Fæddur 31. des. 1905. Dáinn 19. ágúst 1975. Þegar við hjónin fréttum, að vinur okkar, Steindór Pétursson, væri dáinn, urðum við harmi lost- in. Við vorum nýfarin í ferðalag, en vissum að hann var kominn heim af sjúkrahúsi og vonuðumst til að hitta hann hressan, þegar við kæmum heim, en það fór á annan veg, enginn veit hvað guð ætlast til og enginn hindrar hann þegar hans tími rennur upp. Fyrir 30 árum, þegar við hjónin fluttumst til Keflavíkur áttum við heima á Austurgötu 23 og kynntumst þá þeim hjónum Guðrúnu og Steindóri. Það var okkar lán, því betri og tryggari vini hefðum við ekki getað eignazt. Eg minnist helzt þeirra tíma, er veikindi steðjuðu að á okkar heimili. Þá kom bezt í ljós, hve góður drengur Steindór var. Hann og Guðrún hefðu ekki gert meir þó þau hefðu verið foreldrar okkar, og þannig var það alltaf. Ekki munum við heldur gleyma gleðistundunum með þeim hjónum, sem voru dásamlegar, því þau voru höfðingjar heim að sækja og vil ég ekki síður þakka þær stundir með þeim og börnum þeirra, sem öll hafa fetað í fótspor þgirra. Með þessum fátæklegu orðum vil óg þakka Steindóri góð kynni og hjálp á liðnum árum mér og fjölskyldu minni. Guðrúnu, börnum og fjöl- skyldum þeirra, votta ég mina innilegustu samúð. Guð blessi minningu hans. Kristrún Helgadóttir. Minning: Jón Jónsson framkvœmdastjóri Fæddur 15. júlf 1926 Dáinn 5. september 1975 Okkur systkinunum langar til að segja nokkur kveðjuorð að leiðarlokum um Jón Jónsson frænda okkar. Við viljum þakka honum alla þá hjálp og aðstoð sem hann veitti okkúr. Alltaf var hægt að biðja frænda, hann var ætíð reiðubúinn að aðstoða okkur systkinin með vandamál okkar. Við vitum að skarð hans verður vandfyllt i hjörtum okkar. Það verður erfitt að geta ekki leitað til Jóns frænda. Við viljum biðja guð að styrkja ömmu sem hefur misst sinn einkason og einnig að styrkja Gísla Þór, son hans, og móður Í þeirra sorg. Við munum ávallt minnast frænda okkar af heilum hug. Systrabörn. Oftast virðist dauðinn fjarlæg- ur, — en er þó svo nálægur. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum dögum að Nonni frændi okkar yrði allur fyrir lok fyrstu viku septembermánaðar? Er við frétt- um lát hans, setti að okkur tóm- leika, í gegnum hugann flugu minningar liðinna ára, — allt frá þvi að við vorum smátelpur. Minningar sem ylja og laða fram þökk honum til handa, sem skap- aði þær. Önnur okkar minnist þess, er hann eitt sinn hringdi og bað hana að gera sér dálítinn greiða, þar sem hún var á förum til Danmerkur, og sagðist ætla að hitta hana við skipshlið. I ljós kom að greiðinn var einf aldlega sá að taka við því „lítilræði“ sem að henni var rétt. Þetta lýsir Nonna velgjafmildi hans og frændsemi í okkar garð var einstök. ' Aftur og aftur rétti hann okkur hjálparhönd hvort sem við vorum hér heima eða erlendis, við eigum honum mikið að þakka. Þessi fá- tæklegu orð um góðan dreng, sér- stakt snyrtimenni, og frænda, sem skipar ákveðinn sess í hjarta okkar, ná skammt í að tjá þær tilfinningar sem að baki liggja. Við þökkum Guði fyrir að hafa gefið okkur slfkan frænda sem Nonni var, og biðjum Drottin að styrkja Önnu frænku og blessa hana í sorg hennar. Systurnar á Otrateig. Mig setti hljóðan, er ég frétti andlát vinar míns, Jóns Jónssonar framkvæmdastjóra Langeyrar- vegi lla, Hafnarfirði. Jón lézt að heimili sínu föstudaginn 5. sept- ember, aðeins 49 ára að aldri, langt um aldur fram. Hans verður lengi minnzt af venzlafólki, vinum og samferðamönnum vegna óvenjumikillar tryggðar, hjálp- fýsi og góðsemi, sem allir urðu aðnjótandi er á leið hans urðu, og ég sem þessar línur skrifa varð þess aðnjótandi að eiga Jóh að vini frá fyrstu tíð til hinztu stund- ar. Gott er slfks að minnast. Jón fæddist í Hafnarfirði 15. júlí 1926. Faðir hans var Jón Gíslason útgerðarmaður, Jóns- sonar hafnsögumanns og vita- varðar í Hafnarfirði og konu hans, Hallgerðar Torfadóttur. Móðir Jóns, eftirlifandi eiginkona Jóns Gislasonar, er Anna G. Jóns- dóttir, Jónssonar frá Deild á Álftanesi og konu hans, Þorbjarg- ar Magnúsdóttur frá Dysjum í Garðahverfi. Eldri Hafnfirðingar minnast þessarra forfeðra Jóns sem dugmikils myndarfólks sem setti svip finn á Hafnarfjörð og nágrenni á sínum tíma. Jón ólst upp á ástrfku heimili foreldra sinna að Merkurgötu 26. Var heimili þeirra hjóna rómað fyrir gestrisni og höfðingaskap og varð því senmma sú fyrirmynd, sem Jón hafði síðar, er hann stofnaði sitt eigið heimili. Jón var ekki langskólagenginn. Mun þar aðallega hafa valdið sjúkleiki á unglingsárum, en síðar fór hann f Iðnskóla Hafnar- fjarðar og lærði rafvirkjun. Lauk hann sveinsprófi f þeirri grein en réðst sfðan að útgerðar- og fiski- vinnslufyrirtæki föður síns, sem varð eins og kunnugt er eitt af stærstu atvinnufyrirtækjum sinnar tegundar, ekki einungis í Hafnarfirði, heldur á öllu land- inu. Þeir feðgar voru mjög sam- hentir í uppbyggingu ogstjórnun fyrirtækisins alla tíð. Stóðu þeir einnig að stofnun og uppbyggingu ýmissa fyrirtækja sem stofnuð voru í tengslum eða til styrktar útgerð í landinu. Þegar Jón Gíslason féll frá árið 1964 var farið að þrengjast um hag útgerðar i landinu, aðallega sökum aflabrests. Voru næstu ár þar á eftir mjög erfið og varð það til þess, að Jón Jónsson hætti af- skiptum af útgerð og fiskvinnslu árið 1970. Siðan hefur Jón verið að sinna málefnum fjölskyldu sinnar, en mörgu þur-fti að sinna og kippa í lag eftir erfiðan rekst- ur og undirbúa nýjan framtíðar- vettvang, sem hann gæti unað við. Því miður entist honum ekki ald- ur til þess. Jón var góður meðalmaður á hæð, samsvarandi sér vel, léttur í skapi, — þó var hann fastur fyrir, en fór þó með gát. Ilann var gott snyrtimenni, prúður i framkomu, tryggðin og hjálpfýsin slík, að vart gat meiri verið. Jón giftist árið 1961 Östu Faa- berg frá Reykjavík. Þau slitu sam- vistum eftir stutta sambúð. Eign- uðust þau einn son, Gisla Þór, sem nú er 12 ára gamall, mikinn efnispilt. Var Jóni mjög annt um son sinn og var gott með þeim feðgum. Ég og fjölskylda mín þökkum Jóni fyrir óvenjumikla og góða vináttu og tryggð alla tíð. Við erum lánsöm að hafa átt hann að vini og við biðjum góðan guð að geyma sál hans og veita hans nánustu huggun í miklum missi. Sízl vil ég tala um svefn vid þig. Þrevttum anda er þægt að blunda og þannig bfda sælli funda — það kemur ekki mál við mig. Flýt þ£r, vinur, í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vamgjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Bjarni Bjarnason. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á I mið- vikudagsblaði, að berast í sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með gððu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.