Morgunblaðið - 12.09.1975, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 12.09.1975, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1975 Úr íslenzkum fornsögum: Auðunar þáttur vestfirzka Þá gekk Auðunn fram og féll til fóta konungi og varla kenndi konungur hann. Og þegar er konungur veit, hver hann er, tók konungur í hönd Auðuni og bað hann vel kominn — ,,og hefur þú mikið skip- azt,“ segir hann, „sfðan við sáumst,“ — leiðir hann eftir sér inn. Og er hirðin sá hann, hlógu þeir að honum, en konungur sagði: „Eigi þurfið þér að honum að hlæja, því að betur hefur hann séð fyrir sinni sál heldur en þér.“ Þá lét konungur gera honum laug og gaf honum síðan klæði, og er hann nú með honum. 3 Það er nú sagt einhverju sinni um vorið, að konungur býður Auðuni að vera með sér álengdar og kveðst mundu gera hann skutulsvein sinn og leggja til hans’ góða virðing. Auðunn segir: „Guð þakki yður, herra, /^COSPER------------------\ V_______________________/ sóma þann allan, er þér viljið til mín leggja, en hitt er mér f skapi, að fara út til íslands." Konungur segir: „Þetta sýnist mér undarlega kosið.“ Auðunn mælti: „Eigi má ég það vita, herra,“ segir hann, „að ég hafi hér mikinn sóma með yður, en móðir mín troði stafkarls stíg úti á íslandi því að nú er lokið björg þeirri, er ég lagði til, áður ég færi af íslandi.“ Konungur svarar: „Vel er mælt,“ segir hann, „og mannlega, og muntu verða giftumaður; Sjá einn er sá hluturinn, að mér myndi eigi mislíka, að þú færir í braut héðan, og ver nú með mér, þar til er skip búast.“ Hann gerir svo. Einn dag, er á leið vorið, gekk Sveinn konungur ofan á bryggjur, og voru menn þá að búa skip til ýmissa landa, í Austurveg eða Saxland, til Svíþjóðar eða Noregs. Þá koma þeir Auðunn að einu skipi fögru, og voru menn að búa skipið. Þá spurði konungur: „Hversu lézt þér, Auðunn, á þetta skip?“ Hann svarar: „Vel, herra.“ Konungur mælti: „Þetta skip vil ég þér gefa og launa bjarndýrið." Hann þakkar gjöfina eftir sinni kunnustu. Og er leið stund og skipið var albúið, þá mælti Sveinn konungur við Auðun: „Þó viltu nú á braut, þá mun ég nú ekki letja þig, en það hef ég spurt, að illt er til hafna fyrir landi yðar, og eru víða öræfi og hætt skipum. Nú brýtur þú og týnir skipinu og fénu. Lítt sér það þá á, að þú hafir fundið Svein konung og gefið honum gersemi.“ Síðan seldi konungur honum leðurhosu fulla af silfri, — „og ertu þá enn eigi félaus með öllu, þótt þú brjótir skipið, ef þú færð haldið þessu. Verða má svo enn,“ segir konungur, „að þú týnir þessu fé; lítt nýtur þú þá þess er þú fannst Svein konung og gafst honum gersemi.“ Síðan dró konungur hring af hendi sér og gaf Auðuni og mælti: „Þó að svo illa verði, að þú brjótir skipið og týnir fénu, eigi ertu félaus, ef þú kemst á land, því að margir menn hafa gull á sér í skipsbrotum, og sér þá, að þú hefur fundið Svein konung, ef þú heldur hringnum. En það vil ég ráða þér,“ segir hann, „að þú gefir eigi hringinn nema þú þykist eiga svo mikið gott að launa nokkrum göfugum manni, þá gef þeim hringinn, því að tignum mönnum sómir að þiggja. Og far nú heill.“ Þegar hann heyrði um uppmæl- ingataxtann, varð hann alveg óstöðvandi. Kvikmyndahandrit aö moröi Eftir Lillian O'Donnell Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 44 skugga um það. Ég kynnti mór einnig hagi prófessorsins sem hún hifti á hókasafninu. Og komst að því að hann var mesti sómamaður. Já, hugsaði Davíd. Pick hfaut að hafa verið alvarlega hrifinn af Mariettu. — Hvað eigið þér við, að þau hafi kvnnzt á hókasafninu? — Tja ... ég held að það hafi verið gagnkvæm hrifning. Þelta var á aðalhókasafninu, en þar vann hann að rannsóknum til undirbúnings ritgerð um Karl I. og Cromwell. Einn dag var hann á leiðinni niður og stoppaði á annarri hæð þar sem stóð yfir Shakespearesýning og hún var að skoða hana. Þannig hittust þau fyrst. Það var ekkert nema fallegt við þeirra kynni. Það sama hafði Ted Papas sagt hugsaði David með sér. — Töiuðuð þér nokkurn tíma við hana. Piek? — Eruð þér snarvitlaus! Þá hefði verið ómögulegt að fylgjast með henni, ef hún þekkti mig. Ég sagði Ilagen heldur ekkert frá kynnum hennar og Talmey — mér fannst hún eiga rétt á sfnu einkalffi, eruð þér ekki sammála því? En ég sagði honum frá hús- næðinu og starfinu sem hún hefði og ég sæi ekki betur en hún væri að komast á réttan kjöl að nýju. Og þá komst sú skrið á Hagen. Hann gaf mér ný fyrirmæli. Ég átti að fylgjast með henni hvert sem hún færi og ég mátti ekki taka að mér önnur verkefni. Ilann kom því svo fyrir að hún gekk undir próf hjá litlum leik- flokki og svo átti ég að gefa hon- um skýrslu um hvernig henni hefði gengið. Það átti ekki að veita henni nein forrétfindi, held- ur aðeins óskað eftir hví að henni yrði sýnd fyllsta sanngirni. En HÚN þurfti engin forréttindi. Ég var sjálfur viðstaddur þegar hún var prófuð og þegar hún hafði farið með fyrstu tilsvörin vissi ég að hún hafði sigrað. Þegar hún hafði lokið því var svo þögult að við hefðum getað heyrt saumnál detta en svo brast á lófatak allra viðstaddra og einnig frá leikkon- um sem kepptu við hana um hlutverkið. Og ég skal segja yður nokkuð: enginn þeirra þekkti hana, hvorki meðleíkarar hennar né leikstjór- inn, né heldur sérfræðingur sá sem Hagen sendi á vettvang. Hún fékk sannarlega engin forréttindi út á nafnið Marietla Shaw heldur stóð fullkomlega fyrir sínu með hæfileikum og óbilandi dugnaði! IMeiri ró hafði færzt yfir þennan lágvaxna mann, en svo hélt hann áfram áfjáður: — Ég hefði átt að draga mig í hlé þá ... láta vera að blanda mér frekar f málið. Eins og ég hefði ekki þegar fengið nóg! David tókst með herkjum að lcyna ákefð sinni. Nú hlaut að koma að því, sem legið hafði á samvizku einkalögreglumanns- ins. — En ég var kvíðinn fyrir hennar hönd. Getið þér ekki skilið það? Auðvitað veit ég að ég hefði átt að hafa trú á henni. En ég hafði þekkt svo marga alkóhól- ista sem reyna að hætta að drekka. Þeir standa sig með mestu prýði, þar til einhverjir erfiðleikar steðja að, þá leita þeir á náðir flöskunnar aftur. Ég var víss um að öll hcnnar vandamál mætti rekja til bílsl.vssins ... þá fór að halla undan fæti fyrir henni. Þess vegna hað ég einn kunningja minna að glugga örlítið í lögregluskýrslurnar sem teknar voru. Vinur minn og ég vorum sann- færðir um að ákæran á hcndur henni hafði verið reist á fölskum forsendum og ég taldi að það hefði nagað hana allar götur slðan. Kannski hefur hún sjálf verið farin að trúa því aö hún væri ábyrg fvrir dauða ungu stúlkunnar. Ég hélt líka að hún hefði sætt sig við orðinn hlut. En ef ég gæti núlcitt að því gild rök að hún væri saklaus af ákærunni, myndi ég árciðanlcga létta þungum steini af hjarta hennar. Aðeins tvær manneskjur voru flæktar f málið ef hún var saklaus lá beint við að álykta að ungi maðurinn væri sá seki, ekki rétt? Þess vegna fékk ég vin minn til að kynna sér aðstæður hans til hins ftrasta. Hann hafði verið við nám I háskólanum í Los Angcles og hafði orð á sér f.vrir óeirðu og óreglu. Og hlustið nú á mig: Við sögu koma tvær manneskjur, ung- ur maður ábyrgðarlítill og laus á kostunum, hinn aöilinn er virt lcikkona sem auk þess er þekkt fyrir það aö snerta aldrei áfengi. Hljómar það ekki fráleitlega með öllu að þau skipti allt í einu um hlutverk? Að þessi ungi maður sem var alltaf fullur verði skyndi- lega ódrukkinn og hindindis- manneskjan útúrfull? Þetta var punktur númer eitt. Og númer tvö. Það var aðeins vitnisburði unga mannsins sem var hampað hvernig sem á því stendur tóku allir því, sem hann sagði eins og smjöri og rjóma, kannski af meöaumkun vegna dauða systur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.