Morgunblaðið - 20.09.1975, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.09.1975, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1975 Aleinir heima Hann gat ekki annað en hlegið af Surtlu. Eftir hvern bita sem hún kyngdi, krafsaði hún I fætur hans, með öðrum framfæti sínum, og var eins og hún vildi segja. „Gef mér meiri kartöflur!“ Allt í einu tók hann eftir því að það var sár á hnakkanum á henni þar sem keðjan var. Án þess að kalla á Óla; leysti hann keðjuna varlega. „Þú þarft ekki að vera tjóðruð, þú ert svo góð“, sagði hann við hana. Surtla horfði á hann, með skýru og innilegu augnaráði sem gaf til kynna að hún var honum sammála. Hann sat kyrr hjá indælu geitunum sínum, alveg þangað til nágrannakonan hafði lokið við að mjólka og var farin, og Óli tók luktina niður af króknum því hann var líka að fara. Henry þurfti að slíta sig frá geitunum en hann sagði Óla að hann gæti vel hugsað sér að hafa lítinn bás, fyrir sig, við hliðina á þeim, því þær væru svo sætar. Óli hélt á mjólkurfötunni í annarri hendi og luktinni í hinni. „Lokaðu hurðinni” sagði hann við Henry. Þeir urðu nú samferða út í hænsnakofa til að slökkva á luktunum og dreifa svo- litlu korni fyrir hanana svo þeir gætu fengið sér bita strax og þeir vöknuðu um morguninn. /^COSPER----------------------\ Hænsnin tvístigu á slánum um leið og þær komu auga á Henry. Hann hafði nefnilega komið nokkrum sinnum í hænsnakofann til að athuga stélin á hænsnunum, hvort fjaðrirnar væru fast- ar. Hann langaði svo að fá margar og stórar fjaðrir með sér í kaupstaðinn fyrir Indíánaskraut, sagði hann. „Af hverju þurfa þær að hafa ljósker?" spurði Henry. „Er það svo þær sjái betur þegar þær verpa?“ „Einmitt“ sagði Óli og hló „Og svo er það líka vegna hitans, það hlýnar svolítið við að hafa ljósker þegar er reglulega kalt.“ Þetta fannst Henry kjánaleg hugmynd, honum fannst hænsnin eiga betra skilið. Af hverju þurftu hænsnin að sitja hér saman þjöppuð á priki í kuldanum, aum- ingjarnir! Það hlýtur að vera eitthvað hægt að gera fyrir hænsnin án mikils kostnaðar... Þegar Óli og Henry komu inn voru hinir strákarnir steinsofandi. Óli bauð kvöldmat, en Henry gekk um gólfið og kreppti henduroar hvað eftir annað, eins og hann vantaði eitthvað til að halda í. Nei takk, hann neyddist til að fara, sagði hann. Það var ekki nauð- synlegt að vekja Jakob þess vegna, hann gat bara komið seinna. Jæja, Óli fékk sér svolítið að borða og kom sér síðan þægilega fyrir á legu- bekknum. Hann leit á klukkuna. Hann átti ekki von á foreldrum sinum og systr- um fyrr en eftir klukkustund, svo nú loksins hafði hann tíma út af fyrir sig, og gat þá lesið „Morðið í myrkrinu" sem hann hafði óskað sér í jólagjöf. /-------------------------------\ — Geturðu alls ekkert sungið annað en drykkjuvfsur. „Snúlli kvennagull?“ Nei, herr- ar mfnir, þið farið örugglega húsavillt! Það kom í ljós að þetta morð var mjög alvarlegt, myrkrið var svo hræðilega dimmt, maður skynjaði ekki annað en föl afmynduð fantaandlit, og það var blóð í fótsporunum þar sem maður gekk. Ef lampinn hefði ekki logað svona skært hérna á borðinu og klukkan á veggnum ekki tikkað svona heimilislega, og kisan hefði ekki legið við hliðina á honum á legubekknum, þá hefði það svo sannarlega orðið hrollvekjandi fyrir Óla Hvað var þetta? Hann kipptist við. Var ekki einhver hreyfing frammi í gangin- um! Jú, og aftur núna! Bókin datt úr máttlausum höndum hans og féll á gólfið með hávaða — hann hefði getað æpt við lætin. Hann þorði ekki að beygja sig eftir bókinni. Hann gat það heldur ekki, því það var eins og nístandi kuldi færðist upp í hvifilinn og reisti hvert einasta hár upp í loft, og breiddi því næst úr sér niður eftir hryggnum, svo að allur líkaminn stirðnaði. Nú heyrði hann mjög greinilega óá- kveðið þrusk frammi í ganginum, rétt fyrir utan stofudyrnar. Svo fjarlægðist EÍHS. MANN MEFUR EKKl y KOMÍO HINQAD Bö/T r 1 { UANN ER ÖA KOMÍNN '/ BRENNSLIWA ; ' i , 1 í TONNURNAR VORU LOSAÐAR '/ HORGUN Kvikmyndahandrit aö moröi Eftir Lillian O’Donnell Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 51 — Einmitt. Og hvar er þetta plagg núna? — Ég veit það ekki. Ungfrú Shaw var ' myrt á mánudags- morgun — ja, ég frétti auðvitað ekki af því fyrr en á þriðju- deginum. Og eins og á stóð hikaði ég við að hafa samband við Talmey um málið, en þegar ég sá sfðan f blöðunum f kvöld að hann hefði einnig verið myrtur... vissi ég ekki til hvaða ráða ég átti að grfpa... Eg gat ekki komið auga á að játning mfn skipti máli... En ég vissi lfka að fyndi lögregian þessa játningu, þá... já, og svo komuð þér á vettvang og ég héit auðvitað að þér væruð búnir að finna játninguna... En þar sem mamma var ekki lengi að losa sig við yður og mér datt í hug að kannski hefði ég haft heppnina með mér og þér vissuð ekki neitt. En ég skildi að ég varð að klófesta bréfið og það þoldi enga bið. Já, auðvitað bið ég yður að afsaka að ég varð að lemja yður svona rösk- lega, Link! David drap illskulega f sfgar- ettunni sinni og starði f augun á piltinum; — Haldið þér að ég hafi orðið vitlaus af þessu höggi? 0, nú skal ég segja yður nefnilega hvernig þetta gekk til f raun og veru: ég staðhæfi að það hefur aldrei verið meiningin hjá Talmey að láta yður fá þessa játningu aftur. Það getur verið að hann hafi lofað yður því — og það kann að vera hann hafi alls ekki gert það — enda skiptir það ekki meginmáli. Það sem skiptir öllu er að þér kröfðust þess að fá játninguna aftur, og hann neitaði eindregið. Og til þess að geta varðveitt áfram þetta ægilega leyndarmál sem hvfidi á yður eins og mara og hafði gert árum saman myrtuð þér hann með köldu blðði. Sfðan áttuð þér ekki annarra kosta völ en drepa ungfrú Shaw ifka, þvf að vel gat hugsazt að hann hefði sagt henni frá þessu! Eftir að hafa drepið þau bæði sneruð þér öllu á annan endann f fbúðinni hennar til að leita að játningunni á sama hátt og þér gerðuð f fbúð prófess- orsins í kvöld. — Það er ekki rétt! Eg sver að það var ekki svoleiðis! — Ætlið þér að neita þvf að hafa ieitað f fbúð hennar? — Það er ekki rétt að ég hafi drepið hana! Hún var dáin þegar ég kom! Ég sver það! Og ég hreyfði ekki nokkurn skapaðan hlut f íbúðinni hennar. Ég hcfði ekki kjark til að hrófla við neinu — ekki eins og aðkoman var ... blóð upp um allt. Ég varð viti mfnu fjær af skelfingu. Ég viður- kenni að ég kom f fbúðina hennar en ég drap hana ekkf — og heldur ekki Talmey. Ég hafði reynt að hringja til hans á sunnudags- kvöldið vegna þess að þó nokkrir dagar voru liðnir frá þvf hann hafði fengið játningu mfna f hendur og ég var orðinn kvfða- fullur vegna þess að hann lofaði að láta f sér heyra fljótlega. Ég vissi að vfsu að hann var önnum kafinn, af þvf að ungfrú Shaw var að búa sig undir að snúa aftur til HoIIywood, en ég var staðráðinn f að ná játningunni frá honum aftur. Morguninn eftir hringdi ég svo f skólann og þá var mér sagt að hann hefði fengið orlof um óákveðinn tfma og ég vissi ekki hvað ég átti til bragðs að taka. Þá ákvað ég að fara með lestinni til New Vork og hitta ungfrú Shaw að máli. — Ég man ekki betur en þér hefðuð sagt að þér veigruðuð yður við að hitta hana? — Þegar þarna var komið sögu var ég hræddari við að fá EKKI tækifæri til að hitta hana að máli. Ég gat ekki afborið þá tilhugsun að þetta plagg myndi lenda hjá einhverjum óviðkomandi aðila. Þegar ég kom til New York vildi ég ekki eyða tfmanum með þvf að hringja til hennar fyrst, þvf að ég hugsaði sem svo að hún myndi ef til vill neita að hitta mig. Þess f stað fór ég rakleitt til heimilis hennar og þegar enginn svaraði er ég barði að dyrum, fór ég inn og kom auga á... já það lá við að það liði yfir mig að sjá þann hrylling sem við mér blasti. David lét enga meðaumkun f ljósi með honum. — Og þannig fékk hún að liggja án þess nokkur skipti sér af henni framundir miðnætti! Hvers vegna létuð þér ekki lögregluna vita? Það var það minnsta sem þér hefðuð getað gert! 14. KAFLI Þetta var áþekkt þvf að spila f happdrætti, maður dró númer út og vonaðist eftir að lánið léki við mann, án þess að trúa þvf f neinni alvöru að vinningurinn myndi falla manni í skaut. Eftir langa mæðu tókst David að ná tali af forstjóra járnbrautargeymslunn- ar og sannfæra hann um að allt væri löglegt og réttmætf. Þvf næst fengu þau allra náðarsamlegast aðgang að þeirri deild geymsl- unnar, þar sem gleymdir munir höfðu verið settir. David starði örvinglaður á háa töskustaflana meðfram vcggjunum, pinkla, poka og fleiri töskur um allt gólf- ið. Hvernig f ósköpunum áttu þau að byrja? — Hvernig f ósköpunum farið þið að þvf að finna tösku, þegar eigandi kemur og spyr eftir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.