Morgunblaðið - 30.09.1975, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975
Flakaframleiðslan hefur
tvöfaldast á nokkrum árum
RAUÐSEY með
síldarkast við Vest-
mannaeyjar s.l.
sunnudag. Sjá grein á
bls. 10.
KONA í Dalalandi I Fossvogs-
hverfi hringdi í gær til Mbl. og
sagði að hún hefði týnt litlum
grænum páfagauk, sem væri
mjög gæfur. Það eru tilmæli
konunnar, að þeir sem hafa
orðið varir við páfagaukinn
hennar, hafi samband við hana
þegar f síma 81950.
Hlaut áminningu fyrir að salta
síldina ekki um borð í skipinu
AÐFARARNÓTT sunnudags
fengu allmörg skip dágóðan
sfldarafla. Eitt þeirra, Hrafn
Sveinbjarnarson, fékk mjög
góðan afla eða um 70 tonn og
landaði skipið aflanum í Grinda-
vfk, þar sem hann var saltaður f
landi. Þar sem veiðileyfi sfld-
veiðiskipanna, sem veiða f hring-
nót er bundið þvf að aflinn sé
saltaður um borð, voru eigendur
Hrafns Sveinbjarnarsonar kærðir
til sjávarútvegsráðuneytisins.
Þórður Ásgeirsson, skrifstofu-
stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu,
sagði í gær að málið hefði verið
tekið fyrir í ráðuneytinu í gær og
hefðu aðstandendur skipsins
komið og útskýrt það. Töldu þeir
sig ekki hafa getað náð að salta
alla síldina án þess að eitthvað af
henni hefði skemmzt ef salta
hefði átt um borð. Sagði Þórður
að um misskilning hefði verið að
ræða hjá eigendum skipsins og
hefði ráðuneytið veitt þeim
áminningu og þeim gert skiljan-
legt, að ef slíkt kæmi fyrir aftur,
myndu þeir missa veiðileyfi sitt.
Þórður sagði að nokkur skip
hefðu fengið það mikinn afla, að
ekki hafi verið unnt að ráða yið
söltun um borð. Þessí skip hafi
því lagzt að bryggju og þar hefði
síldin verið söltuð með aðstoð úr
landi, enda kvað Þórður sjávarút-
vegsráðuneytið ekki hafa lagt
neina kvöð á það, hvar skipin
væru, er söltun færi fram.
póstdreifingu
UM SEXTÍU konur starfa
nú við póstdreifingu í
Reykjavík, en karlmenn
við sömu störf eru 20 að
tölu. Þeir eru þó allir
í heilsdagsstarfi, en
konurnar eru yfirleitt í
hálfsdagsstarfi. Matthfas
Guðmundsson póstmeistari
tjáði Mbl. að nú væru
konur á biðlista í hálfsdags-
störf póstfreyja, eins og
þær eru nefndar, en lang-
flestar konurnar eru hús-
mæður.
Byrjunarlaun bréfbera verða
nú um mánaðamót kr. 50.100.-, og
fá því póstfreyjurnar 25.050,- á
mánuði í byrjunarlaun fyrir
hálfsdagsstarf. Póstfreyjur eru
aðilar að stéttarfélagi póstmanna
og njóta að öllu leyti sömu kjara
og aðrir bréfberar.
Fyrstu póstfreyjurnar hófu
störf árið 1966. Þær, sem þá
byrjuðu og eru enn í starfi, eru
nú með 29.450.- fyrir hálfsdags-
starf. Póstmeistari sagði, að
margar póstfreyjur hefðu verið
lengi í starfi og virtist svo sem
framhald ætlaði að verða á því.
Verð á minkaskinn-
um hefur hækkað
Ljósmynd Mbl. Sigurgeir í Eyjum.
GOTT verð fæst nú fyrir minka-
skinn á hinum alþjóðlega mark-
aði I London og hefur verðið
hækkað nokkuð frá þvf á sfðasta
ári. Verðhækkunina má m.a.
rekja til þess, að V-Þjóðverjar
hafa aukið skinnakaup sfn mikið
á ný og ennfremur hefur skinna-
framleiðslan dregist nokkuð
saman á Vesturlöndum.
Skúli Skúlason, umboðsmaður
Hudson Bay félagsins á Islandi,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær, að síðustu söluvertíð hefði
lokið í þessum mánuði, en hver
söluvertíð stendur frá því í
desember til september. öll
skinn, sem að þessu sinni voru
boðin upp hjá Hudson Bay í
London seldust upp. Fyrir skinn
af svörtum karldýrum fengust
9.10 sterlingspund eða 3057 ísl.
krónur og var hér um hækkun að
ræða frá júníuppboðinu. Fyrir
svört kvenskinn fengust 4.19
pund eða 1408 krónur. Skinn í
venjulegum gæðaflokkum seldust
öll upp og 80% af gölluðum
skinnum seldust.
Sagði Skúli, að söluhorfur á
næsta ári litu vel út. Állar birgða-
geymslur í Evrópu væru nú tómar
og hefðu V-Þjóðverjar aukið
skinnakaup sín um 70% frá því í
fyrra. Þá hefði framboð á
skinnum minnkað um 10% á
vesturlöndum. Kaupmáttur
Bandaríkjadollars hefði stór-
hækkað á ný, þannig að búast
mætti við auknum sölum þangað.
Meðalverð fyrir skinn mun hafa
verið um 7 pund að þessu sinni,
en í fyrra var það 6 pund. Hæst
komst verðið í hitteðfyrra, í u.þ.b.
8 pund.
Konur í nieiri-
hluta við
Mótmælin beinast
gegn skattalöggjöfinni
í FRAMHALDI af frétt
um mótmæli fimmtíu
skattgreiðenda í Bol-
ungarvík gegn misræmi í
skattskrá, hafði Mbl.
samhand við Einar
Helgason iðnverkamann,
sem var einn þeirra, sem
forgöngu höfðu um mót-
mælin.
Einar sagði, að gagnrýninni
væri fyrst og fremst beint gegn
skattalögunum, en ekki
einstaklingum. Hér væri sem sé
ekki verið að væna einstaklinga
um skattsvik, en bent á að
skattalög hlytu að vera byggð á
röngum forsendum.
Hann sagði, að mót-
mælendurnir hefðu enn ekki
heyrt um viðbrögð skattstjór-
ans á Vestfjörðum, en í bréfinu
hefði hann verið beðinn að
koma mótmælunum á framfæri
við yfirboðara sína.
Eins og fram kom í frétt Mbl.
fyrir helgi, bentu mótmæl-
endur á, að t.d. verkafólk á sjö-
tugsaldri, einhleypar verka-
konur og einstæðar mæður
greiddu iðulega hærri skatta en
menn, sem stunduðu atvinnu-
rekstur, svo sem vélbátaútgerð.
FYRIR nokkrum árum var meirihluti þeirrar framleiðslu fslenzku
frystihúsanna, sem fór á Bandarfkjamarkað, svokölluð blokk, en nú
hefur dæmið snúist algjörlega við og sem stendur mun framleiðsla á
flökum verða orðin fvið meira en helmingur af framleiðslunni, sem
fer á þennan stærsta fiskmarkað íslendinga. Stafar þetta af þvf, að á
meðan blokkin hefur failið f verði hefur verð á flökum staðið f stað, en
mun kostnaðarsamara er að framleiða flök en blokk.
Hjá Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna fékk Morgunblaðið þær
upplýsingar, að fyrir nokkrum ár-
um hefði blokkarframleiðslan
numið % þess magns, sem flutt
var til Bandaríkjanna, en væri
flakaframleiðslan nú orðin
heldur meiri en helmingur. Mest
fer í svokallaðar þorskflaka-
pakkningar. Lengi vel var tiltölu-
lega lítill verðmunur á flökum og
blokk, þrátt fyrir það, að dýrara
væri að framleiða flökin. Þegar
verð féll almennt á fiski í Banda-
ríkjunum fyrir tveimur árum,
hélzt verð á flökum óbreytt, en
verð á blokk féll hins vegar mikið.
Því má segja, að nú sé eðlilegri
verðmunur á blokk og flökum en
áður var.
Morgunblaðið spurði talsmann
SH hvort eitthvað benti til þes.s,
að fiskur myndi hækka í Banda-
ríkjunum á næstunni, þar sem
kjöt hefði hækkað þar mikið.
Hann sagði, að fiskur þyrfti ekki
endilega að fylgja verðlagi á kjöti.
Sigurður Markússon fram-
kva'mdastjóri Sjávarafurðadeild-
ar S.Í.S., sagði þegar Morgun-
blaðið ræddi við hann, að í stórum
dráttum mætti segja, að hlutfall
flakaframleiðslunnar hefði um
það bil tvöfaldast á s.l. 4—5 árum.
Höfuðástæðan væri sú, að verð-
breytingar á Bandaríkjamarkaði
hefðu ýtt undir flakafram-
leiðsluna, þar sem verðþróun á
markaðnum hefði orðið flaka-
framleiðslunni í hag. Hér væri
um æskilega þróun að ræða, en
fram til þessa hefði vantað
hvatann í þetta dæmi.
Þá spurði Morgunblaðið Sigurð
hvort eínhverjar verðbreytingar
hefðu átt sér stað á Bandaríkja-
markaði að undanförnu.
Hann sagði, að engar stórvægi-
legar breytingar hefðu átt sér
stað að undanförnu, en þær breyt-
ingar sem hefðu orðið, væru
okkur í hag. Markaðurinn væri nú
nokkuð öruggur, en í skýrslu sem
hann hefði undir höndum væri
minnst á tvær undantekningar,
þorskblokk og þorskflök. Og eins
og flestum væru kunnugt væru
þetta mikilvægustu framleiðslu-
tegundir Islendinga. Blokkin
hefði lægst farið í 56 cent pundið,
en væri nú skráð á 56—57 cent.
Hins vegar hefðu átt sér stað
miklar hækkanir á matvælum í
Bandaríkjunum á þessu ári. T.d.
hefði nautakjöt og fuglakjöt
hækkað mikið að undanförnu, en
þessar tegundir lækkuðu í verði í
fyrra. Því væri ekki ósennilegt að
fiskur gæti líka hækkað.
!---------------------
jj Vélar í Skeiðs-
fossvirkjun
SIGLUFIRÐI, mánudag —
Grundarfoss kom hingað nú
um helgina með vélabúnað í
stækkun Skeiðsfossvirkjunar.
Var hér um að ræða t.d. túrbín-
una og fleira. Vel gekk að
koma þessu öllu í land hér en
Grundarfoss kom með véla-
búnað þennan frá V-
Þýzkalandi. Innan fárra daga
verða vélar þessar fluttar að
Skeiðsfossvirkjun, en búið á að
vera að koma vélunum fyrir í
hinni stækkuðu rafstöð fyrir
næstu áramót.
—mj.
Rafkaplar
skemmdust
SKEMMDIR á Hólmanesinu,
sem kviknaði 1 fyrir helgina,
hafa nú verið kannaðar.
Skemmdirnar eru nær ein-
göngu á rafköplum í vélarrúmi
og er viðgerð þegar hafin á
Eskifirði. Þá munu smáplötur í
gólfi í vélarrúmi hafa dignað
eitthvað, en það mun ekki
alvarlegt. ekki er vitað enn,
hve langan tíma viðgerð mun
taka.