Morgunblaðið - 30.09.1975, Síða 7

Morgunblaðið - 30.09.1975, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975 7 r Hús verzlunar Á fimmtudag f sfðustu viku birtist rammaklausa f Tfmanum um lóðaút- hlutanir og fjárframlög til Sjálfstæðishússins þar sem m.a. mátti lesa eftir- farandi: „Þess er skammt að minnast, að Hús verzl- unarinnar, sem áformað er að reisa í nýja miðbæn- um þarf ekki að greiða nema 23 milljónir i gatna- gerðargjöld þótt gjaldskrá heimilaði 40 milljónir. Hafa einhverjir þeirra sem hlut eiga að þvi húsi „gefið" fé i húsbygginga- sjóðinn?" Þarna er átt við hús- byggingarsjóð Sjálf- stæðisflokksins. Svo vill til, að daginn áður en klausan birtist, var borgarstjórinn i Reykjavik spurður um þetta mál á almennum blaðamanna- fundi og þar var m.a. staddur blaðamaður frá Timanum. í frásögn hans af blaðamannafundinum var hins vegar ekki að finna eitt einasta orð um þau svör, sem borgarstjóri gaf við fyrirspurninni um hús verzlunarinnar. Þau svör voru i stuttu máli á þann veg, að hús verzl- unarinnar væri ekki byggt af einstökum fyrirtækjum, heldur hagsmuna samtökum verzlunar- innar, bæði launþega- samtökum og vinnuveit- endum. Aðilar að bygg- ingu hússins eru Verzl- unarráðið, Kaupmanna- samtökin, Félag islenzkra stórkaupmanna, Bil- greinasambandið, Verzl- unarbankinn, Lífeyrissjóð- ur verslunarmanna og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Hins vegar sagði borgarstjóri, að það hefði ekki ráðið ákvörðun um gatnagerðargjöld, að hús þetta væri byggt af félagssamtökum verzl- unarinnar, heldur væri ákvörðun um gatna- gerðargjöld vegna þessa tiltekna húss i hinum nýja miðbæ stefnumörkun af hálfu borgarinnar varð- andi gatnagerðargjöld af lóðum á nýja miðbæjar- svæðinu. Þannig myndu fieiri fyrirtæki njóta sömu kjara um gatnagerðar- gjöld, eins og t.d. KRON. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun gatnagerðar- gjalda væri sú, að ýmsar sérstakar kvaðir væru á byggjendum i nýja mið- bænum varðandi bila- stæði, sameiginlegar umferðaræðar o.fl. og með þessu væri stefnt að þvi að hvetja fyrirtæki til að byggja i nýja miðbæn- um frekar en að leita eftir lóðum annars staðar F borginni þar sem e.t.v. væri ódýrara að byggja. Þessar upplýsingar fékk blaðamaður Timans á blaðamannaf undi borgar stjórans i Reykjavik á miðvikudag i siðustu viku. Samt birti þetta sama blað daginn eftir þá klausu, sem vitnað var til hér að framan, en vék ekki einu orði að skýringu borgarstjóra á blaða- mannafundinum. Á hvaða stig er blaðamennsku á Islandi að komast? Olíukaup frá Noregi í sunnudagsþönkum sínum í Timanum í fyrra- dag víkur Þórarinn Þórarinnsson að þeim sjónarmiðum varðandi olíukaup frá Noregi, sem sett voru fram i forystu- --------------------------( grein i Morgunblaðinu i síðustu viku og segir: „Þvi hefur verið fleygt til stuðnings oliukaupum frá Noregi að við greiðum Rússum nú meira fyrir oli- una en þeir fyrir vörur sem þeir kaupa af okkur. Þvi sé nú halli á viðskipt- um við þá. Þess vegna megi draga úroliukaupum frá Sovétrikjunum sem þessum halla nemur og færa þau til Noregs En hvernig er háttað verzlun okkar við Noreg? Er ekki þegar halli á henni og er nokkuð betra að skulda Norðmönnum en Rúss- um? Sá er hins vegar munurinn að vonir geta staðið til að hægt sé að auka fisksöluna til Sovét- rikjanna en litil eða engin von um að Norðmenn auki fiskkaup héðan." Hér virðist Þórarinn Þórarihsson missa sjónir af kjarna þessa máls. Við- skiptahallann við Sovét- rikin þurfum við alla vega að greiða í hörðum gjald- eyri. Ef Sovétmönnum er það kappsmál að selja okkur alla olíu ættu nokkur oliukaup frá Noregi að ýta undir aukin fiskkaup af þeirra hálfu til að ná viðskiptunum öllum. En augljós hætta er i þvi fólgin að kaupa mikilvæga vörutegund frá aðeins einni þjóð. Við eig- um þess vegna að tryggja eigin hagsmuni með þvi að beina hluta þessara viðskipta til Noregs. (? spurt& (---------------------A Hringið í síma 10100 milli kl. 16 og 17 frá mánudegi til föstudags og spyrjið um Lesendaþjónustu Morgunblaðsins. v_____________________y HVAÐ KOSTAÐI REKSTUR SINFÓNÍUHLJÓM- SVEITARINNAR ARIÐ 1974? Fijinur Sigurjónsson, Hátúni 10, Reykjavík spyr: „Hvaö mikið kostaði rekstur Sinfóníuhljómsveitar Islands árið 1974 og hvað kom mikið inn fyrir greidda aðgöngumiða. Hvað fékk Sinfóniuhljómsveit- in í greiðslur fyrir hljómlistar- flutning í Ríkisútvarpinu þetta sama ár?“ Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitarinnar, svarar: „Reksturkostnaður Sinfónfu- hljómsveitarinnar árið 1974 nam krónum 84,3 milljónum. Tekjur af greiddum aðgöngu- miðum urðu 4,1 milljón krónur. Hljómsveitin fær ekki sérstak- ar greiðslur frá Ríkisútvarpinu fyrir hljómlistarflutning, þvi Ríkisútvarpið er aðili að Sin- fóníuhljómsveitinni og tekur þátt i rekstrarkostnaði hennar að hluta og greiddi árið 1974 21,9 milljónir króna en auk Rik- isútvarpsins taka ríkissjóður og Reykjavíkurborg þátt í rekst- urskostnaði sveitarinnar. Ríkið greiddi árið 1974 39,6 milljónir en Reykjavikurborg 16,7 millj- ónir. Þá fékk Sinfóníuhljóm- sveitin 2 milljónir í greiðslur fyrir útselda vinnu, s.s fyrir tónlistarflutning í Þjóðleikhús- inu og víðar.“ A EKKI AÐ ENDURSKOÐA UPPHÆÐ BARNALÍFEYRIS FYRR EN ARIÐ 1976? Hulda Björnsdóttir, trabakka 6, Reykjavík spyr: „Ég leyfi mér að varpa fram eftirfarandi spurningi i fram- haldi af spurningu Jóhönnu Kristjánsdóttur í þættinum fyrir skömmu, sem beint var til heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytisins. Er það rétt skilið að ekki eigi að fara fram endur- skoðun á greiðsluupphæðum barnalífeyris fyrr en árið 1976?“ Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri f heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu, svarar: „Upphæð barnalífeyris eins og annarra bóta almannatrygg- inga er ákveðin með lögum og breytist ekki nema með laga- breytingum. Hins vegar er ráð- herra skylt að breyta upphæð- um bóta ef breytingar verða á vikukaupi i almennri verka- mannavinnu og skal þá breyt- ing á bótum fara fram innan sex mánaða. 1 bráðabirgðaákvæðum laga nr. 13/1975 um launajöfnunar- bætur, bætur almannatrygg- inga og verðlagsmál er gert ráð fyrir því að fyrir árslok sé lokið könnun á framfærslukostnaði barna einstæðra foreldra. Bráðabirgðaákvæðin gera ráð fyrir því að það sé höfð hliðsjón af þessari könnun við ákvörðun barnalffeyris. Þar sem ekki er gert ráð fyrir að könnun verði lokið fyrr en um áramót er ekki sennilegt að neinar lagabreytingar sem byggjast á könnuninni komi fram á haustþingi. Hins vegar má vænta þess að gefi könnun- in tilefni til lagabreytinga verði þær bornar fram strax í byrjun næsta árs. Verði hi:is vegar breytingar á vikukaupi í almennri verka- mannavinnu á næstu mánuðum má gera ráð fyrir þvi að bætur almannatrygginga hækki að tm ww ii inM*ir>f >nT wamiieii i tmmtt twktw* sama skapi þvi ráðherra hefur undanfarandi ákveðið þær hækkanir bóta einum mánuði eftir að launahækkanir hafa orðið." AF HVERJU ER EKKI STARFANDI HÉR UMFERÐAR- DÓMSTÓLL? Lára Eðvarðsdóttir, Hlfðarvegi 38, Kópavogi, spyr: „Hvernig stendur á þvi, að hér á landi er ekki starfandi sérstakur umferðardómstóll heldur er það i valdi trygginga- félaganna að ákveða hvort tjón eru bótaskyld eða ekki?“ Ólafur Walter Stefánsson, skrifstofustjóri f dómsmála- ráðuneytinu, svarar: Það, hvort tjón af völdum umferðarslyss sé bótaskylt, er að formi til mál milli tjónvalds og tjónþola. Vátryggingafélög taka síðan að sér uppgjör tjóna í umboði aðila. Agreiningur um bótaskyldu er því í raun eigi einungis ágreiningur tjónþola og válreyggingafélags tjón- valds. Vátryggingafélag tjón- þola og tjónvaldur sjálfur koma þar við sögu. Ef þessir aðilar eru eigi sammála um það eins og hvern annan ágreining manna á milli. Vátrygginga- félög eiga þar eigi síðasta orðið. Dómstólum er ætlað að leysa úr ágreiningi manna. Alkunna er meðferð mála fyrir dómstól- um er oft timaferk, m.a. vegna gagnaöflunar. Áður er leitað er til dómstóla er hins vegar kost- ur annarra úrræða. Ein leið er gerðardómur. Slík leið er oft notuð erlendis í málumervarða sakarskiptingu. Hefur verið á það bent, að æskilegt væri að sú leið væri hagnýtt meir en gert hefur verið, enda má með þeim hætti fljótlega fá niðurstöðu annaðhvort bindandi fyrir aðila eða til leiðbeiningar. Koma mætti á fastri skipan slíks gerð- ardóms, t.d. með samkomulagi vátryggingafélaga og samtaka bifreiðaeigenda. Hins vegar hefur eigi þótt grundvöllur til stofnunar sérstaks umferðar- dómstóls, er starfi við hlið al- mennra dómstóla.“ DALE CARNEGIE NflMSKEIÐIÐ í ræðumennsku og mannlegum samskipt- um er að hefjast. — Námskeiðið mun hjálpa þér að. -Á Öðlast hugrekki og sjálfstraust. h Bæta minni þitt á nöfn, andlit og stað- reyndir. Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfær- ingarkrafti í samræðum og á fundum. Stækka vinahóp þinn, ávinna þérvirðingu og viðurkenningu. Talið er að 85% af velgengni þinni sé komin undir því, hvernig þér tekst að umgangast aðra. Starfa af meiri lífskrafti — heima og á vinnustað. Halda áhyggjum í skefjum og draga úi kvíða. Verða hæfari að taka við meiri ábyrgð án óþarfa spennu og kvíða. Okkar ráðlegging er því: Taktu þátt í Dale Carnegie námskeiðinu. FJÁRFESTING í MENNTUN GEFUR ÞÉR ARÐ ÆVILANGT. Innritun og upplýsingar í síma 8241 1 Stjórnunarskólinn Konráð Adolphsson. I NÝJU HÚSNÆDI AÐ LAUGAVEGI 66 I sama huslvlð hllðlna a verzlun okkar Lótið ekki | happ úr hendi sleppa Otrúlegt vöruúrval á frábærlega góðu verði!!!! Q Terelyne & ullarbuxur í miklu úrvali | j Föt með vesti Pils og kjólar Q Bolir Q] Stakir kvenjakkar []] UFO flauelisbuxur. Nú er hægt að gera reyfarakaup Laugavegi 66, sími 28155

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.