Morgunblaðið - 30.09.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.09.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975 Vestmannaeyjar: Skroppið um borð í síldar- bát í „hlaðvarpanum” Enn er nokkuð eftir af sfld f nótinni Þeir Halli og Dóri skutluðu okkur út að sfldarbátunum á tuðrunni og eins og sjá má eru þeir að vonum ánægðir með aflann á heimleiðinni. - --'4. ... SaKniifMá-úm Rauðseyjan undir Elliðaey, en hún kastaði 6 mflur austan við Bjarnarey. Það er drjúgt rekið þarna. Kokkurinn á Rauðsey með nokkrar vænar síldar. Guðmundur skipstjóri Bergþórsson á miðunum við Eyjar s.l. sunnudag. Vestmannaeyjum s.l. sunnudag. VIÐ urðum áþreifanlega vör við það hér í Eyjum í dag að aftur er farið að veiða síld í nót við Suðurland, en slíkt hefur ekki verið leyft um nokkurra ára skeið. Hér við bæjardyrnar hjá okkur, og reyndar innan við þröskuldinn, voru bátar að veiða síld. Nú verður veitt ákveðið magn og eingöngu í frystingu og salt, en ekki gegndarlaus veiði í bræðslu eins og leyft var fyrir bannið, en flestir eru sammála um að það hafi valdið mikilli ofveiði. Þegar fréttin barst um síldar- báta á milli Eyja, var ekki til setunnar boðið, bát hrundið á flot og keyrt á fullu til móts við síldarbátana, en þá var Rauðs- ey AK að ísa niður kast innan við Elliðaey og skammt frá Bjarnarey var Bjarni Ölafsson einnig að ísa í kassa, því bátarnir voru með það góð köst, 70—100 tonn (700—1000 tunnur) að nauðsyn var að isa um sinn, en halda síðan í land- var eða til hafnar og salta í tunnurnar. Rauðsey var komin með um 100 tonn af allfallegri síld, Hún kastaði 6 milur austan við Bjarnarey kl. 2—3 aðfarar- nótt sunnudags og á sunnudeg- inum voru þeir enn að isa í kassa þar sem þeir lágu undir Elliðaey, en reyndar hafði þá rekið þangað í rólegheitum. Suður af Bjarnarey úti af Stakkabótinni, var Bjarni Ólafsson með 70 tonna kast, en báðir bátarnir ætla að halda vestur með þegar búið er að ísa og salta þá á Ieiðinni. Á Eyja- miðum var Árni Friðriksson að dóla inni á Á1 við leit og mælingar. — Sigurgeir Bjarni Ólafsson úti af Stakka- bótinni. Myndin er tekin frá Heimaey. Texti og myndir: Sigurgeir í Eyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.