Morgunblaðið - 30.09.1975, Síða 5

Morgunblaðið - 30.09.1975, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975 5 Ljósm. Mbl.: Árni Helgason. Frá framkvæmdunum I Stykkishólmi. Frá hafnargerð, gatnafram- kvæmdum og nýbyggingum húsa. Mikið um framkvæmdir í Stykkishólmi í sumar Stykkishólmi 20. sept. NU ER verið að breyta og endur- bæta hafnarbryggjuna í Stykkis- hólmi. Bryggjuhausinn var orðinn mjög lélegur. Var þvf byrjað á að bæta við hann nýrri byggingu og sprengja niður I sjó klettaborg sem þar var fyrir. Sfðan var steypt og loks á að setja rammgerða staura fremst. Við þetta verður talsverð bót á rými við hafskipabryggjuna. Eldri hluti bryggjuhaussins verður ef til vill styrktur eitthvað en fé er ekki fyrir hendi í bili til að gera meira en þetta enda dýr og kostn- aðarsöm framkvæmd. Verkstjóri er Grétar Bjarnason. Þá er verið að gera stórvirki I gatnagerð í kauptúninu. Fyrir nokkrum árum var hluti (mið- hluti) aðalgötunnar í Stykkis- hólmi steyptur. Nú í sumar hefir verið að vinna að því að undirbúa að steypa hluta sitt hvorum megin við það sem fyrir var. Hafa stór- virkar vélar verið að störfum og er nú búið að skipta um jarðveg að meirihluta í þessum áfanga. Hugmyndin er að klára að steypa þann hluta sem veit upp úr bæn- um og eins er verið að útbúa undir steypu neðri hluta götunnar, eða þann hluta sem veit að gamla athafnasvæði bæjarins. Er búið að grafa þann hluta þannig að erfitt er að komast um hann. T.d. varð að fjarlægja kirkjutröppurnar svo nú er ekki hægt í bili að komast að kirkju- dyrunum. Þá er fyrirhugað að setja olfumöl á aðrar götur í bæn- um og hefir um það verið samráð með öðrum kauptúnum sýslunnar og er þetta nú í athugun og ef allt fer eins og hugsað er munu fram- kvæmdir við olíumölina hefjast næsta sumar. Verkstjóri er Högni Bæringsson, Stykkishólmi. Eins og áður hefir verið sagt frá er hestamennska mikil í Hólm- inum og munu menn hér eiga um 50 til 60 hesta. Er þetta orðið hið mesta sport. Vegleg hesthús hafa risið upp fyrir ofan bæinn til fyr- irmyndar aðstandendum. Er oft gaman að sjá gæðingana í hópum tölta um götur með glaðlega knapa. Mikið hefir verið byggt i Hólminum að undanförnu og munu nú um 20 hús vera í bygg- ingu. Einnig er byrjað á nýrri kirkju. — Fréttaritari. Fólki boðið á sinfóníuæfingu ALÞJÓÐARÁÐ tónlistarmanna undir forystu Yehudi Menuhins hefur ákveðið að tileinka mið- vikudaginn 1. október tónlistinni, og verður sá dagur alþjóðlegur tónlistardagur. Af þvi tilefni býður Sinfóníu- hljómsveit Islands þeim, sem áhuga hafa, að sækja æfingu hljómsveitarinnar, sem haldin verður í Háskólabíói 1. október kl. 9.30—12.30. Þar mun Vladimir Ashkenazy æfa 6. Sinfóníu Tsjai- kovskýs. Vid getum audvitad ekki ábyrgzt þér lO í vélritun á vorprófinu. En llkur þess aukast notir þú skólaritvél SKRIFSTOFUVELAR H.F. t- Hverfisgötu 33 ' X Sími 20560 - Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.