Morgunblaðið - 30.09.1975, Síða 26

Morgunblaðið - 30.09.1975, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975 + Bróðir okkar MAGNÚS R. STEFÁNSSON, prentari, Þingholtsstræti 16, andaðist 27. september í Landspitalanum Elín Stefánsdóttir, Ólafur P. Stefánsson. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi GUÐMUNDUR F.E. BREIÐDAL húsgagnasmíðameistari Barmahlíð 40 lézt í Landspítalanum 27. september. María Þórðardóttir, Ásta Breiðdal Birgir Breiðdal, Ragnhildur Smith, Guðmundur, Laufey Ásta, Birgir. + Móðir okkar INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR, Norðurbrún 1, andaðist i Landakotsspitala 26 september Sigrún Sigurðardóttir Jón Sigurðsson Páll Sigurðsson + Hjartkær móðir okkar, SÆBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR, Njálsgötu 87, andaðistá Landspitalanum laugardaginn 27 Fyrir hönd vandamanna september Hermann Ástvaldsson, Halldór Ástvaldsson. + Að kvöldi hins 26 sept andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, HELGA INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Ránargötu 13, Akureyri. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna og barnabarna og systur hinnar látnu Björn Jónsson. Systir mín, MARGRÉT GUÐNADÓTTIR, andaðist á Elliheimilinu Grund 26 september Fyrir hönd vandamanna Kristinn Guðnason. + Hjartkær eiginkona mín og móðir okkar ÞÓRUNN GUÐJÓNSDÓTTIR, Hraunteig 1 7, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. október kl 1.30. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeir, sem vildu minnast hennar, láti líknarstofnanir njóta þess. Guðmundur Elfas B/arnason og börn. + Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi JÓNASJÓNSSON, f.v. kaupmaður sem lézt 25 september verður jarðsunginn frá Fíladelfiukirkju fimmtudaginn 2 október kl. 1 3.30. Þeir, sem vildu minnast hins látna, eru vinsamlegast beðnir að láta Orgelsjóð Fíladelfíukirkju njóta þess Guðrún S. Jónasdóttir, Bergdis R. Jónasdóttir, Ingólfur R. Jónasson, Jóhann M. Jónasson, Sigurður Sigurðsson, Björgvin K. Grímsson, Guðbjörg Bjarnason, Guðm. H. Sigurðsson, Marta Jónsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Margrét Eggertsdóttir, Ásta M. Guðlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Erlendur Sigurðsson skipstjóri — Minning I dag verður til moldar borinn vinur minn og mágur, Erlendur Sigurðsson, en hann lézt 21. sept. sl. eftir stutta sjúkdómslegu, rúm- lega 81 árs að aldri. Erlendur fæddist að Görðum við Skerjafjörð 1. júlí 1894, sonur Sigurðar Jónssonar útvegsbónda þar og fyrri konu hans Ólafar Guðmundsdóttur, og var hið eina barn þeirra er komst úr barn- æsku, en með síðari konu sinni, Guðrúnu Pétursdóttur, átti faðir hans svo 11 börn og eru 8 þeirra enn á lífi, 4 systur og 4 bræður, öll búsett í Reykjavík. Snemma hneigðist hugur Er- lends að sjónum, svo sem hann átti kyn til og var hann aðeins 15 ára er hann fór fyrst til sjós sem háseti. Faðir hans vildi þó ein- dregið koma honum eitthvað til mennta og varð því úr að hann hóf nám í Verzlunarskólanum, þá líklega 17 ára. Ekki gat hann þó unað við námið þar, þvi hugur hans var allur við sjóinn, hætti hann því í Verzlunarskólanum en hóf síðar nám við Sjómanna- skólann, er var hönum betur að skapi, og lauk þaðan skipstjóra- prófi (fiskimanninum) tvitugur að aldri. Síðan hófst sjómannsferill hans á togurunum, en á þeim starfaði hann f samfleytt 34 ár, fyrst sem bátsmaður og stýrimaður en lengst af sem skipstjóri. Naut hann í því starfi álits sem happa- sæll stjórnari, traustur og góður sjómaður og ágætur aflamaður. Þótt Erlendur hætti skipstjórn að mestu árið 1948, hætti hann engan veginn sjómennsku, því hann var á bátum, einkum héðan úr Reykjavík, á línuveiðum, neta- veiðum, trollveiðum og jafnvel handfæraveiðum öðrum þræði allt til ársins 1969, er hann hætti með öllu, enda orðinn 74 ára gamall. 28. mai 1925 kvæntist Erlendur eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Hálfdánardóttur, dóttur Ing- unnar Magnúsdóttur og Hálf- dánar Kristjánssonar er fyrst bjuggu I Borgarfirði eystra, en fluttust siðan til Sauðárkróks. Eignuðust þau Erlendur þrjár dætur, Rögnu f. 1926, Ölöfu f. 1929 og Ester f. 1931. Þær Ragna og Ester eru giftar og búsettar i Bandaríkjunum, en Ölöf býr með börnum sínum hér í Reykjavík, en hún missti mann sinn fyrir nokkrum árum. Óhætt er að segja að vandfúnd- inn hefði verið ástúðlegri og tryggari lífsförunautur en Guðrún hefir reynzt honum í yfir 50 ára hjúskap, en gullbrúðkaup áttu þau síðastliðið vor, enda var ávallt mjög ástúðlegt með þeim hjónum, og þau samhent við uppeldi dætranna og við að fegra og prýða heimili sitt, er ávallt einkenndist af rausnarskap og gestrisni svo að af bar. Hjá þeim var því oft gestkvæmt, enda ættingja- og kunningjahópurinn stór og svo hitt að allir er þeirra heimili kynntust vissu að þar var gott að koma. Erlendur var hæglátur maður dagfarslega, en fastur fyrir og ákveðinn í skoðunum og at- höfnum. Hann var með af- brigðum grandvar maður og mátti ekki vamm sitt vita í neinu, tryggur vinur vina sinna og mjög hjálpsamur. I vinahópi var Erlendur glað- vær og skemmtilegur, enda all- víðlesinn. Hann hafði yndi af góðum bókum og las allmikið, einkum hin síðari ár, sérstaklega voru það ævisögur og margskonar fræðibækur er honum voru hug- leiknar. Reykvíkingur var Erlendur í húð og hár enda bjó hann hér alla sína ævi og var annt um borgina sína. Með Erlendi er horfinn af sjónarsviðinu einn þeirra atorku- manna er með dugnaði sínum og grandvöru líferni lagði hornstein- inn að þeirri velmegun er sú kyn- slóð sem nú er á miðjum aldri, hefir átt við að búa, enda er það gæfa hverrar þjóðar að eiga sem flesta slika syni. Drottinn blessi minningu hans. Konu hans, dætrum og öðrum ástvinum sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur. Guðm. Kristmundsson. Minning: Jón Diðrik Hannes- son, múrari Fæddur 3. janúar 1901 Dáinn 20. september 1975. I dag er til moldar borinn tengdafaðir minn Jón Diðrik Hannesson. Söknuður er jafnan sár, en stundum er dauðinn þakkarefni og svo var nú, því að svo Iengi hafði þessi vinur minn þjáðst. — Það vissi Jón og skildi, því veit ég að hvíldin var honum kærkomin. Kynni mín af Jóni voru náin. Jón var með hæstu mönnum og karlmannlegur á að líta. En þeir, sem kynntust Jóni, fundu fljótt að meira var en ytri glæsileiki, því að beztu mannkostum var Jón bú- inn, hlýr heimilisfaðir og ein- stakur afi. Jón far fæddur í Röðgul á Stokkseyri. Sonur Hannesar Jóns- sonar frá Flókastoðum I Fljóts- hlið og Þorgerðar Diðriksdóttur frá Króki í Hraungerðishreppi. Þau eignuðust stóran barnahóp og var Jón þriðja yngsta barn þeirra hjóna. Móðir hans lézt, er hún fæddi tiunda barn sitt. Var Jón þá 6 ára að aldri. Nokkru eftir Iát móður Jóns leystist heimilið upp og barnahópurinn fékk sama- stað hjá vinum og kunningjum. Jón minntist þess tíma ætíð með trega og för hans úr heimahúsum að Hjálmholti í Hraungerðis- hreppi var í huga hans sú lengsta og erfiðasta, sem hann hafði farið um ævina. I Hjálmholti bjuggu þá hjónin Guðlaug Jónsdóttir frá Neista- stöðum og Guðmundur Jónsson frá Kvoslæk i Fljótshlið. Þar var Jóni fljótt bætt upp sú raun að skilja við foreldrahús, þar sem + Eiginmaður minn og faðir okkar ANDERSBERGESEN verður jarðsettur frá Landakirkju I Vestmannaeyjum í dag þriðjudaginn 30 september kl 2 e.h Sólveig Ólafsdóttir og dætur. þau hjón reyndust Jóni sem beztu foreldrar. Á þvi heimili dvaldi Jón fram yfir fermingu, en fór þá í kaupavinnu og til sjós eins og þá var títt. Árið 1922 kynntist Jón eftirlif- andi konu sinni Jónínu Margréti Jónsdóttur frá Hlemmiskeiði á Skeiðum. Þau gengu í hjónaband það ár. Flytjast síðan til Reykja- víkur. Skömmu síðar kaupa þau sér hús við Óðinsgötu og búa þar, þar til að þau flytjast að Barma- hlíð 52. — Oft heyrði ég Jónínu og Jón rifja upp skemmtilegar minn- ingar frá Óðinsgötunni, því að þar hafði oft verið gestkvæmt. Þar eignast þau börnin fjögur, Þor- gerði, Jón Vilberg, Auði og Jó- hönnu. Afkomendur þeirra hjóna eru nú tuttugu. Eftirlifandi systkini Jóns, sem á lífi eru, eru fjögur alsystkini og tvö hálf- systkini af síðara hjónabandi Hannesar. — Fyrstu ár sín í Reykjavík stundaði Jón sjómennsku á skút- um og togurum. Var ætlun hans að gera það að lifsstarfi sínu, en vegna áfalls, sem hann varð fyrir til sjós, breyttist starfssvið hans. Lærði og stundaði hann eftir það múraraiðn, sem hann vann að og bera mörg hús hér í Reykjavík handbragði hans vitni, en öllum ber saman um, að hann hafi verið vandvirkur og afkastamikill. Jón veiktist skyndilega árið 1949 og varð að hætta störfum. Hafði hann þá nýlokið við að reisa fjölskyldu sinni hús við Barma- hlíð. — I veikindum Jónshefurkona hans Jónína, ávallt reynzt honum einhver sú mestá stoð, sem hugs- ast getur, því að hennar starfs- orka og dugnaður hefur verið ein- stakur, eins og heimili þeirra ber vitni um eftir að fyrirvinnan bregst. Ég mun jafnan minnast tengda- föður míns með hlýhug og þakk- læti og ég er þess fullviss, að svo muni minning hans geymast í huga allra þeirra, sem kynntust honum á lffsleiðinni. Sævar Ilalldórsson. + Maðurinn minn, ÁSGEIR JÓNSSON, járnsmiður, Kópavogsbraut 80, lést í Vífilsstaðaspitala 28. september. Fyrir hönd vandamanna Jóhanna Sigurðardóttir. útiaraskreytlngar blómcvuaf Groðurhúsið v/Sigtun simi 36770

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.