Morgunblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 232. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. London: Enn manntjón 1 sprengingu London 10. okt. Reuter AP. lRSKIK hrydjuverkamenn eru taldir bera ábyrgð á sprenging- unni sem varð f West End f Lond- on sl. nótt, en þar lét einn maður Frelimo- flokkur réðst inn í Ródesíu HERFLOKKAR frá Mósambik réðust í kvöld inn í Ródesiu og sló f brýnu milli þeirra og öryggis- varða frá Ródesíu, að þvi er sagði í opinberri tilkynningu frá Salis- bury f kvöld. Einn hvftur, óbreytt- ur borgari beið bana og annar særðist og einn innrásarmanna mun hafa látið lffið og tveir særzt. Þetta gerðist í Vumbafjallahéruð- um í austurhluta Iandsins. Talið er að innrásarflokkurinn hafi verið úr Frelimosamtökunum, sem er ráðandi afl í Mosambik eftir að það fékk sjálfstæði. Eftir fréttum að dæma virðist herflokkurinn hafa hörfað braut eftir nokkur átök. a Iffið og 20 slösuðust. Sprengjunni hafði verið komið fyrir við inn- gang að neðanjarðarlest og var hún gífurlega öflug og þeyttust málmhlutar og glerbrot langar leiðir. Gffurleg skelfing greip um sig meðal vegfarenda, sem reyndu að forða sér hver sem betur gat. Talsmaður lögreglunnar sagði í dag að flest benti til að sömu aðilar stæðu að þessu hryðjuverki og þeim sem framin hafa verið á svipaðan máta víða i London upp á siðkastið. Er talið að klofnings- hópur innan IRA, sem hefur hafnað vopnahléinu, standi að baki allra tilræðanna. Vopnahléið hefur staðið í átta mánuði, en það hefur verið mjög ótryggt og f gær lézt hermaður er sprengja sprakk þar sem hann var á eftirlitsferð. AP-símamynd LOKSINS FÉKKST HÍJN — Þetta er myndin af Nóbelshafanum Andrei Sakharov, sem boðuð var í fyrrakvöld, eftir að Sakharov hafði verið tilkynnt um verðlaunin. Hann sést hér glaður i bragði í hópi fréttamanna. Síðar kom i ljós, að bann var lagt á myndir af Sakharov og voru engar myndir sendar af honum til útlanda fyrr en í gær. TASS lætur í sér heyra: „Gegn lögmáli friðar að veita and- stæðingi eigin þjóðar verðlaun Moskva, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn 10. okt. Reuter. AP ir TASS-fréttastofan sovézka fordæmdi f dag Nóbelsverðlauna- Yfirlýsing Sakharovs: „Vona þetta verði föngum til góðs ” HÉR FER á eftir lausleg þýð- ing á yfirlýsingu dr. Andrei Sakharovs eftir að honum voru veitt friðarverðlaun Nóbels. Ég vona, að þetta verði póli- tískum föngum i landi okkar til góðs. Ég vona, að þetta styrki baráttuna fyrir mannréttind- um, sem ég tók þátt í. Ég tel, að þessi veiting sé ekki aðeins virðingarvottur við mig og það sem ég hef gert, heldur alla þá sem berjast fyrir mannréttind- um, útgáfufrelsi, frelsi til að hafa eigin sannfæringu og sér- staklega þá, sem hafa orðið að færa miklar fórnir eins og Framhaid á bls. 31 hafann Andrei Sakharov og sagði að hann væri „andstæðingur sinnar eigin þjóðar“ og sú ákvörð- un að veita honum friðarverðlaun Nóbels hlyti að brjóta gegn iög- málum friðarins. Sá dómadags- gauragangur sem fréttamiðlar „borgarapressunnar“ hefðu f frammi vegna veitingarinnar sýndi greinilega andsovézkan hug. if Andrei Sakharov sagði aðspurður við fréttamenn í dag að hann hefði ekki fengið formlega tilkynningu Nóbelsnefndarinnar í hendur. Hann kvaðst mundu sækja um leyfi til að fara og taka á móti verðlaununum, en liti hann raunhæft á málið fengi hann ekki séð að slfkt leyfi yrði veitt. Sakharov sagði er hann var spurður álits á ummælum Tass að „hann harmaðu þau, en ég hlaut að búast við þeim. Þetta er fráleit afstaða og viðbrögðin órökrétt. Ég Carreiro, formaður alþýðudemókrata: Costa Gomes víki sem yfir- maður herafla Portúgals Lissabon 10. okt. Reuter. CARREIRO, forystumaður al- þýðudemókrata í Portúgal, en_ þeir eiga aðild að rfkisstjórn landsins, hvatti f dag forsetann Costa Gomes til að láta af starfi sem yfirmaður alls herafla lands- ins. Hann sagði að það gæti orðið til að hjálpa ríkisstjórninni að fryggja sig f sessi. Carreiro hélt blaðamannafund f dag, þar sem hann lagði áherzlu á hið alvarlega ástand sem rfkti í landinu. Hann sagði að sú hætta væri fyrir hendi að agaleysið innan hersins gæti fellt stjórnina úr sessi og við myndi þá blasa borgarastyrjöld. Stuðningsmenn PPD, alþýðu- demókrata, voru skotnir fyrir tveimur dögum á mótmælafundi úti fyrir hermannabækistöð i Oporto. Þar hafa hreiðrað um sig hermenn sem eru hlynntir komm- únistum og hafa haft sig-mjög i frammi eins og fram hefur komið í fréttum. Um svipað leyti og Carreiro sagði að hyggilegra væri fyrir Costa Gomes að láta af starfi, þar sem hann væri einnig forseti, var haldinn fundur hjá æðsta bylting- arráðinu til að ræða ráðstafanir til úrbóta vegna upplausnar- ástandsins sem er innan hersins. Carreiro sagði að hann liti svo á — og fleiri væru þeirrar skoðunar — að Costa Gomes væri snjallari stjórnmálamaður en herforingi. Framhald á bls. 31 Harma þessi ummæli, en við þeim var að bú- ast, segir Sakharov er hryggur yfir þessum ummæl- um, þar sem ég lít svo á að verð- launin hafi ekki verið veitt mér fyrir andsovézkan áróður.“’ Sakharov sagði við fréttamann að skoðanir hans og sovézkra stjórnvalda færu ekki oft saman en hann hefði staðið i þeirri trú að „detente“ þýddi einfaldlega að stjórnir viðurkenndu og sættu sig við þann möguleika að mismun- ■andi sjónarmið væru til. Á heimili Sakharovs i dag komu meðal annars fulltrúar norska sendiherrans i Moskvu og skýrðu þeir Sakharov frá þvi að sendiráð- ið byði fram aðstoð varðandi för til Óslóar að taka við verðlaunun- um í desembermánuði. Verðlaunaveitingunni hefur yfirleitt verið fagnað mjög ein- dregið, nema í blöðum í Svíþjóð og sömuleiðis var hún gagnrýnd i malgagni italska kommúnista- flokksins. Sænsk blöð virðast sér- staklega einróma í því að gagn- rýna úthlutun verðlaunanna. í Danmörku og Noregi og víða í Evrópu, svo og í Bandaríkjunum hafa viðbrögð öll verið á eina lund og mjög jákvæð. Frá Austur Evrópu hafði ekki frétzt af við- brögðum í kvöld. „Ruddaleg hentistefna“ — viðbrögð Dagens Nyheter Dagens Nyheter i Svíþjóð ásakar norsku Nóbelsnefndina um að sýna „ruddalega hehti- stefnu“ og bætir við: „Það er varla heiður nú að verða friðar- verðlaunahafi Nóbels. Það kemur einkennilega fyrir sjónir að maður, sem er kallaður faðir sovézku vetnissprengjunnar og hefur borið ábyrgð á vígbúnaðar- kapphlaupi, skuli vera valinn til að fá friðarverðlaunin. Og Svenska dagbladet segir: „Alfred Nobel hlýtur vissulega að hafa trúað þvi að verðlaunin rynnu til manna, sem berjast fyrir friði milli landa og frá þvi sjónarhorni séð er veitingin í ár gersamlega óskiljanieg". Aftonbladet segir að ógerningur sé lengur að taka verðlaunaveitinguna alvarlega, eftir að Henry Kissinger utan- Framhald á bls. 31 Hittast Karpov og Fischer 20. októher? Belgrad 10 okt. Reuter HEIMSMEISTARINN I skák, Anatoli Karpov, og Bobby Fischer munu ef til viil hittast til einkaviðræðna I Júgóslavfu f þessum mánuði, að þvf er áreiðanlegar heimildir f Belgrad hermdu í kvöld. Stór- meistararnir eru sagðir ætla að hittast f Sarajevo þann 20. október f til- efni útgáfu bókar um Fischer. Bókin er sú fvrsta af tóif bókum, sem á að gefa út um mestu skákmeistara sög- unnar. Höfundur er Dimitrie Bijelica. Hefur bókin inni að halda 130 skákir sem Fischer hefur teflt og með lýsingum ýmissa stórmeistara. Karpov hefur fallizt á að koma til Sarajevo þann 20. október en Fischer er að íhuga boðið, en haft er fyrir satt að hann sé heldur jákvæður eftir að honum var tjáð að Karpov hefði mikinn áhuga á að þeir hittust og ræddu saman undir f jögur augu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.