Morgunblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTOBER 1975
Séra Jónas Gíslason lektor:
Leitið furst ríkis Guðs...
Matt. 6:25—34.
„Þér getið ekki þjónað Guði og
mammon. Þessvegna segi ég
yður: Verið ekki áhyggjufullir
um líf yðar, hvað þér eigið að eta
hvað þér eigið að drekka, ekki
heldur um líkama yðar, hverju
þér eigið að klæðast. Er ekki lífið
meira en fæðan og líkaminn
meira en klæðnaðurinn? Lítið tii
fugia himinsins, þeir sá ekki né
uppskera og þeir safna ekki held-
ur í hlöður og yðar himneski faðir
fæðir þá; eruð þér ekki miklu
fremri en þeir? En hver af yður
getur með áhyggjum aukið einni
alin við hæð sína? Og hví eruð
þér áhyggjufullir um klæðnað?
Gefið gaum að liljum vallarins,
hversu þær vaxa; þær vinna ekki
og þær spinna ekki heldur, en ég
segi yður, að jafnvel Salómon í
allri sinni dýrð var ekki búinn
sem ein þeirra. Fyrst Guð nú
skrýðir svo gras vailarins, sem í
dag stenduren á morgun verður í
ofn kastað, skyldi hann þá ekki
miklu fremur klæða yður, þér
lítiltrúaðir? Segið þvi ekki
áhyggjufullir: Hvað eigum við að
eta?'eða: Hverju eigum við að
klæðast? Því að eftir öllu. þessu
sækjast heiðingjarnir, og ykkar
himneski faðir veit, að þér þarfn-
ist alls þessa. En leitið fyrst rfkis
hans og réttlætis, og þá mun allt
þetta veitast yður að auki“.
Setning Alþingis — Matt.
6:25—34 — Dómkirkjan 101075
Leitið fyrst rfkis Guðs...
I
Ætli Jesús Kristur hefði þótt
heppilegur frambjóðandi til al-
þingiskosninga eða líklegur til
þess að safna að sér fjöldafylgi, ef
hann hefði lifað á okkar dögum?
1 rauninni virðist eins og hann
hafi oft endaveltu á venjulegri
speki og hyggindum okkar í boð-
skap sínum. Við Ieggjum flest
höfuðkapp á að leita fyrst alls
þessa annars, sem hann nefnir
svo. Við leitum veraldlegrar vel-
gengni og öryggis um daglega af-
komu. Sá virðist raunar oft
megintilgangur í lífi fjölda
margra. Og þá fyrst er þessu
marki er náð, ef því verður þá
nokkurn tíma náð, að fullu að
eigin mati okkar, þá gefa sumir
sér tíma til þess að staldra við og
renna huganum til Guðs og ríkis
hans, — hyggja að því, sem Guðs
er.
Mikill hluti af starfskröftum
okkar nútímamanna fer f að afla
okkur þeirra lífsþæginda og Iífs-
gæða, sem við teljum óhjákvæmi-
leg, ef við eigum að teljast lifa
menningarlífi við upphaf seinasta
aldarfjórðungs tuttugustu aldar-
innar. Og ætli við þekkjum ekki
öll, að til þess getur þurft æði
margar islenzkar krónur?
Skyldi vera fjarri sanni að
álykta, að áhyggjur Ieiki marga af
kynslóð okkar grátt? Ætli þeir
séu margir okkar á meðal, komnir
til vits og ára, sem engar áhyggjur
þékkja? Ég held tæplega, og
áreiðanlega er fáa slíka að finna í
hópi þeirra, sem valdir hafa verið
til þess að stjórna landi og lýð og
reyna að finna viðunandi lausn á
vandamálum líðandi stundar. Les-'
um við ekki daglega eða heyrum
og sjáum í fréttum minnzt á ein-
hver vandamál, sem við er að
glíma? Einn daginn er þessi
sjóðurinn fjárvana og getur ekki
lengur staðið við skuldbindingar
sínar. Næsta dag er sagt frá ein-
hverju fyrirtæki, sem berst í
bökkum sökum skorts á rekstrar-
fé. Og þannig má lengi telja
áfram.
Svo rísum við öll upp og gjörum
kröfur til Alþingis og ríkisstjórn-
ar um, að lausn sé fundin á
þessum vanda. Og oft virðist svo
sem furðu margir eigi einfalda
lausn á vandanum, a.m.k. að eigin
mati, þótt erfiðlega gangi að sann-
færa aðra um gildi hennar. Og ég
get ekki varizt þeirri tilfinningu,
að flestar lausnir okkar mann-
anna á vandamálunum séu grund-
vallaðar á þvf, að kröfum sé beint
til einhverra annarra en okkar
sjálfra. Eða heyrum við getið um
lausnir á vandamálum, sem
byggjast á þvf, að einstaklingar
eða hópar gangi fram og segi:
Lausnin er fólgin í þvf að ég eða
við drögum úr kröfum og göngum
þannig á undan með góðu eftir-
dæmi? Enda býst ég hreinskilnis-
lega við því, að fæstir hafi mikla
trú á, að aðrir kæmu á eftir, því
miður. Ætli við séum ekki öll því
marki brennd, að okkur finnst við
sjálf hafa úr of litlu að spila og
þess vegna eigi einhverjir aðrir
að koma til aö axla þyngstu byrð-
arnar?
Það er einföld staðreynd
mannslegs lífs, að við gjörum
meiri kröfur til annarra en okkar
sjálfra. Hitt er jafneinföld stað-
reynd, að við getum ekki sjálf
uppfyllt þær kröfur, sem við gjör-
um til annarra manna.
Hér er það, sem Kristur kemur
inn í myndina með boðskap sinn.
Hann bendir á veiluna i lifi
okkar, — eigingirni okkar og
sjálfselsku. Hann vill fá okkur til
þess að hætta að horfa aðeins á
aðra með gagnrýnum augum til
þess að reyna að finna flísina í
auga þeirra en Ifta þess í stað f
eigin barm, gjöra kröfur til okkar
sjálfra, — dæma okkur sjálf.
Kristur kom til þess að opinbera
okkur kærleika þess Guðs, sem í
árdaga skapaði manninn á þessari
jörðu til samfélags við sig. Það
samfélag skyldi vera kærleiks-
samfélag, grundvallað á frjálsu
vali mannsins sjálfs. Þar gat
aldrei verið um nauðung eða vald-
beitingu að ræða þvf að enginn
getur neytt annan til kærleika, —
f hæsta lagi til hlýðni eða undir-
gefni. Kærleikur grundvallast -á
frjálsu andsvari þess, sem elskað-
ur er. Þetta þekkjum við mæta
vel úr mannlegu lífi.
Hér gildir sama um Guð. Þegar
maðurinn í öndverðu notaði frelsi
sitt til þess að snúa baki við Guði
og setja sjálfan sig í hans stað, átti
Guð enga aðra færa leið en þá að
auðsýna enn meiri kærleika, ef
vera mætti, að það gæti skapað
kærleika í mannlegum hjörtum.
Þessa leið fór hann, er hann sendi
eingetinn son sinn Jesúm Krist
inn f heim okkar manna. Kristur
opinberaði okkur kærleika Guðs,
Kristur er sjálfur kærleikur hans.
Hann nam burt allt það er
hindraði okkur í að eignast sam-
félag við Guð. Hann gaf líf sitt,
svo að við mættum lifa, — um alla
eilífð.
„Leitið fyrst ríkis hans og rétt-
Iætis...“
Þetta er hið mikilvægasta að
mati Krists. Þetta er grundvöllur
mannlegrar tilveru á þessari
jörðu. Ef maðurinn eignast sam-
félag við Guð, getur hann eignast
allt hið annað að auki.
Og þetta er ofureðlilegt að dómi
kristinnar trúar. Guðssamfélagið
er tilgangur mannlegrar tilveru,
og maðurinn nær aldrei tilgangi
lífs síns, fyrr en hann hefur
eignazt þetta samfélag við
skapara sinn og frelsara. Ekkert
annað getur komið þar í staðinn.
Og að sama mati missir raunveru-
lega marks líf þess manns, sem
ekki eignast þetta samfélag. Hann
getur hlotið auð og völd, en þau
endast honum aðeins í hinu jarð-
neska lífi. Þegar upp er staðið að
lokum, rennur fyrir okkur sú
staðreynd, ef ekki fyrr, að framm!
fyrir alvöru lífs og dauða verður
verðhrun á þeim gæðum sem möl-
ur og ryð fá grandað. Þá gilda þau
verðmæti ein, sem fá staðizt dóm
Guðs.
„Hvað stoðar það manninn, þótt
hann eignist allan heiminn, ef
hann bfður tjó á sálu sinni?“
Er sanngildi þessara orða ekki
margstaðfest með mannlegri
reynslu? Sjáum við ekki mörg
dæmi þess, að gnægð veraldlegra
gæða megnar engan veginn að
tryggja lífshamingju eða lífsfyll-
ingu? Lífshamingja og lífsfylling
er ekki fólgin í hinum veraldlega
finnum við aðeins í kærleikssam-
félaginu við Guð. Þess vegna
rfður á fyrir okkur að leita guðs-
rfkisins, — leita þess fyrst, sem
Guðs er.
Það er ekki Kristur, sem hefur
endaskipti á staðreyndum mann-
legs lífs. Það erum við mennirnir,
sem höfum haft endaskipti á
þeim. Sú hætta liggur við dyrnar,
að við gleymum hinum gilda
grundvelli mannlegrar tilveru,—
Guði sjálfum. Og hættan virðist
oft því meiri, sem við búum við
meiri veraldleg gæði. Fasteignin
okkar, bfllinn, góð staða og trygg
fjárhagsafkoma virðast undarlega
oft draga úr vitundinni um þörf
okkar á að leita guðsrfkisins. Okk-
ur finnst við geta séð um okkur
sjálf, meðan allt leikur í lyndi.
Það er oft, að við áttum okkur
ekki á þessu, fyrr en við stöndum
frammi fyrir þeirri nöturlegu
Predikun flutt í Dómkirkjunni
fyrir þingsetningu í gær
auði. Þar þarf annað og meira að
komatil.
Nú má enginn misskilja orð mín
svo, að ég telji veraldleg gæði ill í
sjálfu sér eða öflun þeirra ranga,
ef hún fer fram á heiðarlegan
hátt. Auðvitað getur enginn
maður Iifað án þeirra f ein-
hverjum mæli. öll hljótum við að
keppa eftir því að geta uppfyllt
eðlilegar þarfir fjölskyldu okkar
og ástvina. Það reynist aðeins svo
erfitt að verða sammála um, hvað
séu eðlilegar þarfir.
En við megum aldrei gleyma
þeirri mikilvægu staðreynd sem
Kristur leggur áherzlu á í boð-
skap sínum, að tilgangur mann-
legrar tilveru er annar og meiri
en aðeins öflun slíkra gæða. Við
megum aldrei grundvalla líf
okkar á þeim einum. Tilganginn
staðreynd, að allt eru þetta aðeins
fallvaltir hlutir, sem geta brugð-
izt, þegar minnst vonum varir.
Þetta þekkjum við íslendingar
mæta vel í okkar harðbýla landi,
þar sem þjóðin hefur um margra
alda skeið háð harða baráttu við
náttúruhamfarir.
Hvað fær þá staðizt? Hvað fær
veitt öryggi, sem varir út yfir gröf
og dauða? Hver eru hin andlegu
verðmæti, sem ein fá staðizt um
alla eilífð?
Hér mætum við enn boðskap
Krists. Hann bendir út fyrir og
upp yfir okkur sjálf, — upp til
Guðs.
Nú heyri ég einhvern hugsa:
Þetta er óraunhæfur boðskapur,
sem festir aðeins augu á himnin-
um, en gleymir jarðneskum þörf-
um okkar í daglega lífinu.
Það er ekki rétt, þótt svo kunni
Aka Jakobssonar, fyrrv.
ráðherra, minnzt á Alþingi
GUÐLAUGUR Gíslason,
aldursforseti Alþingis,
minntist Áka heitins Jakobs-
sonar, fyrrverandi ráðherra og
þingmanns Siglfirðinga, við
þingsetningu í gær með eftir-
farandi orðum:
Aður en þingstörf hefjast vil
ég minnast látins, fyrrverandi
alþingismanns.
Áki Jakobsson lögfræðingur,
fyrrum alþingismaður og ráð-
herra, varð bráðkvaddur hér f
Reykjavík 11. sept. síðast lið-
inn, 64 ára að aldri.
Áki Jakobsson var fæddur í
Húsavík við Skjálfanda 1. júli
1911. Foreldrar hans voru Jón
Ármann kaupmaður þar, síð-
ar bókhaldari í Reykjavík, Jak-
obsson kaupstjóra i Húsavík
Hálfdánarsonar og kona hans,
Valgerður Pétursdóttir útvegs-
bónda í Ánanaustum í Reykja-
vík Gíslasonar. Árið 1913 flutt-
ist hann með foreldrum sínum
vestur um haf og átti heima i
Winnipeg til 9 ára aldurs, en á
árinu 1920 fluttist fjölskyldan
búferlum til Reykjavíkur.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1931 og lögfræðiprófi frá Há-
skóla íslands 1937. Að námi
loknu var hann bæjarstjóri í
Siglufirði á árunum 1938—
1942. Árið 1942 fluttist hann
öðru sinni til Reykjavíkur og
rak hér siðan lögfræðiskrif-
stofu til dánardægurs. Héraðs-
dómslögmaður varð hann árið
1944 og hæstaréttarlögmaður
1957. Hann var landskjörinn al-
þingismaður frá vori til hausts
1942 og síðan alþingismaður
Siglfirðinga 1942—1953 og
1956—1959, sat á 16 þingum
alls. Atvinnumálaráðherra var
hann frá 21. október 1944 til 4.
febrúar 1947. Árið 1942 tók
hann sæti í milliþinganefnd í
stjórnarskrármálinu, var kos-
inn 1943 í milliþinganefnd i
sjávarútvegsmálum og skipað-
ur sama ár í nefnd til að at-
huga, hvernig mætti veita
kaupstöðum, kauptúnum og
sjávarþorpum eignar- eða um-
ráðarétt yfir nauðsynlegum
Iöndum og lóðum með sann-
gjörnum kjörum, og samdi
nefndin frumvarp til laga um
ræktunarlönd og byggingarlóð-
ir i kaupstöðum og kauptúnum.
í síldarútvegsnefnd átti hann
sæti 1944—1946 og í stjórn
byggingarsjóðs kaupstaða og
kauptúna 1950—1953.
Áki Jakobsson hneigðist ung-
ur að aldri að róttækum stjórn-
málaskoðunum. Hann tók þeg-
ar á skólaárum sínum þátt í
Islenzkri stjórnmálabaráttu af
lífi og sál. Hann varð athafna-
samur bæjarstjóri í Siglufirði
að loknu háskólanámi og naut
kjörfylgis bæjarbúa til setu á
Alþingi á annan áratug. Flokks-
bræður hans völdu hann ungan
að aldri til setu i rikisstjórn.
Hann var atvinnumálaráðherra
í nýsköpunarstjórninni á tím-
um mikilla framkvæmda í at-
vinnumálum á vegum ríkisins.
Eftir að ráðherradómi lauk
sinnti hann lögfræðistörfum
ásamt þingmennsku og fékkst
um skeið dálitið við rekstur út-
gerðar og fiskvinnslu.
Áki Jakobsson var einarður
og fylginn sér í baráttu fyrir
e.t.v. að virðast við fljóta sýn. Þótt
Kristur minni okkur á þá grund-
vallarstaðreynd, sem aldrei má
gleymast, að samfélagið við Guð
komi fyrst og sé grundvöllur alls
annars í mannlegu lifi,fer þvi viðs
fjarri, að hann gleymi þörfum
daglega lífsins eða gjöri lítið úr
þeim. Gleymum aldrei, hver hef-
ur lagt grundvöllinn að jafnrétti
og bræðralagi allra manna. Öll
sönn manngildishugsjón á rætur I
kenningum Krists. Hann lagði
áherzlu á skyldur okkar við hinn
minnsta meðbróður, sem aldrei
mega gleymast. Hann lagði
áherzlu á, að trú okkar verði að
bera sér vitni i lifi okkar og
breytni. Æðsta boðorðíð er hið
tviþætta kærleiksboðorð um kær-
leikann til Guðs og kærleikann til
náungans. Kærleikurinn til Guðs
kemur fyrst, því að hann er
grundvöllurinn, en hann hlýtur
að fæða af sér kærleika til náung-
ans, kærleika, sem kemur fram f
verki. Annars er játningin aðeins
varajátning og trúin dauð.
II
Þetta eru nokkrar þeirra
hugsana, sem vöknuðu hjá mér,
er ég hugsaði til þessarar stundar
í húsi Drottins í dag, er við kom-
um hér saman í tilefni þess, að nú
skal setja Alþingi Islendinga.
Setning Alþingis hefst jafnan með
slíkri helgistund. Það er eitt með
öðru til marks um hið nána sam-
band ríkis og kirkju í landinu
okkar. Sú samvinna er ekki ný af
nálinni. Hún hefur einkennt ís-
lenzka sögu að meira eða minna
leyti allt frá kristnitöku.
Eflaust munu þeir menn vera
til, sem spyrja bæði sjálfa sig og
aðra, hvert sé gildi þess að halda
við þessum gamla sið. Mér finnst
fara vel á þvf, að Alþingi hefji
störf með helgri stund í húsi
Drottins, þar sem minnst sé á
meginsannindi kristinnar trúar,
sem verið hefur athvarf og styrk-
ur fslenzkrar þjóðar um aldir, og
þar beðið fyrir störfum Alþingis,
að þau megi leiða til heilla fyrir
land og þjóð. I vandasömu og oft
vanþakklátu starfi er hollt að
Iyfta huganum upp til Guðs, sem
er gjafarinn allra góðra hluta.
Alþingismenn.
Mikil ábyrgð er lögð ykkur á
Framhald á bls. 31
Áki Jakobsson, fyrrv. ráðherra
og þingmaður Siglfirðinga.
stefnumálum sinum, snjall og
áhrifamikill málafylgjumaður
og ötull forvígismaður á þvi
sviði stjórnmála, þar sem hann
haslaði sér völl. Á ráðherraár-
Um hans féll í hans hlut að hafa
forstöðu um miklar fram-
kvæmdir til eflingar atvinnu-
vegum landsmanna, og gekk
hann að þvi starfi með miklum
dugnaði og stórhug. Ekki fór
hann ætíð troðnar slóðir I
stjórnmálum, og stóðu oft harð-
ar deilur um orð hans og at-
hafnir. Hann var harðskeyttur
og rökfastur i málfærslu sinni á
sviði stjórnmála og í réttarsöl-
um, víðlesinn og margfróður i
ýmsum greinum. Um skeið
kvað mikið að honum á vett-
vangi þjóðmálanna, en ýmis at-
vik og aðstæður urðu til þess,
að hann hvarf af Alþingi á góð-
um starfsaldri.
Ég vil biðja þingheim að
minnast Áka Jakobssonar með
þvi að rísa úr sætum.