Morgunblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTOBER 1975
19
Afmœliskveðja:
Guðrún Sigvaldadóttir
Mosfetii —
Systurkveðja
Þótt nú séu liðin fimmtán ár
siðan ég varð hálfgerður hraun-
búi hér syðra hvarflar þó hugur-
inn oft norður um heiðar og upp
rifjast minningar löngu liðinna
ára.
Nú á þessu hausti hafa minn-
ingarnar verið áleitnari en stund-
um áður og þá stefnir hugurinn
að Mosfelli, blómlegu býli í vest-
anverðum Svínadal í Húnaþingi.
Þar hafa um hálfrar aldar skeið
búið heiðurshjónin Guðrún Sig-
valdadóttir og Július Jónsson frá
Brekku í Þingi.
Það var fyrir fjörutiu og fimm
árum að ég kom þar fyrst, þá var
systir mín nýlega orðin húsfreyja
þar. Reisn býlisins var ekki mikil.
Jörðin var illa hýst og túnskækill-
inn mjög lítill. En ungu hjónin
voru framgjörn og stórhuga og
hófust strax handa um ræktun og
uppbyggingu og nú er Mosfell
orðið eitt af bezt setnu býlum í
héraðinu. Hvorugt hjónanna hef-
ur heldur sparað sinn vinnudag
ellegar metið verkalaun í krónum
að kveldi hvers dags. Lífsánægja
þeirra hefur verið að hlynna að
lífgrösum vallarins og breyta
gráum karga í græna teiga.
Þau hjón hafa ekki átt börn
saman en tekið að sér þrjú fóstur-
börn og umvafið þau fullkomn-
ustu foreldraástúð, enda þetta
Sjötug
barnauppeldi fært þeim mikla
gleði.
Meðan börnin mín voru á upp-
vaxtarárum áttum við öll
fjölskyldan yndislegt athvarf á
Mosfelli margt sumar og reyndar
hvenær sem við þurftum á að
halda.
Guðrún og Júlíus hafa búið
saman í hjónabandi 51 ár. Það er
farið að halla á ævidaginn en
glaðværð þeirra og gestrisni er
enn i engu áfátt.
Það er siðbúin afmæliskveðjan
til þin systir min, en lífsreynsla
sjötiu ára hefur án efa kennt þér
það, að í önn hversdagsins verða
stundum lykkjuföll, svo að seinna
gengur en til er ætlast.
Ósk mín á þessum tímamótum
ævi þinnar er sú, að hinn góði
andi, sem fylgt hefur heimili þínu
verði I framtíðinni i fylgd með
börnum ykkar og barnabörnum.
Það hefur verið bjart yfir
æviskeiði ykkar. Nú gengur sól til
vesturs, ylgeislar hennar leika
um hvítar hærur.
En úr brosandi barnsaugum
skin við ykkur morgunbjarmi
framtíðarinnar á Mosfelii.
Ólína.
ŒjJricícwsa^lúMfuri na
Dansað \r
Félagsheimili HREYFILS
i kvöld kl. 9—2. (gengið inn frá Grensásvegi.)
Fjórir félagar leika
Aðgöngumiðar i sima 85520 eftir kl. 8.
■o Diskó — Restaurant — Diskó — Restaurant — 3>
SESAR tA Q> c !
Rest ErSendur Magnússon !
í velur lögin í kvöid o í-'
'O Opið alla daga frá kl. 8 e.h. nema miðvikudaga. o
Q Gestir athugið: Snyrtilegur klæðnaður. 1 X í ■
Rest — Diskó — Rest -— Diskó — Rest — Diskó — Rest
Guðrún Á. Simonar
skemmtir í kvöld.
Dixelandhljómsveit
Árna ísleifs
sér-um fjörið til kl. 2.
Munið okkar Ijúffenga
kalda borð i hádegi.
HÓTEL BORG
co
<
o
o
-J
o
>
I
(!)
<
O
O
JUDAS - HVOLL - JUDAS
Júdas
að
Hvoll
í kvöld
Sætaferðir frá B.S.Í.
Munið nafnskírteini
HVOLL - JÚDAS - HVOLL
- JÚDAS — HVOLL - JÚDAS - HVOLL — JÚDAS
X
<
O
r
c.
O
ö
>
(!)
X
<
o
r
r
VIÐ BYGGJUM LEIKHÚSI
SIÖASTA SYIMING vegna þess að
BESSI BJARNASÓN er á förum til útlanda
SIÐASTA SYNING
Skemmtið ykkur og hjálpið okkur að byggja leikhús.
Miðnætursýning Austurbæjarbíói
í kvöld kl. 23.30
Aðgöngumiðasalan í Austurbæjarbíói er opin
frá kl. 1 6.00 í dag. Sími 11 384.
VIÐ BYGGJUM LEIKHUS