Morgunblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 32
,\u<;lYsin<;asíminn er: 22480 jRl#r0iml)tní)iíi LAUGARDAGUR 11. OKTÓRER 1975 AUÍÍLYSINÍÍASÍMINN ER: 22480 JtlorflunWníiií) Alþingi: 97. Iöggjafar- jxngíð sett í gær ALÞINGI Islendinga, 97. lög- gjafarþing, var sett f gær. Athöfn- -fcin hófst með guðsþjónustu f Dóm- kirkjunni kl. 1,30 eftir hádegi, að viðstöddum forseta lýðveldisins, herra Kristjáni Eldjárn. Séra Jónas Gfslason, lektor, predikaði. Ræða hans er birt á öðrum stað í blaðinu f dag. Að lokinni guðsþjónustu gengu forseti og alþingismenn til Al- þingis. Forsetinn las forsetabréf um þingsetningu og kvaðst mæla fyrir fjölda manna, um allt land, er hann árnaði þingi og ríkis- stjórn giftu og farsældar í störf- um. Aldursforseti, Guðlaugur Gísla- son, minntist Áka heitins Jakobs- sonar, fyrrverandi ráðherra og þingmanns Siglfirðinga, sem lézt nýverið í Reykjavík. Minningar- orð aldursforseta um Áka Jakobs- son eru birt á öðrum stað hér f blaðinu í dag. Þrír varaþingmenn mættu til þings: Geirþrúður H. Bernhöft, Ölafur Þórðarson og Vilborg Harðardóttir. Tvö hin fyrst töldu sátu sem varamenn hluta úr síðasta þingi. Vilborg Harðar- dóttir hefur ekki átt sæti á Al- þingi fyrr. Kjörbréf hennar hlaut meðmæli kjörbréfanefndar og var staðfest af sameinuðu þingi. Sædýrasafnið fær þrjá þvottabirni (Ljósmynd Sv. Þorm.) Gengið frá Dómkirkju til Alþingis. Fremstir ganga forseti lsiands, Kristján Eldjárn, og séra Jónas Gíslason, lektor. Slðan forsetafrú, Halldóra Eldjárn, og forsætisráðherra, Geir Hallgrfmsson. Þeim að baki, talið frá hægri: Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra, Asgeir Bjarnason, forseti sameinaðs þings, Gunnar Thoroddsen, félagsmálaráðherra, Halldór E. Sigurðsson, samgönguráðherra, Vilhjálm- ur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, Matthfas A. Mathiesen, fjármálaráðherra, Matthfas Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, og Albert Guðmundsson, al- þingismaður. Nýtt fiskverð ákveðið í gærkvöldi; 10% hækkun stórþorsks en sumar tegundir lækka Hækkunin þýðir 40—50 milljón kr útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð SÆDÝRASAFNIÐ í Hafnarfirði hefur fyrir nokkru fest kaup á þremur þvottabjörnum hjá dýra- garðinum f Kaupmannahöfn. Kostuðu þeir 16—18 þúsund fs- lenzkar krónur stykkið. Að sögn Jóns Gunnarssonar forstöðu- inanns safnsins er beðið eftir inn- flutningsleyfi. Var Jón bjartsýnn á að leyfið fengist fljótlega og yrðu birnirnir þá komnir til landsins innan mánaðar. Jón Gunnarsson sagði að þvotta- birnir væru upprunnir í Banda- ríkjunum og væri þá viða að finna þar. Þetta eru ekki mjög stór dýr, móbrún að lit. Jón sagði að þvotta- birnir væru þekktir fyrir kúnst- ugar tiltektir og nafnið hefðu þeir fengið af þvf að þeir þvældu mat sínum gjarna í vatni áður en þeir leggja sér hann til munns. Sagði Verður krónan minnkuð? „tlTGÁFA á 10 þúsund króna seðli er orðin tímabær og við höf- um rætt þetta mál f stjórn bank- ans. Einnig höfum við rætt endur- skipulagningu á peningaútgáf- unni en engin ákvörðun hefur verið tekin f þvf efni, “ sagði Guðmundur Hjartarson banka- stjóri Seðlabankans er Morgun- blaðið ræddi við hann f gær. 10 þúsund króna seðillinn er aðeins kominn á umræðustigið ennþá að sögn Guðmundar en ekkert hefur verið ákveðið um jitlit hans né annað í sambandi við útgáfuna. Ymsar hugmyndir hafa komið fram í umræðum um endurskipulagningu peningaút- gáfunnar að því er Guðmundur tjáði blaðinu. Eitt af því er að breyta útliti krónupeningsins sem er orðinn feykilega dýr í fram- leióslu, en kostnaður við gerð hvers eintaks er nú töluvert á þriðju krónu. Hefur verið rætt um að minnka krónupeninginn og hafa hann úr ódýrari málmi. Þá hefur komið til tals að hætta út- gáfu 100 króna peningaseðia og gefa þess í stað út 100 króna mynt. „Þessi mál verða sífellt að vera í skoðun vegna verðbólg- unnar,“ sagði Guðmundur Hjartarson seðlabankastjóri að lokum. Jón að lokum að hann vonaðist til að þvottabirnirnir myndu verða gestum Sædýrasafnsins til eins mikillar ánægju og gestum dýra- garða erlendis. Tveir þvottabjarnanna sem hingað koma eru karlkyns og sá þriðji er kvendýr. Þeir eru allir fæddir f dýragarðinum í Kaup- mannahöfn. Heitt vatn í Siglufírði Siglufirði 10. október VONIR Siglfirðinga um að fá hitaveitu á næstu árum hafa nú aukizt mikið. I gær reyndist rennsli úr borholu þeirri, sem nú er unnið að, 10 sekúndulítrar^ sen í morgun er borinn var kominn Iheldur dýpra var það orðið 18 sekúndulítrar. Gert er ráð fyrir að borað verðLdýpra en borinn er nú kominn á 570 metra dýpi og gera menn sér vonir um að hægt verði að fá enn meira heitt vatn. YFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv-' arútvegsins ákvað á fundi sínum f gær nýtt fiskverð sem gilda á frá 1. október s.l. til áramóta. Hækk- un er mismikil eftir tegundum, mest um 10% á stórþorski. A ein- staka tegundum er um lækkun verðs að ræða. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. aflaði sér f gærkvöldi er áætlað að hækkun- in muni þýða 40—50 milljón króna útgjaldaaukningu fyrir Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins þessa þrjá mánuði sem verðið gildir, til viðbótar 300 milljónum króna sem áætlað var að sjóður- inn þyrfti hvort sem er að greiða fyrir tfmabilið. Frystideild sjóðs- ins er hins vegar tóm en rfkis- stjórnin hefur ábyrgzt greiðslu úr sjóðnum eins og fram hefur kom- ið f Morgunblaðinu. VERÐ á helztu fisktegundum miðað við fisk í 1. gæðaflokki, slægðan með haus, nema karfa, sem er óslægður, breytist sem hér segir. Þorskur, stór 75 var kr. verður ism og yfir, hvert kg42.80 47.00 Þorskur, millistærð 54 sm til 74 sm, •hvert kg Þorskur. smár 43 sm til 54 sm, hvert .35.80 38.00 kg Ýsa, stór 54 sm .21.30 20.00 og yfir, hvert kg Ýsa, smá 40 sm .35.80 38.00 til 53 sm, hvert kg . Steinbítur, .19.60 19.00 hvert kg Karfi, .25.10 26.00 hvert kg Ufsi, stór 85 sm .19.00 19.50 og yfir, hvert kg Ufsi, millistærð 54 sm til 84 sm, hvert .26.50 26.50 kg .20.60 17.50 Ufsi, smár til 53 sm hvert kg .14.40 14.40 SAMKOMULAG tókst f gær milli samninganefndar rfkisins og full- trúa Félags menntaskólakennara um lausn deilu þeirrar sem undanfarið hefur staðið f Flens- borgarskólanum f Hafnarfirði. Rituðu deiluaðilar undir sameiginlega yfirlýsingu, en Félag menntaskólakennara var Langa, stór 75 sm ogyfir, hvert kg.. 34.70 30.00 Langa, smá til 74 sm, hvert kg ... 22.40 22.00 Verðið var samþykkt sam- hljóða. 1 yfirnefndinni áttu sæti: Jón Sigurðsson, forstj. Þjóðhagsstofn- unar, sem var oddamaður. Ingólf- ur Ingólfsson og Kristján Ragnarsson af hálfu seljenda og Árni Benediktsson og Eyjólfur Is- feld Eyjólfsson af hálfu kaup- enda. Stytta af Ólafi Thors afhjúpuð í Keflavík SUNNUDAGINN 12. október n.k. kl. 3 sfðdegis verður stytta af Ólafi Thors, sem reist hefur verið á opnu svæði milli Brekkubrautar og Hringbraut- ar í Keflavfk, afhjúpuð. Listaverkið er eftir Áka Gránz. Styttuna afhjúpar frú Ingibjörg Thors, ekkja Ólafs Thors. Styttan er fyrsta úti- listaverkið f Keflavfk og hafa ýmis fyrirtæki og einstakling- ar í Reykjaneskjördæmi staðið að gerð hennar. samningsaðili fyrir þá kennara Flensborgarskólans sem verið hafa f verkfalli. Hjálmar Árnason talsmaður kennaranna sagði f við- tali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að þeir myndu hefja kennslu samkvæmt stundaskrá n.k. mánudagsmorgun. Framhald á bls. 31 Spariskírteinin seld- ust upp á 2 dögum „Hefði getað selt fyrir 20 millj. meira,” sagði Aron í Kauphöllinni sem seldi fyrir 40 millj. SEÐLABANKI tslands hóf á þriðjudaginn fyrir hönd rfkis- sjóðs sölu á nýjum flokki verð- tryggðra spariskfrteina rfkis- sjóðs, alls að upphæð 300 milljónir króna. Sala bréfanna gekk mjög vel, og seldust þau upp á tveimur fyrstu sölu- dögunum. Morgunblaðið hafði samband við Aron Guðbrandsson I Kaup- höllinni sem er einn allra stærsti söluaðili þessara skírteina, en hann seldi að þessu sinni bréf fyrir 40 milljónir af þeim 300 milljón- um sem gefin voru út. ,,Ég hefði getað selt fyrir 20 milljón- ir meira,“ sagði Aron við Morgunblaðið. „Þetta er nefni- lega það eina sem fólk getur gert til þess að peningar þess verði ekki ónýtir. Bréfin gefa ekki mikla ávöxtun en þau halda verðgildi sínu. Og það er athyglisvert að það eru ekki stóreignamenn sem kaupa bréf- in hjá mér, það er almenningur, fólkið ágötunni sem er að koma sparifé sínu í verð. Þetta fólk er að leggja fyrir handa sjálfu sér en ekki aðra aðila, þ.e. þá sem kvartað hafa undan lélegri fyrirgreiðslu í bönkum og hafa verið að býsnast yfir þessari spariskfrteinaútgáfu." Aron sagði að einu sinni áður hefðu skírteinin selzt upp á hálfum degi en núna á rúmum degi og sýndi þetta vel áhugann á skírteinunum. Samkomulag tókst í Flensborgardeilunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.