Morgunblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1975 25 Bette Davis: Flögðin meira heillandi + Bette Davis hefur verið f London að undanförnu og hef- ur vakið athygli, eins og hennar er von og vísa. Hún kemur fram á skemmtikvöldum, þar sem sýndir eru kaflar úr myndum hennar, og svarar spurningum áhorfenda. Blaðamaður frá The Times átti við hana viðtal fyrir skömmu. Þar segist hún fús- lega viðkenna að augnhárin frægu séu og hafi alltaf verið gerviaugnhár, og að hún sé far- in að finna fyrir eilinni. Hún segir: „En ellin, sem ég er farin að verða vör við, nær aðeins til Ifkamans. 1 andanum verður maður að vera ungur og að því leyti finnst mér ég oftast vera 14 ára.“ Bette var einmitt 14 ára þegar hún ákvað að skrifa nafnið sitt eins og hún hefur gert fram á þennan dag, en skfrnarnafnið er Betty. Hún scgist hafa haldið áfram að gera það, „aðeins vegna þess, að pabbi sagði, að þetta væri dilla, sem mundi fljðtlega ganga yfir hjá mér“. Þegar Bette var spurð að þvf hvernig henni tækist að halda sér sfungri var svarið: „Ég hugsa, að það sé að sumu levti af því, að mér hefur aldrei leiðzt og eins vegna þess að ég læt það ekki eftir mér að fitna. Ef maður vill halda holdafar- inu f skefjum þá er ekki hægt að gæða sér á ítölskum kræs- ingum á hverju kvöldi.“ Hún er hógvær þegar hún ræðir um glæsilegan leikferil sinn: „Ég hef aldrei látið mér detta í hug, að ég sé neitt sér- stakt. Um leið og maður fer að halda það, þá er útséð um að maður geri nokkuð vel framan Goðsögn? Hvernig getur nokkur hugsað um sjálfan sig sem goðsögn? Það væri þá ekki nema f lfkkistunni." Það hefur lengi verið hald- ið að Bette Davis hafi gef- ið Óskars-verðlaunastvttunni nafn, en hún hefur hvorki gert að neita þvf né játa, og enn vill hún ekki tjá sig um það mál. Þegar rætt er um kvikmynda- gerð fyrr og nú segir hún: „Ég vildi að við hefðum haft svo sem helminginn af öllum þeim möguleikum f gamla daga sem nú eru fyrir hcndi, en ungu leikurunum nú hefðu verið settar sumar þær skorður, sem okkur voru settar. Þá væru til fleiri „heiðarlegar“ kvikmvnd- ir. Mér finnst gcngið of langt í kvikmyndagerð nú en áður var hins vegar ekki gengið nógu Iangt.“ Bette Davis segist hafa gert mistök. Árið 1938 sagði Jack A. Warner henni frá bók sem hann hefði f hyggju að byggja kvikmynd á og ætlaði hann henni aðalhlutverkið. „Ég þori að veðja, að þessi bók er tóm þvæla,“ segist hún hafa svarað. Bókin er reyndar „A hverfandi hveli“ og hún átti að leika Scar- lett O’Hara. „Ég hef leikið fleiri kven- hetjur en mfn verður minnzt fyrir. En mér þóttu flögðin alltaf meira heillandi," segir hún. • Bette Davis er unglegri nú en hún var fyrir tfu árum. A myndinni hér fyrir ofan, sem tekin var um daginn, er hún 67 ára, en neðri myndin er tekin þegar hún var á hátindi frægðar sinnar. GARÐAHREPPUR Blaðberi óskast í Arnarnesið Upplýsingar í síma 52252 Minnispeningurinn „Sjálfstæðismenn byggja'' Minnispeningurinn ..Sjálfstæðismenn byggja'' 1975 er til sölu á skrifstofu Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, Galtafelli, Lauf- ásvegi 46, sími 17100 —18192. Þeir sem ekki hafa sótt pantanir sínar eru vinsamlega beðnir um að sækja þær nú þegar á sama stað. Verum samtaka og eflum byggingu Sjálfstæðishússins. Félag Sjélfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri. Blað- burðar- fólk Austurbær Sóleyjargata Bergstaðastræti miðbær Skipholt III Vesturbær Vesturgata 2—45 Hagamelur, Kópavogur Bræðratunga. Uthverfi Austurbrún I Kambsvegur Uppl. í síma 35408 Kaffiteríar Muniö okkar vinsæla „kalda borð” Leigjum út sali fyrir fjölmenna og fámenna mannfagnaði KAFFITERÍAN GLÆSIBÆ HÓTEL AKRANES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.