Morgunblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTOBER 1975 Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Einar Þoi láksson vfð eitt verkanna á sýningunni. Einar Þorláksson, sem nú sýnir í sýningarsölum Norræna húss- ins, er enginn nýgræðingur i ís- lenzkri myndlist, enda hefur hann að baki nokkrar sýningar í Reykjavík, sem athygli hafa vak- ið, auk þess sem hann hefur átt myndir á samsýningum heima og erlendis þar sem úrval mynd- verka hefur verið kynnt. Okkur, sem með þessum málum fylgjumst, er í fersku minni ágæt sýning á pastelmyndum í Unu- húsi við Veghúsastíg 1967, og mikil sýning á málverkum og pastelmyndum í Casa Nova, viðbyggingu Menntaskólans gamla árið 1971. Beztu myndir hans á þessum sýningum báru ágætum hæfileikamanni vitni, en þó var það svo, að líkast var sem herzlumuninn skorti á úrskerandi heildartilþrif. Á þessum tímum vann Einar einangrað að sinni myndsköpun, en svo gerist það, að hann er kosinn í sýningarnefnd F.Í.M. og því starfi fylgja að sjálfsögðu margvísleg kynni við starfsbræð- ur f myndsköpun og vangaveltur um svið og tilgang myndlistar, auk náinna kynna af framtaki annarra á þeim vettvangi. Verður slíkt ósjálfrátt til þess að hafa áhrif á hugsunarhátt og viðhorf viðkomandi til myndlistar og þeirrar starfsemi, sem að baki býr. Svipað gerist er málari þarf að skrifa um starfsbræður sina, að þá breytast viðhorf vegna þess að sá hinn sami verður að vega og meta aðstæður og mismunandi af- stöðu til myndlistar. Þessu er hér slegið fram vegna þess, að svo virðist sem afskipti Einars Þorlákssonar af félagsmálum hafi gefið list hans aukna dýpt, og að ný viðhorf hafi fengið æskilegan farveg. Allavega virðist sem þau samskipti sem Einar hefur haft við félaga sína hafi haft úrslita- áhrif varðandi framhaldandi vinnu hans að listinni. Sýning hans nú í sölum Norræna hússins er f einu orði sagt sú bezta og fjörlegasta sem frá hans hendi hefur komið, og ber þess glöggan vott hve kynni við listbræður geta haft mikið gildi þótt engin bein áhrif séu merkjanleg. Að þessu sinni sýnir Einar 59 myndir gerðar í oliu og pastel og eru þetta allt nýleg verk, sem ekki hafa komið fyrir sjónir almennings áður. Er þetta mjög samstæð _ sýning með greinilegu höfundarmarki þótt fjölbreytnin sé mikil i form- og litavali. Pastel- myndirnar eru hverri annarri betri og er athyglisvert hve hann nær sannfærandi árangri í þeim myndum, er bera vitni djúpsæi, og það í þeirri greiíl myndlistar, sem er mjög vandmeðfarin og á fárra meðfæri til mikilla afreka. Pastelmyndir þessa listamanns, svo sem myndir nr. 23, 26, 34, 35, og 37, bera vitni margslungnum vinnubrögðum, sem eru ekki einungis sannfærandi, heldur bera þær einnig vitni um hið næma skyn listamannsins gagn- vart þessari sérstæðu tækni og athyglisvert er hvernig hann fær litina til að ljóma og njóta sín út i yztu æsar. Málverk Einars bera einnig vott um athyglisverða sókn í þeirri grein myndlistar, hvort heldur rætt er um sterk litasambönd eða hluti i grátónum, svo sem myndirnar „Úr Eyjum“ 1 og 11, eða hinsvegar myndir í sterkum litatónum líkt og nr. 11 „öldur- hús“ og nr. 31 „Næturferð". Ég vil sérstaklega nefna þá mynd er hreif mig einna mest og sem mér fannst ein áhrifamesta mynd sýningarinnar, en hún er í sér- kennilegum, grænum tónum og nefnist „Nótt í Dyflinni", og i annan stað mynd nr. 16 „Japanskt ævintýri", sem er létt og leikandi máluð, og er ein margslungnasta mynd sýningarinnar, full af djúp- um áhrifum frá austurlenzkri verund. Við skulum staldra við á sýn- ingu Einars Þorlákssonar, sem er eitt fjörlegasta framlag málara á þessu sviði um langt skeið. Bragi Asgeirsson. FERMING Á MORGUN Fermingarbörn f Grensás- kirkju sunnudaginn 12. október kl. 10.30. Prestur sr. Haildór S. Gröndal. Anna María Sveinbjörnsdóttir, Safamýri 73 Arnþór Halldórsson, Háaleitisbraut 30 Guðrún Þórðardóttir, Furugerði 10 Helgi Þór Ölafsson, Melabraut 36, Seltjarnarnesi Hjalti Þórarinsson, Hjarðarhaga 36 Kristbjörg Þórarinsdóttir, Hjarðarhaga 36 Ólafur Rúnar Ólafsson, Melabraut 36, Seltjarnarnesi Sigurður Lyngberg Sigurðsson, Stóragerði 3 Þór Thorarensen Gunnlaugsson, Stóragerði 22 Örn Þórðarson, Furugerði 10. Fermingarbörn í Langholts- kirkju sunnudaginn 12. okt. kl. 13.30. Séra Sig. Ilaukur Guðjóns- son. Elín Hildur Ástráðsdóttir, Ljósheimum 12 Margrét Friðriksdóttir, Torfufelli 50 Pálín Ósk Einarsdóttir, Sogavegi 101 Steinunn Steingrímsdóttir, Langholtsvegi 167 Björn Davíð Kristjánsson, Barðavogi 13 Helgi Briem Magnússon, Sólheimum 23 Hjörtur Arnar Óskarsson, Grýtubakka 4. Fermingarbörn í Langholts- kirkju, sunnudaginn 12. okt. kl. 10.30. Séra Árelíus Nfelsson. Guðfinna Helga Gunnarsdóttir Kleifarvegi 6 Jóhanna Þórey Jónsdóttir Langholtsv. 192 Ragnheiður Helga Jónsdóttir Langholtsv. 192 Ragnhildur M. Goethe, Sundlaugavegi 22 Sigurlaug Erla Hauksdóttir Langholtsv. 99. Altarisganga verður miðviku- daginn 15. okt. kl. 20.30. Ferming f Kópavogskirkju sunnudaginn 12. okt. kl. 14. Prest- ar sr. Þorbergur Kristjánsson. Stúlkur: Auður Kristjánsdóttir, Kjarrhólma 20 Fanný María Agústsdóttir, Selbrekku 9 Svanfríður Helga Ástvaldsdóttir Löngubrekku 45 Vigdís Silja Þórisdóttir Digranesvegi 109 Drengir: Haraldur Arason, Fögrubrekku 27 Ingibjörn Gunnar Hafsteinsson Hlaðbrekku 2 Marteinn Karlsson Vatnsendabletti 272 Þorkell Agústsson Selbrekku 9. Herdís Hermóðsdóttir: Opið bréf frá Eskifirði Hér hefur verið heitt í kolunum undanfarna daga. Bæjarstjórnin hafði tekið ákvörðun um að leggja á svonefnt gatnagerðargjald. Þetta er ný leið til fjáröflunar fyrir hina sftómu bæjarsjóði. Svo- kallaður nýr tekjustofn, sem þýð- ir auðvitað ekkert annað en nýjar álögur á bæjarbúa, sem sannar- lega voru þó yfrið nóg skattlagðir fyrir. En þessi skattheimta er þó með þeim endemum, að loksins var skattgreiðandanum nóg boðið. Þannig er málið vaxið, að Byggðasjóður skyldar þau sveitar- og bæjarfélög, sem sækja um lán úr sjóðnum, til að láta aðeins hús- eigendur greiða varanlega gatna- gerð í byggðalögunum, á þann átt, að svo og svo háa upphæð skal greiða fyrír hvern fermetra lóðar og rúmmetra íbúðarhúsnæðis ásamt risi (háaloftum), kjöll- urum og geymslum, allt eftir reglum er Byggðasjóður setur. Þannig er búinn til svo og svo hár reikningur sem kallast gatna- gerðargjöld-, frá 60.000 kr. upp í 600.000 kr. á heimili. Fólkið getur, skiljanlega, ekki greitt þessa reikninga, og er það þá þvingað til að veðsetja eignir sinar til lúkningar skuldinni, með 10% vöxtum. Þá kaupir Byggða- sjóður skuldabréfin af sveitarfé- lögunum fyrir allt að samsvarandi fjárhæð og veðskuldabréfin nema og tekur svo skuldabréfin að handveði til tryggingar greiðslu. (sbr. „Sveitarstjórnarmál", 3. hefti 1975). Þegar svo bæjarbúar voru farnir að meðtaka reikninga bæjarstjórnarinnar með áður- greindum upphæðum, án tillits til hvort i hlut áttu gamalmenni, sjúklinga'-, barnmargir fjöl- skyldumenn eða öryrkjar, var boðað til borgarafundar föstudag- inn 19. september. Fundurinn var mjög f jölsóttur. Fundarefni samkvæmt fundar- boði var „Gatnagerðargjöld og önnur mál“. Fundurinn hófst kl. 21 og lauk ekki fyrr en kl. 02.00. Var sem vænta mátti mikið rætt, en aðeins um gatnagerðar- málin, eða öllu heldur gatna- gerðargjöldin. Enda hljóta slíkar aðfarir sem þessar að brjóta í bága við alla réttlætiskennd manna. Að það skuli vera hægt að búa til stórkostlegar fjárkröfur á hendur mönnum og knýja þá síðan til að veðsetja eignir sínar til lúkningar skuldinni, þegar vitanlegt er, að þeir hafa ekkert fjárhagslegt bolmagn til að borga þvílíka reikninga. Þetta er bein eignaupptaka og að mínum dómi svívirðilegur gerningur, ekki sízt gagnvart öldruðu fólki, sem í ára- tugi hefur greitt í þessa sítómu hít, sem bæjar- og sveitarsjóðir nefnast. En furðulegast af öllu er, að félagsmálaráðuneytið skuli heimila þvílíkar aðfarir. Lög voru sett til þess að jafna aðstöðu manna, svo réttur hins sterka réði ekki einn f samskipt- um manna á meðal, sem sagt, til að vernda lítilmagnann. En hvar á lítilmagninn að leita ásjár, þegar stjórnvöld heimila slíkt sem þetta? Varla mun það auka virðingu manna fyrir lögunum. En til að gera langt mál stutt, samþykkti fundurinn svohljóð- andi tillögu frá Valtý Guðmunds- syni, sýsiumanni og bæjarfógeta. Borgarafundur Eskfirðinga haldinn í félagsheimilinu Valhöll ályktar að beina eftirfarandi atriðum til bæjarstjórnar: 1. Að gatnag.g. verði dreift vaxtalaust á 5 ár, árið 1975 með- talið. 2. Að ekki verði gengið eftir því frá bæjarstjórn, að menn veðsetji eignir sfnar fyrir gjöldunum. 3. Að það verði tryggt, að síð- ustu 20% verði aldrei kræf fyrr en gangstétt hefur verið lögð. Svohljóðandi tillaga frá Skúla Magnússyni var einnig samþykkt: Almennur borgaraf. á Eskifirði 19/9 1975 skorar á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir breytingum á skilyrðum Byggða- sjóðs fyrir lánveitingu, sér- staklega varðandi skuldabréfa- kröfuna. Nú vitum við öll, að við verðum að greiða skatta til okkar sam- eiginlegu þarfa. En það hljóta að vera einhver takmörk fyrir því hve nærri fólki er hægt að ganga í skattheimtunni. Enda stendur nú bæjarsjóður frammi fyrir þeim vanda, sem þetta hefur skapað. Með þessu sendi ég kveðju mína til Magnúsar E. Guðjóns- sonar, með þökk fyrir svarið við spurningu minni í Morgunbl. 5. sept. sl. og þá líka: mér sýnist fullyrðingin standast. Ekki voru hin önnur málin rædd á fundinum enda komið fram yfir miðnætti. En þau voru verðlagsmál, þá aðallega hinar hrikalegu hækkanir á land- búnaðarvörum. Þar er sannarlega skammt látið stórra högga á milli. Enda hygg ég engar samþvkktir þurfa að gera um að hætta að kaupa landbúnaðarvöru eins og margar húsmæður hafa haft við orð. Nú er svo komið að margar hús- mæður, sem ávallt hafa tekið slátur á haustin, eru hættar því. Ekki er það vegna þess, að þeim þyki slátrið verra en fyrr, heldur aðeins fyrir það, að ekki eru til peningar til að borga það á því okurverði, sem á því er. Það er hart að slátur og lifur eru að hverfa af borðum manna og börnin hætta því að kunna að meta þessar matvörur af sömu orsökum. Hvað er svo gert við öll sviðin sem fólk kaupir næstum að segja aldrei af því verðinu er haldið svo hátt að hinn almenni verkamaður getur ekki keypt þau? Eða þykir betra að henda þessu fyrir hund og hrafn en selja það á viðráðanlegu verði hér í landinu? Þessar spurningar eiga allar rétt á sér. En því miður sýnir það sig, að verkafólkið, hinn almenni borgari, á engan forsvarsmann og hvergi skjóls að leita, þrátt fyrir A.S.I., sem virðist láta sér í léttu rúmi liggja þó vitað sé, að mat- vælaokrið er orðið slíkt, að um hættuástand er að ræða, heilsu- farslega séð. . Það er vissulega orðið tímabært að stofna til borgarafunda sem víðast og neita að greiða land- búnaðarvörurnar ofan í erlenda neytendur og þá einnig að neita að taka þátt í verkföllum sem miða aðeins að því, að verkafólkið fær nokkrum krónum meira í sinn vasa, sem svo er búið að taka aftur og meira til, áður en staðið er upp fra samningaborðinu eins og alvanalegt er orðið. Þvf bændurnir hækka búvörurnar, án þess að þeir hafi nokkuð fyrir því haft annað en bíða eftir, að verka- fólkið stæði í verkfallinu og fengi nokkrum krónum meira til að geta keypt þær fyrir. Á verk- föllunum tapar enginn nema verkafólkið! Og Alþýðusamband Framhald á bls. 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.