Morgunblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1975 Sjúkling- ur hlaut Tropicana- verðlaunin Fékk femuna að gjöf eftir uppskurð STUNDUM kemur það fyrir, að peningarnir lenda þar sem þeir koma sér bezt. Eða hverjum finnst ekki Hólmfrfður Stef- ánsdóttir, 76 ára Akureyringur, vera vel að því komin að fá 50 þúsund króna verðlaunin, sem heitið var þeim, er fengi aðra milljónustu fernuna af Tropi- cana-appelsínusafanum. Hólm- fríður er ellilífeyrisþegi, hefur verið öryrki um langan tíma og lá einmitt í Landspítalanum eftir skurðaðgerð í mjöðm, þeg- ar hún hlaut verðlaunin. „Þetta er í fyrsta sinn á æv- inni, sem ég hef verið svona heppin," sagði Hólmfríður, „ég hef t.d. aldrei unnið í happ- drætti. En allt er þetta frænda mínum Guðsteini Þengilssyni lækni að þakka. Hann veit hvað mér þykir Tropicana- appelsínusafi góður og færði mér fernu hingað í spítalann, þegar ég var að vakna eftir Davfð Sch. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Sólar hf., óskar Hólmfrfði til hamingju en við höfðalagið stendur Guðsteinn læknir Þengilsson, frændi hennar. uppskurðinn. Þegar hann var að hella úr fernunni fyrir mig kom plastpoki í ljós ofan í henni. En ég er ennþá ekki búin að ákveða hvað ég ætla að gera við peningana." Guðsteinn Þengilsson kvaðst hafa komið við i KRON- verzluninni við Álfhólsveg og keypt þar stóra Tropicana- fernu handa frænku sinni, þar eð hún hefði haft orð á því við sig hvað sér þætti appelsfnusafi góður. Þegar hann var að hella úr fernunni, sá hann eitthvað svart ofan i henni og fór þá að gruna margt, enda reyndust verðlaunin þarna komin. Fimm íslenzk skip á makrílveiðar við Afríku GENGIÐ var formlega frá þvf hér f gær, að fimm skip færu til makr- íl- og sardínuveiða undan strönd- um Máritanfu f Afrfku nú sfðar f þessum mánuði. Voru samningar um þetta efni gerðir f Reykjavík millj Rolf Hjelseth, fulltrúa út- gerðarfyrirtækis Norglobal, og eigenda skipanna Sigurðar RE, Guðmundar RE, Barkar NK, Öskars Halidórssonar RE og Reykjaborgar RE, og munu skip- in landa afla sfnum f Norglobal auk eins norsks skips og annars dansks. Norglobal hefur verið sendur suður til Afríku nokkra mánuði undanfarin ár, þar sem Norð- menn hafa stundað veiðar á makr- il og einnig dálftið á sardinum. Hafa þessar veiðar Norðmanna gengið þolanlega, að því er Sig- urður Einarsson, hjá Hraðfrysti- stöðinni, útgerðarfyrirtæki Sig- urðar RE, tjáði Morgunblaðinu í gær. Máritanía hefur tekið sér 30 sjómílna Iandhelgi, en Norðmenn hafa undanþágu til framan- greíndra veiða. Islenzku skipin munu halda áleiðis suður til Máritaníu í kring- um 20. þessa mánaðar og er reikn- Kvennafríið: Erlendir fréttamenn koma Konur í mjólkurbúðum, sím- stöðvum og skólum verða með Síðasti dagur sýningar Haf- steins Austmann HAFSTEINN Austmann Iistmál- ari hefur að undanförnu haldið sýningu á Loftinu við Skólavörðu- stíg 4. Sýning Hafsteins hefur hlotið mikla aðsókn og góða dóma. Síðasti heili sýningardagurinn var í gær, en í dag, laugardag milli klukkan 10-12 verður sýningin opin í allra síðasta sinn. Athygli skal vakin á því, að sýningargestir ganga í gegnum listmunaverzlun Helga Einars- sonar þegar þeir fara á Loftið. ERLENDIR fréttamenn hafa ver- ið að hringja til tslands tii að spyrja um kvennafríið 24. októ- ber, sem vakið hefur óskipta at- hygli, að því er Björg Einarsdótt- ir tjáði okkur er við leituðum frétta hjá framkvæmdanefnd Kvennafrfsins á Hallveigarstöð- um. Sagði Björg, að einhverjir fréttamenn ætluðu að koma, t.d. hefði blaðið Se f Stokkhólmi stað- fest að það sendi hingað blaða- menn þann dag. Væri margspurt um það sama, hvort konur úr öli- um stéttum og ölium stjórnmála- flokkum ætluðu raunverulega að sameinast um þetta, og þykja það tfðindi f heiminum. Mjög mörg félög hafa lýst stuðningi sínum við aðgerðina til að vekja athygli á vinnuframlagi kvenna. Nú síðast konur á sím- stöðvum. En áður höfðu t.d. kon- ur við afgreiðslustörf í mjólkur- búðum, kennarar, meinatæknar o.fl. lýst stuðningi við málið. Þá sagði Björg, að karlmenn væru farnir að boða á vinnustöðum að þeir yrðu heima þann dag, því húsmóðirin færi í frl. Kvað hún það einhverja mestu viður- kenningu á gildi þeirra verka, sem konurnar inna af hendi á heimilunum, að mennirnir þurfi að koma heim, ef þær víkja frá einndag. Vegna orðróms um að konur eigi yfir höfði sér uppsagnir ef þær taki sér frí frá störfum þennan dag, sagði Björg að málið hefði verið kannað hjá stéttarfé- lögum, bæði Bandalagi rfkis og bæja, hjá Iðju, félagi verksmiðju- fólks, hjá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og hjá Verkakvenna- félaginu Framsókn. Væri það sameiginleg niðurstaða af þessum fyrirspurnum, að samkvæmt samningum og reglugerðum, sem í gildi eru á vinnumarkaðinum, eru hvergi ákvæði sem heimila að segja starfsmanni upp, ef hann mætir ekki til vinnu eða skrópar, eins og það er kallað. Við fyrsta brot er skylda að veita áminningu. Og í sumum vinnu- samningum er skylda að veita fleiri en eina áminningu, svo sem hjá Framsókn. Mörg félög hafa sent fjárfram- lög til að standa straum af kostnaði við dreifibréf, sem hefur verið dreift i Reykjavik og nágrenni og mjög víða úti um landið. Og aðeins hefur borið á því að konur úr byggðum I nágrenni við Reykjavik hafi Framhald á bls. 31 Varnaliðsmenn keyptu hluta af hassbirgðunum MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við Arnar Guðmundsson fulltrúa hjá Ffkniefnadómstóln- um og spurði hann um hið umfangsmikla hassmál sem dóm- stóllinn hefur haft til rannsóknar og skýrt var frá í blaðinu á mið- vikudaginn. Sagði Arnar að línur hefðu heldur skýrzt f því máli en eftir væri að rannsaka ýmsa þætti þess. Pilti um tvftugt var f fyrra- Halldór E. Sigurðsson: „Nauðsynjamál að taka upp niðurgreiðslur á nautakjöti „ÉG TEL það nauðsynjamái að taka upp niðurgreiðslur á nauta- kjöti til jafns við niðurgreiðslur kindakjöts og hef ég kynnt ríkis- stjórninni þá undirbúningsvinnu, sem þegar hefur verið unnin í þessu máli,“ sagði Halldór E. Sig- urðsson, landbúnaðarráðherra, f samtali við Mbl., en þess er að vænta að rfkisstjórnin taki innan tíðar ákvörðun um hvort niður- greiðsiur á nautakjöti verða tekn- ar upp. Sexmannanefndin var á fundi f gærkvöldi og var gert ráð fyrir að á þessum fundi yrði geng- ið frá tillögum nefndarinnar til framleiðsluráðs landbúnaðarins. Þá er eftir að leggja málið fyrir Kauplagsnefnd en að fengnu áliti hennar verður málið lagt fyrir rfkisstjórnina til endanlegrar ákvörðunar. í samtali blaðsins við Halldór E. Sigurðsson kom fram að gert er ráð fyrir að niðurgreiðslur á nautakjöti, ef samþykktar verða, hafi ekki í för með sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð, heidur verði niðurgreiðslur á kindakjöti lækkaðar, sem nemur fjárþörf- inni við þessar nýju niðurgreiðsl- ur, Þessi breyting hefur áhrif á útreikning vfsitölu og verður því að leggja málið fyrir Kauplags- nefnd. Halldór sagði að gert væri ráð fyrir að þessi breyting aflaði rikissjóði aukinna tekna í formi söluskatts, en ekki er enn vitað hver þessi tekjuáukning verður. Verði teknar upp niðurgreiðsl- ur á nautakjöti, má ætla að veru- leg aukning verði á neyzlu þess hér innanlands og þá verði jafn- framt úr sögunni útflutningur á nautakjöti en á síðustu tveimur árum hafa verið flutt út 1074 tonn af nautakjöti. Verð fyrir þetta kjöt á erlendum mörkuðum hefur verið lágt og hefur ríkissjóður orðið að greiða bætur með þessum útflutningi. Samanlagt nema út- flutningsbæturnar með nauta- kjöti frá ársbyrjun 1974 og til Framhald á bls. 31 að með að þau verði komin á miðin í kringum 25.—30. október. Verða skipin væntanlega við veið- ar á þessum slóðum fram í des- ember. Lágmarksverð fyrir afl- ann verður um 12 krónur norskar á 100 kg eða um 3.60 kr. islenzkar fyrir hvert kíló. Kópavogur: Rannsókn lokið í máli kynferð- isafbrotamanns SAKADÖMUR Kópavogs lauk f þessari viku rannsókn á meintum kvnferðisafbrotum 65 ára gamals manns þar f bæ. Málið hefur verið sent rfkissaksóknara til umsagn- ar og ákvörðunartöku um fram- hald þess. Maðurínn situr ennþá inni, enda hefur hann nýlega verið úrskurðaður I 90 daga gæzluvarðhald. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér hefur hann meira og minna játað á sig þau kynferðisafbrot gagn- vart unglingum sem grunur lék á að hann hefði framið á undan- förnum árum. Þótti því rétt að halda honum í gæzlu á meðan mál hans fær afgreiðslu enda um að ræða mörg og alvarleg afbrot. Hann hefur þrisvar verið úrskurðaður i gæzluvarðhald á meðan rannsókn stóð yfir í málinu og engan af þessum úrskurðum hefur hann kært til Hæstaréttar. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við bæjarfógetann í Kópa- vogi en hann varðist sem fyrr allra frétta af málinu. dag sleppt úr gæzluvarðhaldi en í stað hans var annar piltur um tvítugt úrskurðaður í allt að 20 daga gæzluvarðhald. Tveir piltar um tvftugt sitja nú i gæzluvarð- haldiogerannar þeirra pilturinn sem tekinn var með 750 grömm af hassi á Keflavfkurflugvelli á dög- unum. Alls hafa 5 piltar á svip- uðu reki setið f gæzluvarðhaldi f sambandi við rannsókn málsins, þar af tveir f Keflavík. Arnar Guðmundsson tjáði Mbl. í gær að uppvíst hefði orðið um nokkrar smyglferðir fyrr á þessu ári sem þrir aðilar hefðu staðið að. Keyptu þeir hassið í Amster- dam og komu með það flugleiðis til Islands i gegnum Luxemburg. Var pilturinn sem gripinn var á flugvellinum á dögunum einmitt að koma þaðan, en ekki frá Kaup- mannahöfn eins og mishermt var i miðvikudagsblaðinu. Á þennan hátt var komið með inn í landið nokkur kiló af hassi, nákvæmt magn liggur ekki ljóst fyrir ennþá, og töluvert magn af amfetamíndufti. Eitthvað af þessum fíkniefnum fór til Kefla- víkur og þaðan berst hluti þess í hendur varnaliðsmanna á Kefla- víkurflugvelli. Hefur sá þáttur málsins verið í rannsókn hjá bæjarfógetanum í Keflavík. Eins og að framan segir hafa fyrrnefndir aðilar staðið að smygli á nokkrum kílóum af hassi á árinu og af því magni hefur Fikniefnadómstóllinn tekið í sina vörzlu tæpt kíló. Áfengissala stendur í stað FRAM til síðustu mánaðamóta nam áfengissalan á landinu öllu einum milljarði og 347 milljónurh króna, en nam á sama tima i fyrra um 850 milljónum. Söluaukningin er þannig um 58,6% miðað við sama tíma í fyrra, en þess ber að gæta, að nokkrar verðhækkanir hafa orðið — t.d. hækkaði áfengið um 30% í júní sl„ um 20% í febrúar og um 15% i desember. Eftir upplýsingum sem Morgun- blaðið hefur aflað sér hefur salan að magni til nokkurn veginn stað- ið í stað miðað við sama tímabil í fyrra, en á undanförnum árum hefur venjulega verið dálitil magnaukning milli ára. r Rannsókn Armanns- fellsmálsins er komin á lokastig RANNSÓKN Ármannsfellsmál ins, sem svo hefur verið kallað, < á lokastigi hjá Sakadómi Reykj víkur, að þvf er Erla Jónsdótt fulltrúi við embættið tjá< Morgunblaðinu f gær. Kvað; Erla búast við þvf, að rannsók Iyki á mánudag eða þriðjudag o færi málið þá til rfkissaksóknara Morgunblaðið ræddi ennfremu i gær við Þórð Björnsson rfkissal sóknara og innti hann eftir bréi borgarfulltrúa Alþýðubandalagi ins til embættis hans, þar ser Þeir óska eftir viðtækai rannsókn á málinu en ætluð vai Þórður kvaðst nýkominn fr útlöndum og hefði hann þv aðeins haft tíma til að kynna sé efni bréfsins lauslega. Því hef<3 hann ekki getað tekið afstöðu ti erindisins ennþá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.