Morgunblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÖBER 1975 31 Síld til Fáskrúðs- fjarðar Fáskrúðsfirði 10. okt. VÉLSKIPIÐ Hilmir SU 171 kom hér f gærkvöidi með 55—60 tonn af sfld, sem báturinn hefði fengið suður við Ingólfshöfða. Hún var söltuð f söltunarstöðinni Hilmi sf. f gærkvöldi og f dag og að sögn Jóhanns Antonfussonar fram- kvæmdastjóra Hilmis fengust úr þessu um 400 tunnur. Hann tjáði mér einnig, að sfidin væri mjög góð en blönduð. Stærsta síldin er söltuð á venju- legan máta, millisfldin kryddsölt- uð og smásíldin er heilsöltuð. Lið- in eru mörg ár síðan sfðast var söltuð síld hér á Fáskrúðsfirði, en þá kom einmitt Hilmir SU með síld frá Norðursjávarmiðum. Skipstjóri á Hilmi er Þorsteinn Erlingsson. Skuttogarinn Ljósafell landaði hér í gær og í dag 80 tonnum af fiski eftir viku útivist. Aflinn var að meginhluta til þorskur. Heldur tregt hefur verið hjá skuttogur- um að undanförnu. Tveir stórir bátar eru gerðir hér út. Sólborg SU er gerð út á troll og hefur fiskað heldur treg- lega og Þorri ÞH, sem nýbýrjaður er að róa með línu. Afli hjá hon- um hefur sömuleiðis verið frekar tregur. Mest hefur hann komizt f 5 lestir í róðri. —Albert. — Flensborg Framhald af bls. 32 I fyrrakvöld hófst fundur samninganefndar ríkisins og Félags menntaskólakennara og stóð hann fram á nótt. Urðu aðilar ásáttir um eftirfarandi yfir- lýsingu, sem var undirrituð með fyrirvara um samþykki viðkom- andi aðila. Yfirlýsingin var svo- hljóðandi: „Fjármálaráðuneytið og Félag menntaskólakennara hafa átt við- ræður um þá deilu sem risið hefur milli kennara Flensborgar- skólans og ráðuneytisins. Þessi deila snýst um það hvaða kjara- samningar skuli gilda um kjör þeirra kennara sem starfa við fjölbrautarskóla. Aðilar eru sam- mála um að deilu þessa beri að leysa í samræmi við ákvæði 29. greinar laga nr. 46 1973. Þar sem kennarar við fjölbrautarskólann í Flensborg hafa nú ákveðið að taka upp vinnu á ný, hefur ráðu- neytið eftir atvikum ákveðið að þar til samningur eða úrskurður í deilu þessari liggur fyrir, skuli kennarar við fjölbrautarskóla taka laun samkvæmt gildandi kjarasamningi FM frá og með 1. september 1975. Aðilar hafa þegar tekið upp viðræður sín á milli um framtíðarkjör þeirra félagsmanna FM sem starfa við fjölbrautarskóla og er að því stefnt að niðurstaða þeirra við- ræðna liggi fyrir eigi siðar en 30. nóvember n.k. Laun þeirra kenn- ara sem eigi mættu til kennslu þann 7., 8. og 9. október s.l. skulu vera 20/23 þeirra launa sem þeir ella hefðu fengið greidd í októ- bermánuði.“ A fundi síðdegis í gær ræddu kennarar við Flensborg þessa yf- irlýsingu og urðu henni samþykk- ir nema hvað þeir vildu að setn- ingin „Aðilar eru sammála um að deilu þessa beri að leysa f sam- ræmi við ákvæði 29. greinar laga nr. 46 frá 1973“ yrði felld niður. Samþykkti fjármálaráðuneytið það fyrir sitt leyti. Þá var bætt inn eftirfarandi setningu á eftir „1. september 1975“. „Þessar greiðslur eru óafturkræfar og skulu inntar af hendi eigi siðar en 1. nóvember 1975.“ — Gegn lögmáli Framhald af bls. 1 rikisráðherra Bandarikjanna og Eisaku Sato, fyrrv. forsætisráð- herra Japans hefðu fengið verð- launin. „Sakharov er merkur maður, en friðarverðlaun Nóbels á ekki að veita sem umbun til andófsmanna í kommúnistalönd- um.“ „Sannari vinur Sovétrfkjanna en margir sem tala í þeirra nafni“ Brezk blöð fagna í dag Andrei Sakharov sem ákaflega maklegum hafa friðarverðlauna Nóbels, en Times benti á að veit- ingin væri einnig tvíbent. I for- ystugrein segir: „Að ýmsu leyti er hann miklu sannari vinur Sovét- fikjanna en margir sem tala í nafni þeirra. Enda þótt hann hafi ekki gengið frá friðarsamningum eða leitt styrjaldir til lykta hefur hann unnið af meiri alhug og fórnfýsi f þágu friðar en margir stjórnmálamenn. Times bendir á að hann hafi hvatt Vesturlönd og Austurlönd til að virða gildi einstaklingsins og draga úr áhrifum hernaðar á stjórn- málalíf, en þar sem hann búi í Sovétrikjunum hafi hann aðallega beitt sér að breytingum þar. Hann hefur unnið að því að færa austrið og vestrið nær hvort öðru og það er öllu meira fyrir framlag hans til friðar hugsjóna, sem hann er heiðraður en sem andstæðingur sovézka stjórnar- farsins. Guardian segir: „Ef Sovétríkin leyfa Sakharov að sækja verðlaun sin og einnig að hverfa heim aftur hafa þau staðið við Helsinkisátt- málann á þann veg að „detente" mætti jafnvel nefna í sama orði og frið.“ I Danmörku og Noregi hefur úthlutuninni verið fagnað mjög og Politikken segir í forystugrein að Nóbelsnefndin hafi tekið djarfa og rétta ákvörðun. Norskir stjórnmálamenn og blöð hafa og fagnað ákvörðuninni, en ýmsir láta þó i Ijós áhyggjur af þeim pólitisku afleiðingum, sem veit- ingin kunni að hafa á samskipti Noregs og Sovétríkjanna. Dag- bladet i Ósló sagði að Nóbels- nefndin hefði stungið hendinni inn í vespuhreiður og hljóti ákvörðunin að vekja upp mikil ramakvein í Kreml. Ekki sé vafi á að nefndin muni verða harðlega gagnrýnd en hún muni taka gagn- rýni frá Kreml af stillingu vegna þeirrar bjargföstu sannfæringar að Sakharov sé verðugur laun- anna. I öllum blöðum er látin í ljós sú eindregna von að Sovét- stjórnin leyfi Sakharov að koma til Óslóar og taka við verðlaunun- um, annað væri pólitísk þröng- sýni. Þó koma yfirleitt fram efa- semdir um að Sakharov fái þetta leyfi. Bandarisk stórblöð taka mörg í sama streng og New York Times segir: „Verðlaunaveiting friðarverðlauna til Andrei Sakh- arovs mun hljóta alþjóðafögnuð utan Sovétríkjanna, ekki hvað sízt í Bandaríkjunum. Nóbelsnefndin hefði ekki fundið annan mann svo maklegan sem dr. Sakharov." Talsmaður Páfagarðs fagnaði í dag þeirri ákvörðun að úthluta Sakharov verðlaunum og sagði að „Andrei Sakharov hefði beitt vopnum friðarins" f baráttu sinni fyrir frelsi. „Sakharov er ekki að- eins gagnrj ninn á rangar leiðir sem farnar eru i átt til friðar. Hann hefur barizt fyrir hugsjón- um, réttlæti öllum til handa og haldið uppi vörnum fyrir frelsi einstaklingsins og manngildi.“ Vladimir Maximov, náinn vinur Sakharovs, sem settist að i París fyrir hálfu öðru ári, sagði að sovézkir útflytjendur væru ekki aðeins hamingjusamir vegna þessa heldur einníg þakklátir. „Það er varla fyrr en nú eftir að hafa búið á Vesturlöndum í tvö ár, að við getum skilið til fullnustu hversu mikinn kjark það útheimtir að gera það sem Sakharov gerir." Maximov hringdi samstundis til Flórens, þar sem eiginkona Sakharovs, Elena, býr. Frú Sakharov sagði: „Það lá við að ég ylti um koll, mér fundust fæturnir ekki geta borið mig.“ Natalya Solzhenitsyn sagði að eiginmaður hennar liti á verð- launaveitinguna sem mikinn sig- ur. Ummæla Solzhenitsyns var getið i blaðinu í gær. Natalya sagði að eiginmaður sinn væri ekki bjartsýnn á að verðlaunin myndu verða til þess sem Sakharov vonaði og bæta skilyrði mannréttindamanna i Sovét- rikjunum. Hún sagði einnig frá þvi að Igor Shaferevich prófessor og vinur Solzhenitsyns og einn af stofnendum Mannréttindasam- takanna hefði fyrir nokkrum dög- um verið sviptur leyfi til að halda áfram kennslu við Moskvu- háskóla. Blaðið Le Monde í Parfs sagði að réttur Sakharovs til verðlaun- anna væri óvefengjanlegur og út- hlutun þeirra nú endurreisti sóma verðlaunanna eftir nokkrar mjög vafasamar úthlutanir á ár- um áður. Heinrich Böll Nóbelsverðlauna- hafi í bókmenntum sem hefur haft mikil samskipti við sovézka andófsmenn, meðal annars Solzhenitsyn, sagði i dag að verð- launaveitingin til Sakharovs væri „heiður til handa hinum sýnilegu og ósýnilegu andstöðuöflum f Sovétríkjunum." I sjónvarpsvið- tali sagði Böll að verðlaunaveit- ingin myndi án efa verða til að þyngja álagið á Sakharov. „Ég held ekki hann sé í beinni lifs- hættu. En að vinna slík verðlaun, einangraður í slíku landi, leggur á hann ólýsanlegar byrðar." Böll sagði að það væri svívirða hin mesta ef hann fengi ekki leyfi til að fara til Óslóar til að taka við verðlaununum. — Nýtt hjálpartæki Framhald af bls. 3 útvarpinu. Þetta væri ekki hægt til lengdar, því kvöldin væru oft löng á sjónum. — Og ekki myndi ég reka neinn, þótt skipverjar réðu sér nektardans- mær, sagði Pétur aðspurður. Einnig sagði hann, að reynt yrði að vanda mjög til tækja í hinni nýju vél Landhelgisgæzl- unnar, sem nú er i pöntun. Sjálf kostaði vélin 435 millj. kr„ en ef öll hugsanleg hjálpar- tæki yrðu tekin um borð kost- aði hún 700 millj. kr. Þann dag, sem fiskveiðilög- sagan verður færð út, verða öll- varðskipin úti nema Óðinn, sem er í viðgerð og breytingu í Dan- mörku. Þegar hann kemur heim, munu stóru varðskipin fjögur, þ.e. Týr, Ægir, Þór og Óðinn gegna eftirlitsstörfum við landið. I Danmörku verður vélarúmi Óðins skipt í tvennt.'bógskrúfa verður sett á skipið, stafns- bakki verður hækkaður turn- mastur verður sett á skipið og akkeri færð inn í skipsbóginn. Þá verður skorsteini breytt þannig, að nú verða tveir og þyrluskýli á milli þeirra. Áætl- að er að breytingarnar á Óðni kosti 160 millj. kr. og þar inni- falin er 16 ára flokkunarvið- gerð. — Vona Framhald af bls. 1 frelsi sitt. Ég vona, að á tima slökunarstefnu verði ekki litið svo á, að veiting friðarverð- launa til manns, sem styður ekki fullkomlega hina opinberu afstöðu, sé ögrun við hina opin- beru stefnu, heldur að þetta verði talið til marks um anda umburðarlyndis og viðsýni, sem hlýtur að vera undirstöðu- þáttur friðsamlegrar þróunar. TJt frá þessu sjónarmiði hef ég oft hvatt til þess að undanförn- um mánuðum, að pólitískir fangar verði náðaðir, og nú þeg- ar mér hefur verið sagt frá verðlaununum, ætla ég að end- urtaka þessa áskorun ennþá einu sinni. Og að sjálfsögðu er ég innilega þakklátur norska þinginu. — Kvennafrí Framhaid af bls. 2 hringt og vilji gjarnan koma á útifundinn, sem að likindum verður eftir hádegið, þó þær geri eitthvað lika heima hjá sér. En hægt er að hafa samband við framkvæmdanefndina í sima 18156. Þá hafa mörg félög i Reykjavík, bæði stéttarfélög og kvenfélög, ákveðið að hafa opið hús i sinum miðstöðvum og gætu þá veitt utanbæjarkonum viðtöku þennan dag. Björg sagði, að unnið væri af kappi að undirbúningnum, bæði i framkvæmdanefnd og starfshóp- um, sem starfa að sérstökum verkefnum I sambandi við kvennafriið. Eru um 80 konur i starfi við það. T.d. er von á merki, sem farið verður að dreifa um helgina. Kvenréttindafélagið hefur léð framkvæmdanefndinni og starfshópunum húsnæði i húsakynnum sinum á Hallveigar- stöðum og er það ómetanlegt framlag, að því er Björg sagði. Einnig hafa mörg félög og hópar á vinnustöðum óskað eftir að ein- hver kæmi og kynnti málið og svaraði fyrirspurnum. Eru bæði framkvæmdanefndarkonur og konurnar i starfshópunum reíðu- búnar að verða við sliku. — Nautakjöt Framhald af bls. 2 dagsins í dag um 165 milljónum króna en á þessu ári var ákveðið að hámarks bætur á hvert kíló yrðu 190 krónur og-frá því á vori hefur landbúnaðarráðuneytið ekki heimilað útflutning á nauta- kjöti. Eins og áður sagði hefur fengizt lágt verð fyrir þetta kjöt og skv. yfirliti yfir útfluttar vörur í síðasta hefti Hagtfðinda var meðalverð fyrir hvert kíló árið 1974 um 72 krónur en á þessu ári hefur verðið lækkað verulega og lætur nærri að meðalverð hvers kílós sé um 45 krónur en dæmi eru til þess að verðið hafi farið niður í um 30 krónur í einstaka sendingum. Verð kjötsins er mis- jafnt eftir til hvaða Ianda það er selt t.d. hefur fengizt hagstætt verð fyrir það kjöt, sem flutt hef- ur verið til Færeyja. — Portúgal Framhald af bls. 1 Hann sagðist ekki vilja nefna hvern hann hefði í huga, ef Costa Gomes léti af þessu starfi. Af orð- um hans mátti þó skilja að hann teldi hvorki Otelo Carvalho né Carlos Fabiao hæfa til að taka að sér yfirstjórn heraflans. Mjög hljótt hefur verið um Carvalho síðustu vikur. Hann sagði í viötali sem var birt í dag að svo gæti farið að „einn daginn gerði hann skyssu og yrði að víkja úr valda- sessi". I kvöld hafa Sósíalistaflokkur- inn og MDP, sem er öfgaflokkur talinn til vinstri við kommúnista- flokk Cunhals, boðað til fundar í Oporto, á sama tíma og mjög ná- lægt hvor öðrum. Mario Soares mun ávarpa fund sósfalistanna og fara fyrir göngu frá aðaltorgi borgarinnar að bækistöðvum hersins til að sýna samstöðu með viðleitni yfirmanns hersins þar. I Rio de Janeiro lét Spinola fyrrverandi forseti Portúgals frá sér heyra i dag og hvatti leiðtoga um víða veröld til að frelsa Portú- gal og Angola úr „klóm alræðis- ins". Hann fordæmdi einnig „þjóðarmorð, pyndingar, mannát og svívirðilega spillingu" sem við- gengist í Angola og væri svo hryllileg að þvf yrði ekki með orðum lýst. Hann sagði, að það væri skylda þjóða heims að taka höndum saman og stöðva þá öfug- þróun sem hefði orðið þar í landi, og reyndar einnig í Guineu og Mósambik. Portúgalska stjórnin gaf í dag út yfirlýsingu þar sem hörð hríð er gerð að vinstriöfgasinnum. Eft- ir þriggja klukkustunda ríkis- stjórnarfund var birt gagnrýni þar sem fordæmdar eru ofbeldis- aðgerðir ýmissa minnihlutahópa og lýst yfir að stjórnin muni beita mjög skeleggum aðgerðum gegn þeim sem ábyrgðina beri. Verði haft samráð við byltingarráðið til að finna réttar leiðir til að tryggja ró og spekt í landinu. Var sagt að ríkisstjórnin, sem nú hefur starf- að i þrjár vikur, hefði sætt mál- efnalausri gagnrýni og skipulögð- um andróðri sem hefði miðað að þvi að draga úr trausti almenn- ings á henni. Þá var ráðizt harka- Iega á þá fjölmiðla, sem enn eru undir stjórn kommúnista. Yfirlýs- ing þessi var birt fáeinum stund- um eftir að kommúniskir her- menn höfðu gengið um miðborg Coimbra og veifað rauðum fánum og heimtað hreinsanir meðal her- foringja sem væru „endurskoðun- arsinnar". — Verðlagsstjóri Framhald af bls. 5 yrði hinn rangi útreikningur leiðréttur. Þessari beiðni var ekki sinnt og rannsókn málsins haldið áfram. 3. Sá skilningur Gunnars Björnssonar, sem fram kemur í umræddu blaðaviðtali, að það réttlæti brot meistarasambands- ins, hve langan tíma hefur tekið að upplýsa brotið, kemur mjög á óvart. Georg Ólafsson. Verðlagsstjóri. — Alþingi Framhald af bls. 14 herðar. Þið hafið boðið ykkur fram og verið kjörnir til forystu- starfa með íslenzku þjóðinni. Ykkur hefur verið sýnt mikið traust og falið vald, sem rík ábyrgð fylgir. Vandamál íslenzks þjóðfélags eru mörg og margvísleg. Ég ætltí* mér ekki þá du! að þykjast búa yfir einhverri einfaldri lausn þeirra. Ég kann engin töfraráð við þeim öðrum frekar. Það er hlutverk ykkar að reyna að brjóta vandamálin til mergjar og leita þeirra lausna, sem sannfæring ykkar og samvizka telja leiða til heilla fyrir þjóðarheildina. Þess er vænzt af ykkur, að þið sýnið heiðarleika í starfi, fylgið sannfæringu ykkar við úrlausn mála og hafið djörfung og þor til þess að benda á og ákveða þær lausnir, sem þið sjálfir sannfærist um, að séu hinar beztu, án alls tillits til þess, hvort sú afstaða er líkleg til þess að afla ykkur stundarvinsælda eða ekki. Þess er vænzt af ykkur, að þið séuð hreinskilnir. Varizt að reyna að varpa ryki i augu þjóðarinnar eða reyna að blekkja með því að fela fyrir henni óþægilegar stað- reyndir. Þjóðin á jafnan heimt- ingu á því að fá að vita sannleik- ann. En ég minni jafnframt á þá augljósu staðreynd, að or.ðin ein duga harla skammt, ef hugur fylg- ir ekki máli. Kristur segir i fjall-s ræðunni: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Þessi orð halda enn sínu fulla gildi. Við óbreyttir borgarar hljótum ætíð að vænta meira af ykkur alþingismönnum en öðrum. Gleymið þvi ekki, að enginn hefur leyfi til þess að krefjast af þjóð- inni þeirra fórna, sem hann er ekki sjálfur reiðu- búinn að gangast undir. Við getum þá fyrst heimtað af öðrum hófsemi í kröfugjörð, er við göngum sjálfir á undan með góðu fordæmi og stigum fyrstu skrefin á eigin kostnað. Orðin ein sannfæra engan mann, — leysa engan vanda. At- höfn verður að fylgja. Það hefur aldrei reynzt áhrifamikið að benda öðrum á að ganga hinn rétta veg, ef við erum ekki sjálfir reiðubúnir að ganga hann. Þessi orð mín eru hvorki mælt af dómsýki né hroka, heldur ein lægum vilja til þess, að heill og farsæld fylgi störfum Alþingis, er nú sezt á rökstóla. Oft er talað um stjórnmálaþreytu meðal almenn- ings, ekki aðeins hé.r á landi, held- ur I lýðræðislöndum hins vest- ræna heims. Gæti hún ekki að talsverðú leyti stafað af því, að menn séu vantrúaðir á, að þeir sem málum stjórna, séu sjálfir reiðubúnir að gangast undir þær kröfur, sem þeir gjöra til ann- arra? - . Ég bið Alþingi blessunar Guðs á nýju starfsári. Heill og gifta fylgi störfum þess. Guð gefi ykkur, al- þingismenn, visdóm og þrek til þess að takast á við aðsteðjandi vanda. Og umfram allt: Gleymið aldrei Guði, þegar rætt er uni vandamálin. Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, og þá mun allt' hið annað veitast yður að auki. Algóður Guð blessi störf Al- þingis. Guð blessi ykkur, íslenzkir alþingismenn. Guð blessi og verndi íslenzka þjóð i nútið og framtíð. Þess bið ég í nafni Drottins Jesú Krists. Atnen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.