Morgunblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTOBER 1975 11 Héraðsfundur Kjal- amesprófastdæmis Héraðsfundur Kjalarnes- prðfastsdæmis var haldinn s.l. sunnudag 5. oktðber. t þetta sinn var fundurinn f safnaðarheimili Innri-Njarðvíkursóknar, sem vfgt var 31. maf í sumar, en það er eitt glæsilegasta safnaðarheimili hér á landi. Er það undravert afrek þessa litla safnaðar, að hafa komið sér upp svo glæsilegu safnaðarheimili og eiga það nú þegar skuldlaust. En fbúar I Innri-Njarðvfk eru aðeins 230. A undan héraðsfundi fór fram guðsþjónusta í Innri- Njarðvíkurkirkju. Predikun flutti sr. Páll Þórðarson, sem verður skipaður sóknarprestur í Njarðvíkurprestakalli frá næstu áramótum, en sr. Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur í Kefla- vík, þjónaði fyrir altari. Að lokinni guðsþjónustu bauð sóknarnefnd Innri-Njarðvfk- ursóknar fundarmönnum til há- degisverðar i safnaðarheimilinu, þar sem ljúffengur veislumatur var fram borinn af mikilli rausn. Að borðhaldi loknu setti prófasturinn, sr. Garðar Þor- steinsson, fundinn. Lét hann í Ijós ánægju sína yfir þvf, hve fjöl- sóttur fundurinn væri, því fundinn sóttu 10 prestar og 26 fulltrúar frá 15 sóknum prófasts- dæmisins. Bauð prófastur sér- staklega velkomna til fundar ungu prestana fjóra, sem bæst höfðu f hóp presta f prófastsdæm- inu á þessu ári, en þeir eru, auk þeirra tveggja, sem höfðu guðs- þjónustuna á hendi, sr. Einar Sigurbjörnsson á Reynivöllum og sr. Kjartan örn Sigurbjörnsson f Vestmannaeyjum. Þá gjörði prófastur stutta grein fyrir helstu verklegu fram- kvæmdunum í prófastsdæminu. Unnið er að kirkjubyggingu f Grindavík og í Ytri-Njarðvík og miðar furðu vel áfram þrátt fyrir síhækkandi verðlag. Þá er langt komið endurbyggingu Kálfa- tjarnarkirkju. Safnaðarheimili er verið að byggja f Garðaprestakalli og víðar eru slíkar byggingar f undirbúningi m.a. í Hafnarfirði. Er prófastur hafði lokið inn- gangsorðum og yfirliti, gjörðu sóknarprestarnir hver um sig ýtarlega grein fyrir kirkjulegu starfi í prestaköllum sínum. Þá voru mörg mál rædd og afgreidd. Að lokum flutti safnaðarfull- trúi Innri-Njarðvíkursóknar, Guð- mundur A. Finnbogason, fróðlegt og snjallt erindi um Innri- Njarðvíkurkirkju og sögu hennar, en prófastur þakkaði honum og öðrum úr safnaðarstjórn glæsi- legar móttökur. (Frá prófasti). — Bænin Framhald af bls. 10 við rúmstokkinn hjá mér, tók f hönd mína, en lagði hina hönd sina á höfuð mér. Hún bað upp- hátt ákaflega innilega. Bað Drott- in að gefa mér svefninn og hvers konar gæði og lét mig biðja líka upphátt. Þegar hún hafði beðið fyrir mér i um það bil klukkutíma fann ég breytingu á mér til vel- líðunar og sagði henni það. Þá fór hún, en ég sofnaði strax og svaf í 12 tíma og bænum gömlu konunnar þakkaði ég það að ég náði aftur svefninum. Það var mikill vinskapur með okkur gömlu hjónunum og ekki minkaði hann við þetta. Ég þakkaði Nellí hjartanlega fyrir hjálpina, varð hún mjög glöð við og þau bæði gömlu hjónin. Þau nutu mikillar Guðs blessunar. Þetta gerðist vorið 1907. Hinn viðburðurinn gerðist haustið 1914, er ég fór suður Kjalveg úr Norðurlandi, seint í september. Atti ég að mæta um haustið á sauðfjársýningum um allt svæði Búnaðarsambands Suðurlands. Fór ég með gangna- mönnum úr Svínadal í Húna- vatnssýslu til Hveravalla. Eftir það einn á ferð um ókunnuga stigu. Við fengum norðan átt með snjókomu. Mér gekk seint yfir Kjölinn, þar voru umbrota skaflar fyrir hestana, og sá ekki til vegar er vörður tóku enda. Ég var kominn ofan í Gránunes er myrkur féll á og um leið stór- hrfðar veður. Ég beitti hestunum um stund á mýrina, síðan varð ég að binda þá saman og standa hjá þeim. Ég hafði þá ekki sofnað blund undanfarnar tvær nætur og Var yfir mig þreyttur. Langaði mig til að kasta mér niður og sofna, en vissi að þá mundi ég ekki vakna aftur. — Ég gat þvi ekkert gert nema að biðja Guð að hjálpa mér. Er ég hafði gert það nokkra stund, verð ég allt í einu eins og ég hefði ekkert á mig reynt og ég fann greinilega að einhver ósýnilegur stóð og gekk f ast við hliðina á mér. Þarna gekk ég aftur og fram, hjá hestunum um 8 klukkutíma, þar til birta tók af degi og veður skánaði nokkuð. Fann ekki til þreytu og fann að alla nóttina gekk þessi „verndar- engill“ við hliðina á mér. Á þennan hátt hjálpaði Guð mér að þessu sinni. — Ég fékk vont veður og varð að fara yfir ill vatnsföll á leið til byggðar. Er þangað kom hafði ég vakað sam- fleytt í 4 nætur. Allt endaði þetta vel fyrir hjálp Drottins, vegna bænasambnda míns við Hann — Kristur sagði: „Ef þér hafið trú — mun ekkert verða yður um megn (Matt 17—20). Við þurfum ekki að efast um það að máttur trúar á Drottin, ásamt bænar til Hans, gerir kraftaverk — Allir hafa þörf fyrir að ástunda hvort tveggja daglega. Þá gæti orðið himnaríki á jörð. Sterk og hagan- leg þjóðfélög. Hér I landi ætti kirkjan og öll kristileg samtök að láta starfsfólk sitt — meðal annars — vinna að því að fólk ástundi bænir, bæði á heimilum og þar sem margir eru saman komnir í skólum og miklu víðar. Margir prestar láta messufólk lesa með sér faðirvorið. Það ættu þeir allir að gera ávallt. Ástundun bænar, I trú, miðar jafnan til blessunar —. Mannlífið i kristn- inni er skiljanlegt, en án kristin- dómsins er mannlífið óskiljanleg- ur skrípaleikur. Kristin kenning er grundvöllur allrar menningar, enda menningin sjálf. — Hvernig liti mannheimur út nú, ef Kristur hefði ekki komið og starfað í mannheimi? Kristur sagði: „Ver- ið því ávallt vakandi, og biðjandi til þess að þér megnið að umflýja allt þetta sem fram mun koma og að standast frammi fyrir manns- syninum" (Lúk 21 — 36). Kæru lesendur: Gott er að athuga þátt töku okkar í bæninni og trúnni, Páll postuli sagði: Látið orð hins smurða búa ríkulega hjá yður“ (Kol. 3:16). Þessi orð postulans gilda alla tíma fyrir okkur öll. Allt sem Kristur talaði var Guðs- orð. Enginn hefir veitt okkur nauðsynlegan styrk og viðsýni I trúnni, nema Hann. Enginn getur frelsað okkur frá synd og öllu illu, nema Hann, hinn upprisni Jesús Kristur. Við ættum öll að biðja Guð þess að Kirkja Krists og Guðs heilaga orð, sem henni er sam- fara, nái að fara sigurför um alla jörð og gefa þjóðunum trúna á Krist, og á almáttugan Guð. Þá hafa þær allt sem þær vantar fyrst og fremst. Jesús Kristur sagði: „Sannlega sannlega segi ég yður: Sá sem trúir, hefir eilíft Iif.“ (Jóh. 6:47). „Biðjið og yður mun gefast.“ ORYGGI VETRARAKSTRI good/ýear GOODfYEAR HJÓLBARÐA " ÞJÓNUSTUDEILD í rúmgóðu húsnæði að Laugavegi 172 FELGUM — AFFELGUM — NEGLUM Flestar stærðir Good Year snjóhjólbarða fyrirliggjandi Opið til kl. 6 I dag — Sími 21245 — Að mörgu er að hyggja, er þú þarft að tryggja 1 |y illl ■gP* Heimilistrygging SJÓVÁ bœtir tjón ó innbúi af völdum eldsvoóa, vatns, innbrota og sótfalls, einnig óbyrgóar- skyld tjón - svo nokkuó sé nef nt. SUÐURLANDSBRAUT 4 ~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.