Morgunblaðið - 05.11.1975, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.11.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÖVEMBER 1975 3 Alþjóðlegt skákmót hér á næsta hausti Vct5ut Karpov heimsmeistari meðal þátttakenda? STJORN Taflfélags Reykjavfkur hefur ákveðið að halda alþjóðlegt skákmót f Reykjavík haustið 1976. Er stefnt að því að þátttak- endur verði 16 að tölu þar af 8—9 érlendir skákmenn. Eins og Morgunblaðið skýrði frá f sumar. hefur Karpov heimsmeistari sýnt áhuga á þvf að koma hingað og tefla og er ætlunin að bjóða hon- um á mótið. Að sögn Guðfinns Kjartansson- ar formanns Taflfélagsins verður Framhaid ábls. 18 Athugasemd frá GylfaÞ. Gíslasyni Herra ritstjóri. I blaði yðar í dag birtist „At- hugasemd frá Sverri Hermanns- syni“, þar sem því er haldið fram, að ég hafi farið með „ósannindi" í þingsjá Ríkisútvarpsins s.l. föstu- dagskvöld varðandi útlánaaukn- ingu Framkvæmdasjóðs og Byggðasjóðs á fyrstu níu mánuð- um þessa árs. Ástæða þess, að ég gerði þetta að umræðuefni, var að einn okkar þriggja, sem rætt var við í þættin- um, var starfsbróðir Sverris Her- mannssonar í Framkvæmdastofn- uninni, Tómas Árnason, en hann hafði fyrir skömmu i þingræðu borið saman útlánaaukningu bankakerfisins, þ. á m. Lands- bankans, og Framkvæmdastofn- unarinnar milli áranna 1973 og 1974. Ég taldi meira máli skipta nú~að bera saman útlánaaukning- una á þvf ári, sem nú er að Ifða. Ég sneri mér því til þeirrar einu stofnunar, sem safnar heildar- upplýsingum um útlán, bæði bankakerfisins og sjóðakerfisins, þ.e. hagfræðideildar Seðlabank- ans. Hér með fylgir ljósrit af þeirri skýrslu, sem ég fékk frá Seðlabankanum, og leyfi ég mér að óska þess, að þér birtið þessa skýrslu. Samkvæmt henni hafa útlán Framkvæmdasjóðs aukizt um 104% á fyrstu niu mánuðum þessa árs og Byggðasjóðs um 160% eins og ég lét getið í útvarp- inu. Tómas Árnason andmælti þessum tölum ekki. Athugasemd Sverris Her- mannssonar og sú staðreynd, að hann skuli nefna upplýsingar hagfræðideildar Seðlabankans „ósannindi“, eru enn ein staðfest- ing þess, hversu brýna og skjóta nauðsyn ber til þeSs að breyta um stjórnarhætti í Framkvæmda- stofnun ríkisins. Með þakklæti fyrir birtinguna. Reykjavfk, 4. nóv. 1975, Gylfi Þ. Gfslason. Utlán bankakerfis og f járfestingarlánasjóða janúar — september 1974 og 1975 Jan,—sept. Breyting M kr. f.f. ári 1974 „ 1975 % Bankakerfi 16893 15997 +5,3 Seðlabanki 3428 3567 +4,1 Innlánsstofnanir 13465 12430D +7,7 Fjárfestingarlánasjóðir alls 4052 8149 + 101,1 Ibúðalánasjóðir 1438 2331 + 62,1 Atvinnuvegasjóðir þ.a. sjóðir, sem fá lán frá: 2614 5818 + 122,6 Framkvæmdasjóði 1901 3886 + 104,4 Byggðasjóður 391 1018 + 160,4 Framkvæmdasjóður, bein lán (Framkvæmdasj., lán til ann- 27 357 arra fjárfestingariánasjóða) (622) (2270) (265,0) 1) Stutt lán sjávarútvegs hjá innlánsstöfnunum, sem nú hefur verið breytt i löng lán hjá Fiskveiðasjóði með milligöngu Seðlabankans eru hér talin áfram sem útlán innlánsstofnana, enda eingöngu um bók- haldslegan tilflutning að ræða. Tækjum bjargað úr Sólborgu f fyrradag. Ljósm. Mbl.: Friðþjófur Einn gangfœr bát■ ur á Egrarbakka —AÐEINS einn bátur af fimm er nú gangfær af fiskiskipa- flota Eyrarbakka, en i fyrradag töldust átta bátar vera á staðn- um. Eini báturinn sem um þessar mundir getur aflað hrá- efnis fyrir Eyrbekkinga, er Hafrún; hinir bátarnir fjórir eru allir í viðgerð og endurbót- um. — Þetta kom fram í viðtali, sem Morgunblaðið átti f gær við Þór Hagalín, sveitarstjóra á Eyrarbakka. Þór Hagalin sagði, að í gær- morgun hefði hafist undir- búningur að þvi að ná bátunum út úr höfninni. Sólborg sem lá uppi á varnargarðinum, hafði færst aðeins niður í höfnina í fyrrinótt og stóð alveg ofan á minni bátunum i gær. — Við hér á Eyrarbakka von- um innilega, að nú verði byrjað á að loka gatinu á hafnar- bakkanum. Við vonum að fullur skilningur fáist á þvi, að hér þarf að koma góð höfn, sagði Þór. Hann sagði, að vandamál Eyr- bekkinga væru fjórþætt. Stærsta vandamálið til fram- búðar væru vafalaust landskemmdirnar. Sjóvarnar- garðurinn hefði riðlast á mörgum stöðum og væri þetta ómælanlegt tjón og einnig hefði sjór rifið burtu land, sem aldrei kæmi aftur. Síðan væri það at- vinnulifið í þorpinu. Útgerðin á staðnum hefði ekki staðið of traustum fótum fyrir óhappið og þetta hefði verið feikilegt áfall að missa þrjá báta. Þá væru skemmdirnar á saltfisk- verkunarhúsinu mjög miklar. Þriðja vandamálið væri hafn- leysan. Nauðsynlegt væVi að koma á brú yfir Ölfusárós, þannig að gott vegarsamband Framhaid á bls. 18 Versnandi afkoma stórkaupmanna Verzhinin fær aðeins 1,8% af heildarlánum fjárfestingarlána- kerfisins, segir dr. Jóhannes Nordal RÁÐSTEFNA Félags Islenzkra stórkaupmanna um fjármál inn- flutnings og heildverzlunar var haldin að Hótel Loftleiðum siðastliðinn föstudag 31. október. Ráðstefnuna sátu um 100 þátt- takendur, félagsmenn og gestir. Ráðstefnuna setti Jón Magnússon formaður félagsins. Erindi fluttu dr. Jóhannes Nordal, prófessor Arni Vilhjálmsson og Júlfus S. Ólafs- son framkvæmdastjóri félagsins. Ráðstefnunni lauk með panel- fundi, þar sem dr. Jóhannes Nordal, Jónas Haralz, Árni Vilhjálmsson, Ingólfur Jónsson, Gfsli V. Einarsson og Jóhann J. Ólafsson sátu fyrir svörum. Á ráðstefnunní kom fram, að afkoma innflutnings- og heild- verzlunar hefur versnað mjög mikið á árinu 1974. Þá hefur greiðslustaða heildverzlana versnað að mun og skammtfma- lán vaxið mikið. Astæðurnar eru meðal annars stóraukinn kostn- aður s.s. laun og vaxtakostnaður sölustöðnun eða samdráttur f ýmsum vörugreinum og of lág verðlagsákvæði. 1 erindi sínu á ráðstefnunni sagði dr. Jóhannes Nordal meðal annars að í nýlegri athugun á vegum hagfræðideildar Seðla- bankans á lánakjörum atvinnu- veganna hafi komið í ljós að meðalvextir sjávarútvegs og land- búnaðar hafi lengi verið um 2% lægri en þeir vextir sem verzlun og iðnaður hafa greitt. Gildir þetta fram til ársins 1973. Bilið virðist svo fara heldur breikkandi á árinu 1974, og á yfirstandandi ári hafa orðið miklar breytingar, þar sem mikill hluti af útlánum fjárfestingarlánasjóðs til sjávar- útvegsins er með gengisákvæði. Virðist því lánsfjárkostnaður sjávarútvegs á þessu ári vera um það bil sami og hjá iðnaði og verzlun, en lánskostnaður land- búnaðar er hins vegar nú um 5% lægri. Lánsfjárhlutföllin milli fjögurra helztu atvinnuveganna voru tiltölulega föst á tímabilinu 1969—1974, sagði dr. Jóhannes en hlutur verzlunar hefur flest árin verið nálægt 35%. Árið 1971 komst þetta hlutfall upp í 37%, en féll niður í 31% árið 1974. Af útlánum innlánsstofnana til verzlunar í árslok 1974 voru 32% til samvinnuverzlunar, og 18% til olíufélaga, en réttur helmingur til allrar annarrar verzlunar. Varðandi fjárfestingarlána- sjóðina gegnir öðru máli, og þar er hlutur verzlunarinnar býsna Framhald á bls. 18 Frá ráðstefnu Félags fslenzkra stórkaupmanna. Frá vinstri: Gfsli V. Einarsson, Jóhann J. Ólafsson, Jónas Haralz, Jóhannes Nordal, Ingólfur Jónsson, Arní Vilhjálmsson. Herranótt M.R. sýnir Járnhausinn HERRANÓTT Menntaskólans f Reykjavfk frumsýnir í kvöld söngleikinn Járnhausinn eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Arna- syni f Félagsheimili Seltjarnar- ness. Þetta er eitt af viðameiri verk- efnum sem Herranóttin hefur ráðist í, því að alls taka þátt i sýningunni um 60 nemendur skól- ans — leikendur, söngvarar og hljóðfæraleikararnir eru einnig sóttir í raðir nemenda. Fyrstu sýningarnar verða ætl- aðar nemendum Menntaskólans f Reykjavík en sýningar fyrir al- menning veða mánudaginn 10. nóvember, þriðjudaginn 11. og föstudaginn 14. nóvember. Miðar munu fást við innganginn og einnig i Bókabúð Sigfúsar Ey- mundssonar. Bókmenntir 1 upphafi bókmenntaþáttar Er- lends Jónssonar i blaðinu í gær féll niður kynning á verkinu, sem um var fjallað. Þar átti að standa: „Halldór Laxness: 1 túninu heima. 249 bls. Helgafell. Reykjavík 1975“. Hátíðarsamkoma Þjóðræknisfé- lagsins í Þjóð- leikhúsinu ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG Islend- inga efnir til hátfðarsamkomu f Þjóðleikhúsinu nk. laugardag kl. 2 f tilefni af aldarafmæli fslenzka landnámsins f Nýja-fslandi. Sjö gestum hefur verið boðið vestan um haf í þessu tilefni. Þeir eru: Stefán J. Stefánsson, forseti Þjóðræknisfélags Vestur- íslendinga, og kona hans, Ted Arnason og frú frá Gimli; Sigríð- ur Hjartarson, forstöðukon EUi- heimilisins Betel; Jóhann Jóhánnsson frá Markerville og Robert J. Ásgeirsson frá Van- couver. Á dagskrá hátíðarsamkomunn- ar í Þjóðleikhúsinu munu leikar- ar og kór Þjóðleikhússins flytja hluta þeirrar dagskrár, sem farið var með til Kanada í sumar, Þjóð- dansafélag Reykjavíkur sýnir þjóðdansa, glímumenn frá Glimu- sambandi Islands sýna glimu, Lúðrasveit Reykjavíkur leikur og Karlakór Reykjavikur syngur. Ávörp flytja menntamálaráð- herra Vilhjálmur Hjálmarsáon og Stefán J. Stefánsson og sýnd verð- ur kvikmynd frá Vestur- íslendingum. Kynnir á samkomunni verður Gunnar Eyjólfsson, en dagskrár- stjóri er Klemens Jónsson. Meira en smáskrámur EINS OG sagt var frá i myndar- texta hér i blaðinu í gær, ók bif- reið, sem kom niður Njarðargötu, á hliðina á fólksbil, sem var á ferð á Sóleyjargötu, með þeim afleið- ingum að hann fór á þakið. Iljón með ungbarn voru i bíl þessum, og hafði blaðið það eftir heimild- armönnum sinum, að öll þrjú hefðu sloppið með „smáskrám- ur“. Nú hefur blaðinu hins vegar borizt vitneskja um, að konaii marðist nt.a. illa á baki og er við rúmið, maðurinn brákaðist á hendi og snerist í baki og barnið. sem hefur að líkindum rotazt smá- stund, er marið á höfði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.