Morgunblaðið - 05.11.1975, Blaðsíða 17
MOkGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1975
17
Matthías Johannessen:
Hvaða lœti
eru
?
I Reykjavíkurbféfi Morgunblaðsins síðast-
liðinn sunnudag ei'.fjallað um Sakharov-rétt-
arhöldin og baráttu sovézkra andófsmanna
gegn kúgun og ofbeldi kordmúnismans í Austur-
Evrópu og þó einkum Sovétríkjunum, en þá ber
svo við, að engu er líkara en Þjóðviljinn hafi
verið stunginn glóandi teini. Astæðan er að
sjálfsögðu skiljanleg, því áð í Réykjavíkurbréí-
inu voru meðal annars tíunduð viðbrögð blaðs-
ins við réttarhöldunum: Þar hafa birzt um þau
tvær eindálka „fréttir“, og önnur með því marki
brennd, að engu er líkara en blaðið reyni í anda
sovézku fréttastofunnar >fovosti að gera réttar-
höldin tortryggileg, jafnvel hlægileg.
Á þessa óábyrgu afstöðu blaðsins er bent I
Reykjavíkurbréfinu óg að sjálfsögðu farið all-
hörðum orðum um það sem slíkt og ekki síður þá
menn, sem ábyrgðina bera, ekki sízt ritstjóra
blaðsins og~Árna Bergmann, sem alltaf þykist
sjálfskipaður siðferðisdómari í kúgunar- og of-
beldismálum hvar sem er í heiminum. En þarna
varð semsagt siðferðisbrestur og taldi Morgún-
blaðið rétt að benda á hann, auk annarra mikils-
verðra atriða málsins.
Af öllum sólarmerkjum að dæma kom Reykja-
víkurbréfið harkalega við „samvizku“ Þjóð-
viljans. Og eins og vant er beinir' blaðið nú
spjótum sinum að aukaatriðum sem koma þessu
máli ekkert við: Svavar Gestsson ritstjóri ræðst
persónulega að undirrituðum vegná skrifa
Morgunblaðsins, um Sakharov-málið og svarar
gagnrýni þess með því einu, hvað Matthías
Johannessen sé vondur rithöfundur, eins og það
komi Sakharov-málinu eitthvað við. Slík við-
brögð islenzks blaðs eru ekki sæmandi, t.a.m.
þegar ritstjóra Morgunblaðsins er brugðið um
„sjálfsdýrkun“ vegna gagnrýni blaðsins á fyrr-
nefnda afstöðu Þjóðviljans. Og jafnvel talað um
„sefasýkiseinkenni“. Það er eins og maður
kannist við þetta orð úr bókum manna eins og
Zhores Medvedevs, sovézks erfðafræðings, sem
var settur á geðveikrahæli i Sovétrikjunum
vegna óleyfilegrar aðdáunar á Solzhenitsyn.
Loks er Þorvarður Helgason, rithöfundur,
leiddur fram sem vitni um þessa „sefasýki" og
„sjálfsdýrkun" vegna ritdóms hans um leikrita-
safn, sem undirritaður gaf nýlega út af litlu
tilefni. Dómur Þorvarðs birtist í Visi. Hann var
heiðarlegur, sum leikritin gagnrýnd, farið vin-
samlegum orðum um önnur — án þess það komi
Sakharov-málinu eða ófrelsinu í kommúnista-
löndunum við. En þar sem svar Þjóðviljans
byggist á sllkum endemis málflutningi og útúr-
dúr, er ekki hægt annað en benda á þetta.
Kannski gæti það opnað augu einhvers, t.a.m. sú
setning, að Reykjavíkurbréfið hafi fjallað um
Þorvarð Helgason!
Hvaða læti eru þetta eiginlega unj ekkert mál,
þegar hálfur heimurinn stendur á öndinni
vegna ofbeldis austantjalds? Væri ekki ráð fyrir
þá Þjóðviljamenn að staldra ögn við'ög líta I
eigin barm í stað þess að tala um I hverjar
„ógöngur hann (Matthías) er kominn sem skáld,
sem ritstjóri, sem maður“.
Eru það ógöngur að berjast fyrir frelsi, gegn
kúgun: að reyna að opna augu, ekki sízt ungs
fólks, fyrir hörmulegum afleiðjngúm
kommúnismans? Þá eru það að minnsta kosti
ógöngur sem gott er að komast í — en þelr-
Þjóðviljamenn þekkja því miður ekki. Eðá hafa'
þeir t.a.m. ekki lesið vitnisburð Maríu
Sinjavskys, konu skáldsins, þó að þeir nú birti
hann ekki? Jafnvel ekki á kvennaári! Og Vitnis-
burð annarra um það blinda siðleysi sem ríkir
undir kommúnistísku einveldi? „Lífið í Péturs-
borg er eins og svefn í likkistu," sagði hið mikla
sovézka skáld, Osip Mandelstam, um ástandið.
Kannski eru það „tryllingsviðbrögð“ að benda á
það?
Þjóðviljáritstjórinn segir m.a. að áður fýrr
hafi verið skrifað um „vandamál líðandi stund-
ar“ I Reykjavíkurbréfi — nú sé öldin önnur. En
spyrja má: Lýstu Sakharov-réttarhöldin ekki
„vandamálum líðandi stundar“?
Það er raunar illt hlutskipti að þurfa að'varpa
fram slíkum spurningum I alvöru — en hvað efl
það á móti svörunum sem maður fær? Þau eru
að vfsu ekki „tryllingsleg", né „sefasjúk", né
bera þau vott um „sjálfsdýrkun" — en þau eru
sorgleg. Annað orð er ekki hægt að viðhafa um
viðbrögð Þjóðviljans í gær, því miður. Og af
hverju helzt mætti spyrja? Vegna þess að þar er
ekki minnzt einu orði á Sakharov eða baráttu
hans og félaga hans, hvað þá ofbeldið og kúgun-
ina, né ófrelsið. Ekki einu orði á það sem
Reykjavíkurbréfið fjallaði um! Ekkert nema
eitthvert þvaður um ritdóm um leikverk eftir
undirritaðan, sem ekkert kemur þessu máli við.
Slik viðbrögð eru ekki einungis siðferðisbrest-
ur, heldur geta þau leitt til þess að fullkominn
trúnaðarbrestur verði milli Þjóðviljans og jafn-
vel hatrömmustu aðdáenda hans, sem að vísu
munu víst ekki vera allt of margir. En þetta
Sakharov.
ættu þeir Þjóðviljamenn þó að íhuga í góðu
tómi.
Loks er eitthvað ymt að því að Morgunblaðið
gagnrýni aldrei annað ófrelsi en austantjalds.
Það er að sjálfsögðu út í hött eins og lesendur
þess bezt vita. Morgunblaðið er t.a.m. slður en
svo ánægt með allt I okkar þjóðfélagi, þar mætti
einnig ýmsu breyta til batnaðar. En það er
annað mál en Sakharov-málið. Að drepa því á
dreif er að reyna að leiða athyglina frá hörm-
ungunum sem við blasa I kommúnistaríkjunum.
Þetta er gert á sama tíma og allir helztu tals-
menn andófsmanna og útlaga kommúnistaríkj-
anna lýsa því yfir hver I kapp við annan að
almenningsálitið I heiminum sé sterkasta og
kannski eina vopnið sem dugar þeim — til að
halda lífi. I Þjóðviljagréininni segir að sum
Reykjavíkurbréf séu „fyndin“, en ekki bréfið á
sunnudaginn. Er tilefnið fyndið, að áliti Þjóð-
viljaritstjórans?
Morgunblaðið hefur að sjálfsögðu einnig oft
ráðizt gegn nasisma og lagt hann að jöfnu við
kommúnisma eins og Wiesenthal gerði við Sakh-
arov-réttarhöldin, en hann hefur meir en nokk-
ur annar haft hendur I hári glæpamanna nasista
eftir styrjöldina. Einnig hefur Morgunblaðið
gagnrýnt ástandið I Chile og herforingjakllkuna
þar, enda þótt I Þjóðviljagreininni i gær sé því
neitað og sagt að Matthías Johannessen láti sér
morðin þar I landi I léttu rúmi liggja, eins og svo
smekklega er komizt að orði. En það er ekki
lengra siðan en 20. september s.l.,að eftirfarandi
stóð einmitt I Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins
(og neyddist ég einnig til að vitna I það I
sjónvarpsþætti i gærkvöldi): „En ljótasti blett-
urinn á stjórnmálum nú um stundir mun vera
ástandið I Chile, eins og þvl er lýst I frjálsum
fjölmiðlum víða um heim. Vinstri menn hafa
orðið fyrir ofsóknum sem minna á aðfarir nas-
ista ef dæma má af þeim fregnum sem borizt
hafa frá þessu ógæfusama landi. Enginn lýðræð-
issinni getur skorazt undan þeirri frumskyldu
að gagnrýna og berjast af alefli á móti ofbeldi I
•hvaða mynd sem það birtist og hvar sem því er
'beitt."
Og síðastliðinn sunnudag var í Morgunblaðinu
frétt um nýjustu og óhugnanlegustu aðferðir
, sem herforingjaklíkan I Chile beitir fanga sína,
Hvenær hefur Þjóðvilji-nn svipazt um I sovézku'
geðveikrahæli?' ; . '
• Tékkneskt skáld sem hefur átt úm sárt að
binda vegna þess sovézka kommúnisma sem út
er fluttur til allra landa, Lysokorský segir svo I
„opnu ljqði“:
Aðrir bera fram ljóð ->
sem þeir hafa ort
og segja: Lestú hjarta mitt.
En ég ber fram ljóð
sem voru fótum troðin
og segi: Lestu úr mfnum tómu höndum
hvað harðstjórn getur gert.
Þau hrópa út yfir alla veröld
eins og ófædd börn,
ásakandi morðingjana
og þá sem horfa á,
þögulir. •
(Eins og ófætt barn, lauslega þýtt úr ensku).
Þessi órð eiga erindi við okkur öll.
Það hlýtur að vera mikil ógæfa að hafa kok-
gleypt pólitíska trú sem afvegaleiðir menn með
þeim hætti sem Þjóðviljinn ber allt of óft
hörmulegt vi'tni um. Nóbelsskáldið nýja,
Montale, segir i einni bóka sinna, að hann uni;
sæmilega hag sinum af ýmsum ástæðum, en
ekki sízt vegna þess að hann hafi aldrei burs'tað
skó neins einraéðisherra.
Þessi orð mættu þeir Þjóðviljamenn íhuga.
Harka að færast 1
verkfall skriftvélavirkja
SKRIFVÉLAVIRKJAR hafa
verið I verkfalli frá þvl 1. nóvem-
ber, en sfðasti fundur fulltrúa
skrifvélavirkja og vinnuveitenda
þeirra var haldinn sl. sunnudag
og stóð fram á mánudagsmorgun
án þess að samkomulag næðist.
Annar fundur hefur ekki verið
boðaður með þessum aðilum, og
liggur því vinna niðri á skrifvéla-
verkstæðum að öðru leyti en þvf
að eigendurnir eru við störf f
nokkrum tilfellum.
Að sögn Hrafns Haraldssonar,
formanns Félags skrifvélavirkja,
stendur þannig á verkfallsaðgerð-
um skrifvélavirkja um þetta leyti,
að þeir hafa nýverið bundist sam-
tökum, og stofnað með sér félag,
m.a. I því skyni að knýja fram
samninga um kaup og kjör þessar-
ar stéttar, én hingað til hafa
launagreiðslur til þeirra verið
mismunandi eftir vinnustöðum.
Hrafn sagði, að I samningaviðræð-
unum við vinnuveitendur þeirra
hefði samkomulag orðið um all-
flest atriði I kröfum skrifvéla-
virkja öðrum en varðandi orlof
þeirra og kaup. Um kaupkröfuna
sagði Hrafn, að skrifvélavirkjar
væru aðilar að Rafiðnaðarsam-
bandinu og tækju þeir I kröfum
sínum mið af kaflaskiptingu
þeirri er væri i rafvirkjasamning-
unum.
Hrafn kvað skrifvélavirkja vera
búna undir langt verkfall ef I það
færi, þvl að þegar þessa fyrstu
verkfallsdaga hefði komið I ljós
að samstaðan væri góð og skrif-
vélavirkjar hefðu undantekninga-
lltið lagt niður vinnu á vinnustöð-
um sínum. Reyndar kvað hann
lögreglu hafa verið til kvadda I
gær af einum vinnuveitandanum,
sem vildi meina verkfallsvörðum
skrifvélavirkja að hafa afskipti af
vinnustað hans, þar sem einn
nemi og tveir ófaglærðir menn
voru við vinnu. Hrafn kvað
lögregluna hins vegar hafa miðlað
málum á þann hátt, að hún lagði
til að einn maður úr hóp skrif-
vélavirkja og eigandi verkstæðis-
ins skyldu ræðast við og komast
að samkomulagi, sem aðrir aðilar
málsins ættu síðan að hlíta.
Kvaðst Hrafn síðan sjálfur hafa
farið á fund eigandans kl. 3 I
gærdag fyrir hönd sinna félaga,
en þá komið að tómu húsi. Kvað
Hrafn skrifvélavirkja áfram
mundu halda uppi verkfalls-
vörslu.
Þá barst Morgunbl'aðinu I gær
greinargerð frá Vinnuveitenda-
sambandi Islands út af vinnu-
deilu skrifvélavirkja, og fer hún
hér á eftir:
Vegna yfirstandandi kjaradeilu
við skriftvélavirkjh og verkfalls
þeirra, óska vintiúveitendur að
koma á framfaéri eftirfarandi
upplýsingum:
1. Þar til nýveríð hafa skrift-
vélavirkjar ekki haft með sér
stéttarfélag og hafa því ekki verið
I gildi kaup- og kjarasamningar
um störf I þessari iðngrein. Hins
vegar hafa vinnuveitendur þeirra
ávallt miðað lágmarkslaun skrift-
■ ^vélayirkja við laun rafvirkja I til-
tölulega háum launaflokkum og
hefur þéss verið vandlega gætt
við launabreytingar á almennum
vinnumarkaði að laun skriftvéla-
virkja hækkuðu til samræmis við
laun annarra iðnaðarmanna, enda
er hér um sambærilegar stéttir að
ræða hvað snertir menntun og
námstlma. Um önnur kjör og
hlunnindi hefur aðallega verið
fylgt sömu reglum og kveðið er á
um I samningi rafvirkja.
2. Skriftvélavirkjar stofnuðu
með sérstéttarfélagás.l. vetrj og
óskuðu skömmu síðar eftir við-
ræðum við vinnuveitendur sína
um gerð kjarasamnings fyrir
starfsgreinina. Vinnuveitendur
tjáðu sig fúsa til sllkrar
samningagerðar á grundvelli
samnings Félags íslenzkra raf-
virkja, en hann er einna hag-
stæðastur launþegum af samning-
um iðnaðarmanna. Kröfur skrift-
vélavirkja ganga hins vegar um
fjölmörg atriði miklum mun
lengra. Skal það nú skýrt ögn
nánar.
3. Lægstu laun nýútskrifaðs
sveins I rafvirkjun við viðgerðar-
vinnu eru nú að meðtöldum föst-
um álagsgreiðslum kr. 410.12 pr.
klst. Hliðstæðum skriftvélavirkja
hafa vinnuveitendur nú boðið
kr. 481.00 pr. klst. eða 17.3%
hærri laun en rafvirkjar hafa. Al-
gengustu laun rafvirkja eru
miðað við 3ja ára starfsaldur og
ýmis konar álög kr, 495.18 pr.
klst. en hliðstæðum skriftvéla-
virkjum hafa verið boðnar kr.
559.10 pr. klst. eða 12.9% hærri
laun. Gegni slíkir menn deildar-
stjórastarfi eru laun rafvirkja kr.
549.17 pr. klst. en hliðstæðum
skriftvélavirkja hafa verið boðn-
ar kr. 643.00 pr. klst. eða 17.1%
hærri laun. Auk þess hafa vinnu-
veitendur tjáð sig reiðubúna til að
tryggja, að þeir skriftvélavirkjar,
sem hærri launa njóta nú, muni
ekki lækka I launum við gerð
þessa samnings.
Kröfur skriftvélavirkja eru, að
þeim verði greiddar kr. 525.—.
693.— og 797.— pr. klst. fyrir þau
störf, sem áður er lýst, eða frá
9.2% & 23.9% hærri laun en
vinnuveitendur hafa boðið og frá
28%—45.4% hærri laun en hlið-
stæðir rafvirkjar hafa. Til við-
bótar þessu hafa skriftvélavirkjar
krafizt sérstaks 10% óþrifaálags
m.a. fyrir vjðgerðir á fjölriturum
og Ijósritunarvélum og sérstaks
30% verkstjóraálags fyrir alla
vinnu sem unnin er utan heima-
byggðar ef dvalizt er þar yfir nótt.
4. Astæða er til að geta þess
einnig, að meðal annarra krafna
skriftvélavirkja er krafa um 5
vikna orlof eftir 3ja ára starf hjá
sama vinnuveitanda auk óvenju-
legra orlofskrafna fyrir aðra og
krafa um greiðslur fyrir notkun
eigin bíla, sem numið geta marg-
falt hærri upphæðum en t.d. sam-
bærilegar greiðslur til ópinberra
starfsmanna fyrir slík bifreiðaaf-
not.
5. Að síðustu er rétt að ítreka,
að gert hefur verið ráð fyrir því
af hálfu vinnuveitenda, að
samningur sá sem til umræðu er
við skriftvélavirkja gildi aðeins
til n.k. áramóta og muni þá taka
þeim breytingum sem um kann að
semjast á hinum almenna vinnu-
markaði.
Kammerklúbburinn flytur
flautusónöiur J.B. Bachs
KAMMERMUSIKKLÚBBURINN
er að hefja tónleikahald sitt á
nýju starfsári, að þvl er segir I
frétt frá klúbbnum. Verða fyrstu
tónleikarnir hinn 16. nóvember
nk. og verða þá fluttar tvær af
flautuSónötum. Jóhanns
Sebastians Bachs auk partftu
fyrir einleiksflautu., Flytjendur
verða Manuela Wieslgr flautu-
. leikari, Helga Ingólfsdótt'ir
sembalteikari og Pétpr Þorvalds-
son sellólefkari.;' , < .
I fréttatilkyhningu K'amúier-
klúþbsins segir sjiú um vérkiij'er
flutt verða á fýíatu fúnleikunú'mi
"Á tlmum'"
að semjá tói^v'
leik. Nokkur óví
hve margar fÍájjtjtópþötúr'i.'Bach
samdi. Þær hjafá'iéf^.y'eijiú tái’dgr
sex. Af einni iir’uíít'iiiyhdfl'r aáeiris
til tveir kaflar. I þrem af sónötun-
um er leikið á sembal með flaut-
unni, en I hinum þrem er gert ráð
fyrir „basso continuo" með flaut-
unni. Til þess voru áður notuð
sembal og éitthvert bassahljóð-
færi, t.d. fagott eða „viola da
gamba“, strengjahljóðfæri svipað
litlu selló en með fleiri strengj-
um. Viola da gamba er fágætt
hljóðfæri nú og er oftast leikið á
selló I staðinn.
Flaútusónötur Bachs eru taldar
meðaf merkustu tónverka, sem
samin hafa verið fýrir flautu.
;Kammermúsíkklúbburinn beitir
,sér nú fyrir þvi, að þær verði allar
fluttar hér, líkt og hann hefur
gert’ urp .Brandenborgar-konserta
og sellpsvítur Bachs. Er ráðgert,
að þær fjórar flautusónötur sem
Framhald á bls. 18