Morgunblaðið - 05.11.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.11.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NOVEMBER 1975 11 ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Jósep Stalfn Ævisaga Stalíns komin út ÆVISAGA Jóseps Stalfns eftir J.T. Murphy er komin út í ís- lenzkri þýðingu Sverris KristJ- ánssonar. Formála skrifa Sir Stafford Cripps og höfundur. „I bók þessari rekur höfundur- inn ævi Stalíns frá bernsku hans í þorpinu Gorí í Georgíu allt til loka síðari heimsstyrjaldar,“ seg- ir á kápusíðu. „Sagt er frá náms- árum hans á prestaskóla í Tíflis og brottrekstri hans úr skólanum vegna byltingaráróðurs. Hermt er frá fyrstu árum hans í stjórnmála- baráttunni, útlegð hans I Sfberíu og flótta hans úr fangavistinni, fyrstu kynnum hans af Lenin og leynistarfi hans fyrir flokkinn, hruni keisaraveldisins 1917, til- raun Kerenskís til að koma á borgaralegri stjórn og valdatöku bolsévíka...“ Bókin er 337 bls. að stærð. Út- gefandi er Kristján Júlfusson, Reykjavík. Félög með skipulagðar skíðaferðir til Evrópu A skíðum í hlíóum Alpafjalla Eins og síöastliöinn vetur bjóöum viö nú viku og tveggja vikna skíðaferðir til Kitzbuhel og St. Anton í Austurríki á veröi frá 41.700 og 50.600 krónum. í Kitzbuhel og St. Anton eru jafnt brekkur fyrir byrjendur, sem þá bestu. Þar er verið á skíöum í sól og góðu veöri allan daginn, og þegar heim er komið, bíður gufubaö og hvíld, góöur kvöldmatur og rólegt kvöld viö arineld, - eöa upplyfting á skemmtistað ef fólk vill heldur. Morguninn eftir, snemma, er stigið á skíöin og haldiö beint upp í brekkur - svona gengur þetta dag eftir dag eftir dag, meöan á dvölinni stendur. Sem sagt, dýröleg dvöl í alþjóðlegu andrúmslofti meö fullkomnu ”apré ski”. Þeir sem velja tveggja vikna feröir, geta dvalið viku á hvorum staö ef þeir kjósa heldur. Skíðafólk leitið upplýsinga hjá söluskrifstofum okkar, ferðaskrifstofunum og umboösmönnum. FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR ÍSLAJVDS Uppblæstri o g sandf oki má verjast með plastkvoðu 23,5% aukning á freðfísk- framleiðslu SIS frystihúsa Komið er út á vegum Rann- sóknarstöðvarinnar Áss f Hvera- gerði rit um rannsóknir á meia- og sandjarðvegi, þegar plast- kvoðu er sprautað á eftir sáningu. Rannsóknirnar höfðu á hendi dr. L. Steubing prófessor og U. Kneiding, Dipl. Bil., frá Grasa- fræðideild Justus Liebing- háksólans f Giessen f Þýzkalandi, og rita þeir um niðurstöður sfnar. Ritið greinir frá tilraunum til að græða upp melajarðveg f Efri- hreppi I Skorradaishreppi, og fok- sandjarðveg I Þorlákshöfn. Sprautað var á jarðveginn plast- kvoðuupplausn til að verjast fræ-, áburðar- og jarðvegsfoki. Sam- eiginlegt með þessum tveimur til- raunastöðum var skortur á nær- ingarefnum I efstu jarðvegslögum og lega þeirra er opin fyrir vind- uppblæstri. Til að binda jarðveginn voru notuð tvö efnasambönd. Sáð var I tilraunareiti grasfræblöndu og einnig snarrótarpunti og tilraunir bornar saman. Við tilraunirnar kom m.a. fram, að áburður og agrosiláburður bæta mela- og sandjarðveg, sem hefur lítil jarðvegsefnaskipti og lélega loftun og nftrun. Einnig að við áburðargjöf og sérstaklega að viðbættu agrosil-efni jókst fóður- gildi grasanna, einkanlega hækkaði próteininnihaldið tals- vert meir en annað hráefnisinni- hald. Gróðurhúsatilraunir sýndu að þegar jarðvegshitinn lækkaði, þá minnkaði fosforuppsog gras- anna og þarmeð næringargildi þeirra. Þegar næringarefnaskort- ur er í jarðvegi komu fram alveg sérstaklega ofangreind áhrif. Niðurstöður þessara tilrauna á bersvæði og í gróðurhúsi sýna að hægt er að rækta gras með hjálp ólfkra efnasambands á vindsöm- um og uppblásnum jarðvegi, segir f skýrslunni, og einnig á eldfjalla- ösku, með því að sá grasfræi, bera áburð á og sprauta plastkvoðu- upplausn yfir til að verjast upp- blæstri og uppgufun úr jarðvegi og jarðvegsfoki líkt þvf sem á sér stað í Þorlákshöfn. VERULEG aukning hefur orðið á freðfiskframleiðslu Sambands- frystihúsa á þessu ári. Um sfðustu mánaðamót var framleiðsia á frystum bolfiski og flatfiski orðin 16,700 festir, en var 13.500 festir á sama tfma f fyrra. Aukningin er 23,5% Þessar upplýsingar eru hafðar eftir Sigurði Markússyni framkv. stj. sjávarafurðadeildar SlS f Sambandsfréttum fyrir nokkru. Hjá Sigurði kemur einnig fram, að í þessum mánuði verður vænt- anlega lokið afskipunum á freð- fiski upp f samninga þessa árs við Sovétmenn og á næstu mánuð- um verður einnig lokið við að afgreiða upp f samninga við Tékka. Til Sovétríkjanna vara f ár 23.000 lestir, sem skiptist í 17.000 lestir af flökum og 6.000 lestir af heilfrystu. Til Tékkóslóvakíu fara 3.000 lestir og er meginhluti þess magns 2.700 lestir, ufsaflök. Að vanda eru þetta sameiginlegir samningar Sjávarafurðadeildar og Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna. Sigurður Markússon gat þess sérstaklega, að freðfiskútflutn- ingurinn til Sovétrfkjanna væri verulega meiri í ár en verið hefði síðustu árin. Þannig hefði hann verið um 16 þúsund lestir á s.l. ári, en aðeins 12 þúsund lestir á árinu 1973. Al'Ol.YSINO.lSIMINN KR: JRarfltinhlabib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.