Morgunblaðið - 05.11.1975, Side 12

Morgunblaðið - 05.11.1975, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1975 yf. A QV-tutr. .n* í>i. Pai) in nEnoRiwi HERBERT H.ASÚSTSSON HUSIQUE FUNEBRE ?0R >i SOLO V0iaS.n!X£PCH0!R.*NPöR(H[51C* Í975 Titilsfða sorgarððsins, en Herbert hefur sjálfur skrifað verkið mjög listilega upp. Ljósmyndir Mbl. Frið- þjófur. listasprang Eftír Arna Johnsen Ngtt tónverk Herberts H. Ágústssonar fyrir 4 einsöngvara, hljómsveit og blandaðan kór Sorgaróður um dr. Pál og dr. Robert Herbert H. Ágústsson Herbert Hriberschek Ágústsson tónskáld hefur samið sorgaróð fyrir 4 einsöngvara, hljómsveit og blandaðan kór og er verkið samið til minningar um þá dr. Pál ísólfsson og dr. Robert A. Ottósson. Herbert hefur unnið að sa~ningu þessa verks f s.l. eitt og hálft ár og er það stærsta verk sem hann hefur skrifað hingað til. Ýmis smærri kórverk hefur hann skrifað, passfu fyrir kór og orgel, sem hann taldi þó að nokkru undanfara þessa nýja verks, en f samtali okkar um sorgar- óðinn sagði hann að samning þessa nýja verks hefði legið sér mjög á hjarta. Hér fer á eftir rabb við tónskáldið um nýja verkið: æviloka og dr. Páll einnig að ýmsum þáttum kórstarfs, m.a. Dómkórinn og Þjóðkórinn". „Hvernig byggir þú verkið upp?“ „Verkið er þannig.byggt upp að allir sálmar og kvæði sem ég nota eru f sambandi við dauð- „Enginn veit hvert sálin fer.“ Kaflinn hefst á nokkurs konar hljómslæðu og eftir nokkra takta grípa hornin inn í og túlka stef sálarinnar og þar á eftir kemur sópraninn á sama hátt inn i, en verkið er í raun og veru með jöfnum áherslum, því það er jafnvægi í mikilvægi kórs, einsöngs og hljómsveitar. Það er t.d. ekki hægt að segja að flutningur hljómsveitar- innar sé undirleikur í venju- legri merkingu, heldur sjálf- stæður þáttur i verkinu. 3. kafli byggir á sálmi eftir Matthías Johannessen úr Sálm- Um á atómöld, en þeir sálmar finnast mér hafa mikinn boð- skap að færa á okkar tímum, en þeir eru mjög frábrugðnir hefð- bundnum sálmum. Þar hefst flutningur á sálmunum með orðunum „Dauðinn er svart myrkur.“ 4. þáttur hefst á sálminum Bænin eftir Matthías Johannes- sen, en í þeim kafla er kórinn einn og án undirleiks. Þessi kafli byrjar mjög einfalt, en magnast síðan upp í 8. radda kór. I 5. kafla er fluttur Söngur- inn um 'grátinn eftir Frederico Garcia Lorca I þýðingu Baldurs Óskarssonar og upphefst á orð- unum „Svalardyrum mfnum hef ég lokað." I þessum kafla reyni ég að koma söngnum um grátinn fram, því allt snýst um hann.“ „Hefur verið rætt um flutning verksins?" „Ég hef ekki rætt um þetta við kórana hér, en það væri skemmtilegt að ræða málið. Eiginlega er þetta verk þó samið fyrir Fílharmóníukórinn, en verkið afhenti ég útvarps- stjóra í s.l. mánuði." „Hugmyndin að þessu verki fékk ég eftir andlát hinna tveggja miklu tónlistarmanna, dr. Roberts A. Ottossonar og dr. Páls ísólfssonar, en báðir voru þeir vinir mínir. Verkið sjálft er þvf af tilefninu, sorgaróður og heitir In memoriam: Musique Funébre og er fyrir 4 einsöngvara, blandaðan kór og stóra hljómsveit. Fyrir einu og hálfu ári fékk ég styrk frá Tón- skáldasjóði ríkisútvarpsins til að semja tónverk án nokkurra sérstakra skilyrða og þennan styrk notaði ég til að semja þetta tónverk. Þótti mér einnig eðlilegt að verkið yrði kórverk þar sem báðir þessir menn unnu mikið við kóra, dr. Robert með Fflharmónfukórinn, sem hann stofnaði og stjórnaði til ann. Verkið er í 5 köflum og tekur um eina klukkustund i flutningi. 1. kafli verksins byggist á 90. Davíðssálmi I—3, versi þar sem segir: „Drottinn þú hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns,“ en verkið hefst með því að höfða til upphafs lífs og endis, eða öllu heldur er það hugsað sem tjáning á slagæð lífsins, hjartslættinum og á sama hátt andar verkið. 2. kafli hefst á sálmi eftir Jóhann Hjálmarsson úr ljóða- bókinni „Nýtt lauf, nýtt myrk- ur,“ þar sem segir í upphafi: Herbert við píanóið. 4000 lögfræðingar á Al- þjóðaþingi í Washington r - Tveir Islending- ar sóttu þingið ALÞJÓÐAÞING lögfræðinga var haldið f Washington I Banda- rfkjunum dagana 12.—17. okt. s.l. og þótti nokkur viðburður, þvf að jafn fjölmennt þing lögfræðinga hefur ekki verið áður háð. Þingið sóttu lögfræðingar frá 132 þjóðum, um 2000 frá öðrum þjóðum en Bandarfkjunum og um 2000 frá 50 fylkjum Banda- rfkjanna. Alþjóðaþingið var háð á vegum stofnunarinnar „World Peace Through Law“, sem hefur að markmiði að efla frið og velsæld með aðstoð laga og er studd af Alþjóðasambandi dómara, Al- þjóðasambandi lögmanna og Al- þjóðasambandi lagaprófessora. Tveir Islendingar mættu á þing- inu, Páll S. Pálsson hrl. formaður Lögmannafélags Islands og dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl. Á meðal viðfangsefna ráðstefn- unnar voru almenn mannréttindi (og sökum kvennaársins var Iögð sérstök áhersla á jafnrétti kynj- anna), flóttamannavandamálið, Alþjóðadómstóllinn, hafréttur, hvalveiðar, mengun lofts og sjávar o.fl. ofl. Dr. Gunnlaugur Þórðarson tók þátt í umræðum og ályktunum varðandi hafréttinn og færði rök fyrir ákvörðun Islendinga um út- færslu landhelginnar í 200 sjómíl- ur. Einnig tók hann þátt í um- ræðum um hvalveiðar og benti á hve stranglega Islendingar fylgdu alþjóðlegum ákvörðunum um tak- markaðar hvalveiðar. Páll S. Pálsson hrl. tók þátt f fundarhöldum og nefndarstörfum varðandi Alþjóðadómstólinn, enda var hann skipaður fram- sögumaður og skilaði ráðstefn- unni sameiginlegri ályktun um aukið valdsvið alþjóðadómstólsins og gaf skýrslu um þingstörfin varðandi þetta mál. Þess gætti mjög, að því er ís- lendingunum þótti, að Iögfræð- ingar frá öðrum þjóðum á þinginu og ekki hvað síst dómarar, voru mjög hneykslaðir yfir þeirri ákvörðun íslensku ríkisstjórnar- innar á sinum tíma, að láta ekki mæta fyrir íslands hönd í Haag, þegar kærumál Breta á hendur okkur vegna landhelgisútfærsl- unnar var þar til meðferðar. Ráðstefnan gerði margar ályktanir um ofangreind málefni og verða þær sendar ríkisstjórn- um allra hlutaðeigandi landa. Ford Bandaríkjaforseti bauð ráðstefnufulltrúum að skoða „Hvfta húsið“ og flutti þeim ávarp, þar sem hann Iagði rfka áherslu á þýðingu þess fyrir al- menn mannréttindi og heimsfrið- inn, að lögfræðingar störfuðu saman að þessum málefnum. At- höfn þessari var sjónvarpað um Bandaríkin næsta kvöld. Margir- heimsþekktir lög- fræðingar fluttu ávörp og ræður á þinginu, svo sem forseti Alþjóða- dómstólsins, Manfred Lachs, Warren E. Burger forseti Hæsta- réttar Bandaríkjanna, Sir Philip Noel-Baker, friðarverðlaunahafi Nóbels, fyrrum ráðherra í nokkrum breskum ríkisstjórnum, og Charles S. Rhyne, hinn mikil- virki forseti Alþjóðasamtaka lög- fræðinga. (Frá Lögmannafélaginu.) Námsmenn mótmæla lánakjaraskerðingunni % Eins og fram hefur komið f Morgunblaðinu hafa samtök námsmanna, bæði heima og er- lendis, harðlega mótmælt skert- um lánakjörum námsmanna. Einkum hefur þetta komið illa við íslenzka námsmenn erlendis, og hafa Morgunblaðinu borizt all- margar mótmælaályktanir frá samtökum þeirra. 0 Þá hefur blaðinu borizt frétt frá blaðamanni við Aarhus Stifts- tidende, Axel Pedersen, þar sem hann ræðir við tvo fulltrúa íslenzkra námsmanna f Arósum, Baldur Andrésson og Ingvar Guðnason, og segja þeir þar m.a. að viðbúið sé að þeir þurfi að hætta námi f Danmörku og snúa heim þar eð þeir fái ekki námslán þau sem þeir bjuggust við. „Okkur dettur ekki í hug að snúa okkur til félagsmálastofnunar- innar í Árósum til að fá fjárhags- aðstoð," segja þeir Baldur, sem nemur arkitektúr, og Ingvar, sem er í sálfræði. „Danska rfkið hefur engum skyldum að gegna gagn- vart okkur sem útlendingum. Þegar peningarnir ganga til þurrðar verðum við að fara heim til Islands, en þar getum við ekki haldið námi okkar áfram. Sama er að segja um aðra unga íslendinga, sem hafa þurft að fara utan til að mennta sig“. I ályktun fjölmenns fundar Is- lendingafélagsins í Árósum sem blaðinu hefur borizt, er krafizt tafarlausrar afgreiðslu haustlána, ásamt því að enginn niðurskurður verði gerður á námslánum og jafnrétti til náms sé tryggt. Uppsaladeild SlNE segir m.a. f yfirlýsingu að krafan sé að úthlut- un fari þegar fram og séð sé fyrir 100% umframfjárþörf. SlNE- deildin í Bergen hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lánskjara- skerðingunni er harðlega mót- mælt, og stjórnvöld sögð flækja málið með málalengingum og svikum. Islenzkir ijámsmenn í Osló, Ási og Björgvin i Noregi kallar skerðinguna argasta aftur- hald og beina árás á menntunar- möguleika alþýðu. Samtök Islenzkra námsmanna í Lundi segja m.a. f yfirlýsingu sinni að ríkisstjórnin virtist ætla að refsa þeim námsmönnum sem „sýndu henni það óverðskuldaða traust að byggja fjárhagsáætlanir sinar á loforðum hennar". I ályktun námsmannaráðsins í Vestur- Berlfn er skerðingin sögð dæmi um „menntunarfjandsamlega stefnu“. Loks hefur Mbl. borizt ályktun nemenda búvísinda- deildarinnar á Hvanneyri, þar sem lýst er fyllsta stuðningi við réttmætar kröfur kjarabaráttu- nefndar námsmanna um fulla og tafarlausa fjárveitingu til LlN. Nýr vegnr á næsta ári Nú er nýlokið við að malbika nýja akbraut meðfram Klepps- vegi og er gert ráð fyrir, að hún verði tekin í notkun í næstu viku. Þessi vegur er fyrsti áfangi hrað- brautar á þessu svæði, og á næsta ári er jafnvel gert ráð fyrir að haldið verði áfram framkvæmd- um f Sætúni og niður í Skfllagötu. Ingi O. Magnússon gatnamála- stjóri Reykjavíkurborgar sagði f viðtali við Morgunblaðið í gær, að nú væri verið að setja kanta á nýju akbrautina við Kleppsveg. Gatnamáladeildin hefði ákveðið að einstefna yrði á akbrautum Kleppsvegar, en þessa ákvörðun ætti eftir að leggja fyrir borgar- ráð. Að líkindum yrði málið tekið fyrir borgarráði n.k. þriðjudag og vegurinn yrði opnaður upp úr því. Ingi sagði, að í fram- tíðinni ætti gamli Kleppsveg- urinn að vera húsagata og annar vegur gerður samsíða nýja veginum, þannig að þá yrði þar fullkomin hraðbraut. Hugmyndin væri að reyna að halda þessu verki áfram á næsta ári og lagt hefði verið til að leggja þá veg niður Sætún og niður í Skúlagötu, en við það myndi um- ferð minnka á Laugarnesvegi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.