Morgunblaðið - 05.11.1975, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1975
15
Spassky og Marina er þau gengu f hjónaband f Moskvu fyrir skömmu,
en þð sagdi Spassky að hún yrði aukadrottning hjá sér á skákborðinu.
Virðist drottningin hafa komið honum að góðu gagni á Alechinemót-
inu. >
Góður árang-
ur Spasskys
Moskvu, 4. nóvember, AP.
Boris Spassky, fyrrum heims-
meistari I skák, náði mjög góðum
árangri á Alechineminningar-
mótinu í Moskvu, sem Iauk f
fyrradag f Moskvu. Varð Spassky
f öðru sæti með 10 vinninga á
eftir Yefim Geller, sem hlaut 10'A
vinning. Hafði Spassky forystu f
mótinu unz að sfðustu umferðinni
kom, að hann tapaði fyrir Geller.
Þetta er fyrsta mótið, sem
Spassky tekur þátt f eftir að hann
giftist frönsku stúlkunni Marinu
Stcherbarsheff, sem var einkarit-
ari f franska sendiráðinu f
Moskvu, en sovézk yfirvöld
reyndu sem kunnugt er að koma f
veg fyrir hjónabandið þar sem
Spassky hefur verið í hálfopin-
berri ónáð frá þvf að hann tapaði
heimsmeistaratitilinum til Bobby
Fischers f Reykjavfk 1972. Röð
efstu manna á mótinu varð á eftir
Geller og Spassky, Vaganyan,
Korchnoi og Knolmov með 9 'A
vinning. Hort og Petrosjan með 9
v. Belyansky og Tal með 8‘A.
Martröð Herr-
ema á
Motnesterevin, Irska lýðveldinu,
4. nóvember, AP.
Svo virðist nú sem
ræningjar hollenzka iðju-
höldsins dr. Tiede
Herrema séu nú komnir á
fremsta hlunn með að
sleppa honum, gegn því að
fá að fara úr landi. Þetta
1500 flótta-
menn heim
til Saigon
Saigon, 4. nóvember. Reuter.
S-VIETNAM hefur sakað Banda-
ríkjastjórn um að hafa sent heim
ttl S-Vietnam frá Guam 1500
flóttamenn, án þess að sjá þeim
fyrir almennilegu fæði eða
læknishjálp á leiðinni. Voru
flóttamennirnir sendir áleiðis
heim með 20 þúsund tonna
flutnineaskipi 16. október, án
þess að samþykki S-
Vietnamstjórnar hefði verið feng-
-ið. Kom skipið til Saigon 27.
október, en daginn áður hafði
stjórn S-Vietnams samþykkt að
taka við flóttafólki af mannúðar-
ástæðum. í frétt frá Saigon segir
að fólkið hafi margt verið mjög
illa haldið af lungnabólgu og
magaveiki og að ein kona hafi
látist á leiðinni. Að sögn Rauða
krossins I S-Vietnam var enginn
bólusettur áður en farið var frá
Guam.
enda?
kom fram í dag, eftir að
milligöngumaður ræningj-
anna tveggja og lögregl-
unnar, verkalýðsleiðtog-
inn Philip Flynn, hafði
rætt við þau Marian Coyle
og Eddie Gallagher, sem
haft hafa Herrema á sfnu
valdi í rúman mánuð, þar
af tæpar þrjár vikur í um-
setnu fjölbýlishúsi í
Montasterevin.
Mun ástandið f íbúðinni vera
orðið mjög slæmt, staflar af
matarúrgangi, saur og öðru.og
mikill óþefur að sögn lögregl-
unnar. Fengu þau skötuhjú send-
ar upp birgðir af höfuðverkjatöfl-
um í dag og fréttamenn segja að
þrátt fyrir að matur hafi verið
sendur til þeirra og drykkjarföng
sé mjög af þeim dregið. Ræningj-
arnir hafa krafist þess að þrfr
skæruliðar IRA verði látnir lausir
úr fangelsi en írska stjórnin
neitaði því ákveðið.
Ford vildi velja sjálí-
ur sína ráðherra
Sovétstjórnin ánægð
Washington, 4. nóvember, AP. Reuter.
FORD Bandaríkjafor-
seti skýrði frá þvf á
blaðamannafundi sfnum
f nðtt, að Nelson Rocke-
feller varaforseti hefði
fullvissað sig um að hann
myndi styðja sig til for-
setakjörs í kosningunum
í nðvember á næsta ári.
Ford gaf þetta svar á
fundinum er hann var að
því spurður hvort hann
teldi möguleika á að
Rockefeller myndi bjóða
sig fram á móti honum.
A fundinum staðfesti forset-
inn einnig, að hann hefði vikið
James Schlesinger varnarmála-
ráðherra úr embætti og
William Colby, yfirmanni
bandarfsku leyniþjónustunnar,
CIA, og einnig að Henry Kiss-
inger utanríkisráðherra hefði
látið af formennsku f banda-
ríska öryggisráðinu og myndi
nú einbeita starfskröftum sfn-
um að utanríkisráðherraem-
bættinu. Ummæli forsetans á
fundinum bentu til þess að
Kissinger myndi halda óskert-
um völdum og að hann myndi
eftir sem áður ráða mestu um
stefnumótun og framkvæmd
utanríkisstefnu landsins. Þá
skýrði forsetinn einnig frá því
að Roger Morton viðskiptaráð-
herra hefði sagt af sér embætti
eftir 5 ára störf í stjórninni og
að hann hefði tekið lausnar-
beiðnina til greina og útnefnt
Elliot Richardson, núverandi
sendiherra Bandaríkjanna i
London, til að taka við því
starfi. Forsetinn staðfesti einn-
ig að hann hefði útnefnt
Donald Rumsfeld, yfirmann
starfsliðs Hvíta hússins, sem
varnarmálaráðherra og George
Bush, formann bandarísku
sendinefndarinnar i Peking í
stöðu yfirmanns CIA. Þá var
Brent Scowcroft hershöfðingi
skipaður formaður öryggisráðs-
ins, en hann hefur undanfarið
verið varaformaður þess og
helzti stuðningsmaður Kissing-
ers. Richard Cheney, aðstoðar-
maður Rumsfeld, verður yfir-
maður starfsliðs Hvíta hússins.
Ford lagði á það áherzlu að
tilgangurinn með aðgerðum
þessum væri aðeins sá að skipa
í þessi embætti menn, sem
hann hefði sjálfur valið, allir
forjsetar vildu hafa sitt eigið lið
til að starfa með. Bæði Shles-
inger og Colby störfuðu í ríkis-
stjórn Nixons. Elliot Richard-
son, sem síðast gegndi embætti
dómsmálaráðherra, sagði af
sér, er Nixon skipaði honum að
reka Archibald Cox, þáverandi
sérlegan saksóknara í Water-
gatemálinu. Ekki hefur verið
ákveðið hver tekur við embætti
Bush í Peking, en orðrómur er
á kreiki um að forsetinn ætli
það Hugh Scott, helzta
stuðningsmanni sfnum í öl('
ungadeildinni.
Elllot Richardson
Donald Rumsfeld
Forsetinn lauk miklu lofsorði
á þá menn, sem hann hefur nú
útnefnt í umrædd embætti og
sagðist viss um að þeir myndu
reynast sér og bandarisku þjóð-
inni mikill styrkur I starfi.
Ford lagði á það áherzlu, að
ákvörðun Rockefellers um að
gefa ekki kost á sér sem vara-
forsetaefni hefði verið hans
eigin, en lét að því liggja, að
hann hefði ekki reynt að telja
honum hughvarf.
Ef dæma má af viðbrögðum
Moskvublaðanna Pravda og
Izvestia, fagna sovézkir ráða-
menn breytingum Fords á
stjórn sinni og eru taldir bjart-
sýnir nú á möguleikana á að
hægt verði að ná samkomulagi i
SALT-viðræðunum. Hálfopin-
berar heimildir f Moskvu í dag
hermdu að Sovétstjórnin teldi
að Rumsfeld yrði nær skoðun-
um Fords og Kissingers en
Schlesinger var, en hann var á
öndverðum meiði við utanríkis-
ráðherrann um stefnuna í
,,detente“ og um SALT-
viðræðurnar. Schlesinger hefur
undanfarna mánuði verið
nefndur í sovézkum fréttaskýr-
ingum sem einn af (jvinum
„detente".
• DONALD RUMSFELD er 43
ára að aldri og var þingmaður í
fulltrúadeildinni og sendiherra
hjá NATO áður en Ford
kvaddi hann til starfa f Hvíta
húsinu. Hann er talinn harð-
duglegur og framgjarn repú-
blikani, en mjög aðgengilegur
og honum hefur mikið verið
hrósað fyrir skipulagshæfileika
og að hafa Hvfta húsið opið, en
ekki einangrað, eins og það var
á timum Nixons. Hann hefur
verið einn nánasti ráðgjafi
Fords. Hann er fyrrverandi
herflugmaður og sendiherra
Bandarikjanna hjá NATO i
Brílssel, þar sem hann fékk orð
fyrir að vera ákveðinn maður
og mjög harður hvatamaður að
auknum vörnum vesturlanda
gagnvart auknum hernaðar-
mætti Sovétrfkjanna. Gert er
ráð fyrir að hann muni fylgja
þessari stefnu, er hann tekur
við embætti varnarmálaráð-
herra.
• GEORGE BUSH, hinn nýi
yfirmaður CIA er einnig fyrr-
verandi þingmaður og var
sendiherra Bandarikjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum um tima.
Hann er Texasmaður af auð-
ugum ættum og er talinn ákveð-
inn, alvörugefinn og framgjarn.
Hann hefur áunnið sér mikið
álit og virðingu í viðkvæmum
störfum f Peking, en sú staða er
talin ein erfiðasta fyrir banda-
ríska diplómata. I Peking hefur
hann ferðast um borgina á reið-
hjóli og komið mjög oft fram
opinberlega. Bush er 51 árs.
• ELLIOT RICHARDSON,
fyrrum dómsmálaráðherra,
snýr aftur til Washington með
mikla reynslu. Richardson kom
út úr Watergatehneykslinu
með fullum sóma, er hann sagði
af sér í stað þess að hlýðnast
fyrirskipun Nixons um að reka
Archibald Cox og hefur verið
nefndur í sambandi við hugsan-
legt forsetaframboð. Richard-
son verður einn reyndasti ráð-
herrann f stjórn Fords, því að
auk domsmálaráðherraem-
bættisins gegndi hann um tíma.
embætti varnarmálaráðherra
og heilbrigðisráðherra. Hann er
55 ára að aldri, fæddur í Boston
og hlaut menntun sfna við
Harward. Fjölskylda hans í
Boston er f hópi hinna virtustu
á borð við Cabot, Lowell og
Lodgefjölskyldurnar.
Washington Post í leiðara:
„Von um að öldungadeild-
in stöðvi 200 mílurnar”
Washington, 4. nóvember. AP.
BANDARÍSKA stórblaðið
Washington Post fjallar um fisk-
veiðilögsögumálin f leiðara f dag
og mælir gegn einhliða útfærslu
Bandarfkjanna f 200 mflur. 1
leiðaranum segir blaðið:
„Vandaður málflutningur öld-
ungadeildarþingmannsins Mike
Gravel (demókrati frá Alaska),
hefur veitt vissa von um að frum-
varpið um einhliða útfærslu
bandarfsku fiskveiðilögsögunnar
f 200 mflur, sem samþykkt var f
fulltrúadeildinni með 208 at-
kvæðum gegn 101, verði þæft f
öldungadeildinni. Fyrir þá hags-
muni Bandarfkjamanna að stuðla
að alþjóðlegu samkomulagi um
hafréttarmál hefur frumvarp
þetta alla tíð verið vandræða-
frumvarp, sem óhjákvæmilega
hvetur til sams konar einhliða
aðgerða af hálfu annarra strand-
rfkja og grefur undan yfir-
standandi hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna."
Síðan segir Washington Post:
„En bæði andstæðingum og
stuðningsmönnum hefur enn-
fremur verið ljóst að ekki er fyrst
og fremst um að tefla alþjóðalög
og diplómatíska hagsmuni varð-
andi þessa aðgerð. Frumvarpið
felur miklu fremur í sér djúpar,
örvæntingarfullar og réttmsetar
áhyggjur bandarískra sjómanna
af ástandi sem krefst þess að kom-
ið sé í veg fyrir stöðuga rányrkju
fullkominna úthafsflota annarra
þjóða á fiskimiðum undan strönd
Ameríku, einkum af hálfu Sovét-
rikjanna og Japans. Andspænis
aðkallandi fjárhagsvanda af
þessu tagi, sem speglast í
rýrnandi afla og verði, ásamt
vaxandi atvinnuleysi í þessari at-
vinnugrein, hafa önnur upp-
hafnari áhyggjuefni lítið að segja.
Nákvæmlega í þessu liggur mikil-
vægi málflutnings Gravels
öldungadeildarþingmanns. Með
nýjum tölum sem sannfærðu jafn-
vel áköfustu fylgismenn 200
mílna frumvarpsins færði hann
rök að þvf að dregið hefur úr
ofveiði útlendinga, og líklegt er
að unnt sé að draga enn meir úr
henni, með alþjóðlegum samning-
um sem þegar eru til og með
skjótum viðræðum um nýja
samninga. Gömul reynsla banda-
rískra sjómanna af loforðum um
fiskvernd hefur veitt þeim ríka
ástæðu til að vera á varðbergi
gagnvart diplómatiskum viðræð-
um. En nýlegri reynsla hefur hins
vegar gefið fyrirheit um hald-
betri árangur."