Morgunblaðið - 05.11.1975, Side 22

Morgunblaðið - 05.11.1975, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÖVEMBER 1975 Minning: Svavar Helgason framkvœmdastjóri Fæddur 18. maí 1931 Dáinn 26. okt 1975. Þau sorgartíðindi bárust stjórn Sambands íslenskra barnakenn- ara mánudaginn 27. okt. s.l., að tveir stjórnarmanna hefðu látist af slysförum kvöldið áður. Það tók Iangan tíma að átta sig á því og trúa að Svavar Helgason og Þórhildur Jónasdóttir væru iátin. Nokkrum dögum áður hafði stjórnin undirbúið fundahöld með barnakennurum víðs vegar um landið, og stjórnarmenn höfðu skipt með sér að sækja fundina. Það kom í hlut þeirra Svavars og Þórhildar að sjá um fundahöldin á Vestfjörðum og þau voru á heimleið, er bifreið þeirra fór út af veginum við Vatnsdalsá í Vatnsfirði á Barða- strönd með fyrrgreindum afleið- ingum. Við, sem eftir lifum, eigum æði erfitt með að sætta okkur við það, þegar fólk er hrifið burt mitt úr dagsins önn, fólk sem er fullt af starfsorku og sem virðist eiga ólokið ótalverkefnum. Frammi fyrir slíkum atburðum finnum við '. al hvað við erum lítil og \ anmegnug. Við drupum höfðu í auðmýkt og reynum að hugga okkur við það, að Svavar og Þór- hildur hafi verið kölluð til starfa að háleitari og göfugri verkefnum en við í skammsýni okkar hugð- um bíða þeirra okkar á meðal. Svavar Helgason fæddist 18. maí 1931 i Haukadal í Dýrafirði, sonur hjónanna Bergljótar Bjarnadóttur og Helga Pálssonar kennara. Þar ólst hann upp í mannvænlegum, samhentum syst- kinahópi og vandist öllum venju- legum störfum eins og þau tíðkuð- ust við sjó og í sveit á þeim tím- um. Svavar stundaði nám í Núps- skóla og lauk landsprófi þaðan árið 1951. Þaðan lá leiðin í Kenn- araskólann og vorið 1954 útskrif- aðist hann sem kennari. Hann hóf kennslu þegar næsta haust við Skóla ísaks Jónssonar. Um þær mundir var Breiðagerðisskólinn í Reykjavfk að taka til starfa og þangað réðst Svavar kennari haustið 1955. Það kom fljótt í ljós, að hér var vaskur maður á ferð. Hann var glæsimenni bæði í sjón og raun, fullur velvildar og ætíð boðinn og búinn að rétta hjálparhönd. Hann var farsæll kennari og gagn- kvæmt traust ríkti milli hans og nemenda. Það kom líka af sjálfu sér, að kennarar fólu honum for- ustuhlutverk í félagsmálum sín- um. Hann var ungur kjörinn til að sitja þing barnakennara og jafn- framt var hann kosinn fulltrúi þeirra á þing Bandalags starfs- manna ríkis og bæja. Svavar átti sæti í stjórn Stéttar- félags barnakennara í Reykjavík á árunum 1960—1962 og var um skeið formaður félagsins. Árið 1964 var hann kjörinn í stjórn Sambands íslenskra barna- kennara og átti sæti þar óslitið upp frá því. Hann var varafor- maður samtakanna 1972—1974. Svavar átti sæti í stjórn Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja frá árinu 1970, og hann var fulltrúi barnakennara í stjórn lífeyris- sjóðs stéttarinnar. Framkvæmda- stjóri Byggingarsamvinnufélags barnakennara var hann frá árinu 1970. Árið 1967 var Svavar ráðinn framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra barnakennara. Starfsemi samtákanna var f örum vexti og mönnum var ljóst, að sæti fram- kvæmdastjóra yrði að vera vel skipað. Svavar brást heldur ekki vonnm manna Hann vann að mnl- efnum samtakanna af heilum hug og sparaði þá hvorki tíma né fyrirhöfn, ef því var að skipta. Ilæfileikar hans voru líka ótvíræðir. Hann var greindur og athuguli og framkoman á þann veg, að menn gátu leitað til hans með hvers kyns málefni. Starf framkvæmda- stjórans reyndist líka mjög eril- samt, en Svavar tók öllum með sama hlýja viðmótinu og greiddi götu þeirra með lagni og festu. Hann tók ekki ákvarðanir nema að vel yfirlögðu ráði en hélt vel á málum, þegar hann hafði myndað sér skoðun á hlutunum. Þess vegna var svo ánægjulegt að vinna með honum að lausn mála. Svavar kom oft fram sem full- trúi stéttar sinnar, bæði innan- lands og á erlendum vettvangi og þá komu mannkostir hans vel í ljós. Hann vakti athygli manna með fágaðri framkomu og drengi- legum málflutningi og ávann sér traust þeirra er honum kynntust. Svavar vár tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Guðmunds- dóttir og eignuðust þau þrjú börn: Ásgerði Stefaníu, f. 11. jan. 1953. Hún er gift Poul Michead og eru þau búsett í Main í Bandaríkj- unum. Þau eiga tvær dætur. Sólveigu, f. 6. des. 1954. Hún vinnur í Samvinnubankanum og Jakob Guðmund f. 25. okt. 1959. Hann vinnur hjá ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. Guðrún og Svavar slitu samvist- um árið 1969. Árið 1971 kvæntist Svavar eftir- lifandi konu sinni Unni Bjarna- dóttur kennara við Vörðuskólann. Þau höfðu að mestu lokið við að reisa einbýlishús að Fornuströnd 5 á Seltjarnarnesi af miklum dugnaði þar sem þau höfðu búið sér hlýlegt og fallegt heimili. Svavar bar mikla umhyggju fyr- ir börnum sínum og samband hans við þau var náið og traust. Á sama hátt varð hann Brynjólfi og Jónu Elvu, börnum Unnar, hollur vinur og góður heimilisfaðir. Samband fslenskra barnakenn- ara hefur misst traustan forustu- mann og farsælan framkvæmda- stjóra, sem hefur öðrum fremur mótað stefnu samtakanna undan- farin ár. Skarð hans verður vand- fyllt. Við nánustu samstarfsmenn hans í stjórn sambandsins sjáum á bak góðum vini og félaga. Við blessum minningu hans og þökkum öll störf hans i þágu kennarastéttarinnar. Við vottum aðstandendum, elskulegum foreldrum, konu og börnum ásamt öðrum ástvinum innilega samúð. Guð gefi, að ljós góðra minn- inga um mætan mann lýsi þeim og ylji á dimmum dögum. Ingi Kristinsson Þe'gar Svavar Helgason er með svo skyndilegum hætti horfinn af sviði hins daglega lífs og sam- fylgdinni við hann er lokið, fer ekki hjá því að hvarf hans snerti mjög flesta félaga í stétt barna- kennara í Reykjavík, enda voru störf hans mörg undanfarin ár helguð okkur og unnin til hags- bóta fyrir okkur. Ungur að árum valdist Svavar til forystu í S.B.R. og reyndist þar ötull og fylginn sér, en jafnframt sanngjarn og hófsamur f viðhorf- um til manna og málefna. Er Svavar hóf störf fyrir S.Í.B., komu þessir kostir hans enn ber- legar í Ijós, enda naut hann óskor- aðs trausts allra sem til hans leit- uðu — allra vanda vildi hann leysa, ef unnt mátti reynast. Þekking hans á stöðu, kjörum og réttindum kennarastéttarinnar var viðurkennd af öllum, fyrst og fremst kennurum sjálfum, en ekki síður af þeim fjölmörgu aðil- um, sem hann átti samskipti við fyrir hönd kennara. Fyrir óeigingjarnt starf hans í þágu reykvískra kennara og fyrir einstaka velvild og hjáipfýsi í garð félags okkar, þökkum við nú af heilum hug. Um leið vottum við fjölskyldu hans dýpstu samúð okkar og ein- læga hluttekningu. Stjórn S.B.R. Fyrir tuttugu árum tók Breiða- gerðisskólinn til starfa hér í Reykjavík. Kennararnir, sem þar hófu störf, komu víða að og voru á ýmsum aldri. En aldursmunur og ólíkar skoðanir innan þessa hóps komu ekki í veg fyrir, að þarna myndaðist samstillt lið, glaðvært og frjálslegt. Sá, sem fljótlega valdist þar til forystu var Svavar Helgason. Það þurfti engan að undra. Mannkostir hans, góðvild og glæsimennska gerðu hann sjálfkrafa að foringja, hvar sem hann fór. Sem kennari var hann einnig frábær. Nemendurnir hændust að honum og skilningur og trúnaðartraust rikti milli hans og þeirra. Svavar hafði mikinn áhuga á félagsmálum og var kos- inn í margar trúnaðarstöður inn- an kennarasamtakanna. Þar reyndist hann dugandi baráttu- maður, traustur og úrræðagóður. Síðustu árin hætti hann kennslu en gerðist í staðinn framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra barna- kennara. Þar var réttur maður á réttum stað. Allir þeir fjölmörgu, sem til hans leituðu, fengu góða úrlausn sinna mála, veitta af alúð og prúðmennsku. Við barnakennarar höfum misst einn af okkar bestu mönn- um. Skarðið, sem nú hefur mynd- ast í forystusveit okkar verður vandfyllt. En sárastur er þó miss- ir ástvinanna. Eiginkonu börnum, foreldrum, systkinum og ástvin- um öllum vottum við dýpstu sam- úð. Við þökkum Svavari Helga- syni samstarfið og samfylgdina. — Blessuð sé minning hans. Kennarar Breiðagerðisskóla. I þrjú skipti hefi ég átt leið um Dýrafjörð. I öll þau skipti skartaði hann sfnu fegursta, svo að allt um- hverfið heillaði. 1 eitt skiptið fórum við ferðafélagarnir að skoða Skrúð, garðinn, sem séra Sigtryggur á Núpi gerði. Þar blómguðust nú fögur lauftré og stæðileg barrtré, sem gáfu von um, að gróðurmáttur íslenskrar moldar væri þess umkominn á klæða jafnvel berangur grænum skógi. Mér fannst hugblær af skólastörfum séra Sigtryggs og hugsjónum hans enn svífa yfir staðnum og héraðinu. Á leiðinni fram að Núpi varð mér tíðlitið yfir fjörðinn tij Haukadals, þar sem Svavar Helgason, sem við kveðjum f dag hinstu kveðju var fæddur og upp alinn. Þau hug- hrif, sem ég varð fyrir þarna koma upp I hugann, þegar ég minnist Svavars. í Haukadal ólst Svavar upp á heimili foreldra sinna Helga Páls- sonar og Bergljótar Bjarnadóttur ásamt systkinum sínum Andreu, Guðmundu og Bjarna. Helgi faðir hans, sem var kennari í Haukadal og Keldudal í mörg ár stundaði jafnframt sjósókn og hafði búfé til búdrýginda. Svavar kynntist þannig búskaparháttum til sjós og lands í uppeldi sínu á þessu menningarheimili, sem mótaði hann í bernsku. Það kom fljótt f ljós að Svavar var góðum gáfum gæddur og lá Ieiðin því í Núps- skólann þar sem hann lauk lands- prófi. Þaðan hélt hann í Kennara- skólann og lauk þaðan kennara- prófi vorið 1954. Kennslu stund- aði hann síðan í allmörg ár þar til hann var framkvæmdarstjóri Sambands fslenskra barnakenn- ara, en þvf starfi gegndi hann til dauðadags. Svavar vakti alls staðar athygli fyrir glæsimennsku og prúð- mannlegt fas. Hitt var þó mikil- vægara, að allir, sem honum kynntust, mátu hann mikils fyrir mannkosti og drengskap. Hann hafði mikinn áhuga á félagsmál- um og óx orðstir hans þar með hverju ári. Hið ágæta upplag hans hefur sjálfsagt ráðið þar mestu um, en ég er viss um, að hið góða heimili, sem hann ólst upp á, og þau áhrif, sem hann varð fyrir f skóla séra Sigtryggs hafi þar og nokkru ráðið. Atthagarnir áttu líka mikil ítök í Svavari. Hann var virkur félagi í Dýrfirðingafélag- inu og formaður þess um árabil, og fannst mér andi ungmennafé- lagshreyfingarinnar vera leiðandi afl í því starfi hans. Svavar var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni Guðrúnu Guð- mundsdóttur átti hann þrjú börn, Asgerði, sem er gift og búsett f. Bandaríkjunum, Sólveigu, sem er ógift og búsett í Reykjavfk og Jakob, sem er á heimili móður sinnar. Sfðari kona Svavars ér Unnur Bjarnadóttir kennari og höfðu þau reist sér fagurt heimili að Fornuströnd 5 á Seltjarnar- nesi. Börnum Unnar, Brynjólfi og Elfu, reyndist Svavar sem ástrfk- ur faðir og félagi svo sem hann ætíð var sínum eigin börnum. Svavars er nú sárt saknað af okkur systkinum Unnar, tengda- móður hans og fjölskyldum okk- ar. Við vottum Unni, börnunum, foreldrum hans og systkinum dýpstu samúð í þeirra miklu sorg. Bjarni Kristinn Bjarnason. Skjótt hefur sól brugðið sumri. Svavar Helgason er allur langt um aldur fram. Þrátt fyrir viss- una um ómælisbilið mill lífs og dauða koma andlátsfregnir jafn- an að manni varbúnum og ekki síst ef um er að ræða náinn ætt- ingja, vin eða samstarfsmann. Þess vegna kom fregnin um and- lát vinar okkar, Svavars svo óvið- búið sem hvirfilvindur á kyrrum sólskinsdegi. Svavar Helgason, kennari, var síðustu árin framkvæmdastjóri Sambands íslenskra barnakenn- ara og í samstarfi við hann að málum kennara kynntist ég hon- um, fyrir utan margar ferðir og aðrar ánægjulegar stundir, sem við hjónin nutum í samvistum við hann og eiginkonu hans, Unni Bjarnadóttur. Ég er viss um, að ég mæli fyrir munn allra okkar í stjórn Lands- sambands framhaldsskólakenn- ara þegar ég fullyrði að betur gerður maður til félagsstarfa sé vandfundinn. Lipur í samstarfi, tillögugóður, rólegur og yfirveg- aður og traustastur þegar mest reyndi á. Hlýleg og aðlaðandi framkoma hans átti einnig stóran þátt í þvl trausti, sem allir sam- starfsmenn báru til hans. Ég minnist þess að á síðasta ferðalag- inu sem við fórum á vegum fé- lagssamtaka fyrir mánuði síðán hafði einn af okkur félögum orð á því við hann, að það væri eitthvað í framkomu hans og viðmóti sem gerði það að verkum að hann bæri meira traust til hans en nokkurs annars sem hann hefði samskipti við utan slns heimilis. Reyndar gæti hann ekki skil- greint I hverju það lægi. Og það var einmitt þetta I fari Svavars, þetta óskilgreinda, óútskýrða, sem vakti traust og tiltrú. I samstarfi kennarafélaganna S.I.B. og L.S.F.K. átti Svavar einna drýgstan þátt I þvl að það hefur farið vaxandi og verið hnökralaust. Áhugi hans á því samstarfi byggðist fyrst og fremst á því að með sterkri félagslegri stöðu allra kennara I landinu mætti gera stóra hluti til að treysta stöðu þeirra og ekki slður til eflingar skólastarfsins I heild. Það er því með miklum söknuði og eftirsjá að við félagar hans og samstarfsmenn I L.S.F.K. kveðj- um hann hinstu kveðju. Eftir stendur vandfyllt skarð. Þótt eftirsjáin gagnvart starfi á sviði félagsmála sé mikil verður hún þó ómælanlega gagnvart vin- inum og félaganum Svavari. Sárastur verður þó harmurinn hjá eiginkonu hans Unni Bjarna- dóttur, foreldrum hans, börnum og systkinum. Það sem má sín mest gegn harmi og söknuði er minningin um góðan dreng sem eflaust hefur haft góða heim- > komu I fyrirheitna landið. Ég og kona mín vottum þeim okkar inni- legustu samúð og biðjum þann sem öllu ræður að blessa þau og vernda. Við kveðjum þig einnig Svavar og þökkum allt sem þú veittir okkur. Hjá okkur lifir minningin um fölskvalausa vináttu og mörg atvik frá ógleymanlegum sam- verustundum. Ólafur S. Ólafsson. Svavar kæri vinur. Að þú sért horfinn frá okkur er svo ótrúlegt að draumi er lfkast. Kannski elska guðirnir þá sem deyja ung- ir. Sé svo verður léttbærara að sjá á bak góðum vini og góðum dreng. Ég minnist allra samverustund- anna með þér og Unni. Glaðværð- in, einlægnin og styrkurinn, það voru þínir eiginleikar og þannig vil ég minnast þín. Guð styrki Unni og styðji I sorg hennar og söknuði. Inga. Sumarið hafði kvatt. Vetrardag- nrinn fyrsti liðið og minnt okkur á að skipt hafði skilum. Hugir yorir setja sig I varnar- stöðu því skuggarnir lengjast. Okkur finnst við vera viðbúin, því betur sem við höfum aldur til að minnast tímanna rásar. En hversu algjört er vanmætti vort eigi að síður, þegar fregnin um hörmulegt slys berst oss til eyrna? Svavar Helgason er dáinn. Sam- herji hans, ung kona og móðir líka. Dauðaslys, — og harmurinn er fullgjör. Alúð og áhugi til að vinna stétt- arsystkinum sínum gagn, var Ijós- ið sem kvatt hafði þau til þessarar ferðar er varð þeim jarðnesk leið- arlok. Dýrfirðingafélagið þekkti þessa alúð Svavars Helgasonar, hann hafði verið formaður þess, og helgað þvi marga stund af tíma sínum og heimili hans veitt af rausn þeim er hann kvaddi til, og lagði á ráðin svo hver vandi mætti leysast. Hann var sannur I velvild sinni til félagsins. Breyttir þjóðfélagshættir hafa verið að þrengja félagsmálastakk- inn I landi voru. Það var fjarri Svavari að gefast upp. Hann kvatti til samheldni og þolin- mæði, þó harðdrægt virtist stund- um að ná árangri. Hann var fé- lagsmálamaður og verkefnin hlóð- ust að honum úr mörgum áttum. Hann lét nýlega af formanns- starfi þessu, en var hinn góði fé- lagi þess eigi að síður. Vor litla þjóð er harmi slegin við blóðtöku sem þessa. Svavar Helgason var glæsimenni að allri sýn. Við munum hann þannig samherjarnir og gleymum ekki hvað handtak hans var traust og innilegt, þá við sóttum hann heim. Hann hnígur nú til moldar fjarri Haukadalnum og Dýrafirði, sem hann unni svo mjög. Vor vanmáttug sýn, fær eigi greint lengd rótarinnar er moldin geymir, en við vitum að hún er til, og að hún mun bera nýja kvisti. Yfir þennan hinnsta hvílustað vinar og félaga breiðum við alúð- arþakkir fyrir hugljúfa samfylgd sem engin mannleg skynsemi fær greint hvers vegna varð ekki lengri Atthagafélag okkar, vottar eft- irlifandi fjölskyldu hans dýpstu samúð I þeirra þungbæru sorg. Einnig sendir félagið ástvinum Þórhildar Jónasdóttur, er hin grimmu örlög lustu sama höggi alúðarfyllstu hluttekningu. Stjórn Dýrfirðingafélagsins. Eftir að Svavar Helgason hafði lokið kennaraprófi 23 ára að aldri vorið 1954 hóf hann kennslustörf hér I Reykjavík, og var hann virt- ur kennari. Hefur góð menntun hans til starfsins, prúðmannleg framkoma, festa og góðvild vafa- laust komið honum að góðum not- um I þvl starfi. Svavar hóf ungur afskipti af félagsmálum, og nutu kennara- samtökin og heildarsamtök opin- berra starfsmanna einkum starfa hans á því sviði. Mannkostir Svavars urðu til Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.