Morgunblaðið - 05.11.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.11.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NOVEMBER 1975 13 ™ Lagaskylda BSRB að skipa fulltrúa í Kjaradóm í SVARI fjármálaráð- herra, Matthíasar Á. Mathiesen, við fyrirspurn um starfhæfni kjaradóms, eftir að fulltrúar BSRB hafa sagt sig úr dómnum, kom fram, að á banda- laginu hvíldi lagaleg skylda þess efnis að nefna dómanda og varadómanda í Kjaradóm, er sitja skuli til fjögurra ára í senn, og á það yrði að reyna, er dóm- urinn kæmi saman, hvort þessari lagaskyldu yrði fullnægt. Fyrirspurnir Gylfa Þ. Gfslasonar Fyrirspurnir GÞG voru sem hér segir: 1. „Telur fjármálaráðherra, að kjaradómur sé starfhæfur og fær um að kveða á um laun opinberra starfsmanna, eftir að fulltrúar þeirra hafa sagt sig úr dómnum?" 2. „Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við því ástandi, sem nú hefur skapast varðandi launamál opinberra starfsmanna?" Þann 17. október s.l. barst ráðu- neytinu bréf frá fulltrúum og varafulltrúum BSRB í Kjaradómi og Kjaranefnd þar sem einstakl- ingar þessir sögðu af sér störfum I Kjaradómi og Kjaranefnd. I framhaldi af bréfi þessu skrifaði ráðuneytið Bandalagi starfs- manna rlkis og bæja svofellt bréf: Bréf ráðuneytisins „Fjármálaráðherra hefur borist bréf, dags. 17. þ.m., undirritað af fulltrúa og varafulltrúa BSRB I Kjaradómi, þeim Inga Kristins- syni og Þórhalli Halldórssyni, og fulltrúa og varafulltrúa BSRB í Kjaranefnd, þeim Kristjáni Thorlacíus og Sólveigu Olafsdótt- ur, þar sem þessir einstaklingar segja af sér störfum í Kjaradómi og Kjaranefnd. Bandalag starfsmanna rfkis og bæja er viðurkennd heildarsam- tök skv. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 46/1973 og hvílir þvi á banda- laginu sú skylda að nefna dómanda og varadómanda í Kjaradóm, sbr. 15. gr. laga nr. 46/1973 og nefndarmann og vara- mann I Kjaranefnd, sbr. 24. gr. sömu laga. I báðum tilvikum skal skipun gilda til fjögurra ára I senn. Skipunartími þeirra full- trúa BSRB, sem áður voru nefnd- ir bæði í Kjaradómi og Kjara- nefnd er frá 1. október 1973 til 30. september 1977, og er því ein- ungis liðslega hálfnaður. Með vlsan til þess, svo og þess að ljóst er að BSRB er lögskylt að nefna og eiga fulltrúa I Kjara- dómi og Kjaranefnd er banda- laginu hér með tilkynnt, að fjár- Matthlas Á Mathiesen fjármálaráðherra. málaráðherra telur, að afsagnir ofangreindra fulltrúa BSRB I Kjaradómi og Kjaranefnd geti þá fyrst verið teknar til greina, er BSRB hefur nefnt aðra fulltrúa I þeirra stað. Þeim einstaklingum, sem hér eiga hlut að máli, hefur I dag verið sent afrit þessa bréfs. Svar BSRB. Þessu bréfi svaraði BSRB með eftirfarandi bréfi, dags. 31. okt.: „Bandalaginu hefur borist bréf ráðuneytisins, dags. 30. þ.m., varðandi úrsögn fulltrúa BSRB úr Kjaradómi og Kjaranefnd. I tilefni af þessu vill bandalagið staðfesta, að úrsögn fulltrúa þess úr hinum lögskipuðu gerðardóm- um var samkvæmt einróma álykt- un á sameiginlegum fundi stjórnar BSRB, samninganefndar og verkfallsréttarnefndar banda- lagsins 16. þ.m.“ Eins og fram kemur I bréfi ráðuneytisins litur ráðuneytið svo á, að BSRB eigi enn fulltrúa I Kjaranefnd og Kjaradómi. Þar sem dómurinn hefur enn ekki verið kvaddur saman slðan bréfa- skipti þessi áttu sér stað hefur ekki á það reynt, hvort Bandalag- ið ætli að virða gildandi lög um kjarasamninga eða ekki. Þvf verð- ur ekki að óreyndu trúað, að BSRB fari ekki að gildandi lögum I þessu efni. Tfminn notaður til sáttaviðleitni Kjaramál BHM og BSRB eru nú til meðferðar hjá Kjaradómi. Með kjaradeilur þessar er þvl farið skv. ákvæðum laga. Engu að sfður verður áfram reynt að ná sam- komulagi, eftir þvf sem tök og aðstæður leyfa. Frestur Kjara- dóms til dómsuppkvaðningar er til nk. áramóta. 57 sveitarfélög með 355 leiguíbúðir: Heildarlán til kaupa á eldri íbúðum tvöfölduð Umsækjendur um húsnæðismálastjórnarlán, sem skiluðu lánsumsókn fyrir 1. febr. sl. og fok- heldisvottorði fyrir 31. marz sl., fengu frumlán 1. september sl. Þeir, sem skilurðu fokheldisvottorð- um fyrir 31. maí sl. fá frumlán eftir 10. nóv. nk. Ákvörðun um lánveitingar vegna síðar kominna láns- umsókna, sem uppfylla öll skilyrði, verður væntan- lega tekin fyrir áramót nk. — 110 m.kr. hefur þegar verið sem lánsfé til kaupa á eldri fbúðum. — 57 sveitarfélög hafa fengið heimild til að hefja tækni- Iegan undirbúning vegna byggingar 355 leiguíbúða. Þetta kom fram í svari Gunnars Thoroddsen fjár- málaráðherra í sameinuðu þingi f gær, er hann svar- aði fyrirspurn frá Helga F. Seljan um lánamál Hús- næðismálastjórnar. Svör og fyrirspurnir far hér á eftir. Fyrirspurnin er i þrem liðunn svohljóðandi: 1. Hverjar eru horfur á af- greiðslu nýrra lána (fyrsta hluta) fram til áramóta? Við hvaða dag- setningu fokheldisvottorða verð- ur lánveiting fyrir áramót miðuð? 2. Hvenær má vænta afgreiðslu lána til eldri íbúða, sem sótt var um fyrir 1. október s.l.? 3. Til hve margra leigulbúða á vegum sveitarfélaga hefur leyfi verið veitt til þessa dags? Hve margar þeirra hafa fengið fulla fjármagnsfyrirgreiðslur? Svör: í. Húsnæðismálastjórnar- lán Húsnæðismálastjórn hefur tek- ið ákvörðun um afgreiðslu lána til þeirra, sem höfðu lagt inn um- sóknir um lán fyrir 1. febr. s.l., þannig að þeir, sem lögðu fram AiMnci fokheldisvottorð á tfmabilinu frá 1. janúar til 31. mars fengu frum- lán eftir 1. september s.l. en þeir, sem skiluðu fokheldisvottorðum á tímabilinu frá 1. apríl til 31. maí, fá sín frumlán afgreidd eftir 10. nóvember n.k. . Bráðlega mun verða tekin ákvörðun um lánveitingar til þeirra, sem Iögðu inn umsóknir eftir 1. febrúar s.l. og þá endan- lega ákveðið við hvaða dagsetn- ingar fokheldisvottorða verði Gunnar Thoroddsen félagsmálaráðherra. miðað I sambandi við lánveitingar fyrir áramót. 2. Lán til kaupa á eldri fbúðum Á þessu ári hefur þegar farið fram ein úthlutun lána til þeirra, sem sóttu um lán til kaupa á eldri íbúðum fyrir 1. apríl s.l. Nam sú lánveiting samtals 110 milljónum króna. Um þessar mundir er að hefjast undirbúningur að lánveit- ingu þeim til handa, er sóttu um lán til kaupa á eldri íbúðum fram að 1. júlí s.l. Er þar um að ræða talsverðan fjölda lánsumsókna. A sl. ári samþykkti Alþingi sam- kvæmt tillögu félagsmálaráð- herra, að húsnæðismálastjórn væri heimilt að verja allt að 160 millj. króna lánveitingar á árí hverju vegna kaupa á eldri íbúð- um og er það hækkun um 100%, eða úr 80 millj. kr. 1160 millj. kr. Húsnæðismálastjórn mun eftir þvl sem frekast er unnt, láta þá umsækjendur sitja fyrir um greiðslur á þessu hausti, sem lögðu fram lánsumsóknir fram að 1. júli s.l. 3. Leiguíbúðabyggingar a. 57. sveitarfélögum hefur ver- ið veitt heimild til að hefja tækni- legan undirbúning vegna bygg- ingar samtals 355 íbúða. Þegar húsnæðismálastjórn hef- ur heimilað sveitarstjórn að hefja Framhald á bls. 18 innréiJ:i Grensásvegi 3 - Sfmi 83430 Við bjóðum SHANGRI — LA i tveimur mynstrum og sjö 0 litaafbrigðum. SHANGRI-LA er heiti á bráðfallegum enskum rýjateppum, sem hlutu 1. verðlaun »^fc> á stærstu ^ teppasýningu Bretlands þessu ári. SHANGRl—LA fæst aðeins hjá okkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.