Morgunblaðið - 05.11.1975, Page 23

Morgunblaðið - 05.11.1975, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1975 23 Minnst: Guðrúnar Hafliðadótt- ur frá Felli í Mýrdal Guðrún Hafliðadóttir hefði í dag orðið níutíu ára ef hún hefði lifað, en hún lifir ekki lengur á meðal okkar, en minning hennar lifir í hugum okkar, sem þekktum hana. Hún opnaði heimili sitt og hjarta fyrir mér þegar ég, ung stúlka varð meðlimur í fjölskyldu hennar, og hún reyndist mér alla tíð, sem hlý og góð tengdamóðir, og barnabörnunum sem ástrík og elskuð amma: Alltaf var hún hjálpfús og Laugardaginn 1. nóv. var til moldar borinn frá Sauðárkróks- kirkju Kjartan Haraldsson bif- reiðarstjóri, Grundarstíg 26 þar í bæ. Foreldrar Kjartans voru Har- aldur Jóhannesson nú bóndi á Bakka í Viðvíkursveit og Anna Bergsdóttir kona hans en þau bjuggu um 15 ára skeið á Frosta- stöðum í Blönduhlíð og þar var Kjartan fæddur hinn 18. septem- ber 1928, og var því rétt orðinn 47 ára er hann lézt, 22. október s.l. eftir frekar stutta en stranga sjúkdómslegu. Þeir voru frekar fáir, af hinum mörgu sem heim- sóttu hann í Borgarspítalann í Reykjavik, sem áttuðu sig á því hve sjúkur hann var, því alltaf lét hann sem hann væri stálhraustur, gerði að gamni sfnu óspart, en í vina hópi var Kjartan hrókur alls fagnaðar, kunni ógrynni af vísum og skemmtilegum sögum og sagði jafnan skemmtilega frá. Kjartan fór kornungur að vinna fyrir sér eins og þá var tftt og kostaði sitt skólanám sjálfur að héraðsskól- anum að Laugarvatni. En hugur- inn stóð snemma til véla og tækja og fyrsta bflinn eignaðist hann áður en hann hafði aldur til að taka bílpróf, en hjá honum gengu allir bílar og tæki, hann var bráð- laginn í höndum og frábært snyrtimenni í allri umgengni og þau tæki, sem hann hafði undir höndum voru ætið í sérflokki að ástandi og útliti. Mest alla sína ævi stundaði Kjartan akstur á éigin bflum. Mjólkur- og fólksflutninga á milli Sauðárkróks og Siglufjarðar stundaði hann um árabil, en síð- ustu 15 árin fékkst hann nær ein- göngu við akstur á vörubif- reiðum. Þegar Kjartan staðfesti ráð sitt og gekk að eiga eftirlif- andi eiginkonu sína Maríu Her- mannsdóttur frá Lóni í Viðvíkur- sveit, þá steig hann mikið heilla- og gæfuspor, því Marfa er einstök afbragðskona, og á síðustu mán- uðum hefur hún sýnt hvílík hetja hún er og fram á sfðustu mínútu stóð hún við hlið hans þar til yfir lauk. Einkasonurinn Ömar er ný- orðinn 17 ára þegar hann sér á bak föður sinum, en minningin um hinn hjálpfúsa trausta og aldrei hlífði hún sjálfri sér ef eitthvað bjátaði á hjá börnum hennar eða fjölskyldum þeirra. Alltaf var hún boðin og búin til að rétta hjálparhönd. Þegar árin færðust yfir og krafta þraut, varð hún að láta af störfum. I þakklæti minnist ég hennar ætíð. Jvtta Eirfksson. Mig langar að minnast tengda- móður minnar Guðrúnar Hafliða- dóttur fáeinum orðum, þakka góða dreng þar sem Kjartan var lifir. Við hjónin þökkum allar ógleymanlegu samverustundirnar að Grundarstfg 26 og vottum þeim mæðginum Maríu og Ómari svo og öldruðum foreldrum, tengdafor- eldrum, öðrum ættingjum og hans mörgu góðu vinum,okkar dýpstu samúð. B.H.K.V. t Útför, GUÐMUNDAR GUÐJÓNSSONAR frá Vestmannaeyjum, verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. nóvember kl. 10.30 f.h. Fyrir hönd aðstandenda, henni ummhyggjuna og bænirnar fyrir mér og minni fjölskyldu. Guðrún var hlédræg að eðlisfari en hlýtt hugarþel og rfk samúð með þeim sem minna máttu sín duldist ekki við nánari kynni. Tengdaforeldrar mínir bjuggu allan sinn búskap f Mýrdalnum fyrst á Dyrhólum, síðan á Felli þar til Eirfkur Jóhannsson maður Guðrúnar lést fyrir um það bil 20 árum. En þá flutti Guðrún til Reykjavíkur með börnum sfnum 3 sem þá voru enn heima, en börn þeirra voru 8, 7 drengir og 1 stúlka. I Reykjavík undir Guðrún hag sínum vel í skjóli dóttur sinnar. Guðrún Hafliðadóttir var fædd 5. nóv. 1885 og hefði því orðið níræð í dag hefði hún lifað. + Maðurinn minn, RAGNARGUÐJÓNSSON. Hverf isgötu 16, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju, fimmtudaginn 6 nóvem- ber kl. 1 0 30 Blóm afþökkuð en þeim, sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á llknarstofn- arnir. Fyrir hönd vandamanna. Ég minnist tengdaforeldra minna með virðingu og þökk fyrir hug- ljúf kynni. Guð veri með þeim. Inga J. Ingimarsdóttir. Guðrún Hafliðadóttir var fædd 5. nóvember 1885, að Fjósum í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Hafliði Narfason og síðari kona hans Guðbjörg Jónsdóttir. Með fyrri konu sinni hafði Hafliði eignast fjögur börn, er til full- orðinsára komust: Þórunni Jakobínu, Guðlaugu Helgu, Guð- rúnu og Þorstein, og í síðará hjónabandi Guðrúnu, Jón, Guðjón og Karólfnu Margréti. Faðir þeirra lést er Guðrún var 9 ára gömul. Fór hún þá að Skeiðflöt í Mýrdal og var þar næstu þrjú árin hjá indælu fólki, sem reyndist henni vel. En síðan fór hún með móður sinni að Skagnesi, og var þar vinnukona til ársins 1915, að hún giftist Eiríki Jóhannssyni frá Hvoli f Mýrdal og hófu þau bú- skap að Dyrhólum. Þar eignuóust þau 8 börn, 7 sonu og 1 dóttur. Árið 1931 fluttust þau að Felli I Mýrdal. 1954 missti Guðrún mann sinn og ári sfðar lét hún af búskap og fluttist til Reykjavíkur. Nú er hún gengin heim til dýrðar Drott- ins. Hún andaðist 2. marz 1973. Þegar ég minnist hennar, koma mér f hug orðin í Efesusbréfinu I. 1.—7. þar, sem segir svo: „Lofaður sé Guð og faðir Drott- ins vors Jesú Krists, sem í himin hæðum hefur fyrir Krist blessað oss með hvers konar andlegri blessun, eins og hann fyrir grund- völlun heimsins útvaldi oss í honum, til þess að vér .værum heilagir og lýtalausir fyrir honum f kærleika. Hann ákvað fyrir fram að taka oss fyrir Jesúm Krist sér að sonum, samkvæmt velþóknun vilja sfns, dýrlegri náð sinni til Framhald á bls. 30 Þorsteinn Guðjónsson. Jónlna Glsladóttir. t Maðurinn minn KRISTÓFER INGIMUNDARSON. bóndi, Grafarbakka, Hrunamannahreppi, lést 3. nóvember á sjúkrahúsinu á Selfossi. Kristín Jónsdóttir. t Faðir okkar, MAGNÚS MAGNÚSSON, múrari, Sörlaskjóli 32, lézt að Elliheimilinu Grund 3. nóvember Fyrir hönd systkinanna. Gunnsteinn Magnússon. t Móðir min, JÓHANNA LÁRUSDÓTTIR, Stóragerði 22, lést I Borgarspítalanum 23 október s.l Jarðarförin hefur farið fram I kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu Þakka auðsýnda samúð. Guðrún Kristinsdóttir. t Þökkum hjartanlega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HULDU ANDRÉSDÓTTUR, Sogaveg 210. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði Borgarspltalans deild 3A frábæra umönnun i langvarandi veikindum hennar. Stefán Þ. Gunnlaugsson, Björg L. Stefánsdóttir, Halldór Runólfsson, Sigurður A. Stefánsson, Auður Konráðsdóttir, Snæbjörn Stefánsson, Anna Svandls Helgadóttir, Gunnlaugur Karl Stefánsson, Sigriður Stefánsdóttir, og barnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir KRISTVEIG JÓNSDÓTTIR, er andaðist 31. október, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 6. nóvemberld. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund Soffla Kristinsdóttir, Lina Guðbjörnsdóttir, Vilhelm Kristinsson. t Bálför bróður mlns LOFTS ÁRNASONAR járnsmíðameistara fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. nóv kl 3 e.h. Blóm og kransar vinsamlegast afbeðið, að ósk hins látna. Ólafur Árnason. t Minningarathöfn um son okkar, bróður og mág BALDUR MÁ KARLSSON Vélstjóra fer fram frá Frikirkjunni föstudaginn 7. nóvember kl. 1.30 Fyrir hönd vandamanna Karl Jónsson, Kristjana Baldvinsdóttir. t Bróðir okkar, SIGURJÓN GÍSLASON, andaðist 16. október Jarðarförin hefur farið fram Þökkum samúð og vinsemd Sérstakar þakkir til Kristlnar Jónsdóttur og Gísla Jónssonar. Guðný Gisladóttir, Óskar Gislason. t Konan mín og móðir ANNA ÞORSTEINSDÓTTIR, Bergstaðarstræti 9 B, lést 2. nóvember í Borgarspítalanum. Guðjón Magnússon, Emilía Baldvinsdóttir. t LOKAÐ í DAG VEGNA JARÐARFARAR Bilaleigan Fari, Hverfisgötu 1 8. Minning: Kjartan Haralds- son Sauðárkróki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.