Morgunblaðið - 26.11.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.11.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÖVEMBER 1975 Lif við dauðans dyi — ný bók eftir dr. Jakob Jónsson KOMIN er út ný bók eftir dr. Jakob Jónsson, ,,L;f við dauðans dyr“, en undirtitill er „Myndir frá kynnum mínum af veikindum og dauða, sorg og huggun". A kápusíðu segir m.a.. „Hér er fjallað um mótlætið, heilsuleysið og sjúkráhúsið, um dauðann og þá einnig hinn um- deilda dauða, um heimsækjendur, sorg og huggun og loks um heil- brigðina og Iífið. Bók þessi fjallar því um vandamál, sem snerta hvern einasta mann, hvort heldur er sjúkan og sorgmæddan eða geislandi af lífsfjöri og krafti. Dr. Jakob Jónsson hefur lengi starfað sem þjónandi prestur og starf sitt hefur hann unnið við hinar ólíkustu aðstæður. Hann hefur starfað í fámenni á Austur- landi, í fjölmenni höfuðstaðarins og einnig á erlendri grund. A sínum langi) starfsferli hefur Horfnir starfshættir” ný bók eftir Guðmund Þorsteinsson frá Lundi ■k : / Dr. Jakob Jónsson hann haft kynni af fjölda manna í sambandi við sorg og dauða og þessi bók hans er ávöxtur þessara mörgu reynsluríku ára. Hún er þó ekki minningabók í venjulegum skilningi, miklu fremur hvatning tíl almennings til jákvæðrar um- hugsunar um sitthvað sem til greina kemur í sambandi við reynsluraunir sjúkra manna og sorgbitinna." Bókinni er skipt í átta megin- kafla er nefnast: Mótlætið, Heilsuleysið, Sjúkrahúsið, Dauðinn, Hinn umdeildi dauði, Heimsækjendur, Sorg og huggun og Heilbrigðin og lífið. — Ilún er 172 bls. að stærð. Útgefandi er Skuggsjá. BÖKAUTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefið út bókina „Horfnir starfshættir" eftir Gúðmund Þor- steinsson frá Lundi. Er þar lýsing á þeim starfsháttum, sem þjóðin hefur verið að leggja á hilluna sfðustu áratugina. „Má þvf með nokkrum sanni segja að bókin brúi bilið milli bókar Jónasar frá Hrafnagili og okkar daga, a.m.k. þeirra sem voru upp á sitt bezta á fyrri helmingi þessarar aldar,“ segir i fréttatilkynningu frá út- gefanda. Dr. Kristján Eldjárn skrifar formála og segir þar m.a.: „Frá- sögn Guðmundar hefur nokkurn keim af heimsádeilu; höfundur leggur dóma á þetta eða hitt til lofs eða lasts. Þetta gerir mál hans persónulegt, en spillir á hinn bóg- inn ekki því sem framar öllu vak- ir fyrir honum, að taka saman fróðleiksþætti sem minningar og heimildir um lífsbjargarráð og menningarsnið á þeim sviðum e-íf il0ltiO rJ f it íiOf «11 (6Q)i t N f teppín hlutu I '/1--1lmjt• .i strifttstu teppasýninyu Bretlands á (/e^su ári 9} epda seldist fyrsta sendingin upp strax Fleiri sendingar eru aS koma til afgreiSslu fyrir jól sijKRGRj~Lft fæst aðeins hjá okkur *- A. r VlÍ* *. w- V- . innr Grensásveg Sím 83430 horfins þjóðlífs sem honum eru gerst kunnug af eigin raun. .. .. .Það er alveg víst að hver sá glöggur fróðleiksmaður sem dregur upp sína mynd af því gamla lifsmunstri sem eitt sinn var allsráðandi en er nú með öllu horfið mun óhjákvæmilega leggja eitthvað af mörkum til þeirrar heildarmyndar sem seinni menn munu vilja setja saman af þessum gamla íslenzka heimi og aldrei þykja nógu ítarleg. .. ... Af þessu tagi er þetta framlag Guðmundar Þorsteins- sonar frá Lundi, þáttasafn til íslenzkrar menningarsögu." Margt getur skemmtilegtskeð komin út SJÖUNDA bindi heildarútgáfu Isafoldar á barna-. og unglinga- bókum Stefáns Jónssonar er kom- ið út. Er það Margt getur skemmtilegt skeð, sem fyrst kom út árið 1949, en bókin hefur lengi verið ófáanleg eins og flestar aðr- ar frumútgáfur á bókum Stefáns. Sagan segir frá Júliusi Boga- syni, móðurlausum kaupstaðar- dreng, sem sendur er í sveit til að firra hann árekstrum við stjúpu sína og samfélagið. Hann á oft í baráttu við sjálfan sig, bíður ósigra, en vinnur jafn- framt þá sigra, sem úrslitum ráða um gæfu hans. I heildarútgáfu ísafoldar á verkum Stefáns Jónssonar eru áð- ur útkomnar bækurnar Vinir vorsins, Skóladagar, Hjalta- bækurnar þrjár og Björt eru bernskuárin. I næstabindi verður sagnasafnið Dísa frænka og feðgarnir á Völlum. Ný bók eftir Frederick Forsyth: Barizt fyr- ir borgun BARIZT fyrir borgun heitir bók, sem ísafoldarprentsmiðja hefur gefið út og er eftir hinn fræga höfund Frederick Forsyth, en hann skrifaði m.a. Dag Sjakalans og Odessaskjölin. Atburðarásin á sér stað á af- skekktum stað i Zangaro, litlu lýð- veldi í Afríku, og þar er m.a. fjallið Kristalfjall. Á vissum tíma dags slær á það einkennilegum bjarma, og þéss vegna hlaut það þetta nafn hjá trúboða einum, sem var á ferð í námunda við það — rétt áður en mannætur lögðu hann sér til munns. Sir James Manson gerir sér einn ljósa grein fyrir þvi, af hverju nafngiftin stafar. Fjallið inniheldur hvorki meira né minna en tíu billjóna virði af dýr- asta málmi heims, platínu- hvítagulli, sem er flestum málm- um nytsamlegri á atóm- og geim- ferðaöld. Nú er spurning hvernig unnt er að ná yfirráðum á fjallinu, til að nýta þann óhemju auð, sem í þvi er fólginn. Sir James gerir sér lika ljósa grein fyrir því, hvernig að skuli farið. — Senda menn þangað, sem hafa jafnan barizt fyrir borgun. Barizt fyrir borgun er 276 blaðsið- ur að stærð og er þýdd af Her- steini Pálssyni. Káputeikning er eftir Hilmar Helgason. Matreiðslubók 1 tilefni kvennaársins — þýdd og staðfærð af Ib Wessman BÓKAUTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefið út matreiðslubók, sem byggð er upp með þeim hætti að auk uppskrifta af réttunum sýnir hún einnig hvernig þeir skuli frambornir, því i henni eru lit- myndir af þeim öllum, 535 að tölu. Bókinni er skipt í þessa kafla: Hádegisverðir og aðrir smáréttir, súpur, fiskréttir, kjötréttir; villi- bráð og fuglakjöt, ýmsir bakaðir réttir, sósur, ostaréttir, ábætis- réttir, hátíðarmatseðlar, drykkir, brauð og kökur. Þá er í bókinni sérstakur kafli yfir kr.vdd og kryddjurtir, sem þýðandinn, Ib Wessman, hefir sérstaklega tekið saman fyrir bókina. I formála segir útgefandi, að bókin sé tileinkuð íslenzkum hús- mæðrum í tilefni kvennaársins. Eðlisþættir skáldsögunnar” — ný bók eftir Njörð P, Njarðvík KOMIN er út ný bók eftir Njörð P. Njarðvík, „Eðlisþættir skáldsög- unnar“. Er það annað bindi fræði- rita Rannsóknastofnunar í bók- menntafræði við Háskóla íslands. Bókinni er skipt í sex kafla: Hver segir söguna?, Bygging, Persónusköpun, Timi og um- hverfi, Mál og stíll og Þema. Á kápusíðu segir m.a. „Þessari bók er fyrst og fremst ætlað að vera kennslubók handa stúdentum sem leggja stund á bókmenntafræði á fyrsta ári við Háskóla Islands. Hún er hugsuð sem kynning á einni af þremur megingreinum bókmennta og birtir lýsingu á nokkrum helstu eðlisþáttum skáldsögunnar. Hún miðar að þvi að auðvelda nemend- um að tileinka sér einstakar skáldsögur með vandlegum lestri sem fólginn er í könnun á innri gerð þeirra. Slík könnun er for- senda greiningar og túlkunar." Höfundur tileinkar ritið Ragnari H. Ragnar. Utgefandi er Hið íslenzka bókmenntafélag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.