Morgunblaðið - 26.11.1975, Blaðsíða 5
„Þróun mann-
réttmda”
á fundi
lögfræðinga
LÖGFRÆÐINGAFÉLAG Islands
heldur fund í kvöld k!. 20.30 i
Lögbergi, stofu 101. Að þessu
sinni verður fundarefnið Þróun
manrtréttinda. Frummælandi
verður prófessor George Thomp-
son frá Western New England
College, nú gistiprófessor við
lagadeild Háskólans. Fyrirlestur-
inn verður fluttur á ensku.
Tónlistarkynn-
ing í M.T.
TÓNLISTARKYNNING verður í
Menntaskólanum við Tjörn-
ina/Vogaskóla í kvöld og hefst kl.
8.
Þar koma fram Spilverk þjóð-
anna, sextett Einars Þ. Einars-
sonar o.fl.
Stálvík með
120 tonn
Siglufirði 25. nóvember.
SKUTTOGARINN Stálvík kom
hingað i morgun með 110—120
tonn af göðum fiski, aðallega
þorski, sem fór til vinnslu i frysti-
húsinu hér.
—mj.
Jólastarfið
hafið hjá
Mæðrastyrks-
nefnd Kópavogs
MÆÐRASTYRKSNEFND Kópa-
vogs hefur nú hafið jólastarfsemi
sína og er gjöfum og fatnaði veitt
móttaka i húsnæði nefndarinnar
að Digranesvegi 12; kjallara, dag-
ana 27.—28. nóvember, frá kl.
20—22.
I fréttatilkynningu frá nefnd-
inni segir, að eins og áður sé
þörfin mest fyrir barna- og ungl-
ingafatnað. Nefndin getur aðeins
tekið á móti hreinum fatnaði.
Sjálf fataúthlutunin fer fram að
Digranesvegi 12 1.—6. desember
n.k. frá kl. 17—19, nema laugar-
daginn 6. des. frá kl. 14—18.
Nefndarkonur munu veita mót-
töku fjárframiögum bæði heima
og úthlutunardagana. Upplýs-
ingar veita: Gyða Stefánsdóttir,
Sigríður Pétursdóttir og Hólm-
friður Gestsdóttir.
Húnvetningar sáu um
messu í Skagafirði
Mælifelli 25. nóvember
SÍÐASTLIÐINN sunnudag komu
séra Árni Sigurðsson á Blönduósi
og kórar Undirfells- og Þingeyra-
klausturskirkna og fluttu guðs-
þjónustu á Mælifelli. Sigrún
Grimsdóttir organisti í Saurbæ í
Vatnsdal stýrði söngnum, sem
heimamönnum hér þötti mikill og
fagur. Fyrir tilviljun var annar
húnvetnskur prestur, staddur á
Mælifelli um heigina, séra Gísli
H. Kolbeins á Melstað og þjónaði
hann fyrir altari ásamt séra Árna,
sem flutti minnisstæða prédikun
og síðar um daginn ávarpsorð til
sinna gömlu sýslunga og kunn-
ingja í Skagafirði.
Hríðarveður var á sunnudag, en
Húnvetningar létu það hvergi
aftra sér og eru þeim færðar al-
úðarþakkir fyrir komuna.
Séra Agúst.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1975
Jólaauglýsing nr. 1
Þaá eru
aóeins QQ
Kaupgarósdagar
Til þess aö viöskiptavinir okkar megi njóta jólahátíöarinnar
sem best, bendum viö vinsamlegast á eftirfarandi atriöi:
Veljið sti'ax i jolamatinn
Dragiö ekki matarkaupin fram á síöustu daga. Urvaliö í verzlun
okkar hefur sjaldan veriö meira, en reynslan hefur kennt okkur
aö vinsælustu vörurnar eiga þaö til aö seljast upp!
Jélahreingemingar
Viö erum búnir aö fá nægar birgöir af þvotta- og
hreingerningarefnum til hvers konar jólahreinsana,
— allt frá handsápu til klórefnis.
Bakið tímanlega
Hver hefur ekki þurft að eyö
á siöustu stundu? Látiö þaö e
hefur á boröstólum
Verzlið í
Timinn líöu
Ef þiö
fyrri hluta
BYRJI
/ jólabakstur
í ár. Kaupgaröur
sinni fyrr.
kaupin
á valiö.
ARÐI
Kaupgarður
Smiöjuvegi9 Kópavogi