Morgunblaðið - 26.11.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.11.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1975 Hjalti húsmannssonur kona góð“, sagði Hjalti við hana. „Góðan daginn drengur minn“, svaraði hún. „Hvað er það, sem þú hefir í körfunni þinni?“ spurði Hjalti. „Viljirðu vita það, þá kauptu það“, sagði kerling. „Viltu þá selja það?“ spurði Hjalti. Jú, kerling vildi það, og fjóra skildinga sagði hún að það kostaði. Hjalti fannst það gott verð, og hann varð að fá það, því hann átti að kaupa það fyrsta, sem hann fengi. „Nú geturðu tekið þetta eins og það leggur sig, bæði körfuna og það sem í henni er, en líttu ekki ofan í hana fyrr en þú kemur heim, heyrirðu það?“ sagði hann. — Nei, Hjalti lofaði að gægjast ekki ofan í körfuna. Hann lagði af stað heimleiðis og ekki var hann kominn langt, þegar hann fór að langa alveg afskaplega mikið til þess að gá í körfuna, og svo fór, að hann réði ekki við sig, heldur lyfti lokinu og gægð- ist niður í hana. En um leið stökk lítil eðla út úr körfunni og skreið hratt burtu eftir veginum, — og annað var ekki í körfunni. „Nei, bíddu svolítið, hlauptu ekki svona hratt, ég hefi keypt þig“, kallaði Hjalti á eftir eðlunni. „Klíptu í halann á mér, klíptu í halann á mér“, sagði eðlan, og Hjalti var ekki seinn til að klípa í rófuna á kvikindinu, rétt þegar það ætlaði að fara að smjúga niður í holu, og um leið breyttist eðlan í ungan og laglegan mann, eins fríðan og nokkurn konungsson, — og konungsson- ur var það líka. „Nú hefir þú bjargað mér“, sagði hann við Hjalta, „því að kerlingin, sem þú og húsbóndi þinn versluðu við, er galdra- norn og hún gerði mig að eðlu og systkini mín að hundi og ketti“, sagði hann. — Þetta fannst Hjalta rétt laglegt eða hitt þó heldur. „Já“, sagði konungssonur, nú var hún á leiðinni með okkur til þess að kasta okkur í sjóinn og kæfa okkur, en ef einhver kæmi og vildi kaupa þá varð hún að selja okkur á fjóra skildinga hvert, því svo miklu gat faðir minn þó ráðið. Nú kemur þú mér heim til hans og færð laun fyrir það sem þú hefir gjört“, sagði kon- ungssonur. „Ég er hræddur um að það sé nokkuð langt þangað“, sagði Hjalti. „Og, ekki svo mjög“, sagði hinn og benti honum á hátt fjall, sem blánaði yst úti við sjóndeildar- hring. Þeir lögðu nú af stað og fóru eins hratt og þeir komust, en leiðin virtist lengri en hún hafði fyrst sýnst, því þeir voru ekki komnir á áfangastað fyrr en langt var liðið á nóttu. Tók konungssonur þegar að berja að dyrum. „Hver er það sem knýr á dyr mínar og vekur mig upp um nætur“, var sagt inni í berginu með mikilli röddu, svo að jörðin titraði. „Opnaðu, pabbi, það er sonur þinn, sem er að koma heim aftur,“ sagði konungs- son. Og þá var lokið upp bæði fljótt og vel. „Ég hélt helst þú lægir á hafsbotni,“ sagði konungurinn við son sinn, og einn ertu ekki.“ — „Það er þessi piltur, sém bjargaði mér,“ sagði konungssonur. „Ég hefi boðið honum hingað, svo hann geti þegið laun sín fyrir það.“ Karlinn hélt að það yrðu nú einhver ráð með það og bað þá nú ganga inn, því ekki veitti þeim líklega af hvíldinni. Þeir gengu nú inn og tóku sér sæti og konungur lagði heldur vænar spýtur á eldinn, svo það fór að loga og lýsti af eins vt» vgwi., KAFFINU u r® Konan hans er f baráttunefnd- inni. Bara einn pott. — Ég var að selja ’ann. Við hefðum nú betur varið Blessaður vertu ekki a , hreinsa krónunum f stóla en litasjón- framrúðuna, ég Ift svo hræði- varp. lcsa út. — Konuna mfna dreymdi f nótt, að hún væri gift milljóna- mæringi. — Hvað er það? Mína konu dreymir það á daginn. X Mönnum má skipta í þrennt. 1 fyrsta flokki eru menn, sem hafa verið til, eru til og munu verða til. t öðrum flokki eru menn, scm aldrei hafa verið til. 1 þriðja flokki eru menn, sem aldrei munu verða til. Sagnfræðingar gera fyrsta flokkinn að umræðuefni, skáld- in annan og sálfræðingar þann þriðja. X Danska stjórnin pantaði eitt sinn nokkrar fallbvssur af full- komnustu gerð hjá þýzka vopnaframlciðandanum Krupp. V______________________________ Faðirinn fór með litla dóttur sfna f leikfangabúð. — Jæja, Elsa mfn, sagði hann, hvernig brúðu viltu helzt? Elsa: — Tvfbura. X Krupp fór til Bismarks, sem þá hélt um stjórnvöl Þýzka- lands, og spurði hann að þvf, hvort hann mætti afgreiða pöntunina. Hvort ætti að láta Dani fá góðar byssur. — Látið þá hafa hinar allra vönduðustu og dýrustu, svaraði Bismark. Það er ekkert hægara en að sækja þær, þegar ég þarf á þeim að halda. X — Situr þú hér útúrfullur og þambar brennivfn. Ég hélt að þú værir f stúku. — Ég var það, en átti svo ekki fyrir félagsgjaldinu. _____________—_______________/ Morðíkirkjugarðinum Eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjóns- dóttir þýddi 43 horfói út undan mér á Barböru nieðan hún tók fram sokka, kjól og undirfatnað. Við töluðum annars hugar um hversdagslega hluti. sem engu máli skiptu. t hverju átti hún að vera á fótun- um? Ætli væri ekki of ónotalegt að vera bara í bonsum? Og svo var allur þessi snjór. .. sjálfsagt hafði ekki verið mokað almenni- lega í kirkjugarðinum? Var ekki furðulegt að móðursystir Arnes, sem bjó í Kila, skyldi ekki konia til jarðarfararinnar. Hún var eiginiega eini ættinginn sem hann átti, en hún hafði alltaf verið dálítið sérkennileg og kannski vildi hún ekki láta minna sig á að einhvern tíma ka-mi röðin að henni að fara niður f jörðina. Kannski var hún líka móðguð vegna þess að ekki hafði verið ákveðinn jarðarfaramið- degisverður. .. boðið yrði aðeins upp á kaffisopa á prestsetrinu að athöfninni lokinni. En hvað það var nú elskulegt af Tord og Hjör- dfsi að þau höfðu hoðizl til að taka á sig þá fyrirhöfn. Það höfðu allir að prestssetrinu verið svo in- dælir og góðir við hana þessa daga. — Mér finnst, sagði Barbara og leit um öxl tíl að aðgæta hvort saumurinn á sokkunum væri beinn — að Tord ætti að gifta sig aftur. llann a-tti að giftast Hjör- dfsi. Ilann fcngi ekki betri konu, hvar sem hann Icitaði. Ég horfði hugsi á hana. Grunaði hana þá ekki að Tord værl hrifinn af henni sjálfri. Konu sem ha-fði afleitlega inn í hlutverk prests- konu? Eða vildi hún kannski ekki skilja það. Barbara hvarf inn i húnings- herbergið en þegar hún kom þaðan aftur tar hún kla-dd f stórum mynztruðum karlmanna- sloppi. Hún bretti upp ermarnar og ég sá augun vökna. — Ég tók þennan slopp með mér kvöldið sem ég flutti mig hingað.en ég hef einhvern veginn ekki getað fengið mig til að fara i hann. Það var Arne sem átti hann, en ég fór oft í hann að gamni mfnu, þegar þannig lá á mér. A Þorláksmcssu til dæmis — þá var hann í honum allan daginn meðan við vorum að pakka inn jólagjöfum langt fram á nótt. Hún hafði stungið hendinni niður f einn djúpa vasann og nú þagnaðj hún allt f einu og starði á citthvað með enni hrukkað. Það yar lítið rautt vasaalmanak, sem \ar ekki stærra en svo að það gat legið í lófa hennar. Hún hlaðaði f því og hrukkurnar í andliti henn- ar dýpkuðu enn. Samanhrotinn miði datt út úr almanakinu og sveif niður á gólfið. Við bevgðum okkur báðar niður eftir þvf: Bar- bara varð á undan mér en ég sá þó að á miðanum voru aðeins nokkur vélrituð orð. Hún flýtti sér að leggja miðann og almanakið f veskið sitt. Ilún var svo hugsandi á svip og svo utan vió sig að ég spurði kvfðin: — Barhara. hvað er þetta? Hvað fannstu þarna? — Ekki neitt. En andlit hennar var jafn fgrundandi og fyrr meðan hún burstaði Ijóst hárið og klæddi sig í svartan kjól og setti á sig viðeig- andi hatt ... og meðan við geng- um yfir f kirkjuna og sátum þar og hlýddum á strengilega rödd Tords: — „ Almáttugi guð lífs og dauða. Óútreiknanlegir eru dóm- ar þfnir, órannsakanlegir eru veg- ir þínir. Gef oss styrk til að lúta vilja þfnum og alvizku þinni I trú og tilbeiðslu . ..“ Og meðan ég hlýddi á hann og sfðan sönginn horfði ég öðru hverju á Barbiiru og sá að á andliti hennar var enn þessi torráðni svipur og ég get ekki neitað þvf að einhverra hluta vegna fór um mig kaldur hrollur. — Það var ekki fyrr en við vorum komin út í garðinn og stóð- um lið nýtekna gröfina, blómum skrevtta, að hún virtist vakna af þessum dvala og gera sér grein fvrir umhverfi sfnu. En hún grét ekki, hún leit sem snöggvast á kistuna, scm var látin sfga f gröf- ina. Og sfðan hvörfluðu augu hennar á alla viðstadda gegnum þunnt sorgarslörið á hattinum hennar. Tord, magur og þrevtulegur og náfölur f andliti. . . Hjördís — með augun full af tárum, sem hún þurrkaði stöðugt burtu. Friedeborg Jansson, hvftpúðr- uð og rauðnefjuð og vinalegt and- lit hennar einkenndist af ein- lægri sorg. Tekla Motander, virðuleg, alvarleg en óútreiknan- leg á svip. Susann, sem grét há- stöfum. Connie Lundgren, stirðbusaleg- ur og ákaflega rauður og þrútinn f andliti... Og lengra í burtu ungur maður, sem neitaði að klæða sig f sorgar búning við jarðarfarir. I.eður- jakki Márten Gustafsson var æp- andi gulur og hálshindið hans með blómamynztri svo skrautlcgu að annað eins hafði ég aldrei aug- um litið. En hann var bæði alvar- legur og áhyggjufullur að sjá. Ef

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.