Morgunblaðið - 26.11.1975, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1975
Vélskófla ók á síló
Stjórnandinn látinn
SÁ ATBURÐUR varð við sorp-
eyðingarstöð Reykjavíkurborgar
á Artúnshöfða skömmu fyrir há-
degi f gær, að vélskðfla ók á töiu-
verðri ferð á sflð og fór hús skófl-
unnar af að mestu leyti. Stjórn-
andi skóflunnar var eins fljótt og
unnt reyndist fluttur á slysadeild
Borgarspítalans en hann var lát-
inn þegar þangað kom.
Áverkar voru á líkinu, en lækn-
ar treystu sér ekki til að skera úr
um það hvort maðurinn hefði lát-
izt af völdum áverkanna eða orðið
bráðkvaddur undir stýri vélskófl-
unnar. Maðurinn var 53 ára gam-
all. Krufning mun væntanlega
skera úr um dánarorsökina.
Bjargaði 4 mönnum eftir
að bátur þeirra sökk
VÉLBÁTURINN Haukur SU 50
frá Djúpavogi sökk 22 sjómflur
SA af Stokksnesi um kf. 20.30 f
gærkvöldi. Fjórir menn voru á
bátnum og komust þeir um borð f
gúmbjögunarbát og var bjarg-
að um borð f skuttogarann Skinn-
ey frá Hornafirði fitlu síðar. Var
Skinney væntanleg til Hafnar f
Hornafirði um miðnæturleytið
með skipbrotsmennina.
„Björgun mannanna tókst ágæt-
lega, þeir voru búnir að vera í
gúmmíbátnum f um það bil hálfa
klukkustund, þegar við komum að
þeim,“ sagði Þorleifur Dagbjarts-
son, skipstjóri á Skinney er Mbl.
hafði samband við hann f gær-
kvöldi. „Þeir voru fjórir í öðrum
bátnum en hinn höfðu þeir
bundið samsíða. Þegar við áttum
eftir 8 mílur í Hauk sáum við
hann á ratsjánni, en stuttu sfðar
hvarf hann. Leið svo nokkur
stund, en þá sáum við hvar flug-
eldum var skotið á loft frá gúmmí-
bátnum, og eftir það gekk allt
vel."
Hannes Hafstein framkvæmda-
stjóri Slysavarnafélags Islands
sagði að Tilkynningaskyldunni
hefði borizt orðsending frá loft-
skeytastöðinni á Höfn um að leki
væri kominn að Hauki og var það
um kl. 19.15 og var síðan haft
Framhald á bls. 31.
Sölustofnun lagmetisins:
Birgðir umbúða nema 57,3 milljónum og
uppskriftir keyptar fyrir 15 milljónir
Starfsemi stofnunarinnar endurskóðuð frá grunni
Alger
sjálfhelda
NlELS P. Sigurðsson, sendi-
herra Islands f London, skýrði
Mbl. frá því f gær, að um há-
degishil f gær hefði hann átt
hálfrar klukkustundar fund
með Roy Hattersley aðstoðar-
utanrfkisráðherra Breta um
ástand í deilumáli þjóðanna.
Roy Hattersley lýsti því við
Nfels að hann væri tilbúinn að
koma til viðræðna f Reykjavfk
strax — ef fslenzk stjórnvöld
vildu.
Nfels P. Sigurðsson sagðist
hafa skýrt Hattersley frá því
að hann teldi gjörsamlega
óhugsandi að Islendingar
myndu taka f mál viðræður við
Breta á meðan freigátur væru
innan fiskveiðilögsögu ts-
lands. Frumskilyrði viðræðna
væri að flotinn yrði dreginn til
baka og kallaður heim. Þegar
Hattersley hafði fengið þetta
svar, spurði hann sendiherra
tslands að þvf, hvort fslenzka
rfkisstjórnin væri tilbúin til
að hætta áreitni sinni við
brezka togara, gegn þvf að flot-
inn hyrfi og viðræður gætu
hafizt. Níels sagðist ekki hafa
umboð til þess að segja neitt
um þetta atriði eða gefa um
það yfirlýsingu, að togvfra-
klippingum yrði hætt.
Þannig eru málin komin f
sama horf og þau voru haustið
1973 — f algera sjálfheldu.
STJÓRN Sölustofnunar lag-
metisins, sem látið hefur gera
sérstaka úttekt á stjórn og rekstri
fyrirtækisins, hefur á grunni
hennar mótað stofnuninni nýja
stefnu í sölu- og markaðsmálum
lagmetis. Stefna hinnar nýju
stjórnar skiptist í þrjá höfuð-
þætti, breytingu á innkaupa-
málum stofnunarinnar, aukna
áherzlu á markaðs- og sölumálum
og könnun á nýjum leiðum til
sölu á Bandarfkjamarkaði og loks
að þróunarmál lagmetisiðnaðar-
ins verði tekin skipulegri tökum.
Hin nýja stjórn Sölustofnunar
lagmetis sagði að henni hefði ekki
þótt eðlilegt að ræða þessi mál
opinberlega á meðan ekki hefði
verið gerð úttekt á rekstri henn-
ar og virkum framleiðendum
hennar ekki skýrt frá niður-
stöðum. Hinn 14. nóvember var
síðan haldinn fundur með þessum
aðilum og öllum viðkomandi hef-
ur verið skýrt frá stöðu fyrir-
tækisins og stefna nýrrar stjórnar
hefur verið samþykkt. Fjárhags-
staða stofnunarinnar er mjög
erfið vegna mikils reksturs-
kostnaðar, lítilla sölutekna og
óeðlilega mikils umbúðalagers.
Horfur eru slæmar á skjótum
bata í markaðsmálum bæði í
Evrópu, Japan og í Bandaríkjun-
um. Stjórnin sagði í viðtali við
Mbl. í gær, að hún teldi að svo
alvarlega horfði í málefnum
stofnunarinnar, að gerbreyta yrði
starfsháttum og stefnu S.L., ef
einhver von ætti að vera á því að
10 ára drengur á
gjörgæzhideild eft-
ir umferðaslys
UMFERÐARSLYS varð á
Bústaðavegi um hádegisbilið f
gær. 10 ára drengur var á leið yfir
götuna á merktri gagnbraut en
varð þá fyrir fólksbifreið. Piftur-
inn hlaut töluverða áverka á and-
liti, mun hafa tvfkjálkabrotnað
og hlotið fleiri meiðsli.
Hann var fluttur á slysadeild
Borgarspftalans og síðan á gjör-
gæzludeild sömu stofnunar. Hann
mun hafa misst meðvitund við
slysið en var á batavegi í gær-
kvöldi. Að sögn sjónarvotta var
drengurinn að bíða eftir grænu
ljósi á gagnbraut en hann mur.
hafa farið út á götuna áður en
ljósið kom og lenti þvf fyrir bíln-
um.
vinna bug á þeim erfiðleikum,
sem stofnunin stæði frammi fyrir.
Mikilvægast er að draga úr
kostnaði við rekstur og skera
„VEÐUR er gott og togararnir
verða ekki fyrir áreitni varðskip-
anna nú,“ sagði Davies eftirlits-
maður brezka sjávarútvegsráðu-
neytisins, sem er um borð f
brezka verndarskipinu Star
Aquarius á miðunum fyrir
austan. Davies sagði að veiði tog-
aranna væri mjög sæmileg og
hann lét vel af ástandinu þar
eystra. Freigátan Leopard var þá
lagerhald umbúða niður í lág-
mark, jafnframt þvf sem nauðsyn-
legt er að veita meira fé til sjálfra
sölumálanna, m.a. í Bandaríkjun-
á hraðri Ieið til Star Aquarius,
sem var ásamt nokkrum togurum
norðaustur af Glettinganesi.
Davies sagði að togararnir væru
að veiðum, „sem þeim væri heim-
ilt samkvæmt alþjððalögum. Við
munum láta togurunum f té alla
hugsanlega vernd, svo að þeir geti
stundað veiðar sínar og brezku
togaraskipstjórarnir eru stað-
Framhald á bls. 31.
um, ef von á að vera til þess að
nýta þann stóra markað í náinni
framtíð.
Starfsmenn Sölustofnunar lag-
metisins eru nú 7 á skrifstofu
hennar, en að sögn stjórnar-
manna voru starfsmenn þegar
flest var 14 talsins, en þess ber þó
að geta, að tveir þeirra voru hálfs-
dagsmenn og þegar flest var voru
mannaskipti á döfinni og einn
starfsmaður um það bil að hætta.
Því má raunverulega segja að
flestir hafi starfsmenn verið 12.
Sagði stjórnin að eftir sfnu mati
hefði það verið allt og margt
starfsfólk miðað við tekjur, en á
þessum tíma var þó talsverð bjart-
sýni um söluhorfur bæði á þessu
ári og hinu næsta.
Dreifingaraðilinn í Bandaríkj-
unum, sem seldi afurðir S.L.,
reyndist ekki starfinu vaxinn.
Hafði hann keypt af S.L. afurðir
fyrir 1,5 milljón dollara, en sala
þeirra í Bandaríkjunum gekk illa.
Aðili þessi hefur starfað að dreif-
Framhald á bls. 31.
Ætluðu að kyrrsetja
skipverja Othello
Eggjum og grjóti kastað að þeim
Neskaupstað 25. nóvember.
MIKIL ólæti brutust út f Nes-
kaupstað upp úr kl. 2 í dag,
þegar brezka eftirlitsskipið
Othello kom hingað með sjúkl-
ing. Sjálfum gekk sjúklingnum
greiðlega að komast á sjúkra-
húsið, en fjórir sjómenn af
Othello, sem fluttu hann f land,
lentu f harðri eggjaskothrfð og
grjótkasti. Fólkið ætlaði að
stöðva lftinn bát, sem þeir
komu á f land og kyrrsetja
Bretana. Að lokum tókst lög-
reglunni að stilla fólkið og
komust þá Bretarnir út í
Othello á ný, og hélt skipið þá
þegar úr höfn.
Othello kom hingað með
sjúkan mann af dráttarbátnum
Lloydsman, en þessi maður er
Spánverji. Um svipað leyti og
vart var við Othello var Ijóst, að
mikil mótmælaalda myndi
brjótast út f bænum. Um Ieið
og skipið kom safnaðist saman
mikill mannfjöldi á hafnarupp-
fyllingunni, sennilega hátt í
300 manns og var stór hluti
þessa fólks úr gagnfræða-
skólanum. Héldu mótmæl-
endur á ýmiskonar kröfu-
spjöldum, sem á voru letruð
slagorð á móti Bretum og
ætluðu að standa kyrrir á
meðan maðurinn færi f land.
Fljótlega varð ljóst, að
Bretarnir þorðu ekki að setja
sjúklinginn á land við hafnar-
bryggjuna og ákváðu að setja
hann á land fyrir botni fjarðar-
ins, norðan við flugbrautina,
við nýju höfnina og var notaður
til þess einn af skipsbátum
Othello. Þegar mótmælendurn-
ir sáu hvað verða vildi fóru þeir
á f jölda bfla, þar á meðal þrem-
ur rútum inn f fjarðarbotn og
tóku þar á móti Bretunum. Hófi
ust þar strax stympingar, þvf
nokkrir vildu ekki sleppa
skipsmönnum Othelfo út f skip
sitt aftur. Var hent eggjum og
grjóti að þeim og f bát þeirra
en sjálfir vörðust þeir með
árum. Var það ekki fyrr en
eftir góða stund, að lögreglunni
tókst að koma það mikilli ró á,
að báturinn gat lagt frá landi.
Fjöldi þeirra, sem tóku þátt f
þessum aðgerðum, benti einna
helzt til þess að allir bæjarbúar
ættu frf. Sem betur fer skipti
sér enginn af sjúklingnum og
komst hann óáreittur f sjúkra-
bflinn, sem flutti hann á
sjúkrahúsið. Ekki mun Spán-
verjinn vera neitt slasaður og
er ekki kunnugt hvað að mann-
inum amar.
Othello hélt strax úr höfn og
báturinn með skipverjunum
var kominn um borð.
Asgeir.
„ Varðskipin áreita
ekki togaranaf>
— segir eftirlitsmaður sjávarútvegs-
ráðuneytisins á miðunum