Morgunblaðið - 26.11.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.11.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÖVEMBER 1975 LAGT Á RÁOIN — Viðar Slmonarson segir sínum mönnum fyrir á æfingunni I gærkvöldi, frá vinstri Ólafur GAMLI LANDSLIÐSMAÐURINN Gunnlaugur Hjálmarsson fór ómjúkum Benediktsson. Viðar, Jón Karlsson. Ámi Indriðason og Björgvin Björgvinsson. Köndum um arftaka slna I landsliðinu. hérna er það Björgvin Björgvinsson (Ljósm. Friðþjófur) sem fær að finna fyrir þvl. Daglegar œfingar hjá landsliðinu nœsta mánuðinn SAMHERJAR Páll Bjorgvins son fyrirliði Víkings og landsliðs- ins býður Björgvin Björgvinsson velkominn til æfinga með lands liðinu og sínu nýja félagi Víkingi. Landsliðsmennirnir I handknattleik leika á næstu vikum fjölmarga erfiða leiki þar sem andstæðingarn- ir verða Júgóslvar, Norðmenn, Rússar, Danir og Luxemborgarar. Undanfarið hefur landsliðið ekki getað æft saman vegna leikja íslandsmótsins, en á mánudaginn komu landsliðsmennirnir saman og fram að leiknum við Júgóslava, sem verður í Laugar- dalshöllinni 18. desember, verður leikið eða æft á nær hverjum degi. Fyrsta æfingin f þessu erfiða „próframmi" landsliðsins var á mánudaginn og var þá leikinn æfingaleikur gegn Val. í gærkvöJdi var svo leikið gegn ÍR-ingum í Laugardalshöllinni. Nokkur forföll voru f landsliðinu á æfingunni í gær. Þeir Hörður, Gunnar og Ingimar úr Haukum höfðu allir fengið frf vegna leiks Haukanna f 1. deildinni f kvöld svo'enn setur 1. deildin strik f reikninginn hjá landsliðinu. Viggó Sigurðsson komst ekki austan af Laugarvatni f gærkvöldi vegna skóla sfns „Útlendingarnir" Ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson komu til landsins um kvöldmatarleytið f gærkvöldi og þar sem þeir höfðu verið á erfiðu 20 tfma ferðalagi treystu þeir sér ekki á æfinguna. Einar Magnússon átti upphaflega að koma einnig til landsins f gær, en hann er illa fjarri góðu gamni þar sem hann er tvfbrotinn á fingri og mun ekki geta iðkað handknattleik fyrr en um áramót. Er Einar þvf ekki væntanlegur til landsins strax, en er undir )...........................................................,................., læknishendi I V-Þýzkalandi. Ólafur Einarsson kemur til landsins á sunnudaginn og Gunnar bróðir hans kemur ekki I landsliðshópinn fyrr en I Danmörku. en þangað heldur landsliðið I næstu viku. Þeir sem mættir voru af landsliðsmönnum á æf- inguna I gær voru þeir Ólafur Benediktsson, Stefán Gunnarsson, Árni Indriðason, Björgvin Björgvins- son, Páll Björgvinsson, Guðjón Erlendsson — sem spilaði á IFnunni I leiknum við ÍR — og Jón Karls- son, sem valinn var I landsliðið I stað Einars Magnússonar. Sennilega verður ekki æft hjá landsliðinu I kvöld vegna leikjanna I 1. deildinni og eins húsnæðisleys- is. Á fimmtudaginn verður leikið I Hafnarfirði, á föstudaginn við Fram, á laugardaginn verður fundur og á sunnudaginn verður svo leikið við Luxemburg I Laugardalshöll. Á þriðjudag og miðvikudag verða Norðmenn andstæðingar landsliðsins og verður leikið I Höllinni. Annan sunnudag verður svo haldið til Danmerkur þar sem æft verður og leikið við félagslið I rúma viku. Þá er einnig llklegt að leikið verði við danska landsliðið I ferðinni. Heim verður komið 15. desember og við Júgóslava verður leikið I Laugardalshöllinni 18. desember. Er sá leikur liður I forkeppni Ólympluleikanna og sker I rauninni úr um það hvort Islenzkir handknattleiksmenn verða með á leikunum I Montreal á næsta ári. HITAÐ UPP — Guðjón Erlends- son I leikfimi áður en æfingin hófst I gær. Stefán Gunnarsson dregur ekki af sér þó aðeins sé um æfingu að ræða. I | | ! Norska landsliðið NORÐMENN hafa nú valið hand- knattleikslið sitt er keppir við Breta I undankeppni Olympiuleik- anna I Perth 30. nóvember og kemur slðan til íslands og leikur hér tvo leiki, 2. og 3. desember. Verður liðið skipað eftirtöldum leikmönnum: Pal Bye. Oppsal Kristen Gristlingaas. Oppsal Rune Sterner, Refstad Einar Hunsager, Bækkelaget Jon Reinertse. Fredensborg Allan Gjerde, Oppsal Per Otto Furuseth, Refstad Erik Nessem, Njárd Inge Hansen, Fredensborg Harald Tyrdal, Refstad Jan Hauger, Bækkelaget Morgan Juul, Refstad Ulf Magnussen, Refstad Rolf Lundberg, Fredensborg. Síðustu lelklr ívrri umferðar Tveir síðustu leikirnir í fyrri umferð Istandsmótsins i hand- knattleik fara fram I Laugardais- höllinni I kvöid. Leika fyrst Þróttur og Haukar og sfðan Ar- mann og FH. Á undan leik 1. deildar liðanna fer fram einn leikur í 2. deild karla, milli Leiknis og IR, og hefst sá leikur kl. 19.15. Fyrri 1. deiidar leikur- inn mun því ekki hefjast fyrr en kl. 20.30 og leikur Ármanns og FH kl. 22.00. Ef að líkum lætur ætti leikur Þróttar og Hauka að geta orðið mjög spennandi og tvísýnn. Þróttararnir hafa nú komizt yfir mjög erfiðan hjalla, þar sem var leikurinn við Gróttu, en þar vann liðið sinn fyrsta sigur f 1. deild- inni f vetur. Mikið má vera ef Gummersbach-leikurinn s.l. sunnudag situr ekki í Haukunum, og þegar tekið er tillit til þessa atriða verður Þróttarsigur í leikn- um í kvöld að teljast sennilegri. FH-ingar ættu svo að eiga góða sigurmöguleika í leik sínum við botnliðið í deildinni. Ármann. Mynd úr einu þýzku blaðanna úr Diimmel skorar fyrir Göppingen en til hægri fylgist með. leik Göppingen og Neuhausen. Gunnar Einarsson (nr. 13) lengst Göppingen er Gunnar GÖPPINGEN er nú ekkert nema Gunnar Einarsson segja þýzku Tveir Islendingar íEvrópulið sem keppir viðBreta í víðavangshlaupi TVEIR * fslendingar, Sigfús Jónsson og Agúst Asgeirsson hafa verið valdir i úrvalslið Evrópu, sem keppa mun í víða- vangshlaupi 29. nóvember n.k. við lið frá Englandi, Skotlandi og Gateshead. Verða þeir fé- lagar í góðum félagsskap í hlaupi þessu, þar sem meðai þátttakenda I þvf verða flestir þekktustu langhlauparar Evrópu. Mun hlaupið fara fram f Gateshead, og er það um 8 km að lengd, — hlaupnir sex hringir og er brautin mjög fjöl- breytt. Búizt er við gffurlegum fjölda áhorfenda á keppni þessa og brezka sjónvarpið mun sýna hiaupið frá upphafi til enda í beinni útsendingu. — Ástæðan fyrir þvf að við erum valdir f hlaup þetta er sennilega sú, að við erum hér f Englandi, sagði Ágúst Asgeirs- son f viðtali við Morgunblaðið, en það verður óneitanlega gaman að vera þarna innan um allar stjörnurnar og við erum staðráðnir f að standa okkur vel. I Evrópuliðinu sem keppir f Gateshead má nefna Bronisiaw Malinowski frá Póllandi, Jos Hermes frá Hollandi og Norð- mennina Knut Kvaiheim og Knut Borö, en allt eru þetta heimsþekktir hlauparar. I liði Englands verða m.a. David Rlack sem á 27:47,8 mín. f 10 km hlaupi, Tony Simmons sem á 27:53,6 mín. f 10 km, Barnie Ford og Ray Smedley sem hlaupið hafa 10 km á röskum 28 mfnútum. Þá verður skozka Iiðið ekki af verri endanum, en f þvf verða m.a. Ian Stewart, Olympfuverðlaunamaður og Evrópumeistari, Frank Clem- ent, Jim Brown og Jim Alder, en sá sfðastnefndi er heimsmet- hafi í 30 km hlaupi og verð- iaunamaður frá sfðustu sam- veldisleikum f maraþonhlaupi. I liði Gateshead verður svo Brendan Foster fremstur f flokki, en auk hans verða margir góðir hlauparar f sveit- inni. — Það er kominn svolftill fiðringur f mann, sagði Ágúst, — og við erum ákveðnir í að leggja okkur alla fram; ná eins góðu hlaupi og framast er unnt. Stjl. blöðin, eftir síðasta leik Göpp- ingenliðsins í 1. deildar keppn- inni þarlendis, en þeim leik tapaði Göppingen fyrir Neuhausen 15:19, og er þar með í neðsta sætinu í suður-riðlinum, með 2 stig eftir 3 leiki. Hefur Göppingenliðið reyndar leikið 2—3 leikjum færra en hin liðin, þannig að ekki er öll nótt úti ennþá. Gunnar Einarsson fær frábæra dóma fyrir frammistöðu sína í leiknum við Nauhausen, en í þeim leik skoraði hann 10 mörk, þar af 6 úr vítaköstum. Segja blöðin að Gunnar hafi yfir mikilli tækni og fjölbreytni að ráða, og án hans væri Göppingenliðið fárra fiska virði. Augsýnilega sé eitthvað að hjá liðinu og ef breyt- ing verði ekki á til batnaðar áður en langt um líður þurfi það varla að kemba hærurnar f í. deildinni. V.#'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.