Morgunblaðið - 26.11.1975, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1975
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavfk.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjöm GuSmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands.
f lausasölu 40,00 kr. eintakið.
Iþriðja skipti á rúm-
lega einum og hálfum
áratug hefur rfkisstjórn í
Bretlandi gripið til þess
ráðs að beita ofbeldis-
aðgerðum gegn viðleitni
íslenzku þjóðarinnar til
þess að vernda lífsafkomu
sína, fiskistofnana á fiski-
miðunum við tsland. Saga
útfærslu íslenzkrar fisk-
veiðilögsögu er um leið
saga stöðugrar baráttu við
brezkt ofbeldi. Bersýnilegt
er, að enda þótt Bretar hafi
í öllum fyrri tilfellum orðið
að láta undan síga og láta
af ofbéldisaðgerðum sínum
á íslandsmiðum, hafa þeir
ekkert lært en öllu gleymt.
Flotaíhlutun Breta í
íslenzka fiskveiðilögsögu
mun á engan hátt hafa
áhrif á þann staðfasta
ásetning íslenzku þjóðar-
innar að friða fiskimiðin,
vernda fiskstofnana og
hreinsa tslandsmið af öll-
um erlendum fiskiskipum.
Þessu markmiði munum
við tslendingar ná, hvað
sem flotaveldi Breta líður.
í orðsendingu þeirri, sem
Hattersley afhenti sendi-
herra Islands í Lundúnum
í gær, er því haldið fram,
að Bretar hafi neyðzt til
þess að grípa til flotaíhlut-
unar vegna þess, að þrátt
fyrir „sveigjanleika“ Breta
hafi Islendingar ekki verið
viðræðuhæfir um veiði-
heimildir fyrir brezka
togara hér við land. Þetta
eru einhver mestu öfug-
mæli, sem heyrzt hafa f
fiskveiðideilu okkar við
Breta nú og hefur Hatter-
sley þó ekki kallað allt
ömmu sína í þeim efnum.
Hér skal enn rifjað upp, að
á fyrsta viðræðufundi Is-
lendinga og Breta í Reykja-
vík í septembermánuði
settu Bretar fram þá ótrú-
lega ósvífnu kröfu, að þeir
héldu óbreyttu aflamagni á
fiskimiðunum við Island
frá því, sem samið var um í
nóvember 1973, og jafn-
framt kröfðust þeir ýmissa
lagfæringa brezkum togur-
um til hagsbóta. Þessum
kröfum Breta var að sjálf-
sögðu hafnað. Á næsta við-
ræðufundi í London í októ-
bermánuði kom í ljós, að
Bretar héldu fast við
þessar fáránlegu kröfur og
voru ekki tilbúnir til þess
að koma með nokkurt
annað tilboð eða hugmynd-
ir um minna aflamagn. Á
þeim fundi lágu þó fyrir
skýrslur íslenzkra fiski-
fræðinga, sem sýndu, að
lífsafkomu íslenzku þjóðar-
innar var stefnt f voða, ef
þorskveiðar við ísland
yrðu ekki skornar niður í
230 þúsund tonn á árinu
1976. I byrjun nóvember-
mánaðar komu brezkir vís-
indamenn hingað til lands
og eftir fundi með íslenzk-
um starfsbræðrum sínum
komust þeir nánast að
sömu niðurstöðu og
íslenzkir vísindamenn um
ástand þorskstofnsins að
öðru leyti en því, að
Bretarnir töldu óhætt, að
hér yrðu veidd um 265 þús-
und tonn af þorski. Þrátt
fyrir þessa staðreynd kom
Hattersley hingað til lands
í nóvember-mánuði og
krafðist þess að Bretar
fengju að veiða 110 þúsund
tonn af þorski á íslands-
miðum á næsta ári.
Þegar því var hafnað, fór
hann í fússi af landi brott
ásamt fylgdarliði sínu. Ef
þetta er kallaður
„sveigjanleiki" í viðskipt-
um þjóða í milli, þegar lífs-
afkomu heillar þjóðar er
stefnt í hættu með stanz-
lausri rányrkju brezkra
togara, þá hefur orðið
„sveigjanleiki“ öðlazt ein-
hverja alveg nýja merk-
ingu, sem ekki er til í
íslenzkri tungu hvað svo
sem í því orði felst á tungu
Engil-Saxa.
Enginn sanngjarn maður
getur neitað að viðurkenna
þá staðreynd, að Islend-
ingar hafa sýnt ótrúlegan
samningsvilja og f raun og
veru boðið Bretum meira
aflamagn en við getum af
hendi látið.
Islenzka ríkisstjórnin
hefur þegar mótmælt flota-
íhlutun Breta og í mót-
mælaorðsendingu ríkis-
stjórnarinnar segir: „Hér
er um ólögmæta valdbeit-
ingu að ræða, sem ekki
einungis brýtur í bága við
ákvæði samþykktar
öryggisráðstefnu Evrópu í
Helsinki, heldur samræm-
ist hún ekki aðild beggja
þjóðanna að Atlantshafs-
bandalaginu. Slík valdbeit-
ing útilokar allar frekari
viðræður við ríkisstjórn
Bretlands a.m.k. unz hin
brezku herskip hverfa af
íslandsmiðum."
1 kjölfar þessara mót-
mæla til ríkisstjórnar Bret-
lands er eðlilegt, að
íslenzka ríkisstjórnin taki
ofbeldisaðgerðir Breta upp
á vettvangi Atlantshafs-
bandalagsins og jafnframt
er þýðingarmikið að afla
stuðnings vinveittra ríkja
beggja vegna Atlantshafs-
ins og hjá Sameinuðu þjóð-
unum gegn ofbeldisaðgerð-
um Breta. Mestu skiptir þó
að við Islendingar stöndum
saman sem einn maður
frammi fyrir ofbeldinu. Nú
dugar ekki að láta hið land-
læga sundurlyndi ráða
ferðinni. Deilur um minni-
háttar málefni verðum við
að leggja til hliðar og sam-
einast í einni órofa fylk-
ingu gegn ofbeldi Breta.
Geir Hallgrímsson, for-
sætisráðherra skoraði í
gær á þing og þjóð að
mynda órofa samstöðu —
þjóðareiningu gegn vald-
beitingu Breta. A tímum
vinstri stjórnar kröfðust
ráðherrar hennar slíkrar
þjóðareiningar og í þeim
efnum gengu ekki sizt Lúð-
vík Jósepsson og Þjóðvilj-
inn fram fyrir skjöldu.
Þeir, sem nú rjufa, þjóðar-
einingu á örlagastund
verða kallaðir til ábyrgðar.
Ofbeldi Breta
krefst þjóðareiningar
Ríkisstjórnin lagöi
fram á Alþingi síðdegis
í gær tillögu til þingsálykt-
unar um heimild til þess að
ganga frá samkomulagi
við ríkisstjórn Vestur-
Þýzkalands um veiðar
þýzkra togara innan 200
mílna fiskveiðilögsögunnar
og er þingsályktunartillaga
þessi byggð á samkomu-
lagsdrögum þeim, sem
samninganefnd Islendinga
kom með heim frá Bonn
siðastliðinn föstudag eftir
viðræður við fulltrúa
þýzkra stjórnvalda.
Þegar samningsdrög
þessi eru skoðuð kemur í
ljós, að kostir þess frá
sjónarmiði okkar Is-
lendinga að gera samkomu-
lag við Vestur-Þýzkaland á
grundvelli þeirra eru
margir. I fyrsta lagi hefur
sá árangur náðst í þessum
samningum, að Vestur-
Þjóðverjar hafa fallizt á að
hverfa á brott með frysti-
togara sína úr 200 sjómílna
fiskveiðilögsögu Islend-
inga. Allt frá því, að
fiskveiðimörkin voru færð
út í 50 sjómílur á árinu
1972 hefur það verið ein-
dregin krafa íslendinga, að
Þjóðverjar hyrfu á brott
með frystitogara sína og
því hefur jafn staðfastlega
verið neitað af vestur-
þýzkum stjórnvöldum þar
til nú. Hér er því óum-
deilanlega um að ræða mik-
inn sigur fyrir íslendinga.
I öðru lagi er samið um
það, að Þjóðverjar megi
veiða hér 60 þúsund tonn
af fiski, sem er nær ein-
göngu ufsi og karfi, en af
þessu aflamagni mega þeir
aðeins taka um 5 þúsund
tonn af þorski. Ekki þarf að
hafa mörg orð um þýðingu
þessa ákvæðis. Það er fyrst
og fremst þorskurinn, sem
skiptir máli fyrir okkur ís-
lendinga að vernda og með
þessu samkomulagi má í
raun og veru segja, að
þorskveiðar Þjóðverja
leggist af að öðru leyti en
því, að þeir taka þann
þorsk, sem slæðist meö öðr-
um afla. Enda hefur Haf-
rannsóknastofnun lýst því
yfir, að hún telji þetta sam-
komulag skásta kostinn frá
fiskifræðilegu sjónarmiði.
Sumir kunna ef til vill að
segja sem svo, að afla-
magnið sé of mikið, þar
sem Þjóðverjar hafi á síð-
asta ári einungis veitt
68.100 tonn á íslands-
miðum. Þá er þess að gæta,
að á árinu 1974 gat Land-
helgisgæzlan einbeitt sér
að því að stugga við þýzk-
um togurum á fiskimið-
unum vegna samkomulags-
ins, sem gert var viö Breta
í nóvember 1973. Enginn
vafi er á því, að aðgerðir
Landhelgisgæzlunnar á síð-
asta ári höfðu þau áhrif að
draga mjög úr afla þýzku
togaranna. Þess vegna er
við núverandi aðstæður á
miðunum, þegar engir
samningar eru við Breta,
fremur ástæða til að miða
við aflamagn Þjóðverja á
árinu 1973, þegar sömu að-
stæður ríktu á fiskimið-
unum og nú.
Þá veiddu Þjóðverjar
91.700 tonn eða rúmlega 30
þúsund tonnum meira en
þeir hafa leyfi til að veiða
samkvæmt samkomulags-
drögunum. Með því að
gera slíkt samkomulag
tekst okkur samkvæmt
framansögðu að minnka
afla þýzku togaranna mun
meira heldur en án samn-
inga eins og reynslan frá
árinu 1973 glögglega sýnir.
I þriðja lagi hlýtur það að
vera afar þýðingarmikið,
vegna flotaíhlutunar Breta
í íslenzka fiskiveiðilögsögu,
að samningur verði gerður
við Þjóðverja til þess að
Landhelgisgæzlan geti ein-
beitt sér að því að trufla
eins og kostur er veiðar
brezkra togara, þrátt fyrir
nærveru brezku herskip-
anna. Það mun álit kunn-
ugra manna, að það sé ólíkt
auðveldara fyrir Landhelg-
isgæzluna að sinna hinum
mikilvaegu skyldustörfum
sínum á fiskimiðunum, ef
við aðeins einn óvin er að
etja í stað tveggja. I fjórða
lagi er sýnt, nú þegar Bret-
ar reka þann áróður, að
þeir hafi orðið að senda
flotann á Islandsmið vegna
stífni og þrákelkni Islend-
inga, að það er jákvætt að
það komi í ljós gagnvart
öðrum þjóðum, að íslend-
ingar eru tilbúnir til þess
að gera sanngjarna og
skynsamlega samninga við
aðrar þjóðir. Þess vegna
mundi slíkt samkomulag
við Þjóðverja, eins og nú
hefur verið lagt til, hafa
jákvæð áhrif á stöðu okkar
á alþjóðavettvangi í land-
helgismálum og þá ekki sízt
á næsta fundi hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóð-
anna í New York. I frum-
varpi því að nýjum hafrétt-
arsáttmála sem lagt var
fram í Genf í vor er réttur
strandríkis að vísu mjög
vel tryggður og verðum við
að gæta þess að svo verði
áfram en talsverð hætta
getur verið á því að gerðar-
dómsákvæði verði sett inn í
endanleg lög,ef illa er hald-
ið á málum af okkar hendi
og bandamanna okkar.
Þótt kostirnir við gerð
þessa samkomulags við V-
Þjóðverja séu yfirgnæf-
andi, komast menn ekki
framhjá því, eins og jafnan
þegar tveir deila og semja
sín á milli, að ekki verð-
ur gert svo að báðum
líki. Þannig er það skoð-
un Morgunblaðsins, að
ákvæðið um gildistöku
bókunar 6, þ.e. tolla-
fríðinda okkar í Efnahags-
bandalagslöndunum, sé
helzti galli þessa samkomu-
lags. Samkomulagsdrögin
gera þó ráð fyrir því, að
þýzka ríkisstjórnin skuld-
bindi sig til að beita sér
fyrir því, að bókun 6 taki
gildi, en takist það ekki
innan næstu fimm mánaða
muni framkvæmd þessa
samkomulags frestast.
Þetta þýðir með öðrum orð-
um, að ef Þjóðverjar hafa
ekki fengið því framgengt
innan Efnahagsbandalags-
ins fyrir 1. maí næstkom-
andi, að íslendingar hljóti
tollafríðindi þau, sem um
hefur verið samið við Efna-
hagsbandalagið, rennur
samningurinn út og kemur
ekki til framkvæmda á ný
fyrr en tollaívilnanirnar
hafa tekið gildi. Frá sjónar-
miði Morgunblaðsins hefði
verið æskilegast, að sam-
komulag þetta við Þjóð-
verja tæki ekki gildi fyrr
en tollaívilnanirnar kæmu
til framkvæmda. Slík krafa
var sett fram af hálfu ís-
lenzkra stjórnvalda í við-
ræðunum við Þjóðverja en
ljóst var, að samningar
gátu ekki tekizt á þeim
grundvelli og lengra varð
ekki komizt.
Þrátt fyrir galla á samn-
ingnum við Vestur-
Þjóðverja eru kostir hans
svo yfirgnæfandi, að Is-
lendingar eiga hiklaust að
gera slíkan samning. Það
mun styrkja okkur í hinni
erfiðu deilu við Breta, sem
nú er skollin yfir og þess
vegna verður að horfa
framhjá atriðum eins og
því, sem hér hefur verið á
bent og betur mætti fara.
Samkomulagsdrögin við
Vestur-Þjóðverja