Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975 Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra: Ofbeldi Breta lýsir yirðingarleysi þeirra fyrir lögum og rétti Geir Hallgrimsson, for- sætisráðherra, sagói í gær, er dráttarbátarnir þrír höfðu ráðizt á varðskipið Þór: „HÉR er um óvenjulega alvarleg- an atburð að ræða og er þá mikið sagt, þegar haft er í huga fram- ferði Breta hér við land. Það er ótvfrætt að dráttarbátarnir voru yfirráðasvæðis. Þetta sýnir með hvflíku offorsi og ofbeldi Bretar reka mál sitt og virðingarleysi þeirra fyrir lögum og rétti. Það fer ekki hjá því, að slík framkoma sé túlkuð sem örvæntingarfull til- raun manna, sem hafa rangan málstað að verja. Þegar við slíkan andstæðing er að etja, þá er ljóst eins og ég hef áður bent á, að miklar hættur geta verið samfara vörn fiskveiði- lögsögunnar og mannslif geta hvenær sem er verið í veði. Við þökkum varðskipsmönnum vask- lega framgöngu þeirra og ákveðni, sem er þeim til sóma. Þjóðin styður þá og málstað sinn bezt með þessum sömu eiginleik- um.“ Þá spurði Morgunblaðið Ólaf Jóhannesson, dómsmálaráðherra, um atvikið í Seyðisfjarðarmynni. Ólafur sagðist líta mjög alvarleg- um augum á atburðinn, en hann kvaðst að öðru leyti vísa til um- mæla sinna á Alþingi í gær, en þau birtast á öðrum stað í blaðinu f dag. Símamynd AP Á RÁÐHERRAFUNDI NATO — Einar Ágústsson, utan- ríkisráóherra sést hér ræða við A.J. Fosterwoll, varnar- málaráðherra Noregs, á ráðherrafundi Atlantshafs- bandalagsins í Brússel. Á milli þeirra stendur Tómas Tómasson, sendiherra íslands hjá NATO. innan fjögurra mflna landhelgi tslands, þar sem tslendingar hafa óvefengjanlega lögsögu og Bretar geta ekki borið fyrir sig, að þeir viðurkenni ekki þessi alþjóðalög. Bretar hafa því ótvírætt framið ásiglingar sínar og ofbeldi gagn- vart gæzluskipi innan íslenzks „Mótmæltum hvor við annan 11 — rætt við Einar Ágústsson í Briissel Lögreglan kallaði út aukið lið LÖGREGLAN f Reykjavfk kallaði eftir hádegi f gær út aukið lið og var þetta gert vegna atburðanna á miðunum. Hélt lögreglan vörð um sendiráð og sendiherrabústað Breta auk þess sem hluti liðsins beið átekta f nágrenninu. Ekki kom þó til þess að til neinna tfðinda drægi. Að undanförnu hefur lögreglan haft sérstakt eftirlit með sendiráðinu og sendi- herrabústaðnum og verður svo áfram. Bátur brennur á Hvammstanga Hvammstanga, 11. des. UM KL. 7 árdegis f morgun urðu skipverjar á Glað HU 67 varir við að reyk Iagði upp úr mb. Fróða HU 10, þar sem hann lá við bryggju á Hvammstanga. Við nánari eftirgrennslan kom í Ijós að eldur var laus f vélarrúmi báts- ins og var slökkvilið staðarins kallað út. Endanlega hafði tekizt að ráða niðurlögum eldsins, sem einungis var neðan þilja, á tólfta tfmanum en við slökkvistarfið var beitt froðu og vatni. Báturinn er verulega skemmd- ur og óvíst hvort hann fer aftur á veiðar. Eldurinn var einungis í vélarrúmi bátsins og brann vélar- rúmið að innan en eldsupptök eru ókunn. Einn maður svaf frammi í bátnum, þegar eldurinn kom upp, en hann sakaði ekki. Fjórir bátar hafa að undanförnu stundað Aðilar vinnu- markaðarins ræða við for- sætisráðherra SAMNINGANEFNDIR aðila vinnumarkaðarins ganga í dag á fund forsætisráðherra, Geirs Hallgrímssonar, og ræða við hann um stöðu kjaramálanna én eins og kunnugt er héldu samninga- nefndir ASl og vinnuveitenda sinn fyrsta fund undir stjórn sáttasemjara rfkisins sl. miðviku- dag. Samninganefnd ASÍ gengur á fund forsætisráðherra klukkan 9 árdegis en samninganefnd Vinnuveitendasambands Islands kl. 10.30. Gera má ráð fyrir að ályktun Kjaramálaráðstefnu ASl, sem haldin var nýlega, verði m.a. til umræðu á þessum fundum en f ályktuninni eru settar fram tillög- ur um ýmsar aðrar aðgerðir en beinar kauphækkanir. Á laugar- dag klukkan 10 árdégis koma samninganefndirnar saman til sameiginlegs fundar undir stjórn sáttasemjara og er það annar fundurinn undir hans stjórn. „EG GET nú varla sagt að nokkuð raunhæft hafi komið út úr fundi okkar Callaghans,“ sagði Einar Agústsson, sem staddur er f Briissel, f samtali við Morgun- blaðið f gærkvöldi, þegar hann var spurður um fund hans með brezka utanrfkisráðherranum James Callaghan. „Enda fór ég ekki til að semja um neitt og hann kom ekki fram með neinar nýjar tillögur." „Ég verð nú að segja samt,“ sagði Einar, „að ég er nú kannski svolítið betur að mér f því hvað brezka stjórnin vill í raun og veru í þessum málum.“ Hann vildi ekki segja nánar um hvernig Callaghan hefði skýrt út sjónar- mið brezku stjórnarinnar. Utanríkisráðherra sagði, að þeir hefðu borið fram mótmæli hvor við annan vegna atburðanna við mynni Seyðisfjarðar í gær. Callaghan hefði mótmælt því að Þór hefði skotið á. brezkt skip og hann sjálfur hefði harðlega mót- mælt ásiglingum á íslenzkt varð- skip fyrir innan 4 sjómílna Iand- helgi Islands. Um fund sinn með Joseph Luns, aðalframkvæmdastjóra At- lantshafsbandalagsins, sagði Einar, að Luns hefði sýnt mikinn skilning á afstöðu íslendinga og hvað útfærsla fiskveiðilögsög- unnar væri okkur mikið lífs- nauðsynjamál. 11. desember, frá Mike Smart Fréttaritara Mbl. í Hull. ATBURÐIRNIR við mynni Seyðisfjarðar hafa vakið mikla at- hygli hér í Bretlandi. Austin Laing, framkvæmdastjóri brezka togaraeigenda, kallaði þá flónsku og glannaskap af hálfu skipherra Þórs og HuII-þingmaðurinn James Johnson segist ætla að taka málið upp f þinginu. Fara um- „Annars þurfti lftið að skýra málið fyrir honum, því hann þekkir það vel. Við töluðum því aðallega um hvernig við gætum komið málinu að á fundinum mæli þriggja manna hér á eftir. Austen Laing sagði um atburð- ina: ,,Sú tilfinning hneykslunar sem vakin ef af þvf er vopnað íslenzkt varðskip andstætt öllum mannúðarsjónarmiðum skýtur að óvopnuðu brezku skipi sem er f vari frá nfu vindstiga roki og framfylgir réttindum, sem óum- deilanleg eru, er ekki eins mikil og sú ótrúlega flónska íslenzku rækjuveiðar frá Hvammstanga og var Fróði einn þeirra. Rækjuveiði hefur gengið fremur illa og hjálp- ast þar að ógæftú og lélegri veiði heldur en verið hefur undanfarin ár. ríkisstjórnarinnar að leyfa varð- skipi að haga sér enn einu sinni með svo hættulegum og ögrandi glannaskap. Þau áróðursbrögð sem íslendingar beita nú munu ekki standast. Varðskip getur auðveldlega komizt undan olíu- pallaskipunum eins og togara- skipstjórar okkar kvarta svo oft yfir.“ Framhald á bls. 31. Austin Laing: Ötrúleg flónska og glannaskapur „Brezku hersJdpin gera lausn erfiðari, - ef ekki ógerlega” — sagði dr. Joseph Luns, framkvæmdastjóri NATO, í samtali við Morgunblaðið „MÉR er það fullkomlega Ijóst, að vera brezkra herskipa innan 200 mílna markanna gerir Iausn deilunnar mun erfiðari en ella, — ef ekki ógerlega," sagði dr. Joseph Luns, fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins f samtali við Morgunblaðið 1 gær. Dr. Luns sagði, að hann og aðildarlönd NATO hörmuðu þorskastrfðið „og ég vona að takist að finna lausn, sem Islendingar geta fallizt á“. Hann sagði að James Callaghan, utanríkisráðherra Bretlands, hefði á ráðherra- fundinum I dag viðhaft orð sem fslenzki utanrfkisráðherrann hefði talið mjög óhjálpleg", en Einar Agústsson hefði gefið mjög harðorða yfirlýsingu og sagt að fslenzka rfkisstjórnin gæti ekki undir neinum kring- umstæðum setzt að samninga- borði á meðan freigáturnar væru innan 200 mflnanna. „Eg átti mjög nytsamlegar viðræð- ur við utanrfkisráðherra ykkar þar sem ég ftrekaði þau orð mfn, að ef ég get á einhvern hátt sem framkvæmdastjóri NATO orðið að gagni þá sé ég reiðubúinn.“ Sfðan sagði dr. Luns: „Þessi deila er mjög alvarleg fyrir bandalagið, og mér er fullkom- lega ljóst að vera brezkra her- skipa innan 200 mílna mark- anna gerir lausn deilunnar mun erfiðari en ella, — ef ekki ógerlega." Að lokum sagðist Luns vona, að þeir Einar Ágústsson og James Callaghan ættu með sér hreins<ilnislegar viðræður þá um kvöidið eða á föstudagsmorgun. Hann vonað- ist til að koma einhvern tíma fljótlega til Islands, — þó ekki væri nema vegna náttúru- fegurðarinnar. „Ég óska ykkur alls hins bezta," sagði Joseph Luns að endingu. Joseph Luns „GRIMMILEGT OG VILLI- MANNLEGT" James Johnson, þingmaður frá Hull, kallaði aðgerðir varðskips- ins grimmilegar og villimann- legar. Hann sagðist mundu krefj- ast þess að í Ijósi þessa gripi flot- inn til þeirra ráða sem hann teldi viðeigandi til að vernda brezka þegna. Er hann var spurður að því hvort þetta þýddi að herskipin myndu endurgjalda skot svaraði hann: „Það er rökrétt í ástandinu. En það er auðvitað í höndum yfir- manns flotans." „SKELFILEGT“ Dave Hawley, ritari samtaka togaraskipstjóra í Grimsby, sagði: „Vissulega finnst mér þetta skelfilegt. Og ég undrast að skip- herrann á Þór skuli hafa misst svo stjórn á sér að hann grípur til byssunnar." Hawley bætti við, að ef skipherrann hefði farið eftir fyrirmælum ríkisstjórnar sinnar væri það afar óhugnanleg tilhugs- un. Hann sagði að brezkir togara- skipstjórar yrðu nú að hafa á- hyggjur af þeim möguleika að varðskip hæfu skothríð á þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.