Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975 p!i0f0iiunplliípiip Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Ofbeldi Breta og umheimurinn Eftir framkomu Breta á miðunum við ísland i gær, þegar dráttarbátar gerðu at- lögu að íslenzku varðskipi inn- an fjögurra mílna landhelgi ís- lands sem viðurkennd er af öllum þjóðum, er það hárrétt afstaða ríkisstjórnar íslands að kæra málið til Öryggisráðsins og Atlantshafsráðsins. Fram- koma Breta og ofbeldi við ís- land hefur aldrei fyrr gengið svo langt, að íslendingar hafi talið sig tilneydda til að gripa til svo róttækra ráðstafana. En nú er mælirinn fullur. Svæðið, þar sem Bretarnir gerðu atlöguna að Þór er eins óvefengjanlega islenzkt yfirráðasvæði eins og landið sjálft. Með það í huga er hér um svo einstæða og harð- svíraða árás að ræða, að ekkert dugar nema hörðustu við- brögð Öll íslenzka þjóðin stendur að baki þeirri ákvörð- un, sem islenzka ríkisstjórnin hefur nú tekið Á kvöldfundi i utanrikismálanefnd Alþingis i gær var algjör einhugur i mál- inu. Geir Hallgrimsson, forsætis- ráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hér væri um „óvenjulega alvarlegan atburð að ræða og er þá mikið sagt", eins og ráðherrann komst að orði, „þegar haft er i huga framferði Breta hér við land Það er ótvírætt að dráttarbát- arnir voru innan fjögurra mílna landhelgí íslands, þar sem (s- lendingar hafa óvefengjanlega lögsögu og Bretar geta ekki borið fyrir sig, að þeir viður- kenni ekki þessi alþjóðalög" Forsætisráðherra benti enn- fremur á, að Bretar hafa ótvi- rætt framið ásiglingar sinar og ofbeldi innan íslenzks yfirráða- svæðis og sýni þetta, „með hvíliku offorsi og ofbeldi Bretar reka mál sitt og virðingarleysi þeirra fyrir lögum og rétti." Allt er þetta brot á sáttmála S.Þ. og vitaskuld ber rikisstjórn Breta alla ábyrgðina á ofbeld- inu, þar sem það er framið í skjóli hennar. Hún hefur sent herskip, hjálparskip og dráttar- báta á íslandsmið í þvi skyni að fremja lögbrot á íslendingum og jafnvel gefið skipherrum hennar hátignar, að því er frétt- ir herma, heimild til að hefja skothrið á íslenzk löggæzlu- skip. Morgunblaðið hefur i for- ystugrein nýlega bent á, hve þessi afstaða brezku stjórnar- innar er hættuleg og má þakka fyrir, meðan hún leiðir ekki til stórslysa á miðunum. í gær skall hurð nærri hælum. Má raunar þakka þá mildi, að brezkt herskip skyldi ekki vera nærri, þegar atlagan var gerð að Þór, því að óvist er til hverra aðgerða taugaveiklaður brezk- ur skipherra hefði gripið undir þeim kringumstæðum. Það er svo sannarlega kominn timi til, að brezka stjórnin fari að átta sig á því hvert glórulaus stefna hennar getur leitt, úr því sem komið er. Ef atburðirnir á miðunum i gær gætu orðið til þess að opna augu brezkra ráðamanna fyrir hættunni og stjórn Wilsons breytti um stefnu, þá mætti kannski segja, að fátt sé svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. En viðbrögð Breta, bæði heima og í Brussel, virðast því miður ekki benda til þess, að þeir hyggist neitt ætla að læra af atburðunum i gær. Af þeim sökum ekki sízt er komið að því að kæra framferði þeirra og lögbrot fyrir þeim öflugustu samtökum, sem ís- lendingar eiga aðild að, Atlantshafsbandalaginu og Öryggisráði S.Þ Verður fróð- legt að fylgjast með vörn veiði- þjófanna á alþjóðavettvangi Það var rétt hjá forsætisráð- herra íslands, þegarhann benti á það í gær, að við ættum við þetta og önnur tækifæri að sýna umheiminum ofbeldi Breta á íslandsmiðum Slit stjórnmálasambands verður að hafa aðdraganda og ef til þeirra kemur, skulum við taka af skarið, eftir að við höfum sann- fært bandamenn okkar og vini um allan heim um það, hvers- konar ofbeldisaðgerðir Bretar stunda við ísland i skjóli öflugs flota og vopnavalds, sem litil þjóð eins og íslendingar eru hefur ekki bolmagn til að brjóta ein á bak aftur. Með aðstoð vina okkar munum við reka andstæðínginn af höndum okkar. En við þurfum að sýna sem þjóð sömu eiginleika og vaskir varðskipsmenn sýna alltaf þegar á reynir: stillingu og ákveðni. Það er rétt sem Luns, fram- kvæmdastjóri NATO, segir í samtali við Mbl., að „brezku herskipin gera lausn erfiðari — ef ekki ógerlega". Hann bætti þvi við, að aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins hörmuðu þorskastríðið og kvaðst vera reiðubúinn til að láta málið til sín taka, ef hann gæti orðið að einhverju gagni. Hann kvaðst vona, að fundin yrði lausn, sem íslendingar gætu fallizt á, eins og hann komst að orði. En sú lausn verður a.m.k. ekkí fólgin í þvi, að Bretum verði á nokkurn hátt gert kleift að stunda ofveiði við ísland eins og þeir virðast helzt hafa áhuga á. íslendingar ætlast nú til mikils af bandamönn- um sínum í NATO og vonast til þess, að bandalaginu auðnist að lækka rostann i Bretum, koma vitinu fyrir þá og láta þá hætta að beita smáþjóð of- beldi. Sá tími ætti að vera liðinn. Það var uppörvandi sem utanrikisráðherra V-Þjóðverja Genscher sagði á fundi Atlants- hafsbandalagsins í gær, að hann skora'ði á Callaghan, utanríkisráðherra Breta, að fara að dæmi V-Þjóðverja og láta Breta draga úr kröfum sínum á hendur íslendingum. Atlantshafsbandalagið hefur áður veitt okkur ómetanlega aðstoð í þorskastríði — og við væntum þess, að bandalaginu og S.Þ, takist að bægja frá þeirri hættu, sem fylgir í kjölfar ofbeldis Breta á íslandsmiðum Mannslíf geta nú verið í veði, hvenær sem er. „ÞETTA ER HLUTVERK DRÁTTAR- BÁTANNA Á ÍSLANDS- MIÐUM" — segir Pétur Sigurðs- son, forstjóri Landhelgis gæzlunnar, um atburðint í mynni Seyðisfjarðar „VIÐ GERUM ráð fyrir því að varðskipið Þðr verði ferðafært strax í kvöld,“ sagði Pétur Sig- urðsson, forstjóri Landhelgis- gæzlunnar, f viðtali við Morgun- blaðið f gærkveldi. „Eftir ásigl- ingarnar kom rifa fvrir ofan sjó- Ifnu á skammdekk, en áhöfnin er nú að gera við skemmdirnar og logsjóða í þessa rffu, svo að skip- ið, sem nú liggur f vari, verður ferðafært f kvöld.“ Þrfr dráttarbátar, Lloydsman, Star Aquarius og Star Polaris, gerðu laust eftir hádegi í gær árás á varðskipið Þór, sem var að koma út frá Seyðisfirði, þar sem það hafði verið að grennslast eftir duflum, sem þar hofðu fundizt á reki. Dráttarbátarnir voru aðeins rúmlega eina mílu frá landi og þvf f landhelgi Islands. Taug var f milli Star Aquarius og Lloyds- man og sigldu báðir dráttarbát- arnir á Þór, Star Aquarius fyrst en Lloydsman sfðan tvisvar. Eftir fyrri ásiglingu Lloydsman skaut varðskipið Þór viðvörunar- skoti, en þegar dráttarbáturinn sinnti ekki viðvöruninni og lagði aftur til atlögu við Þór, skaut varðskipið f Lloydsman kúluskoti og fór kúlan f bóg dráttarbátsins. Þar með lauk viðureigninni og dráttarbátarnir héldu til hafs f kjölfar Star Polaris, sem þegar í upphafi fór á haf út. Morgunblaðinu barst f gær fréttatilkynning frá Landhelgis- gæzlunni þar sem segir m.a. að 1 gærmorgun hafi henni borizt upp- lýsingar um að 3 brezkir dráttar- bátar væru grunnt undan Iandi í mynni Seyðisfjarðar og var gæzlu- flugvélinni SÝR stefnt á staðinn, en einnig var varðskipið Þór beð- ið að fara á vettvang til þess að grennslast fyrir um gerðir drátt- arbátanna. • ÞRJAR ASIGLINGAR Þór fór á vettvang og fann drátt- Ljósm.: Baldur Sveinsson. Þetta er fyrri ásigling Lloydsman. Skipið næst er Star Aquarius, sem stefnir á haf út. Þá sést varðskipið Þór og ef grannt er skoðað hallast það verulega á stjórnborða, en bak við varðskipið, bakborðsmegin aftantil,er Lloydsman og af kjölfarinu má sjá, hvernig hann beygir inn á bakborðssfðu varðskipsins. Ekki verður greint kjölfar Þórs, enda var varðskipið á Iftilli sem engri ferð. Eftir þessa ásiglingu, sem myndin sýnir — skaut varðskipið púðurskoti til viðvörunar dráttarbátnum. 1 baksýn sést Dalatangi. Fyrri árekstur Lloydsman, sem brunar á fullri ferð á bakborðssfðu varðskipsins Þórs, sem að öllum Ifkindum eftir þvf sem myndin sýnir er rétt byrjaður að sigla aftur á bak til þess að forðast árekstur. Fjær er Star Aquarius á leið á haf út. Varðskipið var á eftir Aquarius, en taldi Lloydsman bilaðan og uggði ekki að sér, fyrr en um seinan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.