Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975 15 Friðrik og Guðmundur hefja einvígi á laugardag AKVEÐIÐ hefur verið að stór- meistararnir Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson leiði saman hesta sfna við einvígis- borðið frá heimsmeistaraeinvfg- inu 1972, næst komandi laugar- dag. Teflt verður í afgreiðslusal Samvinnubankans kl. 2—6 síð- degis og gefst vegfarendum kost- ur á að fylgjast með viðureign- inni. Þetta sama skákborð, sem áritað er af þeim Fisher og Spassky, er jafnframt aðalvinn- ingur f afmælishappdrætti Skák- sambands Islands, en það er hálfrar aldar gamalt um þessar mundir. Er borðið metið á 2,5 milljónir. Vandaðir taflmenn, sem eru um 200 þúsund króna virði, fylgja borðinu. Meðal annarra vinninga eru málverk, sólarlandaferðir og fleira. Samþykkt Qðins: Sendiherr- ann heim - ýtrustu varkárni á miðunum Fimmtudaginn 4. des. var hald- inn almennur félagsfundur f Mál- fundafélaginu Óðni. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra ræddi orkumál og benti á, að Kröfluvirkjun væri ekki of stór og fljótlega yrði full þörf fyrir alla þá orku, sem hún gæti fram- leitt, ennfremur ræddi Gunnar landhelgismálið og samningana við Þjóðverja. Samþykkt var svofelld tillaga frá Ragnari Eðvarðssyni: Mál- fundafélagið Óðinn skorar á ríkis- stjórnina að kalla heim sendi- herra sinn í London og mótmæla með þeim hætti innrás brezka flotans inn í íslenzka landhelgi. Þá vill fundurinn lýsa aðdáun sinni á framgöngu varðskips- manna, en gæta verði ýtrustu var- kárni á miðunum. Kristján Guðbjartsson. hafa að baki, munu þó greiða meirihlutann til baka, þannig er áætlað að læknar og tannlæknar muni greiða um 80%. Hæst verður endurgreiðsluhlutfallið hjá þeim, sem hafa tiltölulega stutt nám að baki en fá há laun, t.d. er hlutfallið hjá vélstjórum og stýrimönnum áætlað um 90%. I útreikningum Kjarabaráttu- nefndar er gert ráð fyrir, að einstaklingur, sem hefur 700 þús. kr. eða minna í tekjur borgi ekki af láni og hjón með tvö börn borgi ekki, ef tekjur verða undir 1400 þús. kr. Hins vegar ef miðað er við að lánþegi hafi tekið fullt námslán I 4 ár, 500 þús. kr. á ári eða alls 2 millj. kr. þá er gert ráð fyrir að einhleypingur sem hefur 1200 þús. kr. tekjur borgi 32.500 kr. árlega (miðað við 20 ára endurgreiðslutíma) eða 32.5%. Einhleypingur sem hefur 2.6 millj. kr. í tekjur á að borga 275 þús. kr. á ári eða 100%. Hjón með 3 börn, sem hafa 1650 þús. kr. tekjur, munu borga 62,700 kr. á ári eða 3.8%, en ef tekjurnar ná 2.8 millj. kr., þá 88.100 kr. á ári eða88.1% af lánsupphæðinni. 1 tillögum Kjarabaráttunefndar er gert ráð fyrir að námslánin verði verðtryggð þannig, að upp- hæð þeirra fylgi breytingum á vísitölu framfærslukostnaðar. Þessi verðtrygging skal verka á útistandandi lán eins og það er á hverjum tíma frá því að það er greitt út, þar til það hefur verið endurgreitt eða er orðin óaftur- kræft. Þá er lagt til að lánin verði endurgreidd samhliða álagningu skatta og skulu lánin innheimt á sama hátt og skattar. Námsmenn með nýjar tillögur lánasjóðsins: A.m.k. 55% útlána skili sér í raungildi stór hluti lána skili sér frá hinum ýmsu námsgreinum. Byggist það annars vegar á þvf, að heildar- skuldir lánþega verði misjafnar eftir greinum -vegna mislengdar náms. Lægsta endurgreiðsluhlut- fallið verði í greinum, sem krefj- ast langs náms, en gefa tiltölulega lág laun að því loknu og fer það niður i 31%, t.d. hjá guðfræðing- um. Sumir þeirra, sem lengst nám KJARABARATTUNEFND náms- manna hefur lagt fram sfnar til- lögur um framtíðarskipan Lána- sjóðs fslenzkra námsmanna. Segir þar, að samkvæmt þeim útreikn- ingum sem nefndin hefur látið gera muni a.m.k. 55% útlánaðs fjár L.t.N. skila sér f raungildi, en um þessar mundir mun ekkert af þvf fé sem lánað er skila sér f raungildi. 1 tillögunum kemur fram, að sjónarmið kjarabaráttu- nefndar varðandi endurgreiðslu- kerfiðhafi frá upphafi verið skýr. Langskólanám leiði yfirleitt af sér hærri laun að námi loknu en tfðkist meðal fólks, sem ekki er langskólagengið. Hins vegar hljóti það að vera óraunhæft að ætla að endurheimta að fullu öll námslán, þar sem launakjör námsmanna að loknu námi séu mjög misjöfn og sumir þeirra verði aldrei borgunarmenn fyrir allri skuld f raungildi. Kjarabaráttumenn kynntu blaðamönnum þessar tillögur í gær og kom fram, að eðlilega verði það nokkuð misjafnt hversu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.