Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975
27
og var Hörður foringi fyrir sveit-
inni. Þar náði sveitin ágætum ár-
angri, varð í 3. sæti á fjölmennu
móti með sama stigafjölda og
sveit nr. 2 og einu stigi á eítir
sigurvegurunum. Þennan árang-
ur þakka ég Herði fyrst og fremst,
þó ekki vegna þess að hann væri
betri bridge-spilari en við hinir,
heldur vegna þess hæfileika að
láta menn vinna saman, engar
óánægjuraddir, stefna allir að
einu marki, þá kom árangurinn.
Við hverja máltíð var hann
glaður og reifur, uppfullur af
smellnum sögum, sem hann sagði
á sinn skemmtilega hátt svo unun
var á að hlýða. Frá þessum tíma
tókst sú vinátta með okkur Herði,
að vart leið sá dagur að við hitt-
umst ekki eða ræddum saman í
síma um það sem við bar.
Hörður var sonur hins þjóð-
kunn'a læknis Þórðar Sveinssonar
og konu hans Ellenar Sveinsson,
sem var af dönskum ættum.
Systkini hans eru mörg og mun
ég ekki telja þau upp hér, þau eru
öll hin mætustu og þjóðkunn.
Hörður var fæddur 11. des.
1909. Hann varð stúdent 17 ára
árið 1927, og lögfræðingur frá
Háskóla Islands árið 1933. Starf-
aði um hríð hjá Landsbanka ís-
lands, en tók við forstöðu Spari-
sjóðs Reykjavíkur og nágrennis
árið 1942 og gegndi því með sæmd
til dauðadags.
Hann hafði aldrei í hug að
Sparisjóðurinn yrði neitt stór-
veldi á stuttum tíma, hann vissi
sem var að sígandi lukka er best.
Hann sagði mér að hann hefði
verið gæfumaður í einkalffi sínu.
Hann giftist konu sinni Ingi-
björgu Oddsdóttur árið 1934 og
unni henni hugástum til dauða-
dags. Þau eignuðust tvö mann-
vænleg börn, dr. Þórð, sérfræðing
í hjartasjúkdómum, hann er að
ljúka framhaldsnámi 1 Banda-
ríkjunum, kvæntur Sólrúnu R.
Jensdóttur, og önnu, sem gift er
Leif Dungal lækni sem nú er við
framhaldsnám í Kanada.
Það hafa sagt mér vitrari menn
að handan þessa lífs sé annað, þar
sem menn eru dæmdir eftir
verkum sfnum. Sé svo þarf
Hörður engu að kvíða, hann var
réttlátur, orðvar og vildi öllum
málum koma til betri vegar.
Ég kveð Hörð með söknuði, en
þó er ég guði mfnum þakklátur
fyrir að hafa átt tryggð hans og
vináttu i áraraðir.
Kæra Ingibjörg við hér í
Bjarmalandi 1 sendum þér og
börnum þfnum okkar samúðar-
kveðjur.
Kristinn Bergþórsson.
Nú er leiðir skilja vil ég þakka
Herði Þórðarsyni vini mínum
samfylgdina, en fundum okkar
bar fyrst saman fyrir rúmum
fjörutíu árum.
Hörður var einn af stofnendum
Electric h.f., en seldi hlut sinn,
þegar hann tók við starfi í Spari-
sjóði Reykjavíkur og nágrennis.
Endurskoðandi fyrirtækisins var
hann þó æ síðan
Ég mun aldrei gleyma þeirri
miklu og óeigingjörnu hjálp, sem
hann veitti mér með hollum
ráðum og ábendingum. Hörður
var drengskaparmaður og vinur
vina sinna, svo mikill að fáum
hefi ég kynnst slíkum. Hrein-
skilni hans, samviskusemi og ótta-
Ieysi við að segja hug sinn allan
snart mig og kenndi mér að meta
hann flestum fremur.
Gáfur hans og raunsæi voru
með ágætum og hafði hann þó
frábært skopskyn í hópi góðra
félaga og á vinafundum. Hörður
var ekki allra maður, en þeir sem
þekktu hann vissu að hann var
tilfinningamaður. og hafði samúð
með öllu sem hann taldi satt og
rétt. Hann var maður sann-
leikans. Við hjónin vottum Ingi-
björgu konu hans, börnum þeirra
Þórði og Önnu og öðru skylduliði
samúð okkar.
Ólafur Jónsson.
Góður rækjuafli
Vestfjarðabáta
RÆKJUAFLI Vestfjarðabáta
hefir yfirleitt verið góður sfðan
rækjuveiðar hófust f haust. I
nóvember stunduðu 58 bátar
rækjuveiðar frá Vestfjörðum, og
varð heildaraflinn f mánuðinum
593 lestir, en í fyrra var aflinn f
nóvember 840 lestir. Þá stunduðu
hins vegar 82 bátar veiðar.
Frá Bildudal hafa róið 7 bátar
og var afli þeirra i nóvember 45
lestir, en í fyrra var afli 14 báta
frá Bildudal 68 lestir. Aflahæstir
nú voru Vísir með 10.5 lestir og
Dröfn með 9.6 lestir.
Frá verstöðvunum við Isa-
fjarðardjúp reru nú 37 bátar og
öfluðu 435 lestir, en í fyrra var
aflinn hjá 55 bátum í nóvember
474 lestir. Aflahæstu bátarnir nú
voru Sigurður Þorkelsson með
22,0 lestir, Halldór Sigurðsson
19,8 lestir og Gissur hviti með 18,0
lestir.
Frá Hólmavík og Drangsnesi
reru nú 14 bátar, og var afli
þeirra 113 lestir, en i fyrra var
aflinn hjá 13 bátum 298 lestir.
Aflahæstu bátarnir nú voru flest-
ir með tæpar 9 lestir i mánuð-
inum.
Minning:
Jens Jónsson
skipstjóri
Fæddur: 22. janúar 1927
Dáinn: 7. desember 1975.
„Öruggt var þeirra áralag
engum skeikaði vissa takið.“
Mér koma þessar ljóðlínur
Jakobs Thorarensen í hug, er mér
verður hugsað til Jens Jónssonar,
skipstjóra, sem í dag verður bor-
inn til hinztu hvildar aðeins tæp-
lega 49 ára að aldri.
Jens var fæddur að Háagerði
Skagaströnd, 22. janúar 1927.
Sonur hjónanna Þorbjargar
Halldórsdóttur og Jóns Sölva-
sonar, útvegsbónda þar. Jens var
yngstur þriggja bræðra, og mun
snemma hafa hafið sjóróðra með
föður sínum og bræðrum frá
Skaga. Eins og mörgum er títt,
var Jens oft efst í huga bernsku-
stöðvar sínar og uppvaxtarár.
Sagði hann mér all oft frá erfið-
leikum þeirra ára norður á Skaga.
Fljótlega mun Jens hafa hugsað
sér að gera sjósókn að ævistarfi
sínu.
Hann fluttist ungur suður til
Reykjavíkur og hóf störf á róðra-
bátum suður með sjó. Var Jens
jafnan eftirsóttur sjómaður vegna
afburða dugnaðar og drenglyndis.
Var ætíð sótzt eftir að vinna í
návist hans vegna léttleika og
jafnaðargeðs.
Fáir munu hafa vitað yfir
hverju heljarafli Jens átti yfir að
búa ef með þurfti, en alla jafna
var hann þó tregur á að sýna þann
aflsmun.
Við Jens kynntumst fyrst í Sjó-
mannaskólanum, en þaðan út-
skrifaðist hgnn vorið 1952, síðan
lágu leiðir hans eingöngu á togur-
um. Stuttu seinna eða í ágúst 1953
giftist Jens eftirjifandi konu
sinni Hlín Kristíansen. Hún
reyndist manni sínum ávallt hinn
innilegasti förunautur.
Hún bjó manni sínum ætíð
yndislegt heimili og nú síðast að
Álftamýri 56, Reykjavík.
Börn þeirra hjóna eru Katrín,
gift Vali Sigurðssyni, Þorbjörn
kvæntur Guðrúnu Kristinsdóttur,
og Arna, sem er yngst þeirra
barna og dvelst nú í föðurhúsum,
eru barnabörn þeirra þrjú. Sam-
búð þeirra hjóna var alltaf með
ágætum og heimili þeirra með
glæsibrag.
Eftir að Jens útskrifaðist úr
Sjómannaskólanum fór hann sem
stýrimaður á b/v (Jranus.
Árið 1958 varð hann síðan skip-
stjóri b/v Pétri Ilalldórssyni til
ársins 1960, er hann tók við skip-
stjórn b/v Röðuls allt til áramóta
1970, en þá mun Jens hafa kennt
þess meins, er varð til þess að
hann fór til skurðstofnunar Dr.
Bush í Kaupmannahöfn og var
gerð þar á honum mikil höfuðað-
gerð.
Með ótrúlegum viljastyrk og
karlmennsku, þegar Jens hafði
náð sér eftir þá aðgerð, fór hann á
sjóinn aftur, nú sem skipstjóri og
stýrimaður á b/v Hvalbak frá
Breiðdalsvík, sem hann einnig
sótti til Japan.
En fljótlega mun hafa farið á
verri veginn, því hann varð tví-
vegis aftur að ganga undir miklar
höfuðaðgerðir í Reykjavik. Og
enn stóð Jens upp og með ótrú-
legu þreki hóf hann störf á ný. Nú
síðustu árin starfaði Jens í landi,
og mun hann hafa lengst af starf-
að hjá Hampiðjunni.
í raun og veru var Jens aldrei
hættur á sjónum, þvf þar var hug-
ur hans allur, sem sannaðist bezt
er kunningjar heimsóttu hann á
heimili þeirra hjóna. Voru þar oft
rifiaðir udd atburðir liðinna ára
af sjónum, af togaranum Röðli, en
þar var ég undirritaður lengst af
með Jens, bæði sem stýrimanni og
skipstjóra.
Nú er Jens allur — þar fór
góður drengur. Vil ég að endingu
votta eiginkonu hans og börnum
mfna dýpstu samúð.
Axel Schiöth.
— Minning
Steinn
Framhald af bls. 24
ingabúðum, þar var hvorki hátt
til lofts né vítt til veggja, en
hjartahlýja húsráðenda bætti upp
húsakynnin. Á s.l. ári fluttust
Guðrún og Steinn svo til Reykja-
víkur og festu kaup á indælli íbúð
að Hraunbæ 118, og hygg ég að
Steinn hafi hugsað sér gott til
glóðarinnar að geta sinnt þar
söfnum sínum og skrifum í næði f
ellinni, en til þess bar hann ekki
gæfu, þvi að f nóvember var hann
fluttur á sjúkrahús til rann-
sóknar, og andaðist á Landakots-
spftala hinn 3. des. eftir örstutta
legu.
Þegar ég nú enda þessi fáu
minningarorð mín um minn
elskulega vin, Stein Emilsson,
finnst svo ótalmargt ósagt, svo
ótalmargt, sem gaman hefði verið
að. rifja upp, minningar, sem leita
nú á hugann máski sterkar en oft
áður, þegar hann nú er allur. En
þess er enginn kostur í stuttri
minningargrein. Fólk verður þá
helzt að lesa á milli línanna þá
virðingu, sem ég bar fyrir Steini,
um þá vináttu, sem á milli okkar
ríkti.
Efst í huga mér nú á þessari
skilnaðarstundu er þakklæti.
Þakklæti fyrir samveruna, fyrir
viðkynninguna við góðan dreng,
heilsteyptan persónuleika, sem
mér mun aldrei úr minni líða.
Þegar Guðlaug frá Sólvangi,
amma konu minnar, dvaldist '
vestra hjá okkur, urðu þau miklir
vinir, hún og Steinn, ljóðuðu
hvort á annað, enda bæði skáld-
mælt. Guðlaug orti margar vísur
til Steins, og hann svaraði með
ljóðabréfi, sem birtist í bók
hennar „Veikir þræðir“, og þetta
ljóðabréf endaði Steinn á þessa
leið, og getur það jafnframt verið
niðurlag þessarar greinar:
„Allir vilja áfram halda.
Eignast skaltu þúsundfalda,
ósk um gleði og gæfuspor.
Við hittumst kannski
hinum megin
og höldum bæði upp
sama veginn.
— Það er sagt, að
þar sé vor. —“
Að lokum, innilegar samúðar-
kveðjur til Guðrúnar og til barn-
anna frá mér og minni fjölskyldu.
Friðrik Sigurbjörnsson.
(II.YSIN(,ASIMIXN EH:
22480
JRorjjimblabiþ
Gunnar M. Magnúss
Sœti númer sex
Bókin hefst á því er Ásgeir Ás-
geirsson kemur 29 ára gamall i
framboð f Vestur ísafjarðarsýslu
og berst þar um þingsætið við
hinn gamla þingkappa Guðjón
Guðlaugsson. Ferill Ásgeirs er
rakinn i héraði. sagt frá baráttu
hans og sigrum og hvernig leið
hans lá inn á þing og að lokum i
forsetastólinn. Þessi frásögn er
afburðasnjöll og mun lengi lifa.
— Gunnar rekur síðan hinn póli-
tiska æviþráð sinn, fer eftir hon-
um í „sæti númer sex" á Alþingi
og situr þar hundrað daga. Hér
koma margir við sögu og þetta er
„ismeygilega vel skrifuð bók, sem
Gunnar sendir frá sér". Hann
dregur upp ógleymanlegar myndir
af mönnum og málefnum og bók-
inni lýkur með palladómum um
samþingsmenn hans.
Pétur Eggerz
Hvað varstu að
gera öll þessi ár?
Pétur Eggerz hefur i starfi sinu
gengið meðal þeirra, sem leitað
hafa fjár og frama, þeirra manna,
sem máttur valdsins hefur freist-
að. En hvers virði er valdið, féð og
frægðin? Er lifshamingjuna þar að
finna? Þessum og öðrum álíka
spurningum leitast þessi snjalli
höfundur við að svara i bók sinni,
sem er skopleg lýsing hins Ijúfa
lifs, háð og spé um þá lifsblekk
ingu sem aðeins virðist eftirsókn
eftir vindi. Pétur gagnrýnir „kerf-
ið" í þessari bók, dregur dár að
þvi, sem þar fer aflaga, setur
gæðamat þjóðfélagsins undir
smásjá og sér i gegnum blekk-
ingavefinn. Enn sem fyrr hittir
hann beint i mark, undan hár-
beittum penna hans sviður.
Gunnar M. Magnúss
Hér er bókin til skemmtunar og fróöleiks
Skuggsjá-Bókabúö Olivers Steins-Sími 50045