Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975 DMIR MORBIJ EINS MiRKS SIGIJR — Gífurlegur kraftur og baráttugleði okkar manua, sagði Axel Sigurðsson, fararstjóri liðsins við Sjálandsúrvalið á þriðjudags- kvöldið. Sagði Axel Sigurðsson að þau meiðsli væru ekki alvarleg. — Ég fór með Viggó í myndatöku í dag, sagði Axel, — og kom þá í ljós að blætt hafði inn á lið. Taldi læknirinn að Viggó gæti ekki ver- ið með í handknattleik í næstu 10 daga, þannig að óvíst er hvort hann getur tekið þátt í leiknum við Júgóslava. Óli Ben átti góðan leik Axel sagði, að erfitt væri að nefna einn íslenzkan leikmann öðrum betri í þessum leik. Aðall liðsins hefði verið baráttugleði og dugnaður og þar hefðu allir átt jafnan hlut að máli. — Því er þó ekki að neita, að ýmis mistök sáust, en slíkt er ef til vill ekki nema eðlilegt í svona leik. Axel kvaðst þó verða að geta sérstak- lega um frammistöðu Ólafs Bene- diktssonar markvarðar sem var f markinu allan leikinn og varði oft frábærlega vel. Ölafur Jónsson átti mjög góðan leik að venju, en hann var í erfiðu hlutverki í vörn- inni. Bezti leikmaður danska liðs- ins, Flemming Hansen, reyndi mikið að „keyra" inn á miðjuna þar sem Ólafur var til varnar, en svo vel tókst Ólafi að gæta hans að Hansen skoraði ekki eitt einasta mark í leiknum nema úr vítakasti. Má geta þess til gamans að Flemming Hansen skoraði hvorki meira né minna en 10 mörk í landsleik Dana og Svía á dögun- um. Axel sagði að íslendingarnir hefðu að mestu leikið flata vörn í leiknum, en síðan hlaupið fram f Danina og reynt að stöðva þá áður en þeir fengu tíma til þess að koma sér f skotstellingar. Er mjög líklegt að sömu varnarleikaðferð verði beitt í leiknum við Júgóslava, og þvf þessi leikur mjög ákjósanleg æfing fyrir út- færslu þessarar varnar og sam- vinnu leikmanna í henni. Sveita- keppni JSÍ SVEITAKEPPNI Júdósambands tslands verður háð f Iþróttahús- inu f Njarðvfk föstudaginn 12. desember og hefst kl. 20.00. Hér er um að ræða Islandsmeistara- mót í sveitakeppni, en það var f fyrsta sinn haldið í fyrra, og sigr- aði þá A-sveit Júdófélags Reykja- vfkur. Sveitakeppni er mjög vinsælt keppnisform f júdó og á vaxandi athygli að fagna hér á iandi sem erlendis. Keppt er f 5 manna sveitum, þ.e. hver sveit er skipuð mönnum úr öllum þyngdarflokkum. Sú sveit, sem sigrar S þessu móti, öðlast rétt tii að taka þátt f Evrópubikarkeppni meistara- sveita á næsta ári. Saga í forgstu Saga hefur nú forystu í dönsku 1. deildar keppninni f handknatt- leik og er liðið með 17 stig eftir 11 leikí. I öðru sæti er Helsingör með 16 stíg eftir 10 leiki, en sfðan koma Fredericia KFUM með 15 stig eftir 8 leiki, Stjernen með 15 stig eftir 10 leiki, Árhus KFUM með 13 stig eftir 10 leiki, FIF með 10 stig eftir 11 leiki, Efter- slægten með 9 stig eftir 9 leiki, Nöriem með 9 stig eftir 11 leiki, AGF með 6 stig eftir 11 leiki, Stadion með 5 stig eftír 11 leiki, HG með 5 stig eftir 11 leiki og á botninum er Tarup með 4 stig eftir 11 leiki. — ÞETTA er einn bezti lands- leikur sem ég hef séð íslenzkt handknattleikslið leika fyrr og sfðar, sagði Axel Sigurðsson, fararstjóri fslenzka landsliðsins f keppnis- og æfingaferð þess tii Danmerkur, um Iandsleik liðsins við Dani f Árósum f gærkvöldi. — Og það var sárt að tapa þessum leik, sagði Axel, — eftir alla þá baráttu og þann góða handknatt- leik sem liðið sýndi hefði það verðskuldað a.m.k. jafntefli, ef ekki sigur. Úrslit Ieiksins í gærkvöldi urðu 17—16 fyrir Dani, eftir að staðan hafði verið 8—7 þeim í vil í hálf- leik. Allt frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu var gífurleg bar- átta í leiknum og liðin jöfn. Mestur varð munurinn skömmu fyrir lok fyrri hálfleiksins en þá náðu Danir þriggja marka forystu er staðan var 8—5. Tvö síðustu mörk hálfleiksins skoruðu svo ís- lendingar, og voru reyndar óheppnir að jafna ekki, fengu til þess gott tækifæri sem ekki nýtt- ist. Úrslit þessa leiks auka verulega vonir um að íslenzka liðið megni að veita Júgóslövum verulega keppni í leiknum í Laugardals- höllinni 18. desember n.k. Danska liðið vann nýlega sigur yfir sænska landsliðinu 18—14 en sænska liðið vann svo norska Jón Karlsson átti góðan leik með fslenzka liðinu f gærkvöidi og var markhæstur leikmanna með 5 mörk. Myndin sýnir hann skora f landsleik við Luxemburgara á dögunum. landsliðið skömmu síðar. Virðist eftir þessu að landslið Norður- landanna séu nú mjög áþekk að styrkleika. Gangur leiksins Gangur leiksins í Arósum I gær- kvöldi var í stuttu máli sá, að Danir skoruðu fyrsta mark leiks- ins og höfðu eftir það forystu allan fyrri hálfleikinn. Virtist staða þeirra vera orðin nokkuð góð, er þriggja marka forystu var náð, 8—5, en íslenzka liðið gaf ekkert eftir og náði að minnka muninn í eitt mark áður en flaut- að var til leikhlés. I hálfleiknum slepptu dómararnir Axel Wester og Kristen Bromann frá Svíþjóð tveimur augljósum vítaköstum á stemming var í húsinu á lokamín- útunum og bæði liðin fengu tæki- færi til þess að breyta stöðunni. Það var svo ekki fyrr en örfáar sekúndur voru til leiksloka að Ax- el Axelssyni tókst að stinga sér inn f dönsku vörnina og skora 16. mark Islendinga. Mörkin Mörk Islendinganna skoruðu: Jón Karlsson 5 (2 víti), Axel Ax- elsson 3, Stefán Gunnarsson 2, Gunnar Einarsson 2, Ólafur H. Jónsson 2, Árni Indriðason 1 og Páll Björgvinsson 1. Þeir, sem ekki léku með liðinu I gærkvöldi voru þeir Ingimar Haraldsson og Viggó Sigurðsson, en Viggó varð fyrir meiðslum í leik landsliðsins Ólafur Benediktsson stóð allan tfmann f markinu og varði mjög vel. Danina og munaði um minna í svo jöfnum leik. I seinni hálfleiknum var staðan 10—9 á 40. mínútu, 10—10 á 43. mínútu, 12—11 á 48. mínútu, 13—12 á 51. mfnútu, 14—13 á 52. mínútu, 16—15 á 55. mínútu og þegar aðeins þrjár mínútur voru til leiksloka tókst Dönum loks að ná tveggja marka forystu og var staðan þá 17—15. Gifurleg Ólafur H. Jónsson hafði erfitt hlutverk f leiknum en hann gaf Flemming Hansen ekkert eftir og skoraði þessi markakóngur danska handknattleiksins ekkert mark nema úr vftakasti. \ír maður tekínn víð Gróttn Gonnar hættnr - Þórarinn Raparsson ráðinn þjálfari Gunnar Kjartansson hefur nú hætt þjálfara- störfum hjá 1. deildarliði Gróttu í handknattleik. Við starfi hans hjá Gróttu tekur Þórarinn Ragnars- son, FH-ingur, og var hann með sína fyrstu æfingu hjá félaginu í gærkvöldi. Ástæðan fyrir því að Gunnar hætti mun fyrst og fremst vera sú að Gunnar mun hafa naum- an tíma til þjálfarastarfa eftir áramót vegna starfs síns. Þá nun hann heldur ekki hafa 'erið sérlega ánægður með æf- 'ngasókn Gróttumanna og hugaleysi leikmanna liðsins. Gunnar tók við þjálfun liðsins haustið 1974 og tókst að halda þessu unga félagi af Seltjarnarnesi í 1. deildinni og lagði Grótta í fyrravetur m.a. að velli mörg toppliðanna í deildinni, en ýmsir töldu fyrirfram að Gróttuliðið væri dauðadæmt f 1. deildinni. Þórarinn Ragnarsson kom á sínum tíma liði Gróttu upp í 1. deild og ekki er ólíklegt að nýr maður geti hrist upp meðal leikmanna liðsins. Verkefni Þórarins verður þó erfitt því að fyrri umferðinni lokinni hvílir Grótta í botnsæti 1. deildarinnar í handknattleik með fjögur stig. Ármann og Þróttur hafa 5 stig og Framliðið 6 stig, þannig að barátta Gróttumanna er langt frá því að vera vonlaus. Þeir geta reyndar ef þeir spjara sig f seinni umferðinni skotizt upp á meðal efstu liðanna i deildinni. —áij. Félögin leita af krafti að nýjum þjálfurum KNATTSPYRNUFÉLÖGIN vinna flest að því þessa dagana að ganga frá ráðningum þjálfara fyrir lið sfn þessa dag- ana. Lítið hefur verið ritað um nýjar ráðningar undanfarið og þess er varla að vænta að veru- legur skriður komist á þessi mái fyrr en upp úr áramótun- um þegar liðin byrja æfingar af krafti á nýjan leik og aðalfund- ir knattspyrnudeilda félaganna hafa farið fram. Úr 1. deildinni eru línurnar mjög óskýrar. Ljóst er að Þorsteinn Friðþjófsson og Sölvi Helgason verða með nýliðana í 1. deildinni — Breiðablik og Þrótt. Líklegt er að Framararn- ir endurráði Jóhannes Atlason og Guðmund Jónsson og endur- Norðfirðingar vilja fá Magnús Jónatansson f staðinn fyrir Magnús Jónatansson. tsfirðingar hafa boðið Gylfa Þ.Gfsla- syni starf. heimti auk þess Sigurberg Sig- steinsson og Asgeir Eliasson. Hvað hin liðin i 1. deildinni gera er ekki vitað, en trúlega munu þau öll reyna fyrir sér með erlenda þjálfara. Úr 2. deildinni eru þær fréttir að Árni Njálsson verður mjög sennilega með Selfyssing- ana áfram og Hólmbert Friðjónsson með lið Ármanns. Ekki er ljóst hvað Vestmanney- ingar gera, en þeir munu hafa boðið Viktor Helgasyni þjálfarastarfið. Einar Helgason hefur þegar verið ráðinn þjálfari KA á Akureyri, en aðrar fréttir höfum við ekki enn sem komið er af liðunum í 2. deild. Úr þriðju deildinni er það helzt að frétta að tvö af ,,stóru“ liðunum þar hafa þegar boðið tveimur ungum knattspyrnu- þjálfurum starf næsta sumar. Eru það Isfirðingar, sem vilja fá Gylfa Þ. Gíslason frá Sel- fossi til sín, og Norðfirðingar, sem vilja fá Magnús Jónatans- son frá Eskifirði í staðinn fyrir Magnús Jónatansson frá Akur- eyri. Ekki hafa þessi lið gengið frá sfnum málum enn sem komið er. — áij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.