Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975
Stórauka þarf stjórnun
á fiskveiðum hér við land
Framhald af bls. 12
hámarksafla og að sá afli yrði ísaður i
kassa eða saltaður í tunnum um borð í
síldveiðiskipunum.
Hinn 22. maí skipaði ég, samkvæmt til-
nefningum eftirtalda menn í nefnd til að
gera tillögur til ráðuneytisins um fram-
kvæmd síldveiðanna:
Þorsteinn Gfslason, varafiskimálastjóra,
formann,
Gunnar Flóvenz frá Síldarútvegsnefnd,
Jón Sigurðsson frá Sjómannasambandi Is-
lands,
Kristján Ragnarsson frá L.I.O. og
Þorstein Jóhannesson frá L.I.Ú.
Már Elíasson, fiskimálastjóri, var skipað-
ur varamaður Þorsteins Gíslasonar hinn 5.
júní og hinn 10. júní var Hrólfur Gunnars-
son skipaður í nefndina, en þá hafði loks
borist tilnefning frá Farmanna- og Fiski-
mannasambandi Islands.
Nefndin skilaði áliti 26. júní og lagði til,
að veiðileyfi skyldu háð þeim skilyrðum,
að síldin skyldi söltuð um borð í veiði-
skipum. Gunnar Flóvenz skilaði séráliti og
greiddi atkvæði gegn þessari tillögu
nefndarinnar.
Ákveðið var að fara eftir tillögum meiri-
hl. nefndarinnar og var Framleiðslueftir-
liti sjávarafurða falið að gera tillögur um
það hvaða skilyrði skyldu verða fyrir veit-
ingu síldveiðileyfa með tilliti til þess að
síldin yrði söltuð um borð í veiðiskipum. I
framhaldi af því voru samdar reglur um
söltum síldar um borð í veiðiskipum og
haldið var í Fiskvinnsluskólanum nám-
skeið fyrir þá er stjórna skyldu söltuninni
um borð og ekki höfðu síldarmatsréttindi.
Voru sfðan gefin út veiðileyfi til skip-
stjóra þeirra báta, sem töldu sig geta
fullnægt öllum settum skilyrðum.
Hinn 6. október var ákveðið, að ekki
yrðu gefin út fleiri veiðileyfi en þá höfðu
verið afgreidd, en það voru alls 44 leyfi.
Jafnframt var ákveðið, að hver bátur
skyldi fá að veiða samtals 185 tonn. Loks
var ákveðið, vegna ákveðinna annmarka
við sjósöltun, að heimila löndun á sfld
ísaðri í kössum.
Hinn 17. október var kvóti síldarbát-
anna hækkaður úr 185 tonnum í 215 tonn.
Hinn 24. nóvember voru allar síldveiðar
stöðvaðar frá og með 1. desember þar sem
þá höfðu hringnótabátar veitt töluvert
umfram 7500 tonn og fyrirsjáanlegt að
reknetabátar myndu ná 2500 tonnum þá
og þegar.
Alls veiddu hringnótabátar 10.173 tonn
og reknetabátar tæp 2500 tonn þannig að
heildarsíldaraflinn á vertíðinni varð um
12.500 tonn. Þessi afli var allur saltaður
nema rétt rúm 1000 tonn, sem voru fryst.
Margir hringnótabátanna gerðu sig seka
um að veiða meira en kvóta þeirra nam og
nam slfk „umframveiði" alls rúmlega 800
tonnum. Akveðið hefur verið að kæra alla,
sem veiddu 20 tonn umfram kvóta eða
meir og samkvæmt því hafa 16 bátar verið
kærðir fyrir slík brot.
Ég þekki íslenska fiskiskipstjóra og get
skilið að þeir eigi erfitt með að sætta sig
við aflakvóta, en illt væri ef þessi reynsla
ætti eftir að verða spegilmynd af tilraun-
um okkar til að hafa stjórn á veiðunum.
Ættu menn og að hafa í huga að það sem
oftekið er, er annað hvort tekið frá öðrum
eða kemur niður á viðkomandi stofni.
Sjóðakerfið
hefur verið vinsælt umræðuefni meðal
sjómanna og útvegsmanna, og jafnan talið
sem einhver illvættur f íslenskum sjávar-
útvegi.
Ég ætla ekki að gerast málssvari kerfis-
ins en vil benda á þær staðreyndir, að
Fiskveiðasjóður hefur haft tekjur af út-
flutningsgjöldum af sjávarafurðum frá ár-
inu 1905, Fiskimálasjóður frá 1937, Afla-
tryggingasjóður (áður Hlutatrygginga-
sjóður) frá árinu 1949, Tryggingasjóður
fiskiskipa frá árinu 1961 og áhafnadeild
Aflatryggingasjóðs frá árinu 1969. Um
miðbik ársins 1973 var útflutningsgjaldið
hækkað verulega og runnu tekjur af því
til Fiskveiðasjóðs vegna stór aukinna um-
svifa í sambandi við nýsköpun flotans og
endurbóta og bygginga í fiskiðnaði. Hinn
illræmdi olíusjóður er myndaður til að
mæta gífurlegri hækkun á olíuverði síðla
árs 1973, hækkunum sem fiskiskipaflot-
inn gat ékki tekið á sig, og hafa áfram-
haldandi hækkanir á olíuverði orðið til
þess, að millifærslur gegnum þennan sjóð
eru orðnar óbærilegar og óréttlátar.
Ég hygg að fáir hafi fagnað bréfi Sjó-
mannasambands Islands og samtaka ykk-
ar, sem dagsett er 8. apríl s.l. og stílað til
forsætisráðherra Geirs Hallgrímssonar, af
jafn mikilli einlægni og ég en í nefndu
bréfi óska samningánefndir þessara sam-
taka eftir endurskoðun sjóðakerfis sjávar-
útvegsins, undir forystu Þjóðhagsstofnun-
arinnar. Það féll í minn hlut að skipa
þessa nefnd eftir tilnefningum tiltekinna
samtaka,
Með þessu bréfi opnaðist leið til um-
ræddrar endurskoðunar, en ríkisstjórnin
átti erfitt um vik, vegna þess hve sjóða-
kerfið snerti samninga sjómannasamtak-
anna og ykkar um kaup og kjör.
Endurskoðunin er nú á lokastigi og er
það von mín að nefndin geti orðið sam-
mála um tillögur til úrbóta. Ég vil samt
ekki láta hjá líða, að láta það koma fram
að það er persónuleg skoðun mín, að það
er einkum Olíusjóðurinn og Trygginga-
sjóður fiskiskipa, sem skoða þurfi, en tekj-
ur þessara sjóða eruáætlaðir um.68% af
útflutningsgjöldum ársins 1975 og yrðu
miðað við óbreytt ástand um 73% á árinu
1976. Afnám ýmissa annarra sjóða eða
niðurfelling greiðslu í þá gæti haft hinar
alvarlegustu afleiðingar t.d. Aflatrygg-
ingasjóðs, en ég mun áður hafa lýst því
yfir, að nauðsynlegt sé að endurskoða
bótareglur hans, og mun það verða gert.
Sjóðakerfið hefur skapað tortryggni og
hvetur ekki til sparnaðar og ætíð er fyrir
hendi hætta á misnotkun. Það er því mik-
ilvægt að yfirstandandi endurskoðun beri
árangur.
Ég mun ekki ræða sjóðakerfið frekar en
vil þó aðeins nefna Stofnfjársjóð fiski-
skipa og Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins,
en báða þessa sjóði tel ég hafa sannað
tilverurétt sinn.
Ýmislegt hefur verið gert á þessu ári til
að bæta stöðu sjávarútvegsins, enda þótt
það hafi ekki komið að tilætluðum notum
alls staðar vegna versnandi viðskiptakjara
og minnkandi afla, og vil fyrst skýra frá
Ráðstöfun gengishagnaðar
samkvæmt lögum
nr. 106/1974 og nr. 55/1975
Samkvæmt lögunum frá 1974 átti að
verja 600 millj. króna „til að greiða hluta
gengistaps erlendra skulda eigenda fiski-
skipa“ og 950 millj. króna samkvæmt lög-
um 1975 „til að Iétta stofnfjárkostnaðar-
byrði eigenda fiskiskipa, sem orðið hafa
fyrir gengistapi vegna erlendra og gengis-
tryggðra skulda".
Fiskveiðasjóður hefur reiknað út þessar
bætur og mun annast greiðslur á þremur
árum, en bæturnar voru ákveðnar 6%
ógreiddra og ógjaldfallinna höfuðstólseft-
irstöðva samkvæmt eldri lögunum og
5.8% samkvæmt lögunum frá 1975.
Samkvæmt lögunum 1974 var ráðstafað
250 millj. króna sem óafturkræfu framlagi
til bátaflotans vegna rekstrarerfiðleika á
árinu 1974 til 15. september og 230 millj.
króna til skuttogara til að bæta rekstraraf-
komu þeirra.
Með aðstoð Landssambandsins og full-
trúa Fiskifélags íslands auk auglýsinga
var reynt að ná til a-llra útvegsmanna.
Að höfðu samráði við samtök ykkar og
framkvæmdastjóra Aflatryggingasjóðs
var ákveðið að úthlutun fjárins til báta-
flotans færi fram í þremur þáttum:
1. Eftir úthaldsdögum skipanna (mann-
úthaldsdögum til skipa 20 br. lestir og
stærri, en undanskilið var úthald á loðnu-
veiðum, síldveiðum, rækju, hörpudisk og
handfærum. Samkvæmt þessari reglu var
úthlutað 89.6 millj. króna til 450 skipa.
2. Eftir aflabrögðum skipanna á um-
ræddu tímabili, en bætur frá Aflatrygg-
ingasjóði voru dregnar frá útreiknaðri
bótaupphæð. Samkvæmt þessum lið voru
greiddar 132.1 millj. krónur til 252 báta.
3. Bætur vegna sérstakra óhappa, véla-
bilana o.fl. Aðal reglan var sú, að bæta
hluta af kauptryggingu áhafnar meðan
viðkomandi bátur var frá veiðum. Sam-
kvæmt þessum lið voru greiddar 25.8
millj. króna til 58 skipa.
Alls voru þannig greiddar 247.5 millj.
krónur til 644 báta, og skiptust greiðsl-
urnar þannig eft-ir kjördæmum:
48.729 millj. kr.
54.036 millj. kr.
11.337 millj. kr.
28.449 millj. kr.
48.452 millj. kr.
7.026 millj. kr.
33.398 millj. kr.
16.080 millj. kr.
Suðurland
Reykjanes
Reykjavfk
Vesturland
Vestfirðir
Norðurland vestra
Norðurland eystra
Austurland
Til skuttogaranna var fyrrgreindri upp-
hæð ráðstafað eftir úthaldsdögum og
skiptist upphæðin þannig að stóru skut-
togararnir fengu 58.8 millj. krónur en
minni skuttogararnir fengu 171.2 millj.
krónur.
Aflatryggingasjóður annaðist allar
greiðslur samkvæmt framansögðu.
Til fróðleiks vil ég upplýsa að.
Bætur Aflatryggingasjóðs til báta greidd-
ar frá 1. okt. 1974 til jafnlengdar 1975
námu alls um 399 millj. hróna til 481 báts,
og skiptust bæturnar eins og hér segir:
Suðurland 56.0 millj. kr. til 83 báta
Reykjanes 149.3 millj. kr. til 124 báta
Reykjavík 32.8 millj. kr. til 30 báta
Vesturland 54.1 millj. kr. til 62 báta
Vestfirðir Norðurland 11.4 millj. kr. til 18 báta
vestra Norðurland 7.1 millj. kr. til. 15 báta
eystra 44.0 millj. kr. til. 76 báta
Austurland 44.1 millj. kr. til 73 báta
„Konvertering” lausa-
skulda 1 föst lán
Á síðasta aðalfundi samtaka ykkar
kynnti ég hugmyndir mínar um könnun á
fjárhagsstöðu útgerðar og fiskvinnslu og
hugsanlegar aðgerðir til að bæta greiðslu-
stöðu sjávarútvegsins, meðal annars með
því að breyta vanskila og lausaskuldum í
föst lán til fárra ára. Þessi athugun var þá
þegar hafin í samvinnu við Seðlabanka
Islands og viðskiptabanka sjávarútvegs-
ins, en aðgerðin var framkvæmd án laga-
boða.
Það olli mér vonbrigðum hve seint þetta
vannst og hve afgreiðsla samþykktra lána
dróst á langinn, en um þessi atriði verður
enginn einn sakaður, þar var um margar
samverkandi ástæður að ræða.
Þessu starfi er nú að mestu lokið, og
nutu 287 aðilar þessarar fyrirgreiðslu.
Lausafjárstaða þessara aðila var neikvæð
um 2.422 millj. króna, þegar tekið hafði
verið tillit til greiðslufrests á afborgunum
fjárfestingasjóða um 247 millj. kr„ þannig
að í raun var staða þeirra neikvæð um
2.669 millj. krónur, en eftir breytinguna
varð hún jákvæð um 304 millj. króna.
Þannig batnaði lausafjárstaða þessara
fyrirtækja um 2.973 millj. króna, — lán-
veitingar urðu þannig alls 2.725.7 millj.
króna og sl.iptust þannig:
Suðurland x)
Reykjanes
Reykjavík
Vesturland
Vestfirðir
Austurland
x)
65 lán 605.8 millj. kr.
75 lán 648.1 millj. kr.
20 lán 164.6 millj. kr.
33 lán 286.1 millj. kr.
31 lán 362.1 millj. kr.
Norðurland vestra 12 lán 127.1 millj. kr.
Norðurland eystra 18 lán 149.5 millj. kr.
33 lán 382.2 millj. kr.
þar af Vestmannaeyjar
25 lán 374.3 millj. kr.)
Af fyrrgreindri upphæð voru 358 millj.
kr. peningalán, sem gengismunasjóðirnir
lánuðu til 1!4 til 2ja ára, en þeir fjármunir
auðvelduðu mjög framkvæmd þessara
mála. Auk þess var Byggðasjóði lánaðar
300 millj. króna úr sjóðunum til 2lA árs, en
hann endurlánaði þá upphæð til 5 ára, 40
fyrirtækjum í sjávarútvegi, sem ekki
fengu afgreidd „konverteringslán" eða
urðu að fá viðbótarlán til að verða talin
rekstrarhæf, þannig að f raun var með
þessum aðgerðum varið 3.273 millj. króna
til að bæta lausafjárstöður fyrirtækja í
sjávarútvegi.
Rekstrarlán til útgerðar
voru hækkuð um 50% haustið 1974 og var
ráðuneytinu þá gefið fyrirheit um endur-
skoðun á þeim til frekari hækkunar, en
þ^ð var skoðun ráðuneytisins að þau
hefðu ekki hækkað í samræmi við hinn
aukna tilkostnað.
Ég gekk hart eftir umræddri endur-
skoðun bæði með bréfum, sameiginlegum
fundum með bankastjórum Seðlabankans
og viðskiptabanka sjávarútvegsins, en það
var ekki fyrr en síðla sumars að mér var
tjáð í símtali að rekstrarlánin hefðu verið
hækkuð um 80—90%. Bankana hefur
sennilega skort pappír eða starfslið til
þess að tilkynna á eðlilegan hátt þessa
breytingu. Vona ég að þið hafið orðið
hennar varir á áþreyfanlegri hátt en ég.
Ég hefi hér aðeins drepið á örfá mál,
ekkert rætt rekstrarvandamál útvegsins
og markaðshorfur, sem þó sannarlega eru
hin mikilvægustu, en forstöðumaður Þjóð-
hagsstofnunarinnar hefur þegar gert
grein fyrir rekstrarafkomu flotans og þar
sjálfsagt ekki miklu við að bæta á þessari
stundu.
Þó vil ég ekki láta hjá líða að nefna
þann vanda sem okkur er á höndum vegna
stóraukinna styrkja, sem keppinautar
okkar á erlendum mörkuðum veita til
fiskveiða og vinnslu, auk tollahækkana
álagning innborgunarskyldu o.fl. Þannig
er talið að beinir styrkir til fiskiðnaðar i
Noregi muni nema yfir 14.000 millj. króna
í ár. Þetta skaðar samkeppnisaðstöðu
okkar stórlega.
Það fer ekki á milli mála, að vandamál í
sjávarútvegi eru risavaxin nú á þessu
hausti. Við höfum áður horft fram á efna-
hagsvanda í sambandi við rekstur fiski-
skipa og fiskvinnslustöðva svo það er ekk-
ert nýtt fyrirbrigði í íslenskum sjávarút-
vegi og þjóðarbúskap. Stærsta vandamálið
er minnkandi fiskgengd á miðum um-
hverfis ísland og hvernig við eigum að
bregðast við þessum vanda. Við verðum
fyrst og fremst að gera ráðstafanir til þess
að hafa meiri og öruggari stjórnun á veið-
um, fiskvinnslu og sölu á afurðum okkar.
Nýting fiskveiðilögsögunnar er höfuð-
atriðið þessa stundina. Við höfum nægi-
legan skipastól; sóknin í ákveðnar fisk-
tegundir er orðin of mikil, þess vegna
verður að taka upp öruggara skipulag og
þeir sem við útgerð og fiskveiðar fást
verða að gera sér grein fyrir hvernig
ástandið er í þessum efnum og öll brot á
settum reglum við fiskveiðar verða tekin
mun fastari tökum en áður hefur verið.
Það er grátlegt til þess að hugsa, að á
sama tfma og við Islendingar einhliða fær
um fiskveiðilögsögu okkar út í 200 mílur,
skuli þó nokkur fjöldi báta leyfa sér að
brjóta settar reglur f þessum efnum fyrir
utan það hvað slíkt athæfi hefur
hneykslað þá erlenda fulltrúa sem hafa
verið að kynna sér þessi mál.
Á siðastliðnu sumri og hausti hafa
margir erlendir blaðamenn, sjónvarps-
menn og útvarpsmenn, spurt þeirrar
spurningar; hvernig stendur á því að
íslensk skip eða íslenskir bátar eru teknir
svona oft í landhelgi við ólöglegar veiðar?
Við verðum að koma þvf inn hjá öllum
sem hlut eiga að máli og öllum almenn-
ingi, að við verðum að fylgja settum regl-
um og Iögum hverju sinni. Við erum ekki
alltaí ánægð með lögin sem sett eru en
þegar löggjafarþing okkar hefur gengið
frá lögum þá ber okkur að hlýða þeim.
Á þessari stundu er ég ekki tilbúinn til
þess að lýsa yfir að hluti fiskiskipaflota
okkar eigi að liggja bundinn í höfn vegna
þessa ástands sem er á fiskimiðum okkar.
Það mál verðum við að hugsa vandlega
þennan mánuð og jafnvel fram f næsta
mánuð hvernig við skipuleggjum þessar
veiðar, hvernig við getum dreift úr ásókn-
inni í þorskstofninn án þess að skipin liggi
bundin í höfn. Við þurfum að hugsa um
veiðar á fleiri fisktegundum. Nokkrar teg-
undir fiska eru lítt veiddar á Islands-
miðum og útgerð á þær veiðar ókunn að
mestu eða öllu leyti. Við þurfum að skipu-
leggja mjög vel loðnuveiðarnar og jafn-
framt að dreifa skipunum sem mest á
hinar ýmsu veiðar og reyna nýjar leiðir
við öflun fisks. Við þurfum líka að hafa
í huga, að þegar ástandið er jafn alvarlegt
og raun ber vitni í þessum efnum, þá
verðum við einnig að halda opnum leiðum
til þess að geta samið um veiðar utan
íslenskrar landhelgi og þá jafnvel innan
fiskveiðilandhelgi annarra þjóða. Hér á ég
auðvitað fyrst og fremst við Grænland;
þegar þar kemur til útfærslu fiskveiði-
landhelginnar þangað hafa stærri skip
okkar eða sérstaklega togarar oft sótt
þegar lítill afli hefur verið á heimamiðum.
Þetta er eitt af því sem sannar að við
getum ekki sagt við aðrar þjóðir; við töl-
um hvorki við einn eða neinn en við
þurfum samt á skilningi annarra þjóða og
samningum í þessum efnum. Þess vegna
eigum við ekki að loka útgöngudyrum
okkar til samninga við aðrar þjóðir en við
eigum heldur ekki að leggjast 1 duftið
þegar þjóðir sýna okkur rangsleitni eins
og Bretar gerðu í þeim samningaumræð-
um sem fram fóru á síðastliðnu hausti.
Við þá er ekki hægt að tala eins og
ástandið er nú fyrr en þeir biðjast hrein-
lega afsökunar á framferði sínu og kalla
árásarflota sinn í íslenskri landhelgi
heim.
Gagnvart umheiminum og viðhorfi
þjóða til hafréttarmála, þá tel ég að
íslenska ríkisstjórnin hafi haldið vel og
skynsamlega á málstað Islands og honum
hafi aukist fylgi meðal allra þessara þjóða
og einnig meðal bresku þjóðarinnar.
Skömmin er bresku ríkisstjórnarinnar í
þessum málum.
Að siðustu vil ég geta þess, að ég hefi
ákveðið að leita samstarfs við forystu-
menn sjómanna og útgerðar, vísindamenn
og aðra þá sem gerst þekkja þessi mál, til
þess að koma á betra skipulagi um nýt-
ingu fiskiskipastólsins og fiskvinnslu-
stöðvanna, reyna að ná fullkomnu sam-
komulagi um það, hvernig við ætlum að
haga veiðum okkar Islendinga sjálfra.
Fiskveiðilaganefndin er langt komin með
störf sín. Það urðu mér og þeim mönnum
sem þar starfa mikil vonbrigði að ekki var
hægt að leggja frumvarp um nýtingu fisk-
veiðilandhelginnar fyrir Alþingi nú fyrir
áramót. Það verður að bíða til þess tíma að
Alþingi kemur saman, væntanlega i
janúarmánuði næstkomandi. Þá ríður á,
að hver og einn hafi ekki svo ákveðnar
skoðanir á þessum málum, að það sé ekki
hægt að hnika til. Við verðum að ná sam-
komulagi um nýtingu fiskveiðilögsög-
unnar, og það gerum við með því að sýna
skilning og velvilja hverjum öðrum en
ekki lita á málin eingöngu frá þröngu
hagsmunasjónarmiði hvers og eins, þá
næst aldrei samstaða. Samstaða og skiln-
ingur er undirstaða þess, að okkur takist
að sigrast á þeim miklu erfiðleikum sem
íslenskur þjóðarbúskapur stendur f.
Sjávarútvegurinn er grundvöllur íslensks
þjóðarbúskapar. Þeir sem ekki skilja mál-
efni sjávarútvegsins skilja ekki málefni
þjóðfélagsins.
Ég óska ykkur öllum gæfu og gengis og
vænti þess að okkur beri gæfa til að leysa
þessi brýnu vandamál sem nú er glímt við.
Látum ekki tilfinningar eða fjárhagserfið-
leika hvers og eins stjórna gerðum okkar,
heldur skulum við beita þeirri skynsemi
sem við eigum til, og trú á framtíð tslands
og framtfð fslensks sjávarútvegs ráða
gerðum okkar.