Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975 7 Aukinn hlutur sveitarfélaga Einn liður valddreifing ar I landinu er að færa verkefni frá ríkinu til sveitarfélaga. Heimaaðilar í hverri byggð eru bezt til þess hæfir að meta eigin þarfir og þekkja þær að- stæður, sem hafa verður hliðsjón af I ákvarðana- töku um framkvæmdir og þjónustu. Það er þo meg- inforsenda þess að sveit- arfélög geti axlað út- gjaldaþunga, sem nýjum viðfangsefnum fylgir, að þeim verði tryggðir tekju- stofnar í því skyni. Samkvæmt stjórnar- frumvarpi, sem nú liggur fyrir Alþingi, eykst hlutur sveitarfélaga I söluskatti, sem svarar 600 m.kr. á komandi ári. Samkvæmt gildandi söluskattslögum fá sveitarfélög 8% af 13 söluskattsstigum í sinn hlut, en skv. stjórnarfrum- varpinu verður söluskatts- hluti þeirra reiknaður af heildarskattheimtunni (19 söluskattstigum), utan eins söluskattsstigs, sem fer til niðurgreiðslu á olíu, m.a. til húshitunar. í kjöl- far þessa tekjuauka sveit- arfélaga mun fylgja út- vfkkun á verksviði þeirra, sem ákveðin verður \ fullu samráði við Samband Is- lenzkra sveitarfélaga. Rýmkun endur- greiðslu skyldu- sparnaðar Félagsmálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, mælti nýverið fyrir frum- varpi til laga um Húsnæð- ismálastofnun ríkisins, sem felur I sér rýmkun á endurgreiðsluákvæðum skyldusparnaðar. Megin forsenda núgildandi faga fyrir endurgreiðslu er ákveðið aldursmark eða stofnun hjúskapar. Sam- kvæmt frumvarpinu verð- ur viðkomandi ráðherra heimilað að leyfa endur- greiðslu skyldusparnaðar af félagslegum ástæðum, ef högum umsækjenda er þann veg háttað, að mati ráðherra, að brýna nauð- syn beri til að gjöra slíkt, s.s. ef um er að ræða ör- yrkja, einstæða foreldra eða námsmenn. Frumvarp þetta hefur þegar hlotið samþykki efri deildar Al- þingis og er nú til með- ferðar I neðri deild. Niðurgreiðslur I leiðara Tímans I gær er m.a. fjallað um niður greiðslur á landbúnaðaraf urðum. Þar segir m.a.: „Nokkurt umtal er nú um það að breyta fyrir- komulagi á niðurgreiðsl- um. Eðlilegt er, að slik mál séu eins og önnur tekin til endurskoðunar öðru hvoru. í þessum efn- um er lika hyggilegt að hafa hliðsjón af erlendri reynslu. Segja má, að við- ast erlendis sé það rikj- andi stefna. ef gripið er til niðurborgana á vöruverði, að fyrst og fremst inn- tendar vörur séu niður- greiddar. Þetta er t.d. stefna sósialdemókrata i Sviþjóð og Noregi. Ástæð- an er sú, að með þessu næst ekki aðeins það, að verðlag sé lækkað i þágu neytenda. Með þessu næst einnig það, að þetta ýtir undir atvinnu i land- inu og dregur úr gjaldeyr- iseyðslu þvi að yrði neyt endastyrkur ekki bundinn við ákveðnar vörur, gæti það alveg eins ýtt undir kaup á erlendum vörum og innlendum. Á timum þegar hætta er á atvinnu- leysi og gjaldeyrisskortur er mikill, er ekki sizt ástæða til að hafa þetta i huga Fyrir fslendinga skiptir nú höfuðmáli að styðja innlenda framleiðslu sem mest. Þannig á það að vera skylda, að menn taki innlendar iðnaðarvörur fram yfir útlendar. Rétt er að minna á, að félög iðn- verkamanna hafa birt áskoranir um þetta, enda er þeim Ijóst að hér getur atvinna þeirra verið i húfi." L Nú fástallar PHILIPS vörur LlKA aö Sætúni S NÆC BÍLASTÆÐI =0 £ -i * h Q E 0 HEIMILISTÆKI SF. Sætúni 8 sími 15655 og Hafnarstræti 3 simi 20455. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK <S> ÞU AUGLYSIR UM ALLT I.AND ÞEGAR ÞU AUG- LYSfIR I MORGUNBLAÐINl ■ II ■■■■■■■■ Rowenta Champion vasakveikjarar leöur engir steinar engar rafhlööur. Virmrkiiiriiill. Dönsku draumasængurnar Sængur verð kr. 5.789. —, 7.265.— 10.450. Koddarverðkr 3.700.— Ungbarnasængur kr. 2.500.— Ungbarnakoddar kr. 1.360.— Sængurveraefni í fjölbreyttu úrvali: OPIÐ TIL KL. 10 © Vörumarkaöurinn h o f. Ármúla 1A. Húsgagna-og heimilisd. S 86-112 I Matvörudeild S 86 111, Vefnaðarv.d. S 86 113 I I I I I I I I I I I I Fylgist með verðlagi Verðsýnishorn úr HACKAUP HAGKAUP VERSLUH A VERSLUN B Blandaðir ávextir 1/1 249.- Perur 1/1 209,- Apríkósur 1/1 211.- Ferskjur 1/1 189.- Ananas hringir 1/1 224.- Ananas bitar 1/1 199.- I 1 - I I I I I I I I I I I I I I SKEIFUNNI 1511 SIMI 86566 " Ef þcr verslið annars staðar, þá hafið þér hér eyðublað til að gera verðsamanburð. Opiö til 10 í kvöld og 6 annað kvöld Mmm 1 SKEIFUNN1151 Isi M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.