Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 14
X4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975 6000 m.kr. gjaldeyristekjur á 10 árum: Hagstæð samningsákvæði um raforkuverð og framleiðslugjald ÍSAL HREINAR GJALDEYRIS- TEKJUR 68 MILLJ- JÓNIR DOLLARA Gunnar Thoroddsen, irtnaðar- ráðherra, mælti fyrir laga- samþykkt viðaukasamnings miili ríkisstjórnar Islands og Swiss Aluminium Ltd. um álbræðslu í Straumsvík á Alþingi í gær. Ráðherra gat þess, að stefnu- mörkun, sem gerð var á sinni tfð, bæði varðandi stærri virkjanir (og um leið ódýrari raforku) og til að renna nýjum stoðum undir atvinnulíf hér á landi, hefði leitt til Búrfellsvirkjunar, f kjölfar virkjunar Sogsins, en tilvist orku- freks iðnaðar hefði verið for- senda þess stórátaks í virkjunar- málum okkar. Með þessum hætti, Búrfellsvirkjun, hefði verið hægt að framleiða mun ódýrara rafmagn á almannamarkað en vérið hefði með smærri og veru- lega óhagstæðari virkjunum. Nú þegar 10 ár væru liðin frá undirskrift samnings um orku- kaup álhræðslunnar í Straums- vík, væri ljóst, að auk atvinnu- sköpunar hefði álverið fært okkur 68.000.000 Bandaríkjadala í gjaldeyristekjum, eða um 6000 milljónir fslenzkra króna. Þar af er um 51 milljón dala hreinar gjaldeyristekjur, sem skiptast f þrjá meginflokka: tekjur af fram- Ieiðslugjaldi (sem að verulegum hluta færi í byggðasjóð), af raf- orkusölu og svo vinnulaun og þjónusta. Um 650 manns starfa að staðaldri hjá álfélaginu, þar af aðeins 3 erl. ríkisborgarar. RAFORKUSALAN Ráðherra gat þess að sala á raf- orku frá 1969, er verksmiðjan hóf störf, og fram til 1974, hefði numið um 1265 millj. fsl. króna. A þessum sömu árum hefur ISAL greitt tæplega 500 m.kr. f fram- leiðslugjald. A sfðustu árum hefðu orðið mikil umskipti á orkumarkaði heimsins, fyrst og fremst vegna mikillar olíuverðhækkunar, sem hófst árið 1973. Þetta hefði leitt til þess að viðræður hefðu verið teknar upp við álfélagið um endurskoðun á samningi um raf- orkukaup. Niðurstaðan af þessum viðræð- um hefði orðið sú, sem fram kæmi í framlögðum viðbótarsamningi. I núgildandi raforkusamningi er verð fyrir hverja kw.st. rafmagns 3 mil (mil er 1000. hluti af Banda- ríkjadal). Þetta verð skyldi gilda til 1.10.75. Þá skyldi verð breytast í 2.5 mil, þó með fyrirvara um breytingu á rekstrarkostnaði Búr- fellsvirkjunar. Þessi samningur átti að gilda til 25 ára. Hinn nýi samningur felur það í sér að áður umsamin lækkun komi ekki til framkvæmda en f stað þess hækki raforkuverðið í 3.5 mil við næstu áramót, en frá 1. júlí næsta árs í 4 mil. Orkuverðið verður þá orðið 60% hærra en það myndi verða með núgildandi samningi, þ.e.a.s. hækkar úr 2,5 mil upp í 4 mil. Síðan muni það frá 1. jan. 1978 fylgja álverði, eftir sérstökum reglum, sem ítar- lega er skýrt frá í fylgiskjali frumvarpsins, þannig að fyrir hvert sent, sem álverðið hækkar, skal orkuverð hækka í vissu hlut- falli. Hér er því um verulega hækkun að ræða, sem verður áframhaldandi, ef álverð á heims- markaði hækkar, sem er og mikilsvert. STÆKKUN VERKSMIÐJUNNAR Þá er gert ráð fyrir því f sam- komulaginu, að ISAL stækki verksmiðjuna þannig, að það full- geri hinn svokallaða annan ker- skála, sem þýðir, að framleiðslan muni aukast á ári um 10.700 tonn, en til þess þarf rafafl sem nemur Gunnar Thoroddsen, orkuráð- herra. 20 mw. Þar af reiknast 8 mw forgangsorka og 12 mw afgangs- orka. Þetta tilboð gildir frá 1. apríl 1978 til ársloka 1979. Síðan vitnaði ráðherra til jákvæðrar umsagnar Landsvirkjunar um þetta samningsuppkast, sem telur að þessi samningur muni Ieiða til þess, að hún þurfi ekki að fara fram á hækkun á orkuverði til almennings upp úr áramótum, sem ella hefði verið óhjákvæmi- legt að gera. FRAMLEIÐSLUGJALD Með þessum samningi er fram- leiðslugjaldinu einnig breytt verulega. I núgildandi samningi er kveðið að um grunntaxta 20 dali á tonn, eða sem svarar 1.5 millj. dala á ári við fulla fram- leiðslu, þ.e.a.s. 75 þús. tonn án stækkunar. Ef álverð hækkar um- fram 40 sent á pund (er nú 39 sent), fer framleiðslugjald hækk- andi eftir ákveðnum stiga. Um framleiðslugjaldið gildir sú há- markstakmörkun skv. samnings- drögum, að hækkun þess vegna stigbreytinga má ekki leiða til skattlagningar umfram 55% af nettótekjum ISAL, en f gildandi samningum er hámarkið 50%. Þá hefur verið tekið upp nýtt tekju- lágmark þannig, að framleiðslu- gjaldið f heild má aldrei vera lægra en 35% af nettótekjum. Hið nýja trygga kerfi tryggir veruleg- ar lágmarksgreiðslur ISAL, og gerir ráð fyrir sérstakri tengingu framleiðslugjalds við hækkandi álverð. Þá ræddi ráðherra um ágrein- ing, sem uppi væri, um svokallaða skattinneign, en með þessum samningi væri samið um vissa lausn á þeim vanda, sem þegar hefur skapazt í þessu efni og auk þess reynt að koma í veg fyrir að slíkur ágreiningur risi með skýr- ari og einfaldari ákvæðum. Nokkrar umræður urðu um mál ráðherra. En að þeim loknum var frumvarpinu visað til nefndar og 2. umræðu. Viðbrögð varðskipsmanna rétt: Asiglingar á löggæzluskip innan elztu og óvefengjanlegra landhelgismarka — sagði dómsmálaráðherra á Alþingi í gær ALVÖRUÞUNGI, þrunginn spennu, einkenndi andrúmsloft í þingsölum er líða tók á dag f gær og fregnir fóru að síast um alvar- lega atburði úti af Austfjörðum. fregnir sem vöktu ógn og undrun en erfitt var að trúa, þrátt fyrir bitra reynslu af samskiptum okk; ar við brezkan yfirgang. Það var þrúgandi þögn í sameinuðu al- þingi, er Jóhann Hafstein (S), fýrrv. forsætisráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksinis, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og gat þeirra þungbæru tíðinda, er nú hefðu gerzt, og spurði dómsr málaráðherra, æðsta yfirmann landhelgisgæzlunnar, hvort hann teldi tímabært að skýra þingi og þjóð frá atburðarás, svo allir fengju sem fyrst gerst að vita sannleikann um svo afdrifáríka atburði. Ólafur Jóhannesson, dómsmála- ráðherra, sagði að ekki hefði enn borizt skýrsla um atburði þessa (kl. tæpt fjögur í gær), en eftir þvf, sem hann vissi bezt, hefði varðskipið Þór komið að 3 brezk- um dráttarbátum um 1.2 sjómílur frá landi í mynni Loðmundar- fjarðar. Varðskipið hefði þá haf- izt handa um að stugga þeim á burt. Hefði varðskipið stuggað tveimur dráttarbátum á undan sér, er annar þeirra snéri snögg- lega við og stofnaði til árekstrar með þeim hætti, að varðskipið gat ekki undan komizt. I því kom sá dráttarbátur, sem eftir varð, aft- an að varðskipinu, og stímaði beint á það. Enn gerðist það að þriðji dráttarbáturinn (annar þeirra, sem komnir voru fram fyr- ir varðskipið) sigldi á varðskipið. Áttu sér því stað a.m.k. þrjár ásiglingar af hálfu brezku drátt- arbátanna. Er varðskípið var komið í þenn- an vanda skaut það fyrst aðvörun- arskoti en síðan föstu skotu. Mun þáð hafa hrifið, ásamt því, að flugvél vár komin á staðinn og ánnað varðskip ekki langt undan. Varðskipið Þór væri nú komið í var. Eru talsverðar skemmdir á því, sem ég get ekki skýrt nánar frá, fyrr en skýrsla um málið berst mér í hendur. Meiðsli á mönnum munu ekki hafa orðið, utan á einum varðskipsmanni, sem ég get ekki nánar frá greint fyrr en skýrsla um atburðinn berst. Sú skýrsla mun brátt berast og mun þá út gefin nákvæm fréttatilkynning um þessa at- burði. Við hljótum að lfta þá atburði, sem nú hafa átt sér stað, mjög alvarlegum augum. Hvað sem deilum um fiskveiðitakmörk líð- ur, þá hafa þessir alvarlegu at- burðir átt sér stað innan elztu og óvéfengjanlegra landhelgis- marka. Hér er um atburði að ræða, sem ríkisstjórnin hlýtur að taka til athugunar þegar og nán- ari skýrslur hafa borizt og gera sínar gagnráðstafanir. Ég ræði þessi mál ekki Iengur að sinni. Við máttum að vísu reikna með, að til alvarlegra at- burða myndi draga — en alls ekki í óvéfengjanlegri landhelgi, svo að segja uppi í landsteinum. Eftir atvikum gátu varðskips- menn ekki brugðizt við með öðr- um hætti en þeir gerðu, eins og atburðarás hefur verið lýst, og við hljótum að senda varðskipsmönn- um kveðjur þings og þjóðar f þeirri von, að þeir hafi komizt heilir úr hildarleiknum. Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, þakkaði dóms- málaráðherra hve fljótt hann hefði skýrt Alþingi frá málavöxt- um, eftir þeim takmörkuðu upplýsingum, er fyrir lægju. Hann lýsti furðu sinni yfir þeim yfirgangsaðgerðum, sem islenzkir löggæzlumenn hefðu nú verið beittir innan landhelgi, ekki fisk- veiðilögsögu, heldur óvefengjan- legrar landhelgi Islands. Þessi dólgsháttur væri með þeim ólík- indum, að fáir hefðu trúað fyrir fram. — Hann tók undir kveðjur og þakkir til varðskipsmanna. Fyrir hönd Alþýðuflokksins lýsti hann þvf yfir, að hann myndi standa að baki Alþingi og ríkis- stjórn í óhjákvæmilegum gagnað- gerðum, sem svo ríkt tilefni væri nú til. Jóhann Hafstein (S) þakkaði dómsmálaráðherra skjótar og eftir atvikum ítarlegar upplýs- ingar, sem hann hefði gefið Alþingi. Hann sagðist skilja þá afstöðu ráðherra að vilja ekki ræða málið frekar en hann hefði gert fyrr en endanleg skýrsla um málsatvik væri komin í hendur hæstv. ríkisstjórnar. Hann sagði að hugur þingmanna og þjóðar væri nú hjá varðskipsmönnum og aðstandendum þeirra. Lúðvík Jósepsson (k) tók undir Jihinn Olafur Hafstein Jóbannesson Benedikt Lflðvfk Gröndal Jósepsson Mikhús Torfi Ólafsson (íardar Sigurðsson þakklæti til dómsmálaráðherra fyrir skjótar upplýsingar og kveðjur til varðskipsmanna. Hann sagði að þessir alvarlegu ofbeldisaðgerðir Breta væru með þeim hætti, að nú þegar yrði að kalla utanríkismálanefnd þings- ins saman til fundar. Slíta bæri tafarlaust stjórnmálasambandi við Breta, kalla heim sendiherra Islands í Lundúnum og senda brezka sendiherrann hér heim til föðurhúsa. Utanríkisráðherra Is- lands gæti heldur ekki setið fund Atlantshafsbandalagsins án þess að mótmæla þessum atburðum með þeim hætti, sem viðkomend- ur bezt skyldu. Þessir atburðir innan Iandhelgi okkar jafngiltu beinni árás á landið. Við gætum varla unað lengur innan varnar- bandalags, þar sem eitt aðildar- ríkið beitti annnað hliðstæðu beinnar innrásar. Magnús Torfi Olafsson, form. SFV, talaði á sama veg og aðrir þingmenn i garð dómsmálaráð- herra og varðskipsmanna. Hann sagði hug alþjóðar dvelja nú hjá löggæzlumönnum okkar á hafinu. Hann beindi því til dómsmála- ráðherra, hvort ekki væri tfmi til kominn, að daglegri stjórnun og eftirliti með þvi, sem gerðist á varnarsvæðum okkar á hafinu, yrði komið í það form, að betur svaraði alvöru mála, og viðkom- andi ráðuneyti og stjórnvöld brygðust skjótar við um kynningu og fréttaskýringar á alþjóðavett- vangi. Slíkir atburðir hljóta að skilja eftir sig pólitískar afleið- ingar. Viðbrögð okkar hljóta að verða skjót og markviss, eins al- varlegt og málið er orðið. Garðar Sigurðsson (k) sagði þrjú stór brezk skip hafa ráðizt með ofbeldi á íslenzkan löggæzlu- bát innan 3ja mílna landhelgi. Það jafngilti beinni árás á landið sjálft. Slíkur atburður gæti ekki gerzt nema fyrir þá sök, að ís- lenzku varðbátarnir væru nær vopnlausir, með gamlar byssur og úreltar kúlur. Þeir þyrftu að hafa þann búnað að geta svarað slíkri árás af fullum krafti. Hér duga heldur engin dipló- matísk mótmæli, Tafarlaus stjórnmálaslit við Breta Væri eina viðeigandi svarið. Það er jafn- framt fásinna að vera lengur aðili að NATO, eftir árás brezku Nato- þjóðarinnar. — Skiljanlegt væri að vísu, að svokallað varnarlið hefði ekki skipt sér af átökum fjær landi. En árás innan óvefengjanlegrar landhelgi, þ.e. þriggja milna, hefði átt að kalla á viðbrögð af þess hálfu, ef nokkur alvara væri á bak við þá staðhæf- ingu, að það væri hér til varnar okkur, ekki síður en annarra bandalagsþjóða. Stjórnmálaslit við Breta og úrsögn úr Nató eru þau viðbrögð, sem þessir atburðir kalla á. Rétt þykir að geta þess að for- sætisráðherra, Geir Hallgrímsson, var fjarverandi, er fyrirspurn, svar og umræður fóru fram, ein- mitt vegna þeirra atburða, sem hér um ræðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.