Morgunblaðið - 12.12.1975, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12, DESEMBER 1975
Mikil barátta - minni handknatt-
leiknr hjá Leikni og Breiðabliki
MIKIL barátta en minni hand-
knattleikur var f leik Leiknis ok
Breiðabliks I 2. deildar keppni
Islandsmótsins f handknattleik
sem fram fór f Laugardalshöll-
inni f fyrrakvöld. Sanngjörn úr-
slit leiksins voru jafntefli 19—19,
en Breiðabliksmenn veru þó sigri
nær, eftir að hafa haft forystu
allan leikinn, allt upp f 4 mörk.
Með meiri yfirvegun hefði liðið
átt að ná báðum stigunum, en
Leiknismenn höfðu heppnina
með sér og tókst að jafna þegar
skammt vartil leiksloka.
Sem fyrr greinir var handknatt-
leikur liðanna heldur óburðugur.
Mistök á mistök ofan, skot úr von-
litlum færum og vitlausar talning-
ar 1 vörninni. Sjálfsagt hefur það
haft töluvert að segja til hins
verra hjá Leiknismönnum að þeir
Halldór Björnsson, Hafliði Pét-
ursson og ögmundur Kristinsson
sem verið hafa fastamenn hjá því
f vetur voru ekki með að þessu
sinni — hafa að sögn ekki mætt á
æfingar.
Breiðabliksliðið er sennilega
öllu slakara en það var í fyrra,
sérstaklega að því leyti að það
skortir nú meiri skyttur en það.
Vörn liðsins er hins vegar greini-
lega að lagast og markvarzlan hjá
Gissur Ágústssyni var með ágæt-
um í leiknum. Var hann bezti
maður Breiðabliksliðsins, ásamt
Danfel Þórissyni sem skoraði oft-
sinnis með fallegum skotum.
1 Leiknisliðinu bar Hermann
Gunnarsson greinilega af og
sýndi að enn búa 1 honum þeir
„taktar“ sem gerðu hann að
landsliðsmanni fyrir nokkrum ár-
um. Hermann er fljótur að átta
sig á hlutunum, en tók stundum
of mikla áhættu I skotum sinum í
þessum leik.
Mörk Leiknis: Hermann Gunn-
arsson 10 (lv) Guðmundur Vig-
fússon 3, Ðiðrik Ölafsson 2, Árni
Jóhannesson 2, örn Guðmunds-
son 1, Halldór Sigurðsson 1.
Mörk Breiðabliks: Daniel
Þórisson 8, Kristján Gunnarsson
4, Magnús Steinþórsson 4(3v) og
Bjarni Bjarnason 3.
Maður leiksins: Hermann
Gunnarsson, Leikni.
Dómarar voru Kjartan Stein-
bech og Ólafur Steingrímsson.
Þeir leyfðu allt of mikil átök í
leiknum, en voru vel samkvæmir
sjálfum sér i dómunum sem vitan-
lega er jafnan fyrir miklu. —stjl.
Hilmar Björnsson gerir tilraun til marksskots f leik KR og IBK f
fyrrakvöld, en Þorsteinn Ólafsson (nr. 10) nær að hindra hann.
Þorsteinn átti góðan leik f vörninni, auk þess sem hann skoraði 9
mörk
Barátta IBK færði liðinn
óvæntan signr vfir KK
Ágúst til Svíþjóðar?
MEÐFYLGJANDI mynd sýnir hinn snjalla leikmann IR-Iiðsins Ágúst
Svavarsson skora eitt marka sinna f leik IR og Fylkis f 2. deildar
keppni tslandsmótsins f fyrrakvöld. Agúst hefur fengið tilboð frá
sænsku 1. deildar félagi að koma utan og leika með þvf a.m.k. það sem
eftir er vetrar. — Það er óneitanlega freistandi að fara sagði Ágúst, —
þeir bjóða það vel, auk þess sem ég þacf ekki að binda mig hjá þeim
nema fram til vorsins. Agúst sagði, að ef af þvf yrði að hann færi til
sænska Iiðsins, sem væri sennilegt, þá myndi hann fara utan nú um
áramótin. Vissulega mun það veikja IR-Iiðið verulega ef Ágúst hættir
að leika með þvf, en staða þess f 2. deildinni er hins vegar þegar orðin
svo góð, að 1. deildar sætið næsta vetur ætti að vera nokkuð öruggt.
ALLT FRAM til miðvikudags-
kvöldsins hafði 2. deildin f Is-
landsmótinu í handknattleik ekki
verið vettvangur óvæntra við-
burða. Þar hafði allt gengið að
mestu samkvæmt formúlunni um
að lið IR, KA og KR væru bezt. En
á miðvikudagskvöldið voru það
Keflvfkingar sem settu strik f
reikninginn hjá einu þessara liða,
KR-ingum, sem eiga nú mun
minni von um að verða f toppbar-
áttu f deildinni f vetur en áður.
(Jrslit leiksins urðu Keflavfkur-
sigur 26—25, eftir að KR-ingar
höfðu haft fimm marka forvstu f
hálfleik, 14—9.
Var næsta furðulegt að fylgjast
með þvi hvernig liðið sem varð í
öðru sæti á Reykjavíkurmótinu f
haust lék í seinni hálfleik en þá
var tæpast heil brú í leik liðsins
og fyrst og fremst vegna þess að
samvinna miili leikmanna var
engin. Þetta er þó ekki sagt til
þess að gera lítið úr frammistöðu
Keflvíkinga. Þvert á móti. Kefl-
víkingarnir léku á köflum skyn-
samlega og baráttugleðin var
furðulega mikil. Jafnvel eftir að
KR-ingar höfðu náð slikri forystu
I leiknum að segja mátti að sigur
þeirra væri bókaður börðust Kefl-
víkingarnir eins og staðan væri
jafntefli.
Leikur KR-inga var sönnun
þess hversu vanmáttugt knattlið
getur orðið, þegar einstaklingar
þess ná ekki að vinna saman. Það
heyrði nánast til undantekninga
að KR-ingarnir reyndu að hjálpa
hvorir öðrum i vörninni, og í
sóknarleiknum var mest gert upp
á einsdæmi viðkomandi leik-
manna. Meðan ástandið er slíkt
hjá liöinu þarf það ekki að vænta
árangurs.
Langbeztu menn Keflavíkur-
liðsins í þessum leik voru Þor-
steinn Ólafsson, sem KR-ingarnir
réðu hreinlega ekkert við, jafnvel
þótt þeir reyndu að taka hann úr
umferð, Benedikt Jóhannsson
markvörður sem varði ágætlega
allan leikinn og Sævar Halldórs-
son sem er hættulegur horna-
maður og teygði jafnan mikið á
KR-vörninni. 1 heild átti Kefla-
víkurliðið ágætan leik.
Hilmar Björnsson var að venju
bezti leikmaður KR en gerði eins
og félagar hans allir mörg mistök
i leiknum og sum afdrifarík.
Mörk KR skoruðu. Hilmar
Björnsson 6, Símon Unndórsson
4, Kristinn Ingason 3, Ævar
Sigurðsson 3, Ingi Steinn Björg-
vinsson 3, Sigurður P. Óskarsson
2, Haukur Geirmundsson 2, Þor-
varður Guðmundsson 2.
Mörk Keflavfkur: Þorsteinn
Ólafsson 9 (1 vítakast), Helgi
Ragnarsson 6, Sævar Halldórsson
5, Grétar Grétarsson 3, Guð-
mundur Jóhannesson 2, Rúnar
Georgsson 1.
Maður leiksins var Þorsteinn
Ólafsson, IBK. —stjl.
IR LET SER 14 MMA SIGIJR MGJA
EINS og vænta mátti reyndist
Árbæjarliðið Fylkir ekki mikil
hindrun fyrir iR-inga á leið
þeirra upp í 1. deild í handknatt-
leiknum. I fyrrakvöld, er liðin
mættust í Laugardalshöllinni
sigruðu ÍR-ingar með 14 marka
mun, eða 26—12. Sá munur hefði
ugglaust getað orðið nokkuð
stærri hefðu iR-ingar haft á því
mikinn áhuga, þar sem Fylkis-
menn skoruðu flest marka sinna
undir lok leiksins. Staðan í hálf-
leik var 12—3 fyrir IR, og hafði
liðið skorað niu mörk, áður en
Fylkismenn náðu að bæta sínu
öðru marki við. Lék IR vörnin
ágætlega í fyrri hálfleiknum, en
þyngst á metunum var þó frammi-
staða Jens Einarssonar í IR-
markinu sem varði mjög vel,
hvort sem um var að ræða skot af
línu eða að utan. Var markið hjá
honum lokað langtímunum
saman. Um miðjan seinni hálf-
leikinn var Jens visað af velli í 2
mínútur og kom ekki inná eftir
það, enda var stórsigur ÍR-inga þá
þegar i höfn, og markvarzlan hjá
varamarkverði liðsins bærileg.
Að því hefur áður verið vikið í
umsögnum um leiki iR-inga í 2.
deild að þeir hafi nú sizt slakara
liði á að skipa en mörg félögin í 1.
deild og er hver leikurinn eftir
annan hjá liðinu staðfesting á því.
Hefur IR-Iiðið sennilega ekki
verið betra í annan tíma, sérstak-
lega þó ekki vörn þess og mark-
varzla. Sókn lið ,ins er einnig
ágæt. Vallarbr' ddin notuð og
línumenn og útispilarar jafnan á
góðri hreyfingu auk þess sem IR-
ingar hafa það fram yfir mörg
önnur lið að vera ekki endalaust
að slá knettinum niður á milli
sendinga.
Beztu rnenn ÍR-liðsins í leiknum
voru þeir Jens, Agúst og Brynjólf-
ur, en einnig mætti nefna til Hörð
Hákonarson sem greinilega er
mjög vaxandi leikmaður. Hjá
Fylki stóð tæpast nokkur upp úr
meðalmennskunni. Helzt var það
þó Einar Ágústsson.
Mörk IR skoruðu: Ágúst
Svavarsson 8 (2 víti), Brynjólfur
Markússon 7 (1 v), Hörður
Hákonarson 5, Siguröur
Svavarsson 3 (1 v), Sigurður Á.
Sigurðsson 2, Gunnlaugur
Hjálmarsson 1.
Mörk Fylkis: Einar Ágústsson 5
(2 v), Steinar Birgisson 3,
Halldór Sigurðsson 2, Sigurður
Símonarson 1, Guðmundur Sigur-
björnsson 1.
Maður leiksins: Jens G. Einars-
son, IR. t
Dómarar: Jón Hermannsson og
örn Guðmundsson og dæmdu þeir
sæmilega. — stjl.
STAÐAN
Staðan I 2. deild Islandsmóts-
ins i handknattleik er nú þessi:
IR 7 7 0 0 187:105 14
KA 5 4 0 1 108:91 8
Leiknir 7 3 13 139:152 7
KR 6 3 0 3 135:127 6
Fylkir 5 2 0 3 78:98 4
IBK 6 2 0 4 109:132 4
Þór 5 10 4 108:114 2
UBK 5 0 14 75:120 1
Markhæstir
Marhæstu leikmenn eru eftir
taldir:
Hermann Gunnarsson, Leikni 49
Brynjólfur Markússon. ÍR 46
Ágúst Svavarsson, ÍR 41
Hilmar Björnsson, KR 39
Simon Unndórsson KR 35
Hafliði Pétursson, Leikni 34
Einar Ágústsson, Fylki 24
Grétar Grétarsson, ÍBK 24
Sigtryggur Guðlaugsson, Þór 23
Þorsteinn Ólafsson, ÍBK 22
Hörður Hákonarson, ÍR 21
Þorleifur Ananiasson, KA 21
Ármann Sverrisson. KA 20
I
gefið...
ísleiuko hljómplötu i jólogjöf
ódgr og góó gjöf -
Si
II