Morgunblaðið - 19.12.1975, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.12.1975, Qupperneq 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1975 Þegar Dix og Trix voru orðin tvö ein 1 búrinu kom Kjarkurinn aftur, þau snæddu brauðið sitt f rólegheitum og litu sjálfumglöð út á milli rimlanna, já jafnvel með hálfgerðri fyrirlitningu. Þvottabirnirnir eru nýkomnir til landsins — hafa verið 1 sóttkvf f Danmörku undan- farið og eru enn das- aðir og hræddir eftir ferðalagið hingað til lands. Þeir voru þó sagðir allir að hressast og hættir að Ifta undan er gestir vilja skoða þá. Ljósmyndarinn brá sér inn f búrið til simpans- anna frænda okkar rétt til að taka af þeim eina mynd. Hrokinn sem þau Dix og Trix höfðu áður sýnt hvarf þá með öllu og þau hjúfruðu sig hræðslulega hvort upp að öðru. Þau voru komin í jólaskap dýrin I Sædýrasafninu er MorgunblaSsmenn litu þar við í vikunni — svo sagði að minnsta kosti starfsmaður safnsins. Vinsælasta deildin ku vera sú þar sem Ijónin, aparnir og þvotta- birnirnir dvelja og að sjálfsögðu heilsuðum við upp á Ijónin Leó og Elsu, apana Dix og Trix og þvottabirnina tvo. nafnlausa enn þá, en þeir eru gjöf frá Sápugerð- inni Frigg — nema hvað? Öll eru þessi dýr á svipuðu reki þó ólik séu að ætt og uppruna, nefnilega tveggja ára. Ljónin eru fædd I Hamborg. aparnir f Sierra Leone og þvottabirnirnir koma frá Kaupmannahöfn. Reyndar fjölgaði I Ijóna- fjölskyldunni á dögunum er Elsa eignaðist dætur tvær og auðvitað fæddust þær á kvennafridaginn. Enn hafa ungu dömurnar þó ekki verið sýndar i safninu nema um helgar, þær dveljast i leikgrind heima hjá Jóni Kr. Gunnarssyni, forstöðumanni safnsins, og braggast bærilega. Þrátt fyrir leiðinlega tið að undanförnu kvað Jón Það er ekki „brezka ljónið“ sem sý-nir vígtenn- urnar á þessari mynd heldur hann Leó 1 Sædýra- safninu f Hafnarfirði. (Ljósm. ÓI.K.Mag.) Sædýrasafnið vera sæmilega sótt og einkum þó um helgar. Annars er Sædýrasafn engan veginn réttnefni yfir þessa stofnun — sem betur fer. Stefnt að land- grunnsyfirráðum utan 200 mílna með alþjóðlegum ítökum Viðtalið, sem hér fer á eftir átti Elfn Pálmadóttir við Hans G. Andersen f aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna f sfðustu viku: EVENSEN-nefndin svokallaða hefur verið á fundum um haf- réttarmál I aðalstöðvum Sam- einuðu þjóðanna 1.—12. des. Fréttamaður Mbl. hafði tal af Hans G. Andersen, fulltrúa Is- lands, þegar ráðstefnunni lauk. Sagði hann að á fundunum f New York hefði verið farið yfir þá kafla frumvarpsins að hafréttar- sáttmála, sem lagt var fram f maf f fyrra, sem fjalla um mengun og afmörkun landgrunnsins. Tveir fundir hafa verið um frumvarpið f Evensen-nefndinni, sá fyrri f Genf 25. ágúst til 5. september og hinn f New York nú, og næsti fundur verður um mánaðamót janúar-febrúar. Evensen-nefndin er sem kunn- ugt er óformleg nefnd 25 manna, sem valin var persónulega í sam- ráði við forseta ráðstefnunnar til að reyna að samræma sjónar- miðin undir forustu Evensens, hafréttarráðherra Noregs. — Umræður eru mjög óformlegar en fundir hafa verið haldnir reglu- lega síðan hafréttarráðstefnan hófst bæði milli ráðstefnufunda og meðan þeir standa yfir, sagði Hans. Málsmeðferðin hefur verið sú, að leggja frumvarpið sjálft til grundvallar; í umræðum geta all- ir komið fram sínum sjónar- miðum. Áherzla er lögð á að safna sem mestu fylgi við frumvarps- textann og formanni síðan falið að búa til breytingartillögur f ljósi umræðnanna, sem svo eru ræddar á næsta fundi. — Aðalmálið á þessum fundi var afmörkun á landgrunninu, sagði Hans G. Andersen. Þar hafa ríkin aðallega skipst i 2 hópa. Annars vegar eru þeir, sem vilja að ríkin hafi yfirráð yfir land- grunsbotninum innan 200 mílna lögsögunnar, en að svæðin þar fyrir utan séu hluti af aiþjóðahaf- svæði, sem nýta beri í þágu mann- kynsins. Hins vegar eru þau riki, sem hafa landgrunn, er nær út fyrir 200 mílur og telja sig hafa alian rétt yfir þeim hluta líka. Unnið er að því að ná þeirri mála- miðlun, að viðurkenndur sé yfir- ráðaréttur strandríkis yfir land- grunninu utan 200 mflnanna líka, en þó þannig að arðskipting eigi sér stað milli strandríkis og al- þjóða hafsbotnsstofnunarinnar. Island hefur verið fylgjandi þessari viðmiðun, sagði Hans, og á fundunum í New York kemur fram vaxandi fylgi við þessa leið. — í umræðunum um mengunarmálin hafa alltaf verið 2 andstæð sjónarmið, sagði Hans. Annars vegar þeir sem vilja að strandríkið hafi öll yfirráð og rétt til að setja þær reglur, sem því sýnist og framfylgja þeim. Þeir sem lengst vilja ganga i hina átt- ina Vilja að höfuðáherzla sé lögð á frjálsar siglingar og skipaferðir sem minnst heftar. Agreiningur- inn er aðallega um þetta. En allir eru sammála um að koma í veg fyrir mengun frá landi. Aðal- atriðið er annars vegar hvaða rétt strandríki skuli hafa til að setja reglur, hins vegar hver hafi rétt til að framfylgja þeim. Sú leið hefur verið farin í frumvarpinu að ákveða að reglur beri að setja með alþjóðlegu samkomulagi, þannig að hvert ríki geti ekki sett þær reglur, sem því sýnist. Þá mundu gilda mismunandi reglur á hinum ýmsu svæðum, sem skip sigla um. Málið á því að leysa með því að setja reglur, t.d. um stærð skipa og gerð og um það snúast umræður á fundunum. Um framkvæmdina hafa verið mikil átök milli þeirra, sem vilja að heimaríki skipsins sjái um framkvæmd á reglum og viðurlög við broti á þeim, sagði Hans. Þær viðræður, sem nú hafa farið fram í New York, benda til þess að lausn á þessum atriðum sé skammt undan og verði þannig að sanngjarnt jafnvægi sé tryggt. — Að sjálfsögðu eru engar ákvarðanir teknar á þessum fund- Hans G. Andersen. um, enda ekki mættir nema fulltrúar 70 rfkja hér í New York af meira en 140. En þar er um að ræða formenn sendinefnda frá öllum heimshlutum, svo allar skoðanir koma fram. öllum kem- ur saman um að nefndin gegni mjög þýðingarmiklu hlutverki, sagði Hans G. Andersen að lokum. Bréf frá lesanda... Hr. ritstjóri. Morgunblaðið ræðir í dag við Tómas Guðmundsson um „Stjörn- ur vorsins" og hefur eftir honum, að Þjóðvfsa hafi fyrst komið á prenti i Dvöl, „sem Guðlaugur Rósinkranz var þá ritstjóri fyrir og ég man að prófarkalesturinn var ekki betri en svo að það féll niður eitt erindið“. Hér hefur hitt og annað farið milli mála: 1. Guðlaugur var aldrei ritstjóri Dvalar. 2. Af kvæðunum í „Stjörnum vorsins" höfðu tvö komið f Dvöl. Hvorugt þeirra var Þjóðvísa, og af samanburði við bókina verður ekki séð að erindi úr þeim hafi fallið niður. Nokkrar breytingar gerði skáldið á báðum þessum kvæðum eftir að þau birtust í Dvöl, einnig á nöfnum þeirra. Morgunn við Afrikuströnd hét í tímaritinu Morgunn við Afríku og Blómljóð hét Blómhjörtu. Prentarar og prófarkalesarar Dvalar í þann tíð voru að vísu flestir bærilega hagmæltir, en við lögðum ekki í vana okkar að breyta kvæðum þjóðskálda. 16. des. 1975. Þórarinn Guðnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.