Morgunblaðið - 19.12.1975, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 19.12.1975, Qupperneq 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1975 — Hvaðan leggur Framhald af bls. 5<* lausum aðgerðum? Hver er þáttur flugmálastjóra í málinu? Vegna persónulegra kynna minna við Agnar Kofoed Hansen trúi ég ekki að sá drengur, sem hann er, geri ekki það sem í hans valdi stendur til þess að flugsaga Islendinga verði sem mest og glæsilegust. Viðkomandi ráðu- neyti er eini aðiljinn honum æðri og ber því skylda, siðferðileg ef ekki önnur, til þess að hafa flug- málastjóra til ráðuneytis um allar aðgerðir í flugmálum. Air Viking gat, og getur vafa- laust enn, fengið hagstætt, erlent lán gegn ríkisábyrgð. Lán þetta mundi hafa forðað Alþýðu- bankanum frá hneykslinu og styrkt Air Viking að mun. En viti menn — umsókn Air Viking ligg- ur óafgreidd mánuðum saman, en óskabarn þjóðarinnar númer 2VS fær nokkurra milljarða tryggingu í þjóðarsameigninni. Furðulegt er að lesa eftir fulltrúa ráðuneytis- ins, að umsóknin sé óafgreidd vegna þess, að ekki hafi verið gengið eftir því að hún fengist afgreidd. Já, góðir samborgarar með sjálfstæða hugsun. Er þjóðfélagið að taka þá stefnu að sauma að þeim sem vilja sýna stórhug og þora að berjast áfram, eða — er verið að sauma að rikisvaldinu af þeim sem verða ofvaxin óskabörn þess. Eða á að nefna þetta þrýst- ing? Þykir engum skrýtið að stofnuð skuli ferðaskrifstofa SlS, akkúrat núna og SlS-bankinn skuli hafa veð i vélum Air Vik- ing? SlS er að margra dómi ofvaxið afkvæmi hugsjónamann- anna sem stofnuðu til þess og svo stórt getur það orðið að hægt sé að stiga ofan á hinn venjulega athafnamann eins og maur. Geta menn bótalaust verið flettir klæð- um í fjölmiðlum, eins og reynt var við Guðna Þórðarson og þeir staðið berskjaldaðir, vegna þrýst- ings frá stóru óskabörnunum? Þrátt fyrir trúnaðinn? Þrátt fvrir þagnarskyldu? Og svo kemur í ljós að ástandið hjá Air Viking er sizt verra en hjá margri útgerð- inni, þrátt fyrir allar undan- gengnar tilraunir til að knésetja fyrirtækið. Hvað veldur þessu misræmi? Og enn er ráðist á Sunnu. Leyfissvipting frá 15. janúar 1976. Sér nokkur hvað er að gerast? Lesa menn æsifrétt- irnar, hlusta á þær í útvarpi og horfa á þær í sjónvarpi — og JOLAGJÖFIN ER 1 KENWOOD THORN Laugavegi 1 70— 1 72 — Sími 21240 gleyma þeim að stundu liðinni? Nei, geymið þetta í huganum, það varðar ekki eingöngu Air Viking og Sunnu, það varðar þig og mig. Almenningur getur í dag keypt sólarlandaferð fyrir 40—50 þús- und kr. Væri verðið svona hagstætt ef Air Viking hefði ekki orðið til? Ég er hræddur um ekki. Hefði Sunna orðið að segja já og amen við fargjöldunum sem einokunaraðilji hefði skammtað, er hætt við að dæmið hefði litið öðruvisi út. Ég hélt í alvöru að nóg væri komið af reynslu Islend- inga af einokuninni. Hvað liggur raunverulega að baki eftirtöldum aðgerðum ríkis- valdsins gegn Sunnu og Air Vik- ing? Svipting flugrekstrarleyfis Air Viking. Hvers vegna? Leyfissviptingin afturkölluð. Hvers vegna? Skaðabæturnar i salti i kerfinu. Hvers vegna? Umsókn um erlenda lántöku meðan öðrum er veitt" fyrirgr. Hvers vegna? Svipting ferðaskrifstofuleyfis jan. 1976. Hvers vegna? Hvað næst? Hvers vegna? Hverju sætir slík meðferð á íslenzkum fyrirtækjum? Spurt í alvöru. Óskabarnið númer 2H hefði sennilega ekki verið til í dag ef það hefði fengið samsvarandi trakteringar þegar það var krakki. Mál þetta er kolgruggugt, mikil fýla af því og mál til komið að fáist viðhlftandi skýring á mis- munun ríkisvaldsins á þessum tveim fyrirtækjum sem ættu að geta starfað hlið við hlið í hollri samkeppni, almenningi til góðs. Það er alger óhæfa og ætti að leiða til skilyrðislausrar afsagnar viðkomandi embættismanna, ef rétt reynist, að þeir vogi sér að mismuna íslenzkum fyrirtækjum, þó svo að rikið sé hluthafi í öðru en ekki hinu. Aths. ritstj. Það skal tekið fram, að „mold- viðri“ hefur ekki verið um þetta mál hér 1 blaðinu né „æsifréttir" og hlýtur greinarhöfundur að eiga við einhverja aðra fjölmiðla. Einnig er ástæða til að taka fram, að mál þetta er 1 rannsókn að ðsk allra aðila og hvggilegt að biða eftir niðurstöðu þeirrar rannsóknar. DtOntAMIUR Fjölbreyttar veitingar. Munið kalda borðið. Opiðfrá kl. 12—14.30 og 19—23.30. víniRnpfBfln HOTEL LOFTLEHMR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.